Formaður HSÍ: Málið strandar ekki á þarfagreiningu frá HSÍ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. júlí 2019 07:30 Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, og Axel Stefánsson, þjálfari kvennalandsliðsins. vísir/stefán Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, er ekkert allt of sáttur við svör mennta- og menningarmálaráðherra í Reykjavík síðdegis varðandi framgang nýrrar þjóðarhallar í innanhúsíþróttum. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sagði í þættinum að sérsamböndin þyrftu að vinna þarfagreiningu, ræða svo við viðkomandi sveitarfélag og vinna svo umsókn í gegnum ÍSÍ sem síðan yrði send ráðuneytinu. Ráðuneytið gæti ekki gert neitt fyrr en sú umsókn væri komin.HSÍ er ekki að fara að byggja þjóðarleikvang „Við höfum verið að þrýsta á þjóðarleikvang fyrir innanhúsíþróttir og það liggur fyrir að við erum ekki að fara að byggja neitt hús sjálfir. Það liggur alveg fyrir hvaða kröfur liggja til þeirra íþróttahúsa sem þurfa að hýsa landsleiki. Það hefur verið reynt að vinna að umbótum á Laugardalshöll til þess að uppfylla þær kröfur,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ. „Að halda því fram að málið strandi á því að við höfum ekki gert þarfagreiningu er alrangt. Við höfum verið að kalla eftir því við stjórnvöld að fá svör við því hvernig þau vilja koma að byggingu nýrrar þjóðarhallar. Til að hægt sé að koma vinnu við nýtt hús af stað þá þarf að vita hug ríkisvaldsins en ekki að ríkisvaldið skýli sér á bak við reglugerð sem þeir sömdu eftir að okkar beiðni kom inn. Þetta snýst ekki um samþykki fyrir húsi heldur hvort ríkið sé til í að koma að þessu máli. Þannig vinnur maður sig áfram. Ef ríkisvaldið segir nei þá er málið líklega alveg stopp.“Úr landsleik í Laugardalshöll.vísir/vilhelmFormaðurinn segir að biðin eftir svörum frá ríkisvaldinu um þetta málefni sé að verða ansi löng. „Við höfum fundað og fengið jákvæð viðbrögð en aldrei fengið nein bein svör. Ég hef átt góðan og jákvæðan fund með ráðherra og veit að hún er jákvæð gagnvart verkefninu. Til að geta unnið þessa vinnu áfram þá þurfum við að fá skýrari svör. Við erum ekki að fara í neinn slag út af þessu. Þetta er bara verkefni sem þarf að vinna saman og snýst ekki um skort á þarfagreiningu frá okkur. Hún liggur fyrir í reglugerðum alþjóða handknattleikssambandanna. Fólki er kunnugt um þessar kröfur sem eru svo alltaf að aukast,“ segir formaður HSÍ.Tíminn að renna út Íslandsmeistarar Selfoss fengu ekki þátttökurétt í Meistaradeildinni næsta vetur þar sem ekki er til hús á Íslandi sem tekur 2.500 áhorfendur. Árið 2021 fá engin lið þátttökurétt í keppninni nema þau séu með hús sem tekur 4.000 manns í sæti. „Þetta er þróunin. Kröfurnar eru að aukast og Laugardalshöllin hefur einfaldlega ekki nægilega stóran gólfflöt til þess að uppfylla kröfur alþjóðasambanda. Við óttumst því að fá mjög fljótlega bank í öxlina varðandi okkar framtíðarmál og þá þurfum við að geta komið með svör.“ Íslenski handboltinn Íþróttir Tengdar fréttir Ráðherra segir misskilning tefja umræðu um nýjan þjóðarleikvang í handbolta Misskilningur milli HSÍ og ríkisins gerir það að verkum að engar viðræður hafa átt sér stað um nýjan þjóðarleikvang fyrir handbolta á Íslandi. 28. júní 2019 21:45 Guðmundur: Mikið sjokk og skýr skilaboð um að hraða þurfi umræðu um nýja höll Formaður HSÍ tjáir sig um málefni Selfoss og Laugardalshöll. 21. júní 2019 18:32 Utan vallar: Þjóðarskömmin í Laugardalnum Það virðist ekki lengur vera spurning hvort heldur hvenær landsliðin okkar í stærstu boltaíþróttunum munu þurfa að spila heimaleiki sína erlendis. Sá dagur er fyrsti heimaleikur Íslands í stórkeppni fer fram á erlendum vettvangi verður svartur dagur í íslenskri íþróttasögu. 25. júní 2019 11:30 Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Fleiri fréttir Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Sjá meira
Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, er ekkert allt of sáttur við svör mennta- og menningarmálaráðherra í Reykjavík síðdegis varðandi framgang nýrrar þjóðarhallar í innanhúsíþróttum. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sagði í þættinum að sérsamböndin þyrftu að vinna þarfagreiningu, ræða svo við viðkomandi sveitarfélag og vinna svo umsókn í gegnum ÍSÍ sem síðan yrði send ráðuneytinu. Ráðuneytið gæti ekki gert neitt fyrr en sú umsókn væri komin.HSÍ er ekki að fara að byggja þjóðarleikvang „Við höfum verið að þrýsta á þjóðarleikvang fyrir innanhúsíþróttir og það liggur fyrir að við erum ekki að fara að byggja neitt hús sjálfir. Það liggur alveg fyrir hvaða kröfur liggja til þeirra íþróttahúsa sem þurfa að hýsa landsleiki. Það hefur verið reynt að vinna að umbótum á Laugardalshöll til þess að uppfylla þær kröfur,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ. „Að halda því fram að málið strandi á því að við höfum ekki gert þarfagreiningu er alrangt. Við höfum verið að kalla eftir því við stjórnvöld að fá svör við því hvernig þau vilja koma að byggingu nýrrar þjóðarhallar. Til að hægt sé að koma vinnu við nýtt hús af stað þá þarf að vita hug ríkisvaldsins en ekki að ríkisvaldið skýli sér á bak við reglugerð sem þeir sömdu eftir að okkar beiðni kom inn. Þetta snýst ekki um samþykki fyrir húsi heldur hvort ríkið sé til í að koma að þessu máli. Þannig vinnur maður sig áfram. Ef ríkisvaldið segir nei þá er málið líklega alveg stopp.“Úr landsleik í Laugardalshöll.vísir/vilhelmFormaðurinn segir að biðin eftir svörum frá ríkisvaldinu um þetta málefni sé að verða ansi löng. „Við höfum fundað og fengið jákvæð viðbrögð en aldrei fengið nein bein svör. Ég hef átt góðan og jákvæðan fund með ráðherra og veit að hún er jákvæð gagnvart verkefninu. Til að geta unnið þessa vinnu áfram þá þurfum við að fá skýrari svör. Við erum ekki að fara í neinn slag út af þessu. Þetta er bara verkefni sem þarf að vinna saman og snýst ekki um skort á þarfagreiningu frá okkur. Hún liggur fyrir í reglugerðum alþjóða handknattleikssambandanna. Fólki er kunnugt um þessar kröfur sem eru svo alltaf að aukast,“ segir formaður HSÍ.Tíminn að renna út Íslandsmeistarar Selfoss fengu ekki þátttökurétt í Meistaradeildinni næsta vetur þar sem ekki er til hús á Íslandi sem tekur 2.500 áhorfendur. Árið 2021 fá engin lið þátttökurétt í keppninni nema þau séu með hús sem tekur 4.000 manns í sæti. „Þetta er þróunin. Kröfurnar eru að aukast og Laugardalshöllin hefur einfaldlega ekki nægilega stóran gólfflöt til þess að uppfylla kröfur alþjóðasambanda. Við óttumst því að fá mjög fljótlega bank í öxlina varðandi okkar framtíðarmál og þá þurfum við að geta komið með svör.“
Íslenski handboltinn Íþróttir Tengdar fréttir Ráðherra segir misskilning tefja umræðu um nýjan þjóðarleikvang í handbolta Misskilningur milli HSÍ og ríkisins gerir það að verkum að engar viðræður hafa átt sér stað um nýjan þjóðarleikvang fyrir handbolta á Íslandi. 28. júní 2019 21:45 Guðmundur: Mikið sjokk og skýr skilaboð um að hraða þurfi umræðu um nýja höll Formaður HSÍ tjáir sig um málefni Selfoss og Laugardalshöll. 21. júní 2019 18:32 Utan vallar: Þjóðarskömmin í Laugardalnum Það virðist ekki lengur vera spurning hvort heldur hvenær landsliðin okkar í stærstu boltaíþróttunum munu þurfa að spila heimaleiki sína erlendis. Sá dagur er fyrsti heimaleikur Íslands í stórkeppni fer fram á erlendum vettvangi verður svartur dagur í íslenskri íþróttasögu. 25. júní 2019 11:30 Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Fleiri fréttir Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Sjá meira
Ráðherra segir misskilning tefja umræðu um nýjan þjóðarleikvang í handbolta Misskilningur milli HSÍ og ríkisins gerir það að verkum að engar viðræður hafa átt sér stað um nýjan þjóðarleikvang fyrir handbolta á Íslandi. 28. júní 2019 21:45
Guðmundur: Mikið sjokk og skýr skilaboð um að hraða þurfi umræðu um nýja höll Formaður HSÍ tjáir sig um málefni Selfoss og Laugardalshöll. 21. júní 2019 18:32
Utan vallar: Þjóðarskömmin í Laugardalnum Það virðist ekki lengur vera spurning hvort heldur hvenær landsliðin okkar í stærstu boltaíþróttunum munu þurfa að spila heimaleiki sína erlendis. Sá dagur er fyrsti heimaleikur Íslands í stórkeppni fer fram á erlendum vettvangi verður svartur dagur í íslenskri íþróttasögu. 25. júní 2019 11:30
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik