Langtímamarkmið Arion að koma verksmiðju United Silicon í framtíðareigu Birgir Olgeirsson skrifar 23. janúar 2018 14:28 Engin starfsemi verður í verksmiðjunni fyrr en skilyrði Umhverfisstofnunar hafa verið uppfyllt. Vísir/Anton Brink Afstaða Arion banka gagnvart United Silicon er sú að málefni fyrirtækisins séu í höndum skiptastjóra og mun bankinn óska eftir því við skiptastjóra að ganga að veðum sínum. Þetta segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs bankans, í samtali við Vísi. Stjórn United Silicon sendi í gær beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um gjaldþrotaskipti kísilversins. Fyrirtækið fékk heimild til greiðslustöðvunar í ágúst í fyrra en hún rann út í gær. Var ákvörðunin tekin eftir að Umhverfisstofnun gerði kröfu um að rekstur verksmiðjunnar hæfist ekki á ný fyrr en eftir viðamiklar framkvæmdir sem gætu tekið vel á annað ár. Tilkynning barst frá United Silicon í gær þar sem kom fram að mat sérfræðinga gerði ráð fyrir að 25 milljónir evra þyrfti til að verksmiðjan teldist fullkláruð. Þessar framkvæmdir við úrbætur á verksmiðjunni gætu tekið vel á annað ár. Arion banki og fimm lífeyrissjóðir sem fjárfestu í United Silicon eiga í dag 98 prósent í félaginu en Arion banki er með um átta milljarða króna útistandandi við kísilverið í lánsloforðum og ábyrgðum. Bankinn átti um 67 prósent í kísilverinu þegar félagið var sett í þrot. Haraldur segir langtímamarkmið bankans að koma verksmiðjunni í framtíðareigu aðila sem eru sérfróðir í þessum iðnaði og kunna til verka þannig að vel verði staðið að málum í framtíðinni. „Fram að því er markmið okkar að vinna að því að koma verksmiðjunni í starf- og söluhæft form í tak við úrskurð Umhverfisstofnunar og það getur tekið umtalsverðan tíma,“ segir Haraldur og bendir á að það gæti þurft nýtt umhverfismat. Slíkt ferli getur tekið vel á annað ár, jafnvel um átján mánuði. Haraldur segir að engin starfsemi verði í verksmiðjunni fyrr en skilyrði Umhverfisstofnunar hafi verið uppfyllt og leyfi fæst að nýju, en ítrekar að nú séu málefni félagsins í höndum skiptastjóra. Um 56 starfa í kísilverinu en í Fréttablaðinu í dag kom fram að starfsfólk United Silicon fékk greidd laun sem það átti inni fyrir vinnu í janúar áður en beiðni um heimild um gjaldþrotaskipti kísilversins var send héraðsdómara í gær. Kom jafnframt fram í Fréttablaðinu að ákvörðun um störfin 56 sé í höndum nýskipaðs skiptastjóra félagsins, hæstaréttarlögmannsins Geirs Gestssonar. United Silicon Tengdar fréttir Stjórn United Silicon óskar eftir gjaldþrotaskiptum á félaginu Stjórn United Silicon hf. hefur sent beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um gjaldþrotaskipti á búi félagsins. 22. janúar 2018 16:13 Hvetja starfsfólk kísilverksmiðjunnar til að mæta á morgun þrátt fyrir gjaldþrot Kísilverksmiðja United Silicon í Helguvík er gjaldþrota. Um sextíu starfsmenn missa vinnuna og tap fjárfesta er gríðarlegt. Ekki er ljóst hvort starfsemi verði á svæðinu í framtíðinni. 22. janúar 2018 20:30 Starfsfólkið fékk borgað áður en United Silicon fór í þrot Kísilver United Silicon er gjaldþrota og stærsti kröfuhafinn, Arion banki, mun ganga að veðum sínum. Greiddu starfsfólki fyrir vinnu í janúar en næstu skref eru í höndum skiptastjóra. 23. janúar 2018 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Sjá meira
Afstaða Arion banka gagnvart United Silicon er sú að málefni fyrirtækisins séu í höndum skiptastjóra og mun bankinn óska eftir því við skiptastjóra að ganga að veðum sínum. Þetta segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs bankans, í samtali við Vísi. Stjórn United Silicon sendi í gær beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um gjaldþrotaskipti kísilversins. Fyrirtækið fékk heimild til greiðslustöðvunar í ágúst í fyrra en hún rann út í gær. Var ákvörðunin tekin eftir að Umhverfisstofnun gerði kröfu um að rekstur verksmiðjunnar hæfist ekki á ný fyrr en eftir viðamiklar framkvæmdir sem gætu tekið vel á annað ár. Tilkynning barst frá United Silicon í gær þar sem kom fram að mat sérfræðinga gerði ráð fyrir að 25 milljónir evra þyrfti til að verksmiðjan teldist fullkláruð. Þessar framkvæmdir við úrbætur á verksmiðjunni gætu tekið vel á annað ár. Arion banki og fimm lífeyrissjóðir sem fjárfestu í United Silicon eiga í dag 98 prósent í félaginu en Arion banki er með um átta milljarða króna útistandandi við kísilverið í lánsloforðum og ábyrgðum. Bankinn átti um 67 prósent í kísilverinu þegar félagið var sett í þrot. Haraldur segir langtímamarkmið bankans að koma verksmiðjunni í framtíðareigu aðila sem eru sérfróðir í þessum iðnaði og kunna til verka þannig að vel verði staðið að málum í framtíðinni. „Fram að því er markmið okkar að vinna að því að koma verksmiðjunni í starf- og söluhæft form í tak við úrskurð Umhverfisstofnunar og það getur tekið umtalsverðan tíma,“ segir Haraldur og bendir á að það gæti þurft nýtt umhverfismat. Slíkt ferli getur tekið vel á annað ár, jafnvel um átján mánuði. Haraldur segir að engin starfsemi verði í verksmiðjunni fyrr en skilyrði Umhverfisstofnunar hafi verið uppfyllt og leyfi fæst að nýju, en ítrekar að nú séu málefni félagsins í höndum skiptastjóra. Um 56 starfa í kísilverinu en í Fréttablaðinu í dag kom fram að starfsfólk United Silicon fékk greidd laun sem það átti inni fyrir vinnu í janúar áður en beiðni um heimild um gjaldþrotaskipti kísilversins var send héraðsdómara í gær. Kom jafnframt fram í Fréttablaðinu að ákvörðun um störfin 56 sé í höndum nýskipaðs skiptastjóra félagsins, hæstaréttarlögmannsins Geirs Gestssonar.
United Silicon Tengdar fréttir Stjórn United Silicon óskar eftir gjaldþrotaskiptum á félaginu Stjórn United Silicon hf. hefur sent beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um gjaldþrotaskipti á búi félagsins. 22. janúar 2018 16:13 Hvetja starfsfólk kísilverksmiðjunnar til að mæta á morgun þrátt fyrir gjaldþrot Kísilverksmiðja United Silicon í Helguvík er gjaldþrota. Um sextíu starfsmenn missa vinnuna og tap fjárfesta er gríðarlegt. Ekki er ljóst hvort starfsemi verði á svæðinu í framtíðinni. 22. janúar 2018 20:30 Starfsfólkið fékk borgað áður en United Silicon fór í þrot Kísilver United Silicon er gjaldþrota og stærsti kröfuhafinn, Arion banki, mun ganga að veðum sínum. Greiddu starfsfólki fyrir vinnu í janúar en næstu skref eru í höndum skiptastjóra. 23. janúar 2018 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Sjá meira
Stjórn United Silicon óskar eftir gjaldþrotaskiptum á félaginu Stjórn United Silicon hf. hefur sent beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um gjaldþrotaskipti á búi félagsins. 22. janúar 2018 16:13
Hvetja starfsfólk kísilverksmiðjunnar til að mæta á morgun þrátt fyrir gjaldþrot Kísilverksmiðja United Silicon í Helguvík er gjaldþrota. Um sextíu starfsmenn missa vinnuna og tap fjárfesta er gríðarlegt. Ekki er ljóst hvort starfsemi verði á svæðinu í framtíðinni. 22. janúar 2018 20:30
Starfsfólkið fékk borgað áður en United Silicon fór í þrot Kísilver United Silicon er gjaldþrota og stærsti kröfuhafinn, Arion banki, mun ganga að veðum sínum. Greiddu starfsfólki fyrir vinnu í janúar en næstu skref eru í höndum skiptastjóra. 23. janúar 2018 06:00