Vill taka á bónusum í fjármálageiranum með skattlagningu Birgir Olgeirsson skrifar 2. október 2017 19:33 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Vísir „Við ætlum ekki að hækka skatta á almenning,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í Reykjavík Síðdegis í dag þar sem hún var spurð út í viðhorf VG til frekari skattahækkana. Flokkur Katrínar hefur verið að mælast stærstur í skoðanakönnunum en hún sagðist meta það svo að með því væri verið að kalla eftir uppbyggingu á innviðum samfélagsins sem fráfarandi ríkisstjórn hefði ekki staðið við. Kallað hefði verið eftir því að þessi efnahagslegi uppgangur sem ríkt hefur á Íslandi undanfarin ár skilaði sér í heilbrigðis-, mennta- og vegakerfið, en það hefði í raun ekki gerst. Vinstri græn hefðu tekið upp á því um síðastliðna helgi að hefja kosningabaráttuna með því að ganga í hús með bæklinga og bjóða fólki að segja sína skoðun á málum. Þar hefði innviðauppbyggingin borið hæst á góma.Skattbyrðin á Íslandi ekki lág Þáttastjórnendur minntu Katrínu á að hún hefði fagnað hækkun skatta á olíu og bensín og spurðu í kjölfarið hvort að þeir yrðu hækkaðir frekar komist Vinstri græn til valda. Hún svaraði því að skattar yrðu ekki hækkaðir frekar á almenning í landinu. „Ég er líka á því að við eigum að nýta græna skatta samhliða þessu,“ sagði Katrín og benti á að Íslendingar þyrftu að huga að orkuskiptum í samgöngum og hvernig á að ná markmiðum í umhverfismálum. Hún sagðist frekar horfa til þess að skattleggja ofurtekjur og nefndi bónusa í fjármálageiranum sem dæmi. „Hvernig ætlum við að taka á því nema einmitt að skattleggja ofurtekjur sem slíkar eru, byrjum þar en hækkum ekki skatta á almenning því íslenskur almenningur borgar alveg nógu háa skatta eins og er. Skattbyrðin á Íslandi er ekki lág á þennan stóra massa af fólki sem hér býr,“ sagði KatrínStóra þversögnin Hún sagði flesta hagvísa benda í rétta átt, ástandið sem blasi við sé gott hagfræðilega en stóra þversögnin sé sú að á meðan svo er sé ekki ráðist í almennilega uppbyggingu innviða. „Við vitum að við erum ríkt samfélag en samt erum við að horfa á að það sé ekki hægt að standa undir almennilegu heilbrigðiskerfi, að það sé ekki hægt að tryggja að lægstu laun dugi til framfærslu og ekki hægt að byggja upp í skólunum,“ sagði Katrín. Hún benti á að fyrir nokkrum áratugum hefðu „ömmur okkar og afar“ byggt upp öflugt samfélag á miklu fátækara Íslandi, þar sem var hægt að bjóða upp á ókeypis heilbrigðisþjónustu, skóla og vegi. „Fyrir okkur snýst þetta um skiptingu gæða og að þetta velferðarsamfélag standi undir nafni.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira
„Við ætlum ekki að hækka skatta á almenning,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í Reykjavík Síðdegis í dag þar sem hún var spurð út í viðhorf VG til frekari skattahækkana. Flokkur Katrínar hefur verið að mælast stærstur í skoðanakönnunum en hún sagðist meta það svo að með því væri verið að kalla eftir uppbyggingu á innviðum samfélagsins sem fráfarandi ríkisstjórn hefði ekki staðið við. Kallað hefði verið eftir því að þessi efnahagslegi uppgangur sem ríkt hefur á Íslandi undanfarin ár skilaði sér í heilbrigðis-, mennta- og vegakerfið, en það hefði í raun ekki gerst. Vinstri græn hefðu tekið upp á því um síðastliðna helgi að hefja kosningabaráttuna með því að ganga í hús með bæklinga og bjóða fólki að segja sína skoðun á málum. Þar hefði innviðauppbyggingin borið hæst á góma.Skattbyrðin á Íslandi ekki lág Þáttastjórnendur minntu Katrínu á að hún hefði fagnað hækkun skatta á olíu og bensín og spurðu í kjölfarið hvort að þeir yrðu hækkaðir frekar komist Vinstri græn til valda. Hún svaraði því að skattar yrðu ekki hækkaðir frekar á almenning í landinu. „Ég er líka á því að við eigum að nýta græna skatta samhliða þessu,“ sagði Katrín og benti á að Íslendingar þyrftu að huga að orkuskiptum í samgöngum og hvernig á að ná markmiðum í umhverfismálum. Hún sagðist frekar horfa til þess að skattleggja ofurtekjur og nefndi bónusa í fjármálageiranum sem dæmi. „Hvernig ætlum við að taka á því nema einmitt að skattleggja ofurtekjur sem slíkar eru, byrjum þar en hækkum ekki skatta á almenning því íslenskur almenningur borgar alveg nógu háa skatta eins og er. Skattbyrðin á Íslandi er ekki lág á þennan stóra massa af fólki sem hér býr,“ sagði KatrínStóra þversögnin Hún sagði flesta hagvísa benda í rétta átt, ástandið sem blasi við sé gott hagfræðilega en stóra þversögnin sé sú að á meðan svo er sé ekki ráðist í almennilega uppbyggingu innviða. „Við vitum að við erum ríkt samfélag en samt erum við að horfa á að það sé ekki hægt að standa undir almennilegu heilbrigðiskerfi, að það sé ekki hægt að tryggja að lægstu laun dugi til framfærslu og ekki hægt að byggja upp í skólunum,“ sagði Katrín. Hún benti á að fyrir nokkrum áratugum hefðu „ömmur okkar og afar“ byggt upp öflugt samfélag á miklu fátækara Íslandi, þar sem var hægt að bjóða upp á ókeypis heilbrigðisþjónustu, skóla og vegi. „Fyrir okkur snýst þetta um skiptingu gæða og að þetta velferðarsamfélag standi undir nafni.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira