Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. apríl 2018 00:04 Hafþór Logi (til vinstri) ásamt Sindra (til hægri) og Viktori Inga Sigurðssyni í Amsterdam. Instagram @haffilogi Hafþór Logi Hlynsson segir að mynd sem hann birti á Instagram af sér og Sindra Þór Stefánssyni, sem verið hefur á flótta undan lögregluyfirvöldum eftir flótta úr Fangelsinu Sogni aðfaranótt þriðjudags, sé stuðningsyfirlýsing við æskuvin sinn. Þeir Sindri Þór hafi verið bestu vinir frá því þeir voru níu eða tíu ára pjakkar á Sauðarkróki. Hafþór er árinu yngri en Sindri sem verður 32 á árinu. Sindri var handtekinn í Amsterdam í dag eftir sex daga á flótta undan íslenskum sem erlendum lögregluyfirvöldum. Talsmaður lögreglunnar í Amsterdam vildi ekki upplýsa Vísi um hvað hefði leitt til handtöku Sindra í dag. Sömu sögu var að segja um Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum. Ekki liggur því fyrir hvort hegðun á samfélagsmiðlum hafi komið lögreglu á sporið. Þessi mynd er úr öryggismyndavélum frá Keflavíkurflugvelli á þriðjudagsmorgun þar sem Sindri sést fara um borð í vél Icelandair. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var um borð í sömu vél.Lögreglan á Suðurnesjum Hugmyndin ekki að vera á flótta Hafþór Logi hefur mikla samúð með vini sínum og telur meðferð lögreglu á honum ekki hafa verið sanngjarna. „Eins og ég skil þetta þá var hann frjáls maður þegar hann yfirgaf landið. Það er búið að vera mikið hæp í kringum þetta en hugmyndin hans var aldrei að vera á flótta,“ segir Hafþór Logi í samtali við Vísi. Dósent í réttarfari hefur bent á að ekki hafi verið rétt staðið að varðhaldi lögreglu eftir að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yfir Sindra rann út. Hafþór á líkt og Sindri Þór langan brotaferil að baki en brot hans eru vel á annan tug allt frá árinu 2002. Hann hlaut tveggja og hálfs árs fangelsl fyrir aðild að innflutningi á kókaíni frá Danmörku árið 2012. Fangelsið Sogn þar sem Sindri Þór var í tíu daga áður en hann flúði.Vísir/Magnús Hlynur Birti myndina eftir handtökuna Hafþór var meðvitaður um að Sindri Þór hefði verið handtekinn í dag en sagði myndina þó ekki hafa verið tekna í dag. Hún væri „gömul“ en ekki svo gömul eins og Hafþór komst að orði. Hann hefði birt hana eftir handtökuna sem stuðning við vin sinn. Þá sagði hann þá Sindra Þór hafa oft verið saman í Amsterdam. „Ég þekki þetta mál ekki neitt,“ segir Hafþór sem segist hafa verið í Taílandi þegar það kom upp. Raunar hafi hann verið erlendis í lengri tíma. Hann segist í samtali við Vísi vera erlendis og af Instagram reikningi hans var hann kominn til Brussel í Belgíu í kvöld. Sindri Þór er sakaður um aðild að umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði úr gagnaverum á Íslandi. Virði þýfisins er talið nema á þriðja hundrað milljónum króna. Sindri Þór á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi fyrir aðild sína að þjófnaðinum verði hann fundinn sekur. Eigendur búnaðarins hafa heitið fundarlaunum hverjum þeim sem getur vísað á búnaðinn. Enn hafa engar gagnlegar vísbendingar borist lögreglu. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Segir mikilvægt að menn séu ekki frelsissviptir án heimildar Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglinunni í dag. 21. apríl 2018 14:08 Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30 Segjast hafa mikið af gögnum gegn Sindra Vísað er til mikils magns sönnunargagna í þeim gæsluvarðhaldsúrskurðum sem kveðnir hafa verið upp yfir Sindra Þór Stefánssyni. Símagögn, upplýsingar um bílaleigubíla og teikningar af gagnaverum eru meðal þess sem lögreglan skoðar. 21. apríl 2018 07:00 Sindri handtekinn í Amsterdam Strauk úr fangelsinu á Sogni fyrir tæpri viku. 22. apríl 2018 21:48 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Fleiri fréttir Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Sjá meira
Hafþór Logi Hlynsson segir að mynd sem hann birti á Instagram af sér og Sindra Þór Stefánssyni, sem verið hefur á flótta undan lögregluyfirvöldum eftir flótta úr Fangelsinu Sogni aðfaranótt þriðjudags, sé stuðningsyfirlýsing við æskuvin sinn. Þeir Sindri Þór hafi verið bestu vinir frá því þeir voru níu eða tíu ára pjakkar á Sauðarkróki. Hafþór er árinu yngri en Sindri sem verður 32 á árinu. Sindri var handtekinn í Amsterdam í dag eftir sex daga á flótta undan íslenskum sem erlendum lögregluyfirvöldum. Talsmaður lögreglunnar í Amsterdam vildi ekki upplýsa Vísi um hvað hefði leitt til handtöku Sindra í dag. Sömu sögu var að segja um Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum. Ekki liggur því fyrir hvort hegðun á samfélagsmiðlum hafi komið lögreglu á sporið. Þessi mynd er úr öryggismyndavélum frá Keflavíkurflugvelli á þriðjudagsmorgun þar sem Sindri sést fara um borð í vél Icelandair. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var um borð í sömu vél.Lögreglan á Suðurnesjum Hugmyndin ekki að vera á flótta Hafþór Logi hefur mikla samúð með vini sínum og telur meðferð lögreglu á honum ekki hafa verið sanngjarna. „Eins og ég skil þetta þá var hann frjáls maður þegar hann yfirgaf landið. Það er búið að vera mikið hæp í kringum þetta en hugmyndin hans var aldrei að vera á flótta,“ segir Hafþór Logi í samtali við Vísi. Dósent í réttarfari hefur bent á að ekki hafi verið rétt staðið að varðhaldi lögreglu eftir að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yfir Sindra rann út. Hafþór á líkt og Sindri Þór langan brotaferil að baki en brot hans eru vel á annan tug allt frá árinu 2002. Hann hlaut tveggja og hálfs árs fangelsl fyrir aðild að innflutningi á kókaíni frá Danmörku árið 2012. Fangelsið Sogn þar sem Sindri Þór var í tíu daga áður en hann flúði.Vísir/Magnús Hlynur Birti myndina eftir handtökuna Hafþór var meðvitaður um að Sindri Þór hefði verið handtekinn í dag en sagði myndina þó ekki hafa verið tekna í dag. Hún væri „gömul“ en ekki svo gömul eins og Hafþór komst að orði. Hann hefði birt hana eftir handtökuna sem stuðning við vin sinn. Þá sagði hann þá Sindra Þór hafa oft verið saman í Amsterdam. „Ég þekki þetta mál ekki neitt,“ segir Hafþór sem segist hafa verið í Taílandi þegar það kom upp. Raunar hafi hann verið erlendis í lengri tíma. Hann segist í samtali við Vísi vera erlendis og af Instagram reikningi hans var hann kominn til Brussel í Belgíu í kvöld. Sindri Þór er sakaður um aðild að umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði úr gagnaverum á Íslandi. Virði þýfisins er talið nema á þriðja hundrað milljónum króna. Sindri Þór á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi fyrir aðild sína að þjófnaðinum verði hann fundinn sekur. Eigendur búnaðarins hafa heitið fundarlaunum hverjum þeim sem getur vísað á búnaðinn. Enn hafa engar gagnlegar vísbendingar borist lögreglu.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Segir mikilvægt að menn séu ekki frelsissviptir án heimildar Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglinunni í dag. 21. apríl 2018 14:08 Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30 Segjast hafa mikið af gögnum gegn Sindra Vísað er til mikils magns sönnunargagna í þeim gæsluvarðhaldsúrskurðum sem kveðnir hafa verið upp yfir Sindra Þór Stefánssyni. Símagögn, upplýsingar um bílaleigubíla og teikningar af gagnaverum eru meðal þess sem lögreglan skoðar. 21. apríl 2018 07:00 Sindri handtekinn í Amsterdam Strauk úr fangelsinu á Sogni fyrir tæpri viku. 22. apríl 2018 21:48 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Fleiri fréttir Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Sjá meira
Segir mikilvægt að menn séu ekki frelsissviptir án heimildar Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglinunni í dag. 21. apríl 2018 14:08
Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30
Segjast hafa mikið af gögnum gegn Sindra Vísað er til mikils magns sönnunargagna í þeim gæsluvarðhaldsúrskurðum sem kveðnir hafa verið upp yfir Sindra Þór Stefánssyni. Símagögn, upplýsingar um bílaleigubíla og teikningar af gagnaverum eru meðal þess sem lögreglan skoðar. 21. apríl 2018 07:00