Hrynjum niður eins og flugur Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 26. janúar 2019 09:00 "Einmanaleiki veldur líkamlegum einkennum, til dæmis bólgum í líkamanum,“ segir Helga. "Við erum nálæg í fjarlægð.“ Fréttablaðið/Anton brink Helga Arnardóttir fjölmiðlakona er komin til fundar við blaðamann á kaffihúsi í miðborginni. Það er bjartur vetrardagur og snjóþungt. Borgin er full af gangandi vegfarendum, ferðamönnum jafnt sem borgarbúum. „Ef fólk gengur til og frá vinnu þá hefur það fengið góða hreyfingu yfir daginn. Og stundum er sú hreyfing jafnvel nóg til að halda góðri heilsu. Ég fjalla svolítið um þetta og gerði tilraunir á sjálfri mér,“ segir hún. „Ég hef ástríðu fyrir heilsutengdum málefnum og vil koma af stað byltingu,“ segir Helga. Nýir heimildarsjónvarpsþættir hennar, Lifum lengur, voru teknir til sýningar í vikunni hjá Sjónvarpi Símans. Þættirnir fjalla um heilsu út frá vísindalegu sjónarhorni og Helga ræddi við sjötíu sérfræðinga, innlenda og erlenda, um málefni tengd heilsu. „Auðvitað færðist ég aðeins of mikið í fang eins og venjulega,“ segir hún og segir það reyndar jákvætt því hún eigi til mikið efni sem hún geti nýtt til að fylgja þáttunum eftir. Hún hafi til dæmis hug á að gera hlaðvarpsþætti og stofna vefsíðu um málaflokkinn.Lífsstíllinn er sökudólgur Helga hefur starfað á fjölmiðlum á annan áratug og hefur verið mikilvirk í dagskrárgerð. Hún hefur framleitt fjölmarga vinsæla sjónvarpsþætti sem snúa að sakamálum. „Það má segja að ég sé núna að fjalla um heilsufarsleg sakamál, þar sem lífsstíllinn er sökudólgurinn,“ segir hún glettin. „Ég er reyndar búin að ganga með þessa þætti í maganum í mörg ár. Fólk hefur ofboðslega mikinn áhuga á þessum málaflokki, ég fann það þegar ég tók fyrir málefni tengd heilsu í minni vinnu, bæði hjá Stöð 2 og í Kastljósinu. Ég ræddi eitt sinn við breskan hjartalækni, dr. Asheem Malhotra, um hvernig fólk getur haft áhrif á sína hjartaheilsu með bættum venjum og betra mataræði. Stiklan var hálf mínúta, hundrað þúsund manns horfðu á hana og það er enn verið að deila henni. Viðbrögðin láta ekki á sér standa þegar fjallað er um þessi mál,“ segir Helga. „Skilaboðin voru einföld, ef fólk vildi koma í veg fyrir hjarta- og æðasjúkdóma ætti fólk að borða flókin kolvetni, sleppa sykri og borða hreina fæðu. Þegar fjallað er um náttúruhamfarir og glæpi, þá hlustar fólk. Af því að það er að hugsa um eigin velferð og öryggi. Það sama á við um heilsuna,“ segir Helga. „Og fréttir um heilsu og lífsstíl eru ekki lengur svokallaðar mjúkar fréttir. Þetta eru harðar fréttir,“ segir hún.Þakklát móður sinni Foreldrar Helgu eru Margrét Ákadóttir og Örn Þorláksson heitinn. „Mamma var meðvituð listakona og ég fékk aldeilis að njóta þess og er alin upp í heilsusamlegum lífsstíl. Ég fékk aldrei kókómjólkurmiða í skólann eða morgunverðarkorn, snakk eða gos. Ég skildi það auðvitað ekki,“ segir hún. „Mamma var stundum með framandi mat eins og linsubaunalasanja og eitthvað slíkt í matinn. Sumt get ég nú ekki borðað aftur. Ég er nú samt mjög þakklát fyrir þetta í dag því núna vitum við meira um innihald fæðunnar og skaðsemi sykurs sem er að finna í nánast hverri einustu vöru sem þú borðar,“ segir hún.Helga segir að þó að hún sé meðvituð um mikilvægi andlegra þátta þegar kemur að andlegri heilsu þá hafi í fyrstu vafist fyrir henni hvernig hún ætti að fjalla um þá.Fréttablaðið/Anton BrinkMorgunkornið er varasamt „Ég er að reyna að færa umræðu um heilsu og lífsstíl á hærra plan. Ég ræddi við þekktan heimilislækni í Bretlandi, Dr. Rangan Chatterjee. Hann leggur áherslu á fjórar burðarstoðir heilsu; svefn, næringu, hreyfingu og andlega heilsu. Ef við náum tökum á þessum fjórum þáttum þá getum við komið í veg fyrir eða náð tökum á meirihluta lífsstílssjúkdóma. Dr. Rangan segir margt svo áhugavert. Hann talar til dæmis um morgunkorn sem hann segir vera eina varasömustu matvöru sem fólk lætur ofan í sig. Og það er rétt, myndir þú til dæmis setja fimm til sex matskeiðar af sykri út í kaffið þitt? Nei, líklega ekki, en fólk borðar jafngildi þess í morgunmat og gefur börnunum sínum þetta líka. Svo er gosdrykkjaneysla gegndarlaus líka. Samt er fólk almennt meðvitað um gígantíska þróun á sykursýki 2 í heiminum. Það eru svo margir sem eru ekki greindir með hana, þetta er alvöru vandamál,“ segir Helga. Þættina framleiddi Helga sjálf með kærasta sínum, Braga Þór Hinrikssyni kvikmyndaleikstjóra. Framleiðslan tók um níu mánuði. „Þetta var auðvitað mikil vinnsla og margir viðmælendur sem við þurftum að hitta. Ekki einu sinni kom upp efnislegur eða listrænn ágreiningur, Bragi er meiri listamaður og ég er svona staðreyndakona enda alin upp í fréttamennsku þar sem þær verða að vera réttar og nákvæmar. Ég fékk stundum að heyra að það þurfi ekki að útskýra allt út í hörgul stundum megi bara leyfa hinu listræna að njóta sín eins og fallegum myndskeiðum og öðru. Ég tók þeim rökum alveg eftir smá samtal. En ég held ég hafi aldrei sent frá mér svona vandað og fallegt sjónvarpsefni og það allt á Bragi. Við komumst alveg að því að við erum gott vinnuteymi en það þarf að passa að tala þá ekki um vinnuna rétt fyrir svefninn, og ég þurfti alveg að taka í hnakkadrambið á mér þar því ég fæ hlutina á heilann í einhvern tiltekinn tíma og tala ekki um annað. Bragi sagði einu sinni við mig: Hvernig er það Helga, hættir þú aldrei að hugsa? Mér fannst það frekar fyndin athugasemd. Það er stórkostlegt frelsi að vera ekki á vinnustundaklukku. Ég hef eytt ferlinum í að vinna í þágu annarra. Nú er ég að að gera þetta fyrir mig og frelsistilfinningin er góð,“ segir Helga.Mikið álag í fjölmiðlum Umfjöllun um streitu og kulnun hefur komist í hámæli undanfarið. Í nýlegri umfjöllun Fréttablaðsins um kulnun sagði Alma D. Möller landlæknir vanlíðan og alvarleg veikindi vegna streitu varða almannahag. Þá lýsti Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður fyrr í mánuðinum í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins algjöru niðurbroti og glímu við kvíða í starfi sínu á fréttastofu Stöðvar 2 fyrir rúmum áratug. „Vinnuumhverfi á fjölmiðlum hefur snarversnað eftir hrun. Vinnutíminn er úti um allt, sjaldan greitt fyrir yfirvinnu en samt er ætlast til þess að þú ljúkir fréttamálum þótt það taki sólarhringinn. Fyrir hrun fékk ég greidda yfirvinnu. Til dæmis ef það urðu náttúruhamfarir og það þurfti að fara og vera í lengri tíma að vinna fréttir. Þá fékk ég greidda yfirvinnu. Ef maður þurfti að leggja þetta á sig þá fann maður það líka í launaumslaginu. Þetta er ekki lengur svona í okkar stétt, það er búið að fletja þetta út,“ segir Helga sem segist örugglega myndu hafa upplifað kulnun í starfi ef hún hefði ekki gætt að heilsunni. „Það voru átta umsjónarmenn í Kastljósi, svo urðu þeir tveir, ég og Baldvin Þór Bergsson. Það var mikið álag þó það hefði líka verið gaman og ég hefði átt í mjög góðu samstarfið við Baldvin, við studdum við bakið hvort á öðru, það var ómetanlegt. Það hjálpaði líka að ég var hætt að borða sykur, drakk ekki áfengi og lifði eins heilsusamlegu lífi og ég gat. Ég hafði reyndar ekki tíma til að hreyfa mig jafnmikið og ég vildi, ég var á þessum tíma einstæð móðir í rúmlega tvö ár og fannst ég aldrei hafa tíma til þess en maður verður að setja þetta í forgang, bara að labba með börnin í skólann er dýrmæt hreyfing inn í daginn.Hrynjum niður eins og flugur Álagið í þessum geira er eins og víða í samfélaginu ómannlegt. Störf okkar hafa ekki breyst, þau eru bara á færri höndum. Þetta er eitt af umfjöllunarefnum mínum og er brýnt. Því hvað er breytt? Hvers vegna er alvarleg streita og kulnun eins og faraldur. Við erum að hrynja niður eins og flugur. Við lögðum öll mikið á okkur í hruninu. Tókum á okkur miklar launalækkanir en bættum við okkur álagi. Hér erum við tíu árum síðar og afleiðingarnar eru ljósar. Það er eitthvað að á vinnumarkaði og það þarf að takast á við það. Ég rýndi í starf Starfsendurhæfingarsjóðsins Virk sem hefur mikla innsýn inn í það af hverju við erum svona aðframkomin. Svo virðist sem mörkin á milli vinnu og einkalífs séu að mást út,“ segir Helga.Eru lausnir í sjónmáli? Hvað finnst þér að fólk ætti að gera? „Fólk verður að skilja að einkalíf og vinnu og hvílast. Það er lykilatriði. Stéttarfélögin eru að velta upp mörgum leiðum í þessu efni, eitt var meðal annars nefnt við mig og það er að skoða þegar fólk lýkur vinnudeginum að það sé lokað á tölvupóstinn og hann sé ekki hægt að opna fyrr en nýr vinnudagur hefst. Ég skil ekki hvað fær vinnuveitendur til þess að senda vinnutengda tölvupósta til starfsfólks sína langt fram eftir á kvöldin,“ segir Helga. „Ég á bágt með streitu, þegar ég er undir álagi þá finn ég hvernig það tætir upp í mér. Adrenalínið fer á flug. Við erum alltaf sítengd á samfélagsmiðlunum líka. Mér finnst rétt að taka streitumiklu líferni eins og hverri annarri neyslu. Eins og að borða sykur og drekka áfengi,“ segir Helga.Glímir við kvilla vegna streituHelga segir að þó að hún sé meðvituð um mikilvægi andlegra þátta þegar kemur að andlegri heilsu þá hafi í fyrstu vafist fyrir henni hvernig hún ætti að fjalla um þá. „Það er oft gert mjög lítið úr vægi þess andlega á heilsuna. Núvitund og hugleiðslu, slökunina. Ég fékk til mín fólk til að ræða um þessa þætti á mannamáli. Ég gerði æfingar í núvitund og átti bara fullt í fangi með þær. Ég er þannig að stundum magna ég upp streitu innra með mér svo að púlsinn er kominn upp í 120 slög! Streitan er minn helsti óvinur og ég glímdi við ýmsa kvilla vegna hennar, gegndarlausar sýkingar og margt fleira. Fyrsta æfingin mín fólst í að vera á staðnum og ég varð fljótt pirruð og sagði hei, ég er alveg á staðnum en ég er bara með fimmtíu verkefni á dagskrá,“ segir Helga og hlær. „Ég lærði að ná betri tökum á núvitund og að yfir daginn getur dugað fólki að gera nokkrar einfaldar æfingar. Bara það að fara í sturtu og einbeita sér að því að njóta þess að láta heitt vatnið renna á sig. Já, ég veit, það er einhver dulúð yfir þessu og fólk heldur kannski að þetta sé kjaftæði. En langt því frá, það er mikilvægt að veita heilanum hvíld. Og til dæmis að liggja aðeins lengur í rúminu og taka daginn inn í staðinn fyrir að stökkva fram úr rúminu. Þetta gæti gjörbreytt deginum,“ segir Helga og bætir við að hún sé langt frá því fullnuma. „Ég var til dæmis með útvarpsviðtal sem ég var að fara í á heilanum í sturtunni í morgun. Átti fullt í fangi með þetta,“ segir hún.Vinnuumhverfi á fjölmiðlum hefur snarversnað eftir hrun. Vinnutíminn er úti um allt, sjaldan greitt fyrir yfirvinnu en samt er ætlast til þess að þú ljúkir fréttamálum þótt það taki sólarhringinn.Fréttablaðið/AntonbrinkHelga segist einnig glíma við hugarfarið. „Ég er svo samviskusöm, mér finnst ég alltaf vera að svíkjast um. Bragi þurfti oft að hughreysta mig og minna mig á ýmislegt. Þetta eru bara sjónvarpsþættir á Íslandi, slakaðu á, sagði hann stundum. Ég tek lítil skref. Aðrir ættu líka að reyna það, til dæmis í eina mínútu á dag. Maður þarf að æfa sig í þessu.“Einmanaleikinn er eyðileggjandi Það sem Helgu fannst einna forvitnilegast í þáttagerðinni voru mikil áhrif einmanaleika á heilsuna. „Þetta sló mig. Einmanaleiki veldur líkamlegum einkennum, til dæmis bólgum í líkamanum svo ekki sé talað um geðræn einkenni, segir Helga. „Við erum nálæg í fjarlægð. Erum til taks fyrir vini okkar á samfélagsmiðlum en ekki í raun og veru. Vinur minn handleggsbrotnaði fyrir nokkru. Það voru allir í sambandi við hann og sendu honum bataóskir og hlýjar kveðjur. Hann sagði mér seinna að það hefði enginn komið í heimsókn. Ég er búinn að vera einn hér í þrjár vikur, sagði hann. Og þetta er rétt, það er eitthvað breytt. Samveran er minni og ég held að það geti haft neikvæð áhrif á heilsuna og lífslíkur. Kannski erum við svona óheppin en það er örsjaldan sem manni er boðið í matarboð og ég er ekki viss um af hverju það stafar. Kannski er það vegna þess að við höfum ekki tíma. Maður kemur örmagna heim og þá bíða heimilisstörfin og börnin. Maður þarf að baða, gefa að borða og hjálpa til við heimavinnu. Svo þegar börnin eru farin að sofa, hvað gerir þú? Ferð kannski beint á Netflix. Kannski er það vegna þess að við erum að bera okkur saman við aðra á Facebook og höldum að við þurfum að bjóða upp á gæsalifur eða álíka. Sem er fjarstæða. Ég á frábæra minningu um matarboð hjá góðri vinkonu minni sem bauð upp á fiskibollur í bleikri sósu og Frónkex í eftirrétt og við elskuðum það! Ég gerði breytingar á eigin lífi. Ég fór verulega út fyrir þægindarammann og ákvað að fara að æfa Beyoncé-dans í Kramhúsinu með gamalli vinkonu. Ég græddi ekki einungis betri heilsu heldur tengdi ég upp á nýtt við vinkonu mína sem ég hafði ekki haft mikil samskipti við síðustu mánuði.“Sveigjanleikinn ómetanlegur Helga byrjaði ferilinn á næturfréttavöktum á RÚV árið 2004 og vann þar á bæði fréttastofum útvarps og sjónvarps. Hún starfaði í sjö ár á Stöð 2 sem fréttamaður og dagskrárgerðarmaður í sjónvarpi og útvarpi. Þar framleiddi hún þætti sem njóta vinsælda enn þann dag í dag, um Guðmundar- og Geirfinnsmálin, Mannshvörf á Íslandi og Óupplýst sakamál. Hún starfaði í fréttaskýringarþættinum Kastljósi á RÚV frá árinu 2014. „Þegar maður starfar sjálfstætt þá þarf maður að hafa fyrir því að rækta félagsleg tengsl. Að eiga góða vinnufélaga er vanmetið og ég er mikil félagsvera. Ég sakna þess að hitta fólkið í bransanum. Á RÚV starfar svo ofboðslega skapandi og gott fólk. En sveigjanleikinn sem ég fæ og frelsið við að vinna sjálfstætt er ómetanlegt, “ segir Helga.Forsendubrestur Fyrir rúmu ári ákvað hún að skipta um starfsvettvang og tók spennandi atvinnutilboði frá Birtíngi um að verða yfirritstjóri útgáfufélagsins Birtíngs. Hún átti þó eftir að staldra stutt við hjá fyrirtækinu. „Ég fékk þetta góða boð um að verða yfirritstjóri útgáfufélagsins og þáði það. Ég sagði upp góðri stöðu á RÚV og sá fyrir mér mikil tækifæri og skemmtilega áskorun. Mér var ágætlega tekið en ég skynjaði samt ólgu. Það var búið að vara mig við því að á vinnustaðnum væru of margir sem ynnu undir miklu álagi og á of lágum launum. Á Birtíngi starfaði magnað fólk sem gæfi út ótrúlega flott blöð en fengi ekki að njóta þess. Ég kom inn af krafti og með skýra sýn. Eftir 8 daga í starfi var mér tilkynnt að það yrðu breytingar á rekstri. Ég yrði ekki lengur yfirritstjóri heldur ætti eingöngu að sinna starfi ritstjóra Mannlífs. Ég átti að vera svokallaður skrifandi ritstjóri. Þetta var allt annað starf en ég var ráðin til og ég var búin að segja upp starfi sem ég naut farsældar í. Ég mótmælti þessu harkalega. Þetta var samningsbrot og algjör forsendubrestur. Þessar hugmyndir voru dregnar til baka og sagt við mig að af þessu yrði ekki, a.m.k. ekki strax en ég fann strax þarna að andrúmsloftið var breytt.“Traustið var farið Helga sá sig knúna til að senda út yfirlýsingu á Facebook um starfslok sín á Birtíngi. „Ég var drifin áfram af ástríðu og trúði því að ég gæti gert góða hluti. Það var huggun að fá fallegar kveðjur frá starfsfólki Birtíngs. En þetta hafði veruleg áhrif á mig. Eftir fundinn þar sem stjórnendur tilkynntu mér einhliða að hlutverk mitt yrði breytt þá fann ég að traustið var farið. Viku fyrir útgáfu fyrsta og eina tölublaðs sem ég stýrði af Mannlífi þá hættu þeir að tala við mig. Þá vissi ég að þetta væri bara orðið gott.“ Helga hefur eingöngu starfað á tveimur fjölmiðlum á sínum 15 ára ferli að frátöldum Birtíngi. „Ég hef aldrei kynnst viðlíka framkomu og varð fyrir miklum vonbrigðum. Ég átti í frábæru samstarfi við yfirmenn mína á RÚV og á Stöð 2 naut ég sjálfstæðis. Ég þekki til dæmis ekki Jón Ásgeir, ég tala bara fyrir mig en það voru aldrei nokkur afskipti af mínum störfum þar. Ég tek mig hátíðlega sem blaðamann, ég gef bara engan afslátt og þannig verður það áfram. Ég kann bara að vera heiðarleg og ég ákvað bara að láta ekki einhverja karla úr viðskiptalífinu smána mig. Því þannig er það, ákveðnar og kraftmiklar konur eru smánaðar fyrir að sýna festu,“ segir Helga.Dýrmæt reynsla Fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott og Helga segist hafa öðlast dýrmæta reynslu. „Það góða í þessu öllu saman er að þarna gafst mér andrými til að stofna mitt eigið fyrirtæki. Nokkru síðar var ég kölluð á fund hjá Símanum og með þeim hef ég átt í frábæru og faglegu samstarfi. Þeir eru að gera góða hluti og eru framsýnir, ég get vel hugsað mér að starfa meira fyrir þá. Ég hef aldrei áður verið sjálfstæður atvinnurekandi og sá ekki þennan möguleika. Ég er ótrúlega ánægð. Það er fyrir öllu að starfa með góðu fólki. Ég er fjölmiðlakona, ég verð það alltaf. Ég er alltaf að leita að sögum og þetta er bara ævistarfið. Hver veit hvort ég fari aftur í fast starf? Ég ætla bara að sjá til. Ég á mér nefnilega fleiri drauma. Ég el nú draum um að skrifa, er bæði með glæpasögu fyrir sjónvarp og barnabók í maganum. Ég ætla aðeins að virkja það og kanna hvert það leiðir mig. En einmitt núna á heilsan og langlífi hug minn allan. Ég er að fara af stað með hlaðvörpin og heimasíðu sem heldur utan um efnið ef ég fæ styrki og stuðning til þess,“ segir Helga. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Viðtal Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segja ágreining milli Helgu og annarra starfsmanna ástæðu starfsloka Stjórn Birtíngs segir að ástæða starfsloka Helgu Arnardóttur, sem hætti í gær sem yfirritstjóri félagsins, hafi verið óleysanlegur ágreiningur á milli hennar og annarra starfsmanna. 1. febrúar 2018 18:10 Segist ekki hafa notið ritstjórnarlegs sjálfstæðis og fögur fyrirheit á sandi reist Helga Arnardóttir bregst við fréttum af uppsögn sinni hjá Birtíngi. 1. febrúar 2018 11:57 Hættir sem yfirritstjóri Birtíngs eftir mánuð í starfi Helga Arnardóttir hefur hætt sem yfirritstjóri Birtíngs. 31. janúar 2018 22:28 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Sjá meira
Helga Arnardóttir fjölmiðlakona er komin til fundar við blaðamann á kaffihúsi í miðborginni. Það er bjartur vetrardagur og snjóþungt. Borgin er full af gangandi vegfarendum, ferðamönnum jafnt sem borgarbúum. „Ef fólk gengur til og frá vinnu þá hefur það fengið góða hreyfingu yfir daginn. Og stundum er sú hreyfing jafnvel nóg til að halda góðri heilsu. Ég fjalla svolítið um þetta og gerði tilraunir á sjálfri mér,“ segir hún. „Ég hef ástríðu fyrir heilsutengdum málefnum og vil koma af stað byltingu,“ segir Helga. Nýir heimildarsjónvarpsþættir hennar, Lifum lengur, voru teknir til sýningar í vikunni hjá Sjónvarpi Símans. Þættirnir fjalla um heilsu út frá vísindalegu sjónarhorni og Helga ræddi við sjötíu sérfræðinga, innlenda og erlenda, um málefni tengd heilsu. „Auðvitað færðist ég aðeins of mikið í fang eins og venjulega,“ segir hún og segir það reyndar jákvætt því hún eigi til mikið efni sem hún geti nýtt til að fylgja þáttunum eftir. Hún hafi til dæmis hug á að gera hlaðvarpsþætti og stofna vefsíðu um málaflokkinn.Lífsstíllinn er sökudólgur Helga hefur starfað á fjölmiðlum á annan áratug og hefur verið mikilvirk í dagskrárgerð. Hún hefur framleitt fjölmarga vinsæla sjónvarpsþætti sem snúa að sakamálum. „Það má segja að ég sé núna að fjalla um heilsufarsleg sakamál, þar sem lífsstíllinn er sökudólgurinn,“ segir hún glettin. „Ég er reyndar búin að ganga með þessa þætti í maganum í mörg ár. Fólk hefur ofboðslega mikinn áhuga á þessum málaflokki, ég fann það þegar ég tók fyrir málefni tengd heilsu í minni vinnu, bæði hjá Stöð 2 og í Kastljósinu. Ég ræddi eitt sinn við breskan hjartalækni, dr. Asheem Malhotra, um hvernig fólk getur haft áhrif á sína hjartaheilsu með bættum venjum og betra mataræði. Stiklan var hálf mínúta, hundrað þúsund manns horfðu á hana og það er enn verið að deila henni. Viðbrögðin láta ekki á sér standa þegar fjallað er um þessi mál,“ segir Helga. „Skilaboðin voru einföld, ef fólk vildi koma í veg fyrir hjarta- og æðasjúkdóma ætti fólk að borða flókin kolvetni, sleppa sykri og borða hreina fæðu. Þegar fjallað er um náttúruhamfarir og glæpi, þá hlustar fólk. Af því að það er að hugsa um eigin velferð og öryggi. Það sama á við um heilsuna,“ segir Helga. „Og fréttir um heilsu og lífsstíl eru ekki lengur svokallaðar mjúkar fréttir. Þetta eru harðar fréttir,“ segir hún.Þakklát móður sinni Foreldrar Helgu eru Margrét Ákadóttir og Örn Þorláksson heitinn. „Mamma var meðvituð listakona og ég fékk aldeilis að njóta þess og er alin upp í heilsusamlegum lífsstíl. Ég fékk aldrei kókómjólkurmiða í skólann eða morgunverðarkorn, snakk eða gos. Ég skildi það auðvitað ekki,“ segir hún. „Mamma var stundum með framandi mat eins og linsubaunalasanja og eitthvað slíkt í matinn. Sumt get ég nú ekki borðað aftur. Ég er nú samt mjög þakklát fyrir þetta í dag því núna vitum við meira um innihald fæðunnar og skaðsemi sykurs sem er að finna í nánast hverri einustu vöru sem þú borðar,“ segir hún.Helga segir að þó að hún sé meðvituð um mikilvægi andlegra þátta þegar kemur að andlegri heilsu þá hafi í fyrstu vafist fyrir henni hvernig hún ætti að fjalla um þá.Fréttablaðið/Anton BrinkMorgunkornið er varasamt „Ég er að reyna að færa umræðu um heilsu og lífsstíl á hærra plan. Ég ræddi við þekktan heimilislækni í Bretlandi, Dr. Rangan Chatterjee. Hann leggur áherslu á fjórar burðarstoðir heilsu; svefn, næringu, hreyfingu og andlega heilsu. Ef við náum tökum á þessum fjórum þáttum þá getum við komið í veg fyrir eða náð tökum á meirihluta lífsstílssjúkdóma. Dr. Rangan segir margt svo áhugavert. Hann talar til dæmis um morgunkorn sem hann segir vera eina varasömustu matvöru sem fólk lætur ofan í sig. Og það er rétt, myndir þú til dæmis setja fimm til sex matskeiðar af sykri út í kaffið þitt? Nei, líklega ekki, en fólk borðar jafngildi þess í morgunmat og gefur börnunum sínum þetta líka. Svo er gosdrykkjaneysla gegndarlaus líka. Samt er fólk almennt meðvitað um gígantíska þróun á sykursýki 2 í heiminum. Það eru svo margir sem eru ekki greindir með hana, þetta er alvöru vandamál,“ segir Helga. Þættina framleiddi Helga sjálf með kærasta sínum, Braga Þór Hinrikssyni kvikmyndaleikstjóra. Framleiðslan tók um níu mánuði. „Þetta var auðvitað mikil vinnsla og margir viðmælendur sem við þurftum að hitta. Ekki einu sinni kom upp efnislegur eða listrænn ágreiningur, Bragi er meiri listamaður og ég er svona staðreyndakona enda alin upp í fréttamennsku þar sem þær verða að vera réttar og nákvæmar. Ég fékk stundum að heyra að það þurfi ekki að útskýra allt út í hörgul stundum megi bara leyfa hinu listræna að njóta sín eins og fallegum myndskeiðum og öðru. Ég tók þeim rökum alveg eftir smá samtal. En ég held ég hafi aldrei sent frá mér svona vandað og fallegt sjónvarpsefni og það allt á Bragi. Við komumst alveg að því að við erum gott vinnuteymi en það þarf að passa að tala þá ekki um vinnuna rétt fyrir svefninn, og ég þurfti alveg að taka í hnakkadrambið á mér þar því ég fæ hlutina á heilann í einhvern tiltekinn tíma og tala ekki um annað. Bragi sagði einu sinni við mig: Hvernig er það Helga, hættir þú aldrei að hugsa? Mér fannst það frekar fyndin athugasemd. Það er stórkostlegt frelsi að vera ekki á vinnustundaklukku. Ég hef eytt ferlinum í að vinna í þágu annarra. Nú er ég að að gera þetta fyrir mig og frelsistilfinningin er góð,“ segir Helga.Mikið álag í fjölmiðlum Umfjöllun um streitu og kulnun hefur komist í hámæli undanfarið. Í nýlegri umfjöllun Fréttablaðsins um kulnun sagði Alma D. Möller landlæknir vanlíðan og alvarleg veikindi vegna streitu varða almannahag. Þá lýsti Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður fyrr í mánuðinum í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins algjöru niðurbroti og glímu við kvíða í starfi sínu á fréttastofu Stöðvar 2 fyrir rúmum áratug. „Vinnuumhverfi á fjölmiðlum hefur snarversnað eftir hrun. Vinnutíminn er úti um allt, sjaldan greitt fyrir yfirvinnu en samt er ætlast til þess að þú ljúkir fréttamálum þótt það taki sólarhringinn. Fyrir hrun fékk ég greidda yfirvinnu. Til dæmis ef það urðu náttúruhamfarir og það þurfti að fara og vera í lengri tíma að vinna fréttir. Þá fékk ég greidda yfirvinnu. Ef maður þurfti að leggja þetta á sig þá fann maður það líka í launaumslaginu. Þetta er ekki lengur svona í okkar stétt, það er búið að fletja þetta út,“ segir Helga sem segist örugglega myndu hafa upplifað kulnun í starfi ef hún hefði ekki gætt að heilsunni. „Það voru átta umsjónarmenn í Kastljósi, svo urðu þeir tveir, ég og Baldvin Þór Bergsson. Það var mikið álag þó það hefði líka verið gaman og ég hefði átt í mjög góðu samstarfið við Baldvin, við studdum við bakið hvort á öðru, það var ómetanlegt. Það hjálpaði líka að ég var hætt að borða sykur, drakk ekki áfengi og lifði eins heilsusamlegu lífi og ég gat. Ég hafði reyndar ekki tíma til að hreyfa mig jafnmikið og ég vildi, ég var á þessum tíma einstæð móðir í rúmlega tvö ár og fannst ég aldrei hafa tíma til þess en maður verður að setja þetta í forgang, bara að labba með börnin í skólann er dýrmæt hreyfing inn í daginn.Hrynjum niður eins og flugur Álagið í þessum geira er eins og víða í samfélaginu ómannlegt. Störf okkar hafa ekki breyst, þau eru bara á færri höndum. Þetta er eitt af umfjöllunarefnum mínum og er brýnt. Því hvað er breytt? Hvers vegna er alvarleg streita og kulnun eins og faraldur. Við erum að hrynja niður eins og flugur. Við lögðum öll mikið á okkur í hruninu. Tókum á okkur miklar launalækkanir en bættum við okkur álagi. Hér erum við tíu árum síðar og afleiðingarnar eru ljósar. Það er eitthvað að á vinnumarkaði og það þarf að takast á við það. Ég rýndi í starf Starfsendurhæfingarsjóðsins Virk sem hefur mikla innsýn inn í það af hverju við erum svona aðframkomin. Svo virðist sem mörkin á milli vinnu og einkalífs séu að mást út,“ segir Helga.Eru lausnir í sjónmáli? Hvað finnst þér að fólk ætti að gera? „Fólk verður að skilja að einkalíf og vinnu og hvílast. Það er lykilatriði. Stéttarfélögin eru að velta upp mörgum leiðum í þessu efni, eitt var meðal annars nefnt við mig og það er að skoða þegar fólk lýkur vinnudeginum að það sé lokað á tölvupóstinn og hann sé ekki hægt að opna fyrr en nýr vinnudagur hefst. Ég skil ekki hvað fær vinnuveitendur til þess að senda vinnutengda tölvupósta til starfsfólks sína langt fram eftir á kvöldin,“ segir Helga. „Ég á bágt með streitu, þegar ég er undir álagi þá finn ég hvernig það tætir upp í mér. Adrenalínið fer á flug. Við erum alltaf sítengd á samfélagsmiðlunum líka. Mér finnst rétt að taka streitumiklu líferni eins og hverri annarri neyslu. Eins og að borða sykur og drekka áfengi,“ segir Helga.Glímir við kvilla vegna streituHelga segir að þó að hún sé meðvituð um mikilvægi andlegra þátta þegar kemur að andlegri heilsu þá hafi í fyrstu vafist fyrir henni hvernig hún ætti að fjalla um þá. „Það er oft gert mjög lítið úr vægi þess andlega á heilsuna. Núvitund og hugleiðslu, slökunina. Ég fékk til mín fólk til að ræða um þessa þætti á mannamáli. Ég gerði æfingar í núvitund og átti bara fullt í fangi með þær. Ég er þannig að stundum magna ég upp streitu innra með mér svo að púlsinn er kominn upp í 120 slög! Streitan er minn helsti óvinur og ég glímdi við ýmsa kvilla vegna hennar, gegndarlausar sýkingar og margt fleira. Fyrsta æfingin mín fólst í að vera á staðnum og ég varð fljótt pirruð og sagði hei, ég er alveg á staðnum en ég er bara með fimmtíu verkefni á dagskrá,“ segir Helga og hlær. „Ég lærði að ná betri tökum á núvitund og að yfir daginn getur dugað fólki að gera nokkrar einfaldar æfingar. Bara það að fara í sturtu og einbeita sér að því að njóta þess að láta heitt vatnið renna á sig. Já, ég veit, það er einhver dulúð yfir þessu og fólk heldur kannski að þetta sé kjaftæði. En langt því frá, það er mikilvægt að veita heilanum hvíld. Og til dæmis að liggja aðeins lengur í rúminu og taka daginn inn í staðinn fyrir að stökkva fram úr rúminu. Þetta gæti gjörbreytt deginum,“ segir Helga og bætir við að hún sé langt frá því fullnuma. „Ég var til dæmis með útvarpsviðtal sem ég var að fara í á heilanum í sturtunni í morgun. Átti fullt í fangi með þetta,“ segir hún.Vinnuumhverfi á fjölmiðlum hefur snarversnað eftir hrun. Vinnutíminn er úti um allt, sjaldan greitt fyrir yfirvinnu en samt er ætlast til þess að þú ljúkir fréttamálum þótt það taki sólarhringinn.Fréttablaðið/AntonbrinkHelga segist einnig glíma við hugarfarið. „Ég er svo samviskusöm, mér finnst ég alltaf vera að svíkjast um. Bragi þurfti oft að hughreysta mig og minna mig á ýmislegt. Þetta eru bara sjónvarpsþættir á Íslandi, slakaðu á, sagði hann stundum. Ég tek lítil skref. Aðrir ættu líka að reyna það, til dæmis í eina mínútu á dag. Maður þarf að æfa sig í þessu.“Einmanaleikinn er eyðileggjandi Það sem Helgu fannst einna forvitnilegast í þáttagerðinni voru mikil áhrif einmanaleika á heilsuna. „Þetta sló mig. Einmanaleiki veldur líkamlegum einkennum, til dæmis bólgum í líkamanum svo ekki sé talað um geðræn einkenni, segir Helga. „Við erum nálæg í fjarlægð. Erum til taks fyrir vini okkar á samfélagsmiðlum en ekki í raun og veru. Vinur minn handleggsbrotnaði fyrir nokkru. Það voru allir í sambandi við hann og sendu honum bataóskir og hlýjar kveðjur. Hann sagði mér seinna að það hefði enginn komið í heimsókn. Ég er búinn að vera einn hér í þrjár vikur, sagði hann. Og þetta er rétt, það er eitthvað breytt. Samveran er minni og ég held að það geti haft neikvæð áhrif á heilsuna og lífslíkur. Kannski erum við svona óheppin en það er örsjaldan sem manni er boðið í matarboð og ég er ekki viss um af hverju það stafar. Kannski er það vegna þess að við höfum ekki tíma. Maður kemur örmagna heim og þá bíða heimilisstörfin og börnin. Maður þarf að baða, gefa að borða og hjálpa til við heimavinnu. Svo þegar börnin eru farin að sofa, hvað gerir þú? Ferð kannski beint á Netflix. Kannski er það vegna þess að við erum að bera okkur saman við aðra á Facebook og höldum að við þurfum að bjóða upp á gæsalifur eða álíka. Sem er fjarstæða. Ég á frábæra minningu um matarboð hjá góðri vinkonu minni sem bauð upp á fiskibollur í bleikri sósu og Frónkex í eftirrétt og við elskuðum það! Ég gerði breytingar á eigin lífi. Ég fór verulega út fyrir þægindarammann og ákvað að fara að æfa Beyoncé-dans í Kramhúsinu með gamalli vinkonu. Ég græddi ekki einungis betri heilsu heldur tengdi ég upp á nýtt við vinkonu mína sem ég hafði ekki haft mikil samskipti við síðustu mánuði.“Sveigjanleikinn ómetanlegur Helga byrjaði ferilinn á næturfréttavöktum á RÚV árið 2004 og vann þar á bæði fréttastofum útvarps og sjónvarps. Hún starfaði í sjö ár á Stöð 2 sem fréttamaður og dagskrárgerðarmaður í sjónvarpi og útvarpi. Þar framleiddi hún þætti sem njóta vinsælda enn þann dag í dag, um Guðmundar- og Geirfinnsmálin, Mannshvörf á Íslandi og Óupplýst sakamál. Hún starfaði í fréttaskýringarþættinum Kastljósi á RÚV frá árinu 2014. „Þegar maður starfar sjálfstætt þá þarf maður að hafa fyrir því að rækta félagsleg tengsl. Að eiga góða vinnufélaga er vanmetið og ég er mikil félagsvera. Ég sakna þess að hitta fólkið í bransanum. Á RÚV starfar svo ofboðslega skapandi og gott fólk. En sveigjanleikinn sem ég fæ og frelsið við að vinna sjálfstætt er ómetanlegt, “ segir Helga.Forsendubrestur Fyrir rúmu ári ákvað hún að skipta um starfsvettvang og tók spennandi atvinnutilboði frá Birtíngi um að verða yfirritstjóri útgáfufélagsins Birtíngs. Hún átti þó eftir að staldra stutt við hjá fyrirtækinu. „Ég fékk þetta góða boð um að verða yfirritstjóri útgáfufélagsins og þáði það. Ég sagði upp góðri stöðu á RÚV og sá fyrir mér mikil tækifæri og skemmtilega áskorun. Mér var ágætlega tekið en ég skynjaði samt ólgu. Það var búið að vara mig við því að á vinnustaðnum væru of margir sem ynnu undir miklu álagi og á of lágum launum. Á Birtíngi starfaði magnað fólk sem gæfi út ótrúlega flott blöð en fengi ekki að njóta þess. Ég kom inn af krafti og með skýra sýn. Eftir 8 daga í starfi var mér tilkynnt að það yrðu breytingar á rekstri. Ég yrði ekki lengur yfirritstjóri heldur ætti eingöngu að sinna starfi ritstjóra Mannlífs. Ég átti að vera svokallaður skrifandi ritstjóri. Þetta var allt annað starf en ég var ráðin til og ég var búin að segja upp starfi sem ég naut farsældar í. Ég mótmælti þessu harkalega. Þetta var samningsbrot og algjör forsendubrestur. Þessar hugmyndir voru dregnar til baka og sagt við mig að af þessu yrði ekki, a.m.k. ekki strax en ég fann strax þarna að andrúmsloftið var breytt.“Traustið var farið Helga sá sig knúna til að senda út yfirlýsingu á Facebook um starfslok sín á Birtíngi. „Ég var drifin áfram af ástríðu og trúði því að ég gæti gert góða hluti. Það var huggun að fá fallegar kveðjur frá starfsfólki Birtíngs. En þetta hafði veruleg áhrif á mig. Eftir fundinn þar sem stjórnendur tilkynntu mér einhliða að hlutverk mitt yrði breytt þá fann ég að traustið var farið. Viku fyrir útgáfu fyrsta og eina tölublaðs sem ég stýrði af Mannlífi þá hættu þeir að tala við mig. Þá vissi ég að þetta væri bara orðið gott.“ Helga hefur eingöngu starfað á tveimur fjölmiðlum á sínum 15 ára ferli að frátöldum Birtíngi. „Ég hef aldrei kynnst viðlíka framkomu og varð fyrir miklum vonbrigðum. Ég átti í frábæru samstarfi við yfirmenn mína á RÚV og á Stöð 2 naut ég sjálfstæðis. Ég þekki til dæmis ekki Jón Ásgeir, ég tala bara fyrir mig en það voru aldrei nokkur afskipti af mínum störfum þar. Ég tek mig hátíðlega sem blaðamann, ég gef bara engan afslátt og þannig verður það áfram. Ég kann bara að vera heiðarleg og ég ákvað bara að láta ekki einhverja karla úr viðskiptalífinu smána mig. Því þannig er það, ákveðnar og kraftmiklar konur eru smánaðar fyrir að sýna festu,“ segir Helga.Dýrmæt reynsla Fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott og Helga segist hafa öðlast dýrmæta reynslu. „Það góða í þessu öllu saman er að þarna gafst mér andrými til að stofna mitt eigið fyrirtæki. Nokkru síðar var ég kölluð á fund hjá Símanum og með þeim hef ég átt í frábæru og faglegu samstarfi. Þeir eru að gera góða hluti og eru framsýnir, ég get vel hugsað mér að starfa meira fyrir þá. Ég hef aldrei áður verið sjálfstæður atvinnurekandi og sá ekki þennan möguleika. Ég er ótrúlega ánægð. Það er fyrir öllu að starfa með góðu fólki. Ég er fjölmiðlakona, ég verð það alltaf. Ég er alltaf að leita að sögum og þetta er bara ævistarfið. Hver veit hvort ég fari aftur í fast starf? Ég ætla bara að sjá til. Ég á mér nefnilega fleiri drauma. Ég el nú draum um að skrifa, er bæði með glæpasögu fyrir sjónvarp og barnabók í maganum. Ég ætla aðeins að virkja það og kanna hvert það leiðir mig. En einmitt núna á heilsan og langlífi hug minn allan. Ég er að fara af stað með hlaðvörpin og heimasíðu sem heldur utan um efnið ef ég fæ styrki og stuðning til þess,“ segir Helga.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Viðtal Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segja ágreining milli Helgu og annarra starfsmanna ástæðu starfsloka Stjórn Birtíngs segir að ástæða starfsloka Helgu Arnardóttur, sem hætti í gær sem yfirritstjóri félagsins, hafi verið óleysanlegur ágreiningur á milli hennar og annarra starfsmanna. 1. febrúar 2018 18:10 Segist ekki hafa notið ritstjórnarlegs sjálfstæðis og fögur fyrirheit á sandi reist Helga Arnardóttir bregst við fréttum af uppsögn sinni hjá Birtíngi. 1. febrúar 2018 11:57 Hættir sem yfirritstjóri Birtíngs eftir mánuð í starfi Helga Arnardóttir hefur hætt sem yfirritstjóri Birtíngs. 31. janúar 2018 22:28 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Sjá meira
Segja ágreining milli Helgu og annarra starfsmanna ástæðu starfsloka Stjórn Birtíngs segir að ástæða starfsloka Helgu Arnardóttur, sem hætti í gær sem yfirritstjóri félagsins, hafi verið óleysanlegur ágreiningur á milli hennar og annarra starfsmanna. 1. febrúar 2018 18:10
Segist ekki hafa notið ritstjórnarlegs sjálfstæðis og fögur fyrirheit á sandi reist Helga Arnardóttir bregst við fréttum af uppsögn sinni hjá Birtíngi. 1. febrúar 2018 11:57
Hættir sem yfirritstjóri Birtíngs eftir mánuð í starfi Helga Arnardóttir hefur hætt sem yfirritstjóri Birtíngs. 31. janúar 2018 22:28