Skoruðu ekki síðustu fimm mínúturnar en náðu jafntefli við Svía Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2017 15:30 Ólafur Guðmundsson var markahæstur í íslenska liðinu. Vísir/EPA Íslenska handboltalandsliðið gerði 23-23 jafntefli við Svía á Gjensidige æfingamótinu í Noregi í dag en þetta var þriðji og síðasti leikur íslenska liðsins á mótinu. Jafntefli dugði íslenska liðinu ekki til að taka annað sætið af Svíum og því enda íslensku strákarnir í þriðja sæti. Norðmenn eru líka búnir að vinna mótið þrátt fyrir að þeir eigi eftir leik við Pólverja seinna í dag. Ólafur Guðmundsson var markahæstur í íslenska landsliðinu með fimm mörk en Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur mörk. Ágúst Elí Björgvinsson varði mark Íslands í seinni hálfleik og varði þá 8 af 18 skotum Svía samkvæmt tölfræði norska handboltasambandsins eða 44 prósent. Sveinbjörn Pétursson varði 6 af 19 skotum í fyrri hálfleiknum. Svíar tryggðu sér jafntefli með því að skora tvö síðustu mörkin í leiknum en íslenska liðið skoraði ekki síðustu fimm mínúturnar í leiknum eftir að hafa verið 23-21 yfir. Josef Pujol fékk meira að segja tækifæri til að tryggja Svíum sigurinn en lokaskot leiksins hafnaði í stönginni. Svíar voru einu marki yfir í hálfleik, 13-12, og voru 21-20 yfir þegar tíu mínútur voru eftir. Þá kom frábær 3-0 kafla Íslands sem kom íslenska liðinu í frábæra stöðu sem strákarnir misstu síðan frá sér í lokin. Íslenska liðið tapaði fyrsta leiknum á móti heimamönnum í Noregi en vann svo góðan þriggja marka sigur á Pólverjum.Svíþjóð – Ísland 23-23 (13-12)Mörk Íslands skoruðu: Ólafur Andrés Guðmundsson 5, Ómar Ingi Magnússon 4, Geir Guðmundsson 3, Gunnar Steinn Jónsson 2, Vignir Stefánsson 2, Atli Ævar Ingólfsson 2, Sigvaldi Guðjónsson 1, Arnar Freyr Arnarsson 1, Tandri Konráðsson 1, Daniel Þór Ingason 1, Arnar Frey Ársælsson 1.Varin skot: Ágúst Elí Björgvinsson 8, Sveinbjörn Pétursson 6. Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Þetta eru 28 bestu handboltamenn Íslands í dag að mati Geirs Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina fyrir leikina gegn Tékkum og Úkraínu. 6. júní 2017 12:00 Allt annar varnarleikur og sigur á Pólverjum Íslenska karlalandsliðið í handbolta bar sigurorð af því pólska, 24-21, á Gjensidige Cup, fjögurra liða æfingamóti í Noregi. Staðan í hálfleik var 13-12, Íslandi í vil. 9. júní 2017 16:08 Fátt um varnir í tapi fyrir Norðmönnum Ísland beið lægri hlut fyrir Noregi, 36-30, í fyrsta leik liðsins á Gjensidige Cup, fjögurra liða æfingamóti í Noregi. 8. júní 2017 19:40 „Erum að reyna að búa til fleiri landsliðsmenn“ Íslenska karlalandsliðið í handbolta heldur út til Noregs á morgun þar sem það tekur þátt í Gjensidige Cup, fjögurra liða æfingamóti. 6. júní 2017 20:15 Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Fleiri fréttir Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið gerði 23-23 jafntefli við Svía á Gjensidige æfingamótinu í Noregi í dag en þetta var þriðji og síðasti leikur íslenska liðsins á mótinu. Jafntefli dugði íslenska liðinu ekki til að taka annað sætið af Svíum og því enda íslensku strákarnir í þriðja sæti. Norðmenn eru líka búnir að vinna mótið þrátt fyrir að þeir eigi eftir leik við Pólverja seinna í dag. Ólafur Guðmundsson var markahæstur í íslenska landsliðinu með fimm mörk en Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur mörk. Ágúst Elí Björgvinsson varði mark Íslands í seinni hálfleik og varði þá 8 af 18 skotum Svía samkvæmt tölfræði norska handboltasambandsins eða 44 prósent. Sveinbjörn Pétursson varði 6 af 19 skotum í fyrri hálfleiknum. Svíar tryggðu sér jafntefli með því að skora tvö síðustu mörkin í leiknum en íslenska liðið skoraði ekki síðustu fimm mínúturnar í leiknum eftir að hafa verið 23-21 yfir. Josef Pujol fékk meira að segja tækifæri til að tryggja Svíum sigurinn en lokaskot leiksins hafnaði í stönginni. Svíar voru einu marki yfir í hálfleik, 13-12, og voru 21-20 yfir þegar tíu mínútur voru eftir. Þá kom frábær 3-0 kafla Íslands sem kom íslenska liðinu í frábæra stöðu sem strákarnir misstu síðan frá sér í lokin. Íslenska liðið tapaði fyrsta leiknum á móti heimamönnum í Noregi en vann svo góðan þriggja marka sigur á Pólverjum.Svíþjóð – Ísland 23-23 (13-12)Mörk Íslands skoruðu: Ólafur Andrés Guðmundsson 5, Ómar Ingi Magnússon 4, Geir Guðmundsson 3, Gunnar Steinn Jónsson 2, Vignir Stefánsson 2, Atli Ævar Ingólfsson 2, Sigvaldi Guðjónsson 1, Arnar Freyr Arnarsson 1, Tandri Konráðsson 1, Daniel Þór Ingason 1, Arnar Frey Ársælsson 1.Varin skot: Ágúst Elí Björgvinsson 8, Sveinbjörn Pétursson 6.
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Þetta eru 28 bestu handboltamenn Íslands í dag að mati Geirs Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina fyrir leikina gegn Tékkum og Úkraínu. 6. júní 2017 12:00 Allt annar varnarleikur og sigur á Pólverjum Íslenska karlalandsliðið í handbolta bar sigurorð af því pólska, 24-21, á Gjensidige Cup, fjögurra liða æfingamóti í Noregi. Staðan í hálfleik var 13-12, Íslandi í vil. 9. júní 2017 16:08 Fátt um varnir í tapi fyrir Norðmönnum Ísland beið lægri hlut fyrir Noregi, 36-30, í fyrsta leik liðsins á Gjensidige Cup, fjögurra liða æfingamóti í Noregi. 8. júní 2017 19:40 „Erum að reyna að búa til fleiri landsliðsmenn“ Íslenska karlalandsliðið í handbolta heldur út til Noregs á morgun þar sem það tekur þátt í Gjensidige Cup, fjögurra liða æfingamóti. 6. júní 2017 20:15 Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Fleiri fréttir Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Sjá meira
Þetta eru 28 bestu handboltamenn Íslands í dag að mati Geirs Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina fyrir leikina gegn Tékkum og Úkraínu. 6. júní 2017 12:00
Allt annar varnarleikur og sigur á Pólverjum Íslenska karlalandsliðið í handbolta bar sigurorð af því pólska, 24-21, á Gjensidige Cup, fjögurra liða æfingamóti í Noregi. Staðan í hálfleik var 13-12, Íslandi í vil. 9. júní 2017 16:08
Fátt um varnir í tapi fyrir Norðmönnum Ísland beið lægri hlut fyrir Noregi, 36-30, í fyrsta leik liðsins á Gjensidige Cup, fjögurra liða æfingamóti í Noregi. 8. júní 2017 19:40
„Erum að reyna að búa til fleiri landsliðsmenn“ Íslenska karlalandsliðið í handbolta heldur út til Noregs á morgun þar sem það tekur þátt í Gjensidige Cup, fjögurra liða æfingamóti. 6. júní 2017 20:15
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik