Flokkarnir ætla að taka höndum saman í framhaldi af MeToo-byltingunni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. desember 2017 20:00 Stjórnmálaflokkarnir ætla að taka höndum saman og vinna í sameiningu að verklagi til að bregðast við kynbundnu ofbeldi og áreitni innan stjórnmálanna. Me too-byltingin var til umræðu á Alþingi í dag og forsætisráðherra kynnti stefnu Stjórnarráðsins í þessum efnum fyrir ríkisstjórn í morgun. Nokkur hundruð íslenskar stjórnmálakonur rufu þögnina um kynferðislegt ofbeldi og áreitni innan stjórnmálanna í lok nóvember og deildu sögum af reynslu sinni. Þær sendu jafnframt frá sér áskorun þar sem kallað er eftir því að allir stjórnmálaflokkar taki af festu á málinu og setji sér viðbragðsreglur. Framkvæmdastjórar stjórnmálaflokkanna eru nú að ræða hvernig flokkarnir geti í sameiningu mótað sér verklagsreglur um hvernig skuli taka á slíkum málum. Öllum flokkum verður boðið að taka þátt og hefst samtalið að öllum líkindum eftir áramót. Þá kynnti Katrín Jakobsdóttir stefnu og áætlun Stjórnarráðsins gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri háttsemi á ríkisstjórnarfundi í morgun. „Það er auðvitað mjög mikilvægt að við tökum á þessu máli í stjórnsýslunni eins og bara alls staðar annars staðar í samfélaginu,“ segir Katrín. Hún lagði það til við ríkisstjórn að allir ráðherrar hvetji til þess að gerðar verði reglulegar kannanir í hverju ráðuneyti á hugsanlegum tilvikum kynferðislegrar áreitni og það tryggt að í hverju ráðuneyti liggi fyrir skýrt ferli. Þá vonast hún til þess að í framhaldinu verði sambærileg ferli tekin upp í undirstofnunum og víðsvegar um stjórnsýsluna. „Það er stefnan og þarna skiptir auðvitað máli að ráðuneytin gangi á undan með góðu fordæmi.“ MeToo Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira
Stjórnmálaflokkarnir ætla að taka höndum saman og vinna í sameiningu að verklagi til að bregðast við kynbundnu ofbeldi og áreitni innan stjórnmálanna. Me too-byltingin var til umræðu á Alþingi í dag og forsætisráðherra kynnti stefnu Stjórnarráðsins í þessum efnum fyrir ríkisstjórn í morgun. Nokkur hundruð íslenskar stjórnmálakonur rufu þögnina um kynferðislegt ofbeldi og áreitni innan stjórnmálanna í lok nóvember og deildu sögum af reynslu sinni. Þær sendu jafnframt frá sér áskorun þar sem kallað er eftir því að allir stjórnmálaflokkar taki af festu á málinu og setji sér viðbragðsreglur. Framkvæmdastjórar stjórnmálaflokkanna eru nú að ræða hvernig flokkarnir geti í sameiningu mótað sér verklagsreglur um hvernig skuli taka á slíkum málum. Öllum flokkum verður boðið að taka þátt og hefst samtalið að öllum líkindum eftir áramót. Þá kynnti Katrín Jakobsdóttir stefnu og áætlun Stjórnarráðsins gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri háttsemi á ríkisstjórnarfundi í morgun. „Það er auðvitað mjög mikilvægt að við tökum á þessu máli í stjórnsýslunni eins og bara alls staðar annars staðar í samfélaginu,“ segir Katrín. Hún lagði það til við ríkisstjórn að allir ráðherrar hvetji til þess að gerðar verði reglulegar kannanir í hverju ráðuneyti á hugsanlegum tilvikum kynferðislegrar áreitni og það tryggt að í hverju ráðuneyti liggi fyrir skýrt ferli. Þá vonast hún til þess að í framhaldinu verði sambærileg ferli tekin upp í undirstofnunum og víðsvegar um stjórnsýsluna. „Það er stefnan og þarna skiptir auðvitað máli að ráðuneytin gangi á undan með góðu fordæmi.“
MeToo Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira