Tilfinningar sem við höfum ekki fundið fyrir áður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2017 06:00 Jón Arnór veifar til íslensku stuðningsmannanna eftir leikinn gegn Frökkum. vísir/ernir Fyrsti sigur íslenska körfuboltalandsliðsins á Eurobasket lætur bíða eftir sér og eftir tvö þrjátíu stiga töp fyrir Pólverjum og Frökkum um helgina er fátt sem bendir til þess að hann náist á þessu Evrópumóti. Jón Arnór Stefánsson átti sinn langbesta leik á mótinu og íslensku strákarnir stóðu vel í Frökkum í gær með frábærum fyrri hálfleik en það dugði skammt gegn einu besta körfuboltaliði heims. Þriðja leikinn í röð stungu mótherjarnir af í þriðja leikhlutanum og á endanum munaði 36 stigum á liðunum. Jón Arnór kom inn í byrjunarliðið og skilaði 23 stigum. Hann skipti um gír frá því í fyrri leikjunum tveimur þar sem lítið gekk hjá kappanum. Íslenska liðið stóð mun betur í mótherjum sínum á EM í Berlín fyrir tveimur árum en Jóni finnst það ósanngjarnt að bera EM í Helsinki saman við mótið í Berlín 2015. „Ég held að það séu mistök að bera þetta saman við mótið í Berlín. Fyrir okkur alla að vera þar í fyrsta skiptið, með allar þessar tilfinningar þar sem við vorum að standa í þjóðum og fá svaka athygli. Allir voru klökkir eftir hvern einasta leik eftir að vera syngja með stuðningsmönnunum. Við erum bara hér og það er mótlæti. Við höfum alveg jafngott af því. Við þurfum að læra af því og höndla það,“ sagði Jón Arnór.Jón Arnór var stigahæstur á vellinum gegn Frökkum. Hann skoraði 23 stig.vísir/ernirNú eftir þrjá leiki er íslenska liðið ekki aðeins búið að tapa öllum þremur leikjunum sínum heldur öllum með samtals 95 stiga mun. Póllandsleikurinn var hins vegar leikur sem liðið taldi sig eiga möguleika á að landa langþráðum sigri. „Við höfum aldrei upplifað svona vonbrigði áður sem lið. Við ætluðum að vinna, héldum að við gætum unnið og gerðum okkar besta. Það var ekki nóg. Eftir leikinn var eftirsjá og okkur langaði að spila leikinn aftur og allt svoleiðis. Þessar tilfinningar voru að poppa upp í gær sem við höfum ekki fundið fyrir áður,“ sagði Jón Arnór. Það er erfitt að mæta í viðtal leik eftir leik og tala um enn eitt stóra tapið. Jón Arnór sinnir þó sínum skyldum með glæsibrag eins og hann er þekktur fyrir. Það gera líka liðsfélagar hans. „Við höfum komist inn á tvö Evrópumót í röð og við höfum verið að vinna geggjaða leiki heima í Höllinni. Þessi skellur er erfiður þegar þú ætlar þér einhverja hluti alveg gríðarlega mikið. Við ætluðum okkur það í gær. Eins sætt og það er að ná markmiðinu þá er alveg hrikalega erfitt að bregðast hér öllum og sjálfum sér líka,“ sagði Jón.Það má lesa það á reynslumeiri mönnum liðsins að umræðan um andleysi eða baráttuleysi innan liðsins hefur sært menn innan þess. Íslensku leikmennirnir eru höfðinu lægri en flestir mótherjar og glíma við NBA-leikmenn eða leikmenn úr sterkustu félagsliðum Evrópu. Það vissu allir að þetta yrði erfitt og lýjandi að glíma við þessa stóru og kraftmiklu menn. „Mér fannst við koma til baka í dag. Mér fannst við vera frábærir í dag. Einhverjir spekúlantar geta hraunað yfir okkur en við leggjum okkur alltaf fram. Við börðumst eins og við gátum. Menn tala alltaf um eitthvað andleysi, en hvaða andleysi. Menn eru að leggja sig alla fram