Tekur við íslenska landsliðinu á tímamótum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. febrúar 2018 08:00 Guðmundur Guðmundsson og aðstoðarþjálfari hans Gunnar Magnússon. Vísir/Vílhelm Guðmundur Guðmundsson var kynntur sem nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Arion banka í gær. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við HSÍ sem ákvað að framlengja ekki samning Geirs Sveinssonar sem hefur stýrt íslenska liðinu síðan 2016. Þetta er í þriðja sinn sem Guðmundur tekur við íslenska landsliðinu. Hann þjálfaði það fyrst á árunum 2001-04 og svo aftur frá 2008 til 2012. Undir stjórn Guðmundar vann Ísland til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og bronsverðlauna á EM í Austurríki tveimur árum síðar. Þá lenti íslenska liðið í 4. sæti á EM 2002 í Svíþjóð, 5. sæti á Ólympíuleikunum 2012, 6. sæti á HM 2011 og 7. sæti á HM 2003. Guðmundur gerði danska landsliðið að Ólympíumeisturum 2016 en hætti þjálfun þess eftir HM 2017 og tók við bareinska landsliðinu. Guðmundur stýrði Barein til silfurverðlauna á Asíuleikunum í síðasta mánuði og hart var lagt að honum að halda áfram með bareinska liðið. „Ég er nýkominn heim frá Barein og var með mjög álitlegt tilboð þaðan. Síðan hafði HSÍ samband við mig og ég ákvað að fara í viðræður. Og eftir að hafa kannað hvernig menn horfa á þetta ákvað ég að stökkva á þetta,“ sagði Guðmundur sem viðurkennir að það hefði reynst erfitt að segja nei við íslenska landsliðið. „Það er mjög erfitt og mér hefur alltaf liðið vel þegar ég hef starfað fyrir HSÍ. Ég hef notið þess að þjálfa íslenska landsliðið. Svo fæ ég til liðs við mig frábæra aðstoðarmenn,“ sagði Guðmundur. Honum til aðstoðar með íslenska liðið verða Gunnar Magnússon og Thomas Svensson. Guðmundur og Gunnar hafa unnið lengi saman og Guðmundur vann með Svensson hjá danska landsliðinu og Rhein-Neckar Löwen. Hinn sænski Svensson var á sínum tíma í hópi bestu markvarða heims og gerði Íslendingum oftar en ekki lífið leitt.Vísir/VílhelmÁrangur íslenska liðsins á síðustu stórmótum hefur ekki verið beysinn og ljóst er að verkefnið sem bíður Guðmundar er ærið. „Íslenska liðið stendur á tímamótum. Það verður krefjandi verkefni að vinna með það, ná meiri stöðugleika og vonandi betri árangri,“ sagði Guðmundur sem hefur fylgst náið með gangi íslenska liðsins eftir að hann hætti sem þjálfari þess eftir Ólympíuleikana í London 2012. Fyrsta verkefni Guðmundar með íslenska liðið er fjögurra þjóða mót í Noregi í byrjun apríl. Þar mæta Íslendingar heimamönnum, Dönum og Frökkum. Leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir umspil um laust sæti á HM 2019 þar sem Ísland mætir Litháen. Guðmundur hefur alltaf borið mikla virðingu fyrir andstæðingnum, sama hversu sterkur hann er, og Litháar eru engin undantekning. „Þetta er tækifæri sem við þurfum að nýta. Það er ekkert gefins í þessu. Við spiluðum við þá þegar ég var með danska landsliðið og við þurftum að hafa fyrir hlutunum. Þetta var góður dráttur fyrir íslenska liðið en það þýðir ekki að ég vanmeti þá,“ sagði Guðmundur. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Formúla 1 Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Fleiri fréttir Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson var kynntur sem nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Arion banka í gær. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við HSÍ sem ákvað að framlengja ekki samning Geirs Sveinssonar sem hefur stýrt íslenska liðinu síðan 2016. Þetta er í þriðja sinn sem Guðmundur tekur við íslenska landsliðinu. Hann þjálfaði það fyrst á árunum 2001-04 og svo aftur frá 2008 til 2012. Undir stjórn Guðmundar vann Ísland til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og bronsverðlauna á EM í Austurríki tveimur árum síðar. Þá lenti íslenska liðið í 4. sæti á EM 2002 í Svíþjóð, 5. sæti á Ólympíuleikunum 2012, 6. sæti á HM 2011 og 7. sæti á HM 2003. Guðmundur gerði danska landsliðið að Ólympíumeisturum 2016 en hætti þjálfun þess eftir HM 2017 og tók við bareinska landsliðinu. Guðmundur stýrði Barein til silfurverðlauna á Asíuleikunum í síðasta mánuði og hart var lagt að honum að halda áfram með bareinska liðið. „Ég er nýkominn heim frá Barein og var með mjög álitlegt tilboð þaðan. Síðan hafði HSÍ samband við mig og ég ákvað að fara í viðræður. Og eftir að hafa kannað hvernig menn horfa á þetta ákvað ég að stökkva á þetta,“ sagði Guðmundur sem viðurkennir að það hefði reynst erfitt að segja nei við íslenska landsliðið. „Það er mjög erfitt og mér hefur alltaf liðið vel þegar ég hef starfað fyrir HSÍ. Ég hef notið þess að þjálfa íslenska landsliðið. Svo fæ ég til liðs við mig frábæra aðstoðarmenn,“ sagði Guðmundur. Honum til aðstoðar með íslenska liðið verða Gunnar Magnússon og Thomas Svensson. Guðmundur og Gunnar hafa unnið lengi saman og Guðmundur vann með Svensson hjá danska landsliðinu og Rhein-Neckar Löwen. Hinn sænski Svensson var á sínum tíma í hópi bestu markvarða heims og gerði Íslendingum oftar en ekki lífið leitt.Vísir/VílhelmÁrangur íslenska liðsins á síðustu stórmótum hefur ekki verið beysinn og ljóst er að verkefnið sem bíður Guðmundar er ærið. „Íslenska liðið stendur á tímamótum. Það verður krefjandi verkefni að vinna með það, ná meiri stöðugleika og vonandi betri árangri,“ sagði Guðmundur sem hefur fylgst náið með gangi íslenska liðsins eftir að hann hætti sem þjálfari þess eftir Ólympíuleikana í London 2012. Fyrsta verkefni Guðmundar með íslenska liðið er fjögurra þjóða mót í Noregi í byrjun apríl. Þar mæta Íslendingar heimamönnum, Dönum og Frökkum. Leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir umspil um laust sæti á HM 2019 þar sem Ísland mætir Litháen. Guðmundur hefur alltaf borið mikla virðingu fyrir andstæðingnum, sama hversu sterkur hann er, og Litháar eru engin undantekning. „Þetta er tækifæri sem við þurfum að nýta. Það er ekkert gefins í þessu. Við spiluðum við þá þegar ég var með danska landsliðið og við þurftum að hafa fyrir hlutunum. Þetta var góður dráttur fyrir íslenska liðið en það þýðir ekki að ég vanmeti þá,“ sagði Guðmundur.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Formúla 1 Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Fleiri fréttir Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik