Segir ótækt að fólk sem vilji hefja búskap skuli vera í samkeppni við auðkýfinga um jarðakaup Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 18. júlí 2019 14:30 Jim Ratcliffe hefur staðið í stórtækum jarðakaupum hér á landi síðustu ár. vísir/getty Jafna þarf samkeppnisstöðu ungra bænda til að geta keypt jarðir hér á landi að mati formanns ungra bænda. Ótækt sé að fólk sem hefja vilji búskap sé í samkeppni við auðkýfinga um kaupin. Ríkistjórnin boðar herta löggjöf um jarðakaup auðmanna hér á landi og horfa þá sérstakalega til erlendra auðkýfinga. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, bindur vonir við að frumvarp um jarðakaup útlendinga hér á landi verði tilbúið snemma í haust. Þróun síðustu ára sé óviðunandi segir ráðherra í samtali við Morgunblaðið í dag. Í vikunni bárust fregnir af því að félag í eigu Jim Ratcliffes- keypti á dögunum Brúarland 2 sem liggur að Hafralónsá í Þistilfirði. Fyrir eiga félög hans fjölda jarða á Norðausturlandi. Einnig var greint frá í vikunni að íslenskt dótturfélag bandaríska ferðaþjónustufyrirtækisins Eleven Experience hefði keypt jörðina Atlastaði í Svafaðardal. „Ungir bændur hafa ályktað í gegnum með ákveðnum hætti um að það þurfi að endurskoða jarðalögin og jafna samkeppnisstöðu ungra bænda við að geta keypt jarðir. Maður þurfi þá ekki að vera í samkeppni við erlenda auðkýfinga eða íslenska. Ég get alveg tekið undir með Sigurði Inga að það þurfi að endurskoða þetta,“ segir Jóna Björg Hlöðversdóttir, formaður ungra bænda. Vinna er í gangi á vegum stjórnvalda að endurskoða lög um eignarhald á bújörðum og komu meðal annars fram í tillögum starfshóps að þau skilyrði yrðu sett að eigendur jarða byggju sjálfir á jörðinni og að erlendir eigendur þyrftu að hafa þar lögheimili. Skiptar skoðanir eru um málið og bendir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, í skrifum á Eyjunni í dag á að Íslendingar festi kaup á fasteignum í öðrum löndum og það teljist sjálfsagt. Sama eigi að gilda í báðar áttir. Hann telur þetta þjóðernisrembing og veltir fyrir sér hvort eigendur landareigna eigi að bera kostnað af slíkum rembingi. „Það sem kannski okkur unga bændur mestu máli er að það sé byggð í sveitum. Það er það sem fyrst og síðast skiptir máli. Við viljum hafa fólk í sveitunum, við viljum að byggð sé upp þjónusta, skólar, leikskólar og heilbrigðisþjónusta og samgöngur. Það fáum við ekki nema að það sé fólk sem býr á jörðunum,“ segir Jóna Björg. Jarðakaup útlendinga Landbúnaður Tengdar fréttir Bjarkey segir að koma þurfi í veg fyrir stórtæk eignakaup "Það skiptir í raun engu máli hvort aðilinn er erlendur eða innlendur í sjálfu sér heldur fyrst og fremst að það sé ekki bara keypt í kippum hérna,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. 15. júlí 2019 22:26 Keypti Grímsstaði á Fjöllum árið 2016 og hafði nú áhuga á að kaupa Man. United Jim Ratcliffe, ríkasti maður Bretlands, er sagður hafa spurst fyrir um kaup á enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United. 26. júní 2019 11:30 Búið að fela sérfræðingi að gera lagabreytingatillögur um stórtæk jarðakaup Katrín Jakobsdóttir segir breiðan pólitískan vilja hér á landi til að herða löggjöf um jarðakaup auðmanna á Íslandi. 17. júlí 2019 18:51 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Sjá meira
Jafna þarf samkeppnisstöðu ungra bænda til að geta keypt jarðir hér á landi að mati formanns ungra bænda. Ótækt sé að fólk sem hefja vilji búskap sé í samkeppni við auðkýfinga um kaupin. Ríkistjórnin boðar herta löggjöf um jarðakaup auðmanna hér á landi og horfa þá sérstakalega til erlendra auðkýfinga. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, bindur vonir við að frumvarp um jarðakaup útlendinga hér á landi verði tilbúið snemma í haust. Þróun síðustu ára sé óviðunandi segir ráðherra í samtali við Morgunblaðið í dag. Í vikunni bárust fregnir af því að félag í eigu Jim Ratcliffes- keypti á dögunum Brúarland 2 sem liggur að Hafralónsá í Þistilfirði. Fyrir eiga félög hans fjölda jarða á Norðausturlandi. Einnig var greint frá í vikunni að íslenskt dótturfélag bandaríska ferðaþjónustufyrirtækisins Eleven Experience hefði keypt jörðina Atlastaði í Svafaðardal. „Ungir bændur hafa ályktað í gegnum með ákveðnum hætti um að það þurfi að endurskoða jarðalögin og jafna samkeppnisstöðu ungra bænda við að geta keypt jarðir. Maður þurfi þá ekki að vera í samkeppni við erlenda auðkýfinga eða íslenska. Ég get alveg tekið undir með Sigurði Inga að það þurfi að endurskoða þetta,“ segir Jóna Björg Hlöðversdóttir, formaður ungra bænda. Vinna er í gangi á vegum stjórnvalda að endurskoða lög um eignarhald á bújörðum og komu meðal annars fram í tillögum starfshóps að þau skilyrði yrðu sett að eigendur jarða byggju sjálfir á jörðinni og að erlendir eigendur þyrftu að hafa þar lögheimili. Skiptar skoðanir eru um málið og bendir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, í skrifum á Eyjunni í dag á að Íslendingar festi kaup á fasteignum í öðrum löndum og það teljist sjálfsagt. Sama eigi að gilda í báðar áttir. Hann telur þetta þjóðernisrembing og veltir fyrir sér hvort eigendur landareigna eigi að bera kostnað af slíkum rembingi. „Það sem kannski okkur unga bændur mestu máli er að það sé byggð í sveitum. Það er það sem fyrst og síðast skiptir máli. Við viljum hafa fólk í sveitunum, við viljum að byggð sé upp þjónusta, skólar, leikskólar og heilbrigðisþjónusta og samgöngur. Það fáum við ekki nema að það sé fólk sem býr á jörðunum,“ segir Jóna Björg.
Jarðakaup útlendinga Landbúnaður Tengdar fréttir Bjarkey