Bjarki: Eigum ekki að sýna Spánverjum neina virðingu Arnar Björnsson í Metz skrifar 11. janúar 2017 16:00 Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson er einn margra í landsliðinu sem hefur ekki getað beitt sér að fullu vegna meiðsla. „Ég var að glíma við smávægileg meiðsli í mjöðminni en prófaði á æfingu í gær og það gekk rosalega vel. Ég er bjartsýnn á að þetta haldi og verði gott,“ sagði Bjarki Már eftir æfingu liðsins í gær. „Ef ég myndi ekki treysta mér þá myndi ég ekki gefa kost á mér. Ég er bara klár.“ Bjarki gekk til liðs við Füchse Berlin sumarið 2015 og er næstmarkahæsti maður liðsins en Berlínarliðið er í fjórða sæti í Bundesligunni. Hann er búinn að skora 62 mörk úr vinstra horninu og aðeins Petar Nenadic er búinn að skora fleiri mörk fyrir Füchse. „Ég er einbeittur og vil standa mig og nýta það tækifæri sem ég fæ og reyna að hjálpa liðinu,“ segir Bjarki sem tekur núna þátt í sínu fyrsta stórmóti. Bjarki viðurkennir alveg að honum hafi fundist að það væri kominn tími á að hann fengi tækifærið. „Jú, jú en þjálfarinn velur náttúrulega alltaf sitt lið og maður verður alltaf að bera virðingu fyrir því. Ég er búinn að bíða lengi eftir sénsinum og hann er loksins kominn, ef þetta fer sem horfir. Ég hlakka bara til að hjálpa liðinu eins og ég get,“ segir Bjarki. Fyrsti andstæðingurinn er afar erfiður enda Spánverjar sem eru með valinn mann í hverju rúmi. „Við þurfum að undirbúa okkur vel, mæta með kassann úti og gefa allt í þetta. Við höfum engu að tapa. Við eigum ekki að sýna þeim neina virðingu og fara í leikinn af krafti og sjá hvað gerist,“ segir Bjarki sem skoraði sjö mörk úr níu skotum í leikjunum tveimur sem hann spilaði á æfingamótinu í Danmörku.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Sjá meira
Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson er einn margra í landsliðinu sem hefur ekki getað beitt sér að fullu vegna meiðsla. „Ég var að glíma við smávægileg meiðsli í mjöðminni en prófaði á æfingu í gær og það gekk rosalega vel. Ég er bjartsýnn á að þetta haldi og verði gott,“ sagði Bjarki Már eftir æfingu liðsins í gær. „Ef ég myndi ekki treysta mér þá myndi ég ekki gefa kost á mér. Ég er bara klár.“ Bjarki gekk til liðs við Füchse Berlin sumarið 2015 og er næstmarkahæsti maður liðsins en Berlínarliðið er í fjórða sæti í Bundesligunni. Hann er búinn að skora 62 mörk úr vinstra horninu og aðeins Petar Nenadic er búinn að skora fleiri mörk fyrir Füchse. „Ég er einbeittur og vil standa mig og nýta það tækifæri sem ég fæ og reyna að hjálpa liðinu,“ segir Bjarki sem tekur núna þátt í sínu fyrsta stórmóti. Bjarki viðurkennir alveg að honum hafi fundist að það væri kominn tími á að hann fengi tækifærið. „Jú, jú en þjálfarinn velur náttúrulega alltaf sitt lið og maður verður alltaf að bera virðingu fyrir því. Ég er búinn að bíða lengi eftir sénsinum og hann er loksins kominn, ef þetta fer sem horfir. Ég hlakka bara til að hjálpa liðinu eins og ég get,“ segir Bjarki. Fyrsti andstæðingurinn er afar erfiður enda Spánverjar sem eru með valinn mann í hverju rúmi. „Við þurfum að undirbúa okkur vel, mæta með kassann úti og gefa allt í þetta. Við höfum engu að tapa. Við eigum ekki að sýna þeim neina virðingu og fara í leikinn af krafti og sjá hvað gerist,“ segir Bjarki sem skoraði sjö mörk úr níu skotum í leikjunum tveimur sem hann spilaði á æfingamótinu í Danmörku.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik