Meta þarf flóðahættu eftir hvert hlaup í framtíðinni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. ágúst 2018 19:30 Hlaupið í Skaftá er eitthvert stærsta jökulhlaup frá upphafi mælinga. Óvissustig almannavarna er enn í gildi á svæðinu en því verður mögulega aflétt á morgun. Jarðfræðingur segir að endurmeta þurfi flóðahættu á svæðinu eftir hvert hlaup í framtíðinni. Hlaupið sem hófst föstudag er í rénun en rennsli Skaftár við Sveinstind var nú síðdegis við það sem eðlilegt getur talist. Rennsli nærri byggð fer einnig minnkandi og draga mun úr vatnsmagni næstu daga. Vatnið sem flætt hefur í Eldhraun hefur skilað sér í Grenlæk og Tungulæk. Þá lokaðist þjóðvegurinn um hraunið vegna hlaupsins en umferð var aftur hleypt aftur á í morgun. Umferð yfir brúna yfir Eldvatn er enn lokuð. Það að katlarnir tveir í Skaftárjökli hafi hlaupið samtímis gefur tilefni til að áætla að hlaup verði ekki jafn reglulega úr jöklinum. „Þetta hlaup er með allra stærstu hlaupum að rúmmálinu til vegna þess að þó að vatnsmagnið úr eystri katlinum sem slíkt hafi verið minna en 2015 að þá bætist þarna við heilmikið úr þeim vestari og úr verður hlaup sem er um það bil fimm hundruð milljónir rúmmetra,“ segir Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Þegar kemur niður á láglendi valda hlaup sem þessi mikilli röskun og það sem vísindamenn skoða nú er hversu mikið set og leir sest í Eldhraun sem veldur því að vatn sem fer yfir hraunið fer síðar eða hægar niður í hraunsprungurnar. „Það að við gerum ráð fyrir að sú þróun haldi áfram og næstu hlaup valdi þá, því miður meiri erfiðleikum og röskun í byggðinni heldur en verið hefur og þetta hlaup er til marks um þessa þróun,“ segir Tómas. Tómas segir að þessi þróun verði ekki auðveldlega stöðvuð. Þyrftu almannavarnayfirvöld að endurmeta flóðahættuna á svæðinu eftir hvert hlaup? „Væntanlega fer Vegagerðin að skoða möguleikann á að draga úr vandræðum af þessum sökum,“ segir Tómas. Tómas telur að þéttbýlið við Kirkjubæjarklaustur sé ekki í hættu til framtíðar litið en „Þetta eru heilmikil vandræði fyrir byggðina þarna. Eins og komið hefur fram í viðtölum við heimamenn. Þetta er fyrst og fremst tjón á beitarlandi og grónu landi Tómas segir að vegna mælitækja sem nýlega er búið að koma fyrir á jöklinum sem sé hægt að segja til um yfirvofandi hlaup í framtíðinni. „Það auðveldar yfirvöldum að fá að vita þetta með góðum fyrirvara,“ segir Tómas. Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Hlaupið nú eitthvert stærsta jökulhlaup í Skaftá frá upphafi mælinga Rennsli árinnar við Sveinstind fer nú mjög minnkandi, og mælist nú um 180 rúmmetrar á sekúndu en var nærri 400 á hádegi í gær. 8. ágúst 2018 13:06 Óvissustigi lýst yfir vegna jökulhlaups úr eystri Skaftárkatli Landhelgisgæslan mun fljúga með vísindamenn á morgun til að kanna aðstæður. 3. ágúst 2018 16:30 Opnað fyrir umferð um þjóðveginn í Eldhrauni Veginum var lokað um helgina eftir að vatn úr Skaftárhlaupi hóf að flæða yfir hann. 8. ágúst 2018 09:48 Gríðarmikið vatn hefur flætt yfir Suðurlandsveg Gríðarmikið vatn úr Skaftárhlaupi hefur flætt yfir Suðurlandsveg vestan við Holtsveg og Kirkjubæjarklaustur frá því í morgun og hefur vegurinn verið lokaður í allan dag. Yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni segir þetta vera alveg nýja stöðu í Skaftárhlaupi. 6. ágúst 2018 22:13 Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira
Hlaupið í Skaftá er eitthvert stærsta jökulhlaup frá upphafi mælinga. Óvissustig almannavarna er enn í gildi á svæðinu en því verður mögulega aflétt á morgun. Jarðfræðingur segir að endurmeta þurfi flóðahættu á svæðinu eftir hvert hlaup í framtíðinni. Hlaupið sem hófst föstudag er í rénun en rennsli Skaftár við Sveinstind var nú síðdegis við það sem eðlilegt getur talist. Rennsli nærri byggð fer einnig minnkandi og draga mun úr vatnsmagni næstu daga. Vatnið sem flætt hefur í Eldhraun hefur skilað sér í Grenlæk og Tungulæk. Þá lokaðist þjóðvegurinn um hraunið vegna hlaupsins en umferð var aftur hleypt aftur á í morgun. Umferð yfir brúna yfir Eldvatn er enn lokuð. Það að katlarnir tveir í Skaftárjökli hafi hlaupið samtímis gefur tilefni til að áætla að hlaup verði ekki jafn reglulega úr jöklinum. „Þetta hlaup er með allra stærstu hlaupum að rúmmálinu til vegna þess að þó að vatnsmagnið úr eystri katlinum sem slíkt hafi verið minna en 2015 að þá bætist þarna við heilmikið úr þeim vestari og úr verður hlaup sem er um það bil fimm hundruð milljónir rúmmetra,“ segir Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Þegar kemur niður á láglendi valda hlaup sem þessi mikilli röskun og það sem vísindamenn skoða nú er hversu mikið set og leir sest í Eldhraun sem veldur því að vatn sem fer yfir hraunið fer síðar eða hægar niður í hraunsprungurnar. „Það að við gerum ráð fyrir að sú þróun haldi áfram og næstu hlaup valdi þá, því miður meiri erfiðleikum og röskun í byggðinni heldur en verið hefur og þetta hlaup er til marks um þessa þróun,“ segir Tómas. Tómas segir að þessi þróun verði ekki auðveldlega stöðvuð. Þyrftu almannavarnayfirvöld að endurmeta flóðahættuna á svæðinu eftir hvert hlaup? „Væntanlega fer Vegagerðin að skoða möguleikann á að draga úr vandræðum af þessum sökum,“ segir Tómas. Tómas telur að þéttbýlið við Kirkjubæjarklaustur sé ekki í hættu til framtíðar litið en „Þetta eru heilmikil vandræði fyrir byggðina þarna. Eins og komið hefur fram í viðtölum við heimamenn. Þetta er fyrst og fremst tjón á beitarlandi og grónu landi Tómas segir að vegna mælitækja sem nýlega er búið að koma fyrir á jöklinum sem sé hægt að segja til um yfirvofandi hlaup í framtíðinni. „Það auðveldar yfirvöldum að fá að vita þetta með góðum fyrirvara,“ segir Tómas.
Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Hlaupið nú eitthvert stærsta jökulhlaup í Skaftá frá upphafi mælinga Rennsli árinnar við Sveinstind fer nú mjög minnkandi, og mælist nú um 180 rúmmetrar á sekúndu en var nærri 400 á hádegi í gær. 8. ágúst 2018 13:06 Óvissustigi lýst yfir vegna jökulhlaups úr eystri Skaftárkatli Landhelgisgæslan mun fljúga með vísindamenn á morgun til að kanna aðstæður. 3. ágúst 2018 16:30 Opnað fyrir umferð um þjóðveginn í Eldhrauni Veginum var lokað um helgina eftir að vatn úr Skaftárhlaupi hóf að flæða yfir hann. 8. ágúst 2018 09:48 Gríðarmikið vatn hefur flætt yfir Suðurlandsveg Gríðarmikið vatn úr Skaftárhlaupi hefur flætt yfir Suðurlandsveg vestan við Holtsveg og Kirkjubæjarklaustur frá því í morgun og hefur vegurinn verið lokaður í allan dag. Yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni segir þetta vera alveg nýja stöðu í Skaftárhlaupi. 6. ágúst 2018 22:13 Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira
Hlaupið nú eitthvert stærsta jökulhlaup í Skaftá frá upphafi mælinga Rennsli árinnar við Sveinstind fer nú mjög minnkandi, og mælist nú um 180 rúmmetrar á sekúndu en var nærri 400 á hádegi í gær. 8. ágúst 2018 13:06
Óvissustigi lýst yfir vegna jökulhlaups úr eystri Skaftárkatli Landhelgisgæslan mun fljúga með vísindamenn á morgun til að kanna aðstæður. 3. ágúst 2018 16:30
Opnað fyrir umferð um þjóðveginn í Eldhrauni Veginum var lokað um helgina eftir að vatn úr Skaftárhlaupi hóf að flæða yfir hann. 8. ágúst 2018 09:48
Gríðarmikið vatn hefur flætt yfir Suðurlandsveg Gríðarmikið vatn úr Skaftárhlaupi hefur flætt yfir Suðurlandsveg vestan við Holtsveg og Kirkjubæjarklaustur frá því í morgun og hefur vegurinn verið lokaður í allan dag. Yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni segir þetta vera alveg nýja stöðu í Skaftárhlaupi. 6. ágúst 2018 22:13