Tímaþröng einkennir listana Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. október 2017 06:00 Mikil endurnýjun varð í síðustu kosningum. Nærri helmingur þingmanna náði þá kjöri í fyrsta sinn. vísir/anton Viðbúið er að kosningarnar síðar í mánuðinum muni snúast meira um fólk og minna fari fyrir málefnum. Óvíst er hve mikil endurnýjun verður á þingi. Framboðslistar fyrir kosningarnar hafa verið að taka á sig mynd á undanförnum dögum. Þeir fimm listar Sjálfstæðisflokksins sem liggja fyrir eru nánast óbreyttir frá kosningunum í fyrra og fjórir af sex oddvitum Flokks fólksins eru þeir sömu og síðast. Hjá Pírötum, þar sem efstu sæti allra lista hafa verið kunngjörð, er nokkuð um sætabreytingar á höfuðborgarsvæðinu og í Kraganum. Helgi Hrafn Jónsson kemur inn á ný en Birgitta Jónsdóttir og Ásta Guðrún Helgadóttir hætta á þingi. Þá mun Gunnar Hrafn Jónsson færast niður um sæti á öðrum hvorum Reykjavíkurlistanum en Halldóra Mogensen upp um sæti á móti. Samfylkingin kynnti talsvert endurnýjaða lista fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö um helgina en flokkurinn náði ekki inn manni í kjördæmunum síðast. Formaðurinn Logi Már Einarsson fer fremstur í flokki í norðaustur. Aðrir listar liggja fyrir á allra næstu dögum. Hjá flestum flokkum sem eiga menn á þingi virðist stefna í, í flestum tilfellum, að sitjandi þingmenn haldi sínum sætum.Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands„Það er svo skammt frá síðustu kosningum að það er viðbúið að hvorki fólk né málefni muni taka miklum breytingum. Það var viðbúið,“ segir Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hún segir það þessu sinni hafa ákveðna kosti að ekki sé mikið um endurnýjun. „Frá 2009 hefur verið ótrúlega mikil endurnýjun við hverjar kosningar. Þó endurnýjun geti oft verið af hinu góða þá er ekki heppilegt að missa alla þessa gömlu út. Það getur tekið eitt til tvö ár að koma sér inn í svona sérhæft starf og því er eðlilegt og gott, að vissu marki, að þetta sé sama fólkið. Sér í lagi þegar það er svona stutt frá síðustu kosningum,“ segir Eva Heiða. „Í fyrra voru prófkjör sem tóku tíma. Í ljósi þess þarf ekki að koma á óvart þó það séu litlar breytingar,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, og tekur undir orð Evu. „Það hefur í raun enginn tíma til annars en að stilla upp sama liði og í fyrra.“ Tímaskorturinn hefur einnig áhrif á málefnin að mati Grétars. Lítill tími gefst til þess að leggja í djúpa málefnavinnu heldur reyni flokkarnir frekar að skerpa á þeirri stefnu sem keyrt var á í fyrra. „Í stað kosninga um málefni verður nú kosið um fólk og trúverðugleika þar sem menn reyna að sýna fram á að menn séu traustsins verðir,“ segir Grétar Þór. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Sjá meira
Viðbúið er að kosningarnar síðar í mánuðinum muni snúast meira um fólk og minna fari fyrir málefnum. Óvíst er hve mikil endurnýjun verður á þingi. Framboðslistar fyrir kosningarnar hafa verið að taka á sig mynd á undanförnum dögum. Þeir fimm listar Sjálfstæðisflokksins sem liggja fyrir eru nánast óbreyttir frá kosningunum í fyrra og fjórir af sex oddvitum Flokks fólksins eru þeir sömu og síðast. Hjá Pírötum, þar sem efstu sæti allra lista hafa verið kunngjörð, er nokkuð um sætabreytingar á höfuðborgarsvæðinu og í Kraganum. Helgi Hrafn Jónsson kemur inn á ný en Birgitta Jónsdóttir og Ásta Guðrún Helgadóttir hætta á þingi. Þá mun Gunnar Hrafn Jónsson færast niður um sæti á öðrum hvorum Reykjavíkurlistanum en Halldóra Mogensen upp um sæti á móti. Samfylkingin kynnti talsvert endurnýjaða lista fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö um helgina en flokkurinn náði ekki inn manni í kjördæmunum síðast. Formaðurinn Logi Már Einarsson fer fremstur í flokki í norðaustur. Aðrir listar liggja fyrir á allra næstu dögum. Hjá flestum flokkum sem eiga menn á þingi virðist stefna í, í flestum tilfellum, að sitjandi þingmenn haldi sínum sætum.Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands„Það er svo skammt frá síðustu kosningum að það er viðbúið að hvorki fólk né málefni muni taka miklum breytingum. Það var viðbúið,“ segir Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hún segir það þessu sinni hafa ákveðna kosti að ekki sé mikið um endurnýjun. „Frá 2009 hefur verið ótrúlega mikil endurnýjun við hverjar kosningar. Þó endurnýjun geti oft verið af hinu góða þá er ekki heppilegt að missa alla þessa gömlu út. Það getur tekið eitt til tvö ár að koma sér inn í svona sérhæft starf og því er eðlilegt og gott, að vissu marki, að þetta sé sama fólkið. Sér í lagi þegar það er svona stutt frá síðustu kosningum,“ segir Eva Heiða. „Í fyrra voru prófkjör sem tóku tíma. Í ljósi þess þarf ekki að koma á óvart þó það séu litlar breytingar,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, og tekur undir orð Evu. „Það hefur í raun enginn tíma til annars en að stilla upp sama liði og í fyrra.“ Tímaskorturinn hefur einnig áhrif á málefnin að mati Grétars. Lítill tími gefst til þess að leggja í djúpa málefnavinnu heldur reyni flokkarnir frekar að skerpa á þeirri stefnu sem keyrt var á í fyrra. „Í stað kosninga um málefni verður nú kosið um fólk og trúverðugleika þar sem menn reyna að sýna fram á að menn séu traustsins verðir,“ segir Grétar Þór.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Sjá meira