Rannsókn á Bitcoin-málinu á lokametrunum Birgir Olgeirsson skrifar 31. maí 2018 08:59 Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum Vísir „Þetta ætti að skýrast fyrir helgi,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, um rannsókn á umfangsmiklum þjófnaði á tölvum sem voru sérbúnar til að grafa eftir Bitcoin-rafmyntinni. Ólafur Helgi segir að lögreglan muni fyrir helgi ákveð hvort málið verði sent til ákærumeðferðar. „Eins og sagt er á íþróttamáli, þetta er á lokametrunum.“ Um er að ræða 600 tölvur sem var stolið í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð frá desember til janúar en verðmæti þeirra er metið á um 200 milljónir króna. Þær eru enn ófundnar.Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra sendi kínverskum lögregluyfirvöldum fyrirspurn um 600 tölvur, sem notaður voru til að grafa eftir Bitcoin-rafmynt, í upphafi þessarar mánaðar. Ólafur Helgi segir ekkert svar hafa borist frá Kína. Hann segir ekkert nýtt hafa komið fram við rannsóknina síðustu daga en lögreglunni hafi borist ábendingar nokkuð reglulega. „Það skýrist, ég vil ekki tjá mig of mikið áður en ákvörðun verður tekin,“ segir Ólafur. Alls voru níu handteknir vegna rannsóknarinnar á tölvuþjófnaðinum hér á landi. Tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins en að lokum var aðeins einn í haldi, Sindri Þór Stefánsson. Hann var vistaður í fangelsinu að Sogni en fór þaðan 16. apríl síðastliðinn eftir að dómari hafði tekið sér frest til að ákveða hvort að úrskurða ætti Sindra í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna málsins. Sindri fór frá landinu aðfaranótt 17. apríl síðastliðins en var handtekinn í Amsterdam sunnudagskvöldið 22. apríl síðastliðinn. 4. maí síðastliðinn var Sindri Þór kominn til Íslands og leiddur fyrir dómara þar sem hann var úrskurðaður í farbann til fjögurra vikna, eða til 1. júní. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira
„Þetta ætti að skýrast fyrir helgi,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, um rannsókn á umfangsmiklum þjófnaði á tölvum sem voru sérbúnar til að grafa eftir Bitcoin-rafmyntinni. Ólafur Helgi segir að lögreglan muni fyrir helgi ákveð hvort málið verði sent til ákærumeðferðar. „Eins og sagt er á íþróttamáli, þetta er á lokametrunum.“ Um er að ræða 600 tölvur sem var stolið í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð frá desember til janúar en verðmæti þeirra er metið á um 200 milljónir króna. Þær eru enn ófundnar.Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra sendi kínverskum lögregluyfirvöldum fyrirspurn um 600 tölvur, sem notaður voru til að grafa eftir Bitcoin-rafmynt, í upphafi þessarar mánaðar. Ólafur Helgi segir ekkert svar hafa borist frá Kína. Hann segir ekkert nýtt hafa komið fram við rannsóknina síðustu daga en lögreglunni hafi borist ábendingar nokkuð reglulega. „Það skýrist, ég vil ekki tjá mig of mikið áður en ákvörðun verður tekin,“ segir Ólafur. Alls voru níu handteknir vegna rannsóknarinnar á tölvuþjófnaðinum hér á landi. Tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins en að lokum var aðeins einn í haldi, Sindri Þór Stefánsson. Hann var vistaður í fangelsinu að Sogni en fór þaðan 16. apríl síðastliðinn eftir að dómari hafði tekið sér frest til að ákveða hvort að úrskurða ætti Sindra í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna málsins. Sindri fór frá landinu aðfaranótt 17. apríl síðastliðins en var handtekinn í Amsterdam sunnudagskvöldið 22. apríl síðastliðinn. 4. maí síðastliðinn var Sindri Þór kominn til Íslands og leiddur fyrir dómara þar sem hann var úrskurðaður í farbann til fjögurra vikna, eða til 1. júní.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira