Sautján ára strákarnir gerðu það sem A-landsliðinu tókst ekki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2017 14:30 Íslenska 17 ára landsliðið í handbolta vann fjórtán marka sigur á Túnis á Miðjarðarhafsmótinu en mótið fer fram í París. Íslenska A-landsliðið varð að sætta sig við jafntefli á móti Túnis á HM í handbolta sem stendur nú yfir í Frakklandi. Sautján ára strákarnir náðu að hefna fyrir það og gott betur. Íslenska liðið var 10-2 yfir eftir fimmtán mínútur, 21-9 yfir eftir næstu fimmtán mínútur og vann svo leikinn 29-15. Í mótinu er leikið 3x15 mínútur og þá er stigagjöf frábrugðin því sem við höfum áður séð. Eitt stig er gefið fyrir sigur í hverjum þriðjung auk þess eru tvö stig fyrir sigur í sjálfum leiknum. Fjölnismaðurinn Arnar Máni Rúnarsson var markahæstur í leiknum á móti Túnis með sex mörk, KA-maðurinn Dagur Gautason skoraði fimm mörk og Valsmaðurinn Arnór Snær Óskarsson var með fjögur mörk. Arnór Snær er einmitt sonur Óskars Bjarna Óskarsson, aðstoðarþjálfar A-landsliðs karla en Arnór hefur verið markahæstur í tveimur leikjum íslenska liðsins á mótinu. Eftir slæman dag í gær, þar sem liðið tapaði fyrir bæði Þýskalandi og Ítalíu, voru litlu strákarnir okkar staðráðnir í að gera betur sem þeir og gerðu á móti Túnis. Túnis hafði tapað fyrir Þjóðverjum daginn áður með einu marki í hörkuleik en Ísland tapaði með ellefu marka mun á móti Þýskalandi. Hér fyrir neðan má sjá úrslit og markaskorara í leikjum strákanna til þessa:Ísland-Túnis 29-15Mörk Íslands: Arnar Máni Rúnarsson 6, Dagur Gautason 5, Arnór Snær Óskarsson 4, Daníel Freyr Rúnarsson 3, Ólafur Haukur Júlíusson 3, Tjörvi Týr Gíslason 3, Jónatan Jónsson 2, Goði Ingvar Sveinsson 1, Eiríkur Þórarinsson 1, Davíð Elí Heimisson 1. Björgvin Franz Björgvinsson varði 6 skot og Viktor Gísli Hallgrímsson varði 3 skot.Ísland-Þýskaland 17-28Mörk Íslands: Arnór Snær Óskarsson 5, Goði Ingvar Sveinsson 3, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 2, Jónatan Jónsson 2, Dagur Gautason 2, Magnús Axelsson 1, Tjörvi Týr Gíslason 1, Viktor Jónsson 1. Viktor Gísli Hallgrímsson varði 12 skot og Björgvin Franz Björgvinsson varði 3 skot.Ísland - Ítalía 15-20Mörk Íslands: Arnar Rúnarsson 4, Arnór Snær Óskarsson 3, Dagur Kristjánsson 3, Daníel Rúnarsson 2, Goði Ingvar Sveinsson 2, Viktor Jónsson 1. Viktor Gísli Hallgrímsson varði 17 skot í leiknum.Ísland-Svartfjallaland 29-17Mörk Íslands: Arnór Snær Óskarsson 6, Dagur Gautason 5, Jónatan Marteinn Jónsson 3, Tumi Steinn Rúnarsson 3, Dagur Kristjánsson 2, Eiríkur Þórarinsson 2, Goði Ingvar Sveinsson 2, Tjörvi Týr Gíslason 2, Daníel Freyr Rúnarsson 1, Arnar Máni Rúnarsson 1, Ólafur Haukur Júlíusson 1, Viktor Jónsson 1. Björgvin Franz Björgvinsson varði 9 skot og Viktor Gísli Hallgrímsson varði 1 skot. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Fleiri fréttir Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Sjá meira
Íslenska 17 ára landsliðið í handbolta vann fjórtán marka sigur á Túnis á Miðjarðarhafsmótinu en mótið fer fram í París. Íslenska A-landsliðið varð að sætta sig við jafntefli á móti Túnis á HM í handbolta sem stendur nú yfir í Frakklandi. Sautján ára strákarnir náðu að hefna fyrir það og gott betur. Íslenska liðið var 10-2 yfir eftir fimmtán mínútur, 21-9 yfir eftir næstu fimmtán mínútur og vann svo leikinn 29-15. Í mótinu er leikið 3x15 mínútur og þá er stigagjöf frábrugðin því sem við höfum áður séð. Eitt stig er gefið fyrir sigur í hverjum þriðjung auk þess eru tvö stig fyrir sigur í sjálfum leiknum. Fjölnismaðurinn Arnar Máni Rúnarsson var markahæstur í leiknum á móti Túnis með sex mörk, KA-maðurinn Dagur Gautason skoraði fimm mörk og Valsmaðurinn Arnór Snær Óskarsson var með fjögur mörk. Arnór Snær er einmitt sonur Óskars Bjarna Óskarsson, aðstoðarþjálfar A-landsliðs karla en Arnór hefur verið markahæstur í tveimur leikjum íslenska liðsins á mótinu. Eftir slæman dag í gær, þar sem liðið tapaði fyrir bæði Þýskalandi og Ítalíu, voru litlu strákarnir okkar staðráðnir í að gera betur sem þeir og gerðu á móti Túnis. Túnis hafði tapað fyrir Þjóðverjum daginn áður með einu marki í hörkuleik en Ísland tapaði með ellefu marka mun á móti Þýskalandi. Hér fyrir neðan má sjá úrslit og markaskorara í leikjum strákanna til þessa:Ísland-Túnis 29-15Mörk Íslands: Arnar Máni Rúnarsson 6, Dagur Gautason 5, Arnór Snær Óskarsson 4, Daníel Freyr Rúnarsson 3, Ólafur Haukur Júlíusson 3, Tjörvi Týr Gíslason 3, Jónatan Jónsson 2, Goði Ingvar Sveinsson 1, Eiríkur Þórarinsson 1, Davíð Elí Heimisson 1. Björgvin Franz Björgvinsson varði 6 skot og Viktor Gísli Hallgrímsson varði 3 skot.Ísland-Þýskaland 17-28Mörk Íslands: Arnór Snær Óskarsson 5, Goði Ingvar Sveinsson 3, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 2, Jónatan Jónsson 2, Dagur Gautason 2, Magnús Axelsson 1, Tjörvi Týr Gíslason 1, Viktor Jónsson 1. Viktor Gísli Hallgrímsson varði 12 skot og Björgvin Franz Björgvinsson varði 3 skot.Ísland - Ítalía 15-20Mörk Íslands: Arnar Rúnarsson 4, Arnór Snær Óskarsson 3, Dagur Kristjánsson 3, Daníel Rúnarsson 2, Goði Ingvar Sveinsson 2, Viktor Jónsson 1. Viktor Gísli Hallgrímsson varði 17 skot í leiknum.Ísland-Svartfjallaland 29-17Mörk Íslands: Arnór Snær Óskarsson 6, Dagur Gautason 5, Jónatan Marteinn Jónsson 3, Tumi Steinn Rúnarsson 3, Dagur Kristjánsson 2, Eiríkur Þórarinsson 2, Goði Ingvar Sveinsson 2, Tjörvi Týr Gíslason 2, Daníel Freyr Rúnarsson 1, Arnar Máni Rúnarsson 1, Ólafur Haukur Júlíusson 1, Viktor Jónsson 1. Björgvin Franz Björgvinsson varði 9 skot og Viktor Gísli Hallgrímsson varði 1 skot.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Fleiri fréttir Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik