Eigandinn að umtalaðasta jeppa landsins gaf sig fram Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. júlí 2017 15:17 Ökumaðurinn og félagar hans halda niður Esjuna eftir að þeir festu bílinn á laugardaginn.Skemmdirnar á gróðrinum eru vel sýnilegar. Leifur Hákonarson Ökumaður og eigandi að Toyota Land Cruser jeppa sem setið hefur fastur í hlíðum Esjunnar síðan á laugardag gaf sig fram við lögregluna í Grafarvogi eftir hádegi í dag. Ásgeir Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir manninn hafa hringt í lögreglu og í framhaldinu mætt á stöðina og gefið skýrslu vegna málsins. Að sögn Ásgeirs Péturs ók maðurinn gamlan vegarslóða sem hefur verið í Esjunni frá því á stríðsárunum. Hann var með farþega með sér í bílnum og ók upp slóðann töluverða vegalengd. Á tíma verður vegaslóðinn ógreinilegur og þar virðist sem lukka ökumannsins og félaga hafi farið sígandi. Jeppanum var ekið áleiðis niður fjallið en festist svo í mýri, þar sem hann hefur verið fastur síðan. Málið er upplýst en enn er óljóst hvernig og hvenær bíllinn verður færður úr Esjunni og á göturnar.Jeppinn er fastur í mýri á milli göngustíganna tveggja upp að Steini eins og sést á þessu korti úr Lightroom.Leifur Skarphéðinsson„Við erum að reyna að finna einhvern aðila með spil til að krækja. Það er ekki hægt að fara alveg að bílnum nema að skemma helling til viðbótar,“ segir Ásgeir Pétur. Vísar hann þar til þeirra skemmda sem sjá má í hlíðum Esjunnar eftir jeppann. Líklegasta lendingin sé að keyra bíl með spil framan á upp stíginn, leggja reipi í jeppann og reyna að ná honum þannig upp úr mýrinni. Ásgeir Pétur hefur starfað hjá lögreglu í á fjórða áratug. Aðspurður hvort þetta mál sé með þeim sérstakari í starfinu segir hann svo margt koma upp í starfi lögreglumannsins. „En það er svolítið sérstakt að láta sér detta það í huga að fara alla leið þangað upp.“ Lögreglufulltrúinn segir manninn geta átt von á kæru fyrir utanvegaakstur. Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Festi bílinn á Esjunni og skildi hann eftir Losa þarf bíl sem festist ofarlega á Esjunni í nótt. Lögregla hefur aldrei fengið slíkt mál á borð til sín. 30. júlí 2017 12:35 Stefna á að fjarlægja bílinn úr Esjunni í dag Töluverð náttúruspjöll eru á staðnum eftir bílinn. 31. júlí 2017 11:36 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Sjá meira
Ökumaður og eigandi að Toyota Land Cruser jeppa sem setið hefur fastur í hlíðum Esjunnar síðan á laugardag gaf sig fram við lögregluna í Grafarvogi eftir hádegi í dag. Ásgeir Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir manninn hafa hringt í lögreglu og í framhaldinu mætt á stöðina og gefið skýrslu vegna málsins. Að sögn Ásgeirs Péturs ók maðurinn gamlan vegarslóða sem hefur verið í Esjunni frá því á stríðsárunum. Hann var með farþega með sér í bílnum og ók upp slóðann töluverða vegalengd. Á tíma verður vegaslóðinn ógreinilegur og þar virðist sem lukka ökumannsins og félaga hafi farið sígandi. Jeppanum var ekið áleiðis niður fjallið en festist svo í mýri, þar sem hann hefur verið fastur síðan. Málið er upplýst en enn er óljóst hvernig og hvenær bíllinn verður færður úr Esjunni og á göturnar.Jeppinn er fastur í mýri á milli göngustíganna tveggja upp að Steini eins og sést á þessu korti úr Lightroom.Leifur Skarphéðinsson„Við erum að reyna að finna einhvern aðila með spil til að krækja. Það er ekki hægt að fara alveg að bílnum nema að skemma helling til viðbótar,“ segir Ásgeir Pétur. Vísar hann þar til þeirra skemmda sem sjá má í hlíðum Esjunnar eftir jeppann. Líklegasta lendingin sé að keyra bíl með spil framan á upp stíginn, leggja reipi í jeppann og reyna að ná honum þannig upp úr mýrinni. Ásgeir Pétur hefur starfað hjá lögreglu í á fjórða áratug. Aðspurður hvort þetta mál sé með þeim sérstakari í starfinu segir hann svo margt koma upp í starfi lögreglumannsins. „En það er svolítið sérstakt að láta sér detta það í huga að fara alla leið þangað upp.“ Lögreglufulltrúinn segir manninn geta átt von á kæru fyrir utanvegaakstur.
Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Festi bílinn á Esjunni og skildi hann eftir Losa þarf bíl sem festist ofarlega á Esjunni í nótt. Lögregla hefur aldrei fengið slíkt mál á borð til sín. 30. júlí 2017 12:35 Stefna á að fjarlægja bílinn úr Esjunni í dag Töluverð náttúruspjöll eru á staðnum eftir bílinn. 31. júlí 2017 11:36 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Sjá meira
Festi bílinn á Esjunni og skildi hann eftir Losa þarf bíl sem festist ofarlega á Esjunni í nótt. Lögregla hefur aldrei fengið slíkt mál á borð til sín. 30. júlí 2017 12:35
Stefna á að fjarlægja bílinn úr Esjunni í dag Töluverð náttúruspjöll eru á staðnum eftir bílinn. 31. júlí 2017 11:36