í þetta og við erum bara ekki betri en Frakkarnir. Þeir eru alltaf 30 stigum betri en við á hverjum einasta degi nema í einhverjum öskubuskuævintýrum,“ sagði Jón Arnór. Hann ætlar að njóta tímans í Helsinki þótt verkefnið sé kannski of krefjandi fyrir íslenska liðið í dag. „Ég er að njóta þess að vera hérna. Þetta geta verið einir af mínum síðustu landsleikjum. Ég er svo þakklátur að fá að vera hérna. Spila með Íslandi og fyrir framan þessa áhorfendur. Þegar maður er hættur þessu þá á maður eftir að horfa til baka og hugsa: Djöfull var þetta gaman,“ sagði Jón Arnór að lokum.vísir/ernirvísir/ernirJón Arnór leggur boltann ofan í körfuna.vísir/ernirvísir/ernir EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Pavel: Aldrei hægt að ásaka þetta lið um vilja- og baráttuleysi Pavel Ermolinskij, einn lykilmanna íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að það sé ekki hægt að saka íslenska liðið um vilja- og baráttuleysi. 3. september 2017 13:16 Umfjöllun og myndir: Ísland - Frakkland 79-115 | Jón Arnór góður en enn á ný hrun í seinni hálfleik Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði í dag sínum þriðja leik í röð á Evrópumótinu í Helsinki. Liðið varð enn á ný að sætta sig við stórtap, nú 36 stiga tap á móti Frökkum, 115-79, en það var þó yfir aðeins meiru að gleðjast en á móti Póllandi í gær sérstaklega í fínum fyrri hálfleik. 3. september 2017 12:15 Jón Halldór um frammistöðuna á EM: Þetta er eins og blaðra sem ekkert loft er í Íslenska karlalandsliðið í körfubolta laut í lægra haldi fyrir því franska, 79-115, í þriðja leik sínum á EM í dag. 3. september 2017 13:56 Brynjar: Geri það sem ég er bestur í Brynjar Þór Björnsson, skytta íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að liðið verði að ná að spila meira en bara tuttugu mínútur góðar til að eiga séns í eins gott lið og Frakkar eru. 3. september 2017 13:27 Twitter: Eitt stykki þristur truflaði ekki víkingaklappið Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur spilað vel í fyrri hálfleik gegn stórliði Frakklands á EM í körfubolta, en liðið hefur leikið frábærlega í fyrri hálfleik. 3. september 2017 11:31 Tryggvi: Eins og venjulega taka lið fram úr okkur í 3. leikhluta Tryggvi Snær Hlinason spilaði 15 mínútur í tapinu fyrir Frökkum á EM í körfubolta í dag. Bárðdælingurinn skoraði fimm stig og tók fjögur fráköst í leiknum. 3. september 2017 13:17 KKÍ fær þrettán milljónir í viðbótarstyrk Körfuknattleikssamband Íslands ásamt Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands héldu í morgun blaðamannafund í keppnishöllinni í Helsinki þar sem íslenska körfuboltalandsliðið mætir því franska á eftir á Evrópumótinu. 3. september 2017 09:48 Finnar sigruðu í tvíframlengdum leik Finnar mörðu 90-87 sigur á Pólverjum í tvíframlengdum leik í lokaleik dagsins í A-riðli á Evrópumótinu í körfubolta. 3. september 2017 19:24 Elvar Már: Ég held bara að þetta sé munurinn á milli liðanna Elvar Már Friðriksson fékk að spila mun meira í leiknum á móti Frökkum en í hinum tveimur leikjunum og skoraði meðal annars sína fyrstu þriggja stiga körfu á Eurobasket. 3. september 2017 13:16 Tryggvi sendur í lyfjapróf með verðandi liðsfélaga Tryggvi Snær Hlinason, hinn stóri og stæðilegi miðherji íslenska körfuboltalandsliðsins í körfubolta, var tekinn í lyfjapróf eftir leik Íslands og Frakklands í dag. 3. september 2017 13:56 Logi: Það síðasta sem einhver getur sagt um okkur er að baráttuna vanti Logi Gunnarsson sendi alla umræðu um andleysi eða baráttuleysi með íslenska körfuboltalandsliðsins til föðurhúsanna í viðtali eftir 36 stiga tap á móti Frökkum á EM í Helsinki í dag. Þetta var þriðja stóra tap íslenska liðsins í röð á Eurobasket 2017. 3. september 2017 13:37 Kristófer: Töluðum um það inn í klefa að við þyrftum að njóta Kristófer Acox, miðherji íslenska landsliðsins í körfubolta, átti afar góðan dag í stóru tapi gegn Frökkum á EM í körfubolta í kvöld. Kristófer segir að munurinn á liðunum sé mikill. 3. september 2017 13:49 Næstu mótherjar Íslands skelltu Grikkjum Næstu mótherjar Íslands á EM í körfubolta í Finnlandi, Slóvenar, gerðu sér lítið fyrir og unnu Grikkland í leik liðanna i dag, 78-72. 3. september 2017 15:31 Jón Arnór: Léku sér að okkur eins og köttur að mús Jón Arnór Stefánsson var atkvæðamestur í íslenska liðinu gegn Frökkum í dag. Hann skoraði 23 stig og tók sjö fráköst. 3. september 2017 13:48 Haukur Helgi: Líkurnar í næstu tveimur leikjum miklu betri en gegn Frökkum Haukur Helgi Pálsson sagði að íslenska körfuboltalandsliðið hefði átt við ofurefli að etja gegn því franska í dag. 3. september 2017 13:23 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Sjá meira
Fyrsti sigur íslenska körfuboltalandsliðsins á Eurobasket lætur bíða eftir sér og eftir tvö þrjátíu stiga töp fyrir Pólverjum og Frökkum um helgina er fátt sem bendir til þess að hann náist á þessu Evrópumóti. Jón Arnór Stefánsson átti sinn langbesta leik á mótinu og íslensku strákarnir stóðu vel í Frökkum í gær með frábærum fyrri hálfleik en það dugði skammt gegn einu besta körfuboltaliði heims. Þriðja leikinn í röð stungu mótherjarnir af í þriðja leikhlutanum og á endanum munaði 36 stigum á liðunum. Jón Arnór kom inn í byrjunarliðið og skilaði 23 stigum. Hann skipti um gír frá því í fyrri leikjunum tveimur þar sem lítið gekk hjá kappanum. Íslenska liðið stóð mun betur í mótherjum sínum á EM í Berlín fyrir tveimur árum en Jóni finnst það ósanngjarnt að bera EM í Helsinki saman við mótið í Berlín 2015. „Ég held að það séu mistök að bera þetta saman við mótið í Berlín. Fyrir okkur alla að vera þar í fyrsta skiptið, með allar þessar tilfinningar þar sem við vorum að standa í þjóðum og fá svaka athygli. Allir voru klökkir eftir hvern einasta leik eftir að vera syngja með stuðningsmönnunum. Við erum bara hér og það er mótlæti. Við höfum alveg jafngott af því. Við þurfum að læra af því og höndla það,“ sagði Jón Arnór.Jón Arnór var stigahæstur á vellinum gegn Frökkum. Hann skoraði 23 stig.vísir/ernirNú eftir þrjá leiki er íslenska liðið ekki aðeins búið að tapa öllum þremur leikjunum sínum heldur öllum með samtals 95 stiga mun. Póllandsleikurinn var hins vegar leikur sem liðið taldi sig eiga möguleika á að landa langþráðum sigri. „Við höfum aldrei upplifað svona vonbrigði áður sem lið. Við ætluðum að vinna, héldum að við gætum unnið og gerðum okkar besta. Það var ekki nóg. Eftir leikinn var eftirsjá og okkur langaði að spila leikinn aftur og allt svoleiðis. Þessar tilfinningar voru að poppa upp í gær sem við höfum ekki fundið fyrir áður,“ sagði Jón Arnór. Það er erfitt að mæta í viðtal leik eftir leik og tala um enn eitt stóra tapið. Jón Arnór sinnir þó sínum skyldum með glæsibrag eins og hann er þekktur fyrir. Það gera líka liðsfélagar hans. „Við höfum komist inn á tvö Evrópumót í röð og við höfum verið að vinna geggjaða leiki heima í Höllinni. Þessi skellur er erfiður þegar þú ætlar þér einhverja hluti alveg gríðarlega mikið. Við ætluðum okkur það í gær. Eins sætt og það er að ná markmiðinu þá er alveg hrikalega erfitt að bregðast hér öllum og sjálfum sér líka,“ sagði Jón.Það má lesa það á reynslumeiri mönnum liðsins að umræðan um andleysi eða baráttuleysi innan liðsins hefur sært menn innan þess. Íslensku leikmennirnir eru höfðinu lægri en flestir mótherjar og glíma við NBA-leikmenn eða leikmenn úr sterkustu félagsliðum Evrópu. Það vissu allir að þetta yrði erfitt og lýjandi að glíma við þessa stóru og kraftmiklu menn. „Mér fannst við koma til baka í dag. Mér fannst við vera frábærir í dag. Einhverjir spekúlantar geta hraunað yfir okkur en við leggjum okkur alltaf fram. Við börðumst eins og við gátum. Menn tala alltaf um eitthvað andleysi, en hvaða andleysi. Menn eru að leggja sig alla fram í þetta og við erum bara ekki betri en Frakkarnir. Þeir eru alltaf 30 stigum betri en við á hverjum einasta degi nema í einhverjum öskubuskuævintýrum,“ sagði Jón Arnór. Hann ætlar að njóta tímans í Helsinki þótt verkefnið sé kannski of krefjandi fyrir íslenska liðið í dag. „Ég er að njóta þess að vera hérna. Þetta geta verið einir af mínum síðustu landsleikjum. Ég er svo þakklátur að fá að vera hérna. Spila með Íslandi og fyrir framan þessa áhorfendur. Þegar maður er hættur þessu þá á maður eftir að horfa til baka og hugsa: Djöfull var þetta gaman,“ sagði Jón Arnór að lokum.vísir/ernirvísir/ernirJón Arnór leggur boltann ofan í körfuna.vísir/ernirvísir/ernir
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Pavel: Aldrei hægt að ásaka þetta lið um vilja- og baráttuleysi Pavel Ermolinskij, einn lykilmanna íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að það sé ekki hægt að saka íslenska liðið um vilja- og baráttuleysi. 3. september 2017 13:16 Umfjöllun og myndir: Ísland - Frakkland 79-115 | Jón Arnór góður en enn á ný hrun í seinni hálfleik Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði í dag sínum þriðja leik í röð á Evrópumótinu í Helsinki. Liðið varð enn á ný að sætta sig við stórtap, nú 36 stiga tap á móti Frökkum, 115-79, en það var þó yfir aðeins meiru að gleðjast en á móti Póllandi í gær sérstaklega í fínum fyrri hálfleik. 3. september 2017 12:15 Jón Halldór um frammistöðuna á EM: Þetta er eins og blaðra sem ekkert loft er í Íslenska karlalandsliðið í körfubolta laut í lægra haldi fyrir því franska, 79-115, í þriðja leik sínum á EM í dag. 3. september 2017 13:56 Brynjar: Geri það sem ég er bestur í Brynjar Þór Björnsson, skytta íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að liðið verði að ná að spila meira en bara tuttugu mínútur góðar til að eiga séns í eins gott lið og Frakkar eru. 3. september 2017 13:27 Twitter: Eitt stykki þristur truflaði ekki víkingaklappið Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur spilað vel í fyrri hálfleik gegn stórliði Frakklands á EM í körfubolta, en liðið hefur leikið frábærlega í fyrri hálfleik. 