Mannlegur harmleikur í Bláskógabyggð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. maí 2018 18:45 Ákvörðun verður tekin í kvöld um framboð manns sem skipar annað sætið á lista Nýs afls í Bláskógabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí. Maðurinn gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimili sitt í gærkvöldi og sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglunnar þegar hann ók ofurölvi um vegi í uppsveitum Árnessýslu, sem endaði með bílveltu. Lögreglumenn hjá Lögreglunni á Suðurlandi fengu útkall um klukkan hálf sjö í gærkvöldi vegna ölvaðs manns í Biskipstungum í Bláskógabyggð, sem gekk berserksgang við heimilið sitt á tveggja tonna gröfu. Á leið sinni á vettvang mættu lögreglumenn manninum á bíl og voru honum gefin stöðvunarmerki en þeim sinnti hann ekki, heldur ók á undan lögreglu áleiðis eftir Skálholtsvegi.Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við Árnes í Skeiða og Gnúpverjahreppi í gærkvöldi til að sækja hinn slasaða og flytja hann á sjúkrahús í Reykjavík.Mynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson„Á Skálholtsvegi er reynt að komast fram fyrir hann til að þvinga hann til að stöðva en þá þvingar hann lögreglubílinn út af veginum og heldur för sinni áfram. Lögreglumenn fara þá áfram á eftir honum, það er aldrei einhver gríðarlegur hraði í þessu, en bílinn hjá viðkomandi er um allan veg,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi og bætir við. „Hann fer upp Þjórsárdalsveg og þá í ljósi aksturslags mannsins er tekin ákvörðun um að þvinga hann út af vegi til að stöðva hann. Það er gert og við það veltur bílinn hjá honum. Hann slasast eitthvað og er fluttur með þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík. Oddur segir að maðurinn hafi verið á gjörgæslu í nótt en hafi verið útskrifaður á almenna deild í dag. Mikil hætta skapaðist í gærkvöldi. „Já, þegar það er farið að þvinga menn út af þá er alltaf ákveðin hætta,“ segir Oddur. Maðurinn sem um ræðir skipar annað sæti á lista Nýs afls í Bláskógabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí. Jón Snæbjörnsson, oddviti listans hefur þetta um málið að segja. „Allt sem ég get sagt er að þetta er bara mannlegur harmleikur, þetta verður bara að ráðast.“En hvað heldur Jón að gerist á fundinum í kvöld? „Ég veit það ekki, ég veit ekki hvað ég get sagt, þetta er eitthvað sem við skoðum í sameiningu.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Berserkurinn í Biskupstungum í framboði Maðurinn sem gekk berserksgang á gröfu við heimili sitt í Biskupstungum í gær heitir Ingvar Örn Karlsson og er hann annar maður á lista Nýs afls í Bláskógabyggð. 14. maí 2018 14:45 Lögregla kölluð til vegna ölvaðs manns sem gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimili sitt Maðurinn lagði á flótta neyddist lögreglan til að stöðva för hans sem varð til þess að bíllinn hans valt. 13. maí 2018 20:57 Mest lesið Biden náðar son sinn Erlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Fleiri fréttir Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Sjá meira
Ákvörðun verður tekin í kvöld um framboð manns sem skipar annað sætið á lista Nýs afls í Bláskógabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí. Maðurinn gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimili sitt í gærkvöldi og sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglunnar þegar hann ók ofurölvi um vegi í uppsveitum Árnessýslu, sem endaði með bílveltu. Lögreglumenn hjá Lögreglunni á Suðurlandi fengu útkall um klukkan hálf sjö í gærkvöldi vegna ölvaðs manns í Biskipstungum í Bláskógabyggð, sem gekk berserksgang við heimilið sitt á tveggja tonna gröfu. Á leið sinni á vettvang mættu lögreglumenn manninum á bíl og voru honum gefin stöðvunarmerki en þeim sinnti hann ekki, heldur ók á undan lögreglu áleiðis eftir Skálholtsvegi.Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við Árnes í Skeiða og Gnúpverjahreppi í gærkvöldi til að sækja hinn slasaða og flytja hann á sjúkrahús í Reykjavík.Mynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson„Á Skálholtsvegi er reynt að komast fram fyrir hann til að þvinga hann til að stöðva en þá þvingar hann lögreglubílinn út af veginum og heldur för sinni áfram. Lögreglumenn fara þá áfram á eftir honum, það er aldrei einhver gríðarlegur hraði í þessu, en bílinn hjá viðkomandi er um allan veg,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi og bætir við. „Hann fer upp Þjórsárdalsveg og þá í ljósi aksturslags mannsins er tekin ákvörðun um að þvinga hann út af vegi til að stöðva hann. Það er gert og við það veltur bílinn hjá honum. Hann slasast eitthvað og er fluttur með þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík. Oddur segir að maðurinn hafi verið á gjörgæslu í nótt en hafi verið útskrifaður á almenna deild í dag. Mikil hætta skapaðist í gærkvöldi. „Já, þegar það er farið að þvinga menn út af þá er alltaf ákveðin hætta,“ segir Oddur. Maðurinn sem um ræðir skipar annað sæti á lista Nýs afls í Bláskógabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí. Jón Snæbjörnsson, oddviti listans hefur þetta um málið að segja. „Allt sem ég get sagt er að þetta er bara mannlegur harmleikur, þetta verður bara að ráðast.“En hvað heldur Jón að gerist á fundinum í kvöld? „Ég veit það ekki, ég veit ekki hvað ég get sagt, þetta er eitthvað sem við skoðum í sameiningu.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Berserkurinn í Biskupstungum í framboði Maðurinn sem gekk berserksgang á gröfu við heimili sitt í Biskupstungum í gær heitir Ingvar Örn Karlsson og er hann annar maður á lista Nýs afls í Bláskógabyggð. 14. maí 2018 14:45 Lögregla kölluð til vegna ölvaðs manns sem gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimili sitt Maðurinn lagði á flótta neyddist lögreglan til að stöðva för hans sem varð til þess að bíllinn hans valt. 13. maí 2018 20:57 Mest lesið Biden náðar son sinn Erlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Fleiri fréttir Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Sjá meira
Berserkurinn í Biskupstungum í framboði Maðurinn sem gekk berserksgang á gröfu við heimili sitt í Biskupstungum í gær heitir Ingvar Örn Karlsson og er hann annar maður á lista Nýs afls í Bláskógabyggð. 14. maí 2018 14:45
Lögregla kölluð til vegna ölvaðs manns sem gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimili sitt Maðurinn lagði á flótta neyddist lögreglan til að stöðva för hans sem varð til þess að bíllinn hans valt. 13. maí 2018 20:57