Umboðsmaður Alþingis kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna uppreistar æru Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. september 2017 09:11 Frá opnum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar með dómsmálaráðherra fyrr í vikunni þar sem uppreist æru var til umræðu. vísir/anton brink Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, mætir á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag til að ræða við nefndarmenn um uppreist æru, reglurnar sem um það gilda og framkvæmdina. „Við ætlum að fara yfir þessi mál með umboðsmanni og hvaða álitaefni kunna af vera uppi. Við erum enn fyrst og fremst í upplýsingaöflun hvar álitaefnin kunna að vera,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, formaður nefndarinnar. Jón Steindór var kjörinn formaður fyrir fund nefndarinnar á þriðjudag þegar Viðreisn, flokkur hans, myndaði meirihluta með minnihlutanum og setti Brynjar Níelsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, af sem formann nefndarinnar. Komið hefur fram að Viðreisn vildi rannsaka embættisfærslur Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, og Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, flokkssystkina Brynjars, í tengslum við það að Sigríður miðlaði upplýsingum um það til Bjarna að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hafði skrifað undir umsögn á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru. Brynjar sagði svo í samtali við Vísi um helgina að Viðreisn gæti leitað til umboðsmanns Alþingis teldi flokkurinn þörf á að rannsaka embættisfærslur ráðherranna. Ekki kæmi til greina að stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd færi í slíka rannsókn. Nú hefur nefndin kallað umboðsmann til fundar og því liggur beint við að spyrja Jón Steindór að því hvort að rannsókn sé hafin. „Við erum á athugunarstigi og undirbúningsstigi og það er engin formleg rannsókn hafin. Við erum að skoða málið allt í heild, reglurnar, miðlun upplýsinga og annað,“ segir Jón Steindór. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Dæmdur kynferðisbrotamaður dró umsókn um uppreist æru til baka Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn barni og hafði sótt um uppreist æru dró umsókn sína til baka í morgun. 19. september 2017 10:49 Brynjar settur af: Segist kannski hafa móðgað Viðreisn of mikið Minnihluti nefndarinnar og Viðreisn settu Brynjar Níelsson af sem formann. 19. september 2017 14:33 „Hér var engin tilraun til þöggunar eða þöggun yfirhöfuð“ Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, frábiður sér ásakanir á hendur henni og ráðuneyti hennar um að þöggun og leyndarhyggja hafi ríkt í kringum mál tengd uppreist æru. 19. september 2017 11:24 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Sjá meira
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, mætir á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag til að ræða við nefndarmenn um uppreist æru, reglurnar sem um það gilda og framkvæmdina. „Við ætlum að fara yfir þessi mál með umboðsmanni og hvaða álitaefni kunna af vera uppi. Við erum enn fyrst og fremst í upplýsingaöflun hvar álitaefnin kunna að vera,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, formaður nefndarinnar. Jón Steindór var kjörinn formaður fyrir fund nefndarinnar á þriðjudag þegar Viðreisn, flokkur hans, myndaði meirihluta með minnihlutanum og setti Brynjar Níelsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, af sem formann nefndarinnar. Komið hefur fram að Viðreisn vildi rannsaka embættisfærslur Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, og Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, flokkssystkina Brynjars, í tengslum við það að Sigríður miðlaði upplýsingum um það til Bjarna að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hafði skrifað undir umsögn á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru. Brynjar sagði svo í samtali við Vísi um helgina að Viðreisn gæti leitað til umboðsmanns Alþingis teldi flokkurinn þörf á að rannsaka embættisfærslur ráðherranna. Ekki kæmi til greina að stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd færi í slíka rannsókn. Nú hefur nefndin kallað umboðsmann til fundar og því liggur beint við að spyrja Jón Steindór að því hvort að rannsókn sé hafin. „Við erum á athugunarstigi og undirbúningsstigi og það er engin formleg rannsókn hafin. Við erum að skoða málið allt í heild, reglurnar, miðlun upplýsinga og annað,“ segir Jón Steindór.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Dæmdur kynferðisbrotamaður dró umsókn um uppreist æru til baka Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn barni og hafði sótt um uppreist æru dró umsókn sína til baka í morgun. 19. september 2017 10:49 Brynjar settur af: Segist kannski hafa móðgað Viðreisn of mikið Minnihluti nefndarinnar og Viðreisn settu Brynjar Níelsson af sem formann. 19. september 2017 14:33 „Hér var engin tilraun til þöggunar eða þöggun yfirhöfuð“ Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, frábiður sér ásakanir á hendur henni og ráðuneyti hennar um að þöggun og leyndarhyggja hafi ríkt í kringum mál tengd uppreist æru. 19. september 2017 11:24 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Sjá meira
Dæmdur kynferðisbrotamaður dró umsókn um uppreist æru til baka Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn barni og hafði sótt um uppreist æru dró umsókn sína til baka í morgun. 19. september 2017 10:49
Brynjar settur af: Segist kannski hafa móðgað Viðreisn of mikið Minnihluti nefndarinnar og Viðreisn settu Brynjar Níelsson af sem formann. 19. september 2017 14:33
„Hér var engin tilraun til þöggunar eða þöggun yfirhöfuð“ Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, frábiður sér ásakanir á hendur henni og ráðuneyti hennar um að þöggun og leyndarhyggja hafi ríkt í kringum mál tengd uppreist æru. 19. september 2017 11:24