Lögreglan birtir myndband af Birnu í miðbæ Reykjavíkur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. janúar 2017 18:52 Skjáskot úr myndbandi lögreglunnar sem sýna Birnu á ferð um miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Lögreglan hefur nú birt myndband af Birnu Brjánsdóttur þar sem hún sést á ferð um í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Það má sjá í spilaranum hér að ofan en myndbandið er unnið upp úr nokkrum eftirlitsmyndavélum í miðborginni.Myndbandið er um ein og hálf mínúta að lengd. Birna sést á gangi í Austurstræti við Héraðsdóm Ryekjavíkur, því næst í Bankastræti og svo á Laugaveginum. Lögreglan biður alla þá sem kunna að hafa orðið varir við Birnu á ferð um miðbæ Reykajvíkur vinsamlegast um að hafa samband við lögrelgu í síma 444-1000, á netfangið [email protected] eða með einkaskilaboðum í gegnum Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Sjá einnig: Blaðamannafundur vegna hvarfs Birnu: Virtist hress og skemmta sér vel á Húrra Birnu hefur verið saknað síðan á aðfaranótt laugardags. Hún hafði verið úti að skemmta sér með vinum á skemmtistaðnum Húrra. Þar er síðast vitað af henni í samskiptum við annað fólk en á eftirlitsmyndavélunum sést Birna ganga austur Austurstræti, upp Bankastræti og á Laugvegi til móts við hús númer 31 þar sem hún hverfur sjónum um klukkan 05:25. Á blaðamannafundi lögreglunnar vegna hvarfs Birnu í dag kom fram að litlar sem engar vísbendingar séu til að styðjast við leitina að henni. Lögreglan ítrekar það að hún vilji ná tali af ökumanni rauðs fólksbíls, sem er líklega af gerðinni Kia Rio, en hann sést aka á Laugveginum til móts við hús númer 31 á svipuðum tíma og Birna hverfur sjónum í eftirlitsmyndavélum. Þá sagðist lögreglan einnig vilja ná tali af fólki kann að sjást í myndbandinu og gæti haft upplýsingar um ferðir Birnu. Birna er 170 sentimetrar á hæð, með sítt ljósrautt hár, klippt með topp fram á ennið. Hún var klædd í svartar gallabuxur, gráa peysu og svartan flísjakka með hettu. Þá var hún í svörtum uppreimuðum Dr. Martens-skóm.Uppfært 16. ágúst 2017 Myndbandið hefur verið fjarlægt úr fréttinni að beiðni lögreglu fyrir hönd aðstandenda Birnu Brjánsdóttur. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leitin að Birnu: Fjölmargar ábendingar frá borgurum hafa engu skilað Björgunarsveitarmenn fundu engar vísbendingar í miðbænum. 16. janúar 2017 17:18 Leitin að Birnu: Biðlað til íbúa í miðborginni að leita eftir vísbendingum í skúmaskotum og kjöllurum Tæknivinna lögreglu varð til þess að leitað verður í nágrenni Hafnarfjarðar í kvöld. 16. janúar 2017 17:34 Blaðamannafundur lögreglu: Birna virtist hress á Húrra og skemmta sér vel Málið talið óvenjulegt því engar vísbendingar liggja fyrir Birna sýndi engin merki um depurð fyrir hvarfið. 16. janúar 2017 18:25 Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira
Lögreglan hefur nú birt myndband af Birnu Brjánsdóttur þar sem hún sést á ferð um í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Það má sjá í spilaranum hér að ofan en myndbandið er unnið upp úr nokkrum eftirlitsmyndavélum í miðborginni.Myndbandið er um ein og hálf mínúta að lengd. Birna sést á gangi í Austurstræti við Héraðsdóm Ryekjavíkur, því næst í Bankastræti og svo á Laugaveginum. Lögreglan biður alla þá sem kunna að hafa orðið varir við Birnu á ferð um miðbæ Reykajvíkur vinsamlegast um að hafa samband við lögrelgu í síma 444-1000, á netfangið [email protected] eða með einkaskilaboðum í gegnum Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Sjá einnig: Blaðamannafundur vegna hvarfs Birnu: Virtist hress og skemmta sér vel á Húrra Birnu hefur verið saknað síðan á aðfaranótt laugardags. Hún hafði verið úti að skemmta sér með vinum á skemmtistaðnum Húrra. Þar er síðast vitað af henni í samskiptum við annað fólk en á eftirlitsmyndavélunum sést Birna ganga austur Austurstræti, upp Bankastræti og á Laugvegi til móts við hús númer 31 þar sem hún hverfur sjónum um klukkan 05:25. Á blaðamannafundi lögreglunnar vegna hvarfs Birnu í dag kom fram að litlar sem engar vísbendingar séu til að styðjast við leitina að henni. Lögreglan ítrekar það að hún vilji ná tali af ökumanni rauðs fólksbíls, sem er líklega af gerðinni Kia Rio, en hann sést aka á Laugveginum til móts við hús númer 31 á svipuðum tíma og Birna hverfur sjónum í eftirlitsmyndavélum. Þá sagðist lögreglan einnig vilja ná tali af fólki kann að sjást í myndbandinu og gæti haft upplýsingar um ferðir Birnu. Birna er 170 sentimetrar á hæð, með sítt ljósrautt hár, klippt með topp fram á ennið. Hún var klædd í svartar gallabuxur, gráa peysu og svartan flísjakka með hettu. Þá var hún í svörtum uppreimuðum Dr. Martens-skóm.Uppfært 16. ágúst 2017 Myndbandið hefur verið fjarlægt úr fréttinni að beiðni lögreglu fyrir hönd aðstandenda Birnu Brjánsdóttur.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leitin að Birnu: Fjölmargar ábendingar frá borgurum hafa engu skilað Björgunarsveitarmenn fundu engar vísbendingar í miðbænum. 16. janúar 2017 17:18 Leitin að Birnu: Biðlað til íbúa í miðborginni að leita eftir vísbendingum í skúmaskotum og kjöllurum Tæknivinna lögreglu varð til þess að leitað verður í nágrenni Hafnarfjarðar í kvöld. 16. janúar 2017 17:34 Blaðamannafundur lögreglu: Birna virtist hress á Húrra og skemmta sér vel Málið talið óvenjulegt því engar vísbendingar liggja fyrir Birna sýndi engin merki um depurð fyrir hvarfið. 16. janúar 2017 18:25 Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira
Leitin að Birnu: Fjölmargar ábendingar frá borgurum hafa engu skilað Björgunarsveitarmenn fundu engar vísbendingar í miðbænum. 16. janúar 2017 17:18
Leitin að Birnu: Biðlað til íbúa í miðborginni að leita eftir vísbendingum í skúmaskotum og kjöllurum Tæknivinna lögreglu varð til þess að leitað verður í nágrenni Hafnarfjarðar í kvöld. 16. janúar 2017 17:34
Blaðamannafundur lögreglu: Birna virtist hress á Húrra og skemmta sér vel Málið talið óvenjulegt því engar vísbendingar liggja fyrir Birna sýndi engin merki um depurð fyrir hvarfið. 16. janúar 2017 18:25