3. september 2017 11:31 Tryggvi: Eins og venjulega taka lið fram úr okkur í 3. leikhluta Tryggvi Snær Hlinason spilaði 15 mínútur í tapinu fyrir Frökkum á EM í körfubolta í dag. Bárðdælingurinn skoraði fimm stig og tók fjögur fráköst í leiknum. 3. september 2017 13:17 KKÍ fær þrettán milljónir í viðbótarstyrk Körfuknattleikssamband Íslands ásamt Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands héldu í morgun blaðamannafund í keppnishöllinni í Helsinki þar sem íslenska körfuboltalandsliðið mætir því franska á eftir á Evrópumótinu. 3. september 2017 09:48 Finnar sigruðu í tvíframlengdum leik Finnar mörðu 90-87 sigur á Pólverjum í tvíframlengdum leik í lokaleik dagsins í A-riðli á Evrópumótinu í körfubolta. 3. september 2017 19:24 Elvar Már: Ég held bara að þetta sé munurinn á milli liðanna Elvar Már Friðriksson fékk að spila mun meira í leiknum á móti Frökkum en í hinum tveimur leikjunum og skoraði meðal annars sína fyrstu þriggja stiga körfu á Eurobasket. 3. september 2017 13:16 Tryggvi sendur í lyfjapróf með verðandi liðsfélaga Tryggvi Snær Hlinason, hinn stóri og stæðilegi miðherji íslenska körfuboltalandsliðsins í körfubolta, var tekinn í lyfjapróf eftir leik Íslands og Frakklands í dag. 3. september 2017 13:56 Logi: Það síðasta sem einhver getur sagt um okkur er að baráttuna vanti Logi Gunnarsson sendi alla umræðu um andleysi eða baráttuleysi með íslenska körfuboltalandsliðsins til föðurhúsanna í viðtali eftir 36 stiga tap á móti Frökkum á EM í Helsinki í dag. Þetta var þriðja stóra tap íslenska liðsins í röð á Eurobasket 2017. 3. september 2017 13:37 Kristófer: Töluðum um það inn í klefa að við þyrftum að njóta Kristófer Acox, miðherji íslenska landsliðsins í körfubolta, átti afar góðan dag í stóru tapi gegn Frökkum á EM í körfubolta í kvöld. Kristófer segir að munurinn á liðunum sé mikill. 3. september 2017 13:49 Næstu mótherjar Íslands skelltu Grikkjum Næstu mótherjar Íslands á EM í körfubolta í Finnlandi, Slóvenar, gerðu sér lítið fyrir og unnu Grikkland í leik liðanna i dag, 78-72. 3. september 2017 15:31 Jón Arnór: Léku sér að okkur eins og köttur að mús Jón Arnór Stefánsson var atkvæðamestur í íslenska liðinu gegn Frökkum í dag. Hann skoraði 23 stig og tók sjö fráköst. 3. september 2017 13:48 Haukur Helgi: Líkurnar í næstu tveimur leikjum miklu betri en gegn Frökkum Haukur Helgi Pálsson sagði að íslenska körfuboltalandsliðið hefði átt við ofurefli að etja gegn því franska í dag. 3. september 2017 13:23 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Sjá meira
Pavel: Aldrei hægt að ásaka þetta lið um vilja- og baráttuleysi Pavel Ermolinskij, einn lykilmanna íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að það sé ekki hægt að saka íslenska liðið um vilja- og baráttuleysi. 3. september 2017 13:16
Umfjöllun og myndir: Ísland - Frakkland 79-115 | Jón Arnór góður en enn á ný hrun í seinni hálfleik Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði í dag sínum þriðja leik í röð á Evrópumótinu í Helsinki. Liðið varð enn á ný að sætta sig við stórtap, nú 36 stiga tap á móti Frökkum, 115-79, en það var þó yfir aðeins meiru að gleðjast en á móti Póllandi í gær sérstaklega í fínum fyrri hálfleik. 3. september 2017 12:15
Jón Halldór um frammistöðuna á EM: Þetta er eins og blaðra sem ekkert loft er í Íslenska karlalandsliðið í körfubolta laut í lægra haldi fyrir því franska, 79-115, í þriðja leik sínum á EM í dag. 3. september 2017 13:56
Brynjar: Geri það sem ég er bestur í Brynjar Þór Björnsson, skytta íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að liðið verði að ná að spila meira en bara tuttugu mínútur góðar til að eiga séns í eins gott lið og Frakkar eru. 3. september 2017 13:27
Twitter: Eitt stykki þristur truflaði ekki víkingaklappið Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur spilað vel í fyrri hálfleik gegn stórliði Frakklands á EM í körfubolta, en liðið hefur leikið frábærlega í fyrri hálfleik. 3. september 2017 11:31
Tryggvi: Eins og venjulega taka lið fram úr okkur í 3. leikhluta Tryggvi Snær Hlinason spilaði 15 mínútur í tapinu fyrir Frökkum á EM í körfubolta í dag. Bárðdælingurinn skoraði fimm stig og tók fjögur fráköst í leiknum. 3. september 2017 13:17
KKÍ fær þrettán milljónir í viðbótarstyrk Körfuknattleikssamband Íslands ásamt Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands héldu í morgun blaðamannafund í keppnishöllinni í Helsinki þar sem íslenska körfuboltalandsliðið mætir því franska á eftir á Evrópumótinu. 3. september 2017 09:48
Finnar sigruðu í tvíframlengdum leik Finnar mörðu 90-87 sigur á Pólverjum í tvíframlengdum leik í lokaleik dagsins í A-riðli á Evrópumótinu í körfubolta. 3. september 2017 19:24
Elvar Már: Ég held bara að þetta sé munurinn á milli liðanna Elvar Már Friðriksson fékk að spila mun meira í leiknum á móti Frökkum en í hinum tveimur leikjunum og skoraði meðal annars sína fyrstu þriggja stiga körfu á Eurobasket. 3. september 2017 13:16
Tryggvi sendur í lyfjapróf með verðandi liðsfélaga Tryggvi Snær Hlinason, hinn stóri og stæðilegi miðherji íslenska körfuboltalandsliðsins í körfubolta, var tekinn í lyfjapróf eftir leik Íslands og Frakklands í dag. 3. september 2017 13:56
Logi: Það síðasta sem einhver getur sagt um okkur er að baráttuna vanti Logi Gunnarsson sendi alla umræðu um andleysi eða baráttuleysi með íslenska körfuboltalandsliðsins til föðurhúsanna í viðtali eftir 36 stiga tap á móti Frökkum á EM í Helsinki í dag. Þetta var þriðja stóra tap íslenska liðsins í röð á Eurobasket 2017. 3. september 2017 13:37
Kristófer: Töluðum um það inn í klefa að við þyrftum að njóta Kristófer Acox, miðherji íslenska landsliðsins í körfubolta, átti afar góðan dag í stóru tapi gegn Frökkum á EM í körfubolta í kvöld. Kristófer segir að munurinn á liðunum sé mikill. 3. september 2017 13:49
Næstu mótherjar Íslands skelltu Grikkjum Næstu mótherjar Íslands á EM í körfubolta í Finnlandi, Slóvenar, gerðu sér lítið fyrir og unnu Grikkland í leik liðanna i dag, 78-72. 3. september 2017 15:31
Jón Arnór: Léku sér að okkur eins og köttur að mús Jón Arnór Stefánsson var atkvæðamestur í íslenska liðinu gegn Frökkum í dag. Hann skoraði 23 stig og tók sjö fráköst. 3. september 2017 13:48
Haukur Helgi: Líkurnar í næstu tveimur leikjum miklu betri en gegn Frökkum Haukur Helgi Pálsson sagði að íslenska körfuboltalandsliðið hefði átt við ofurefli að etja gegn því franska í dag. 3. september 2017 13:23
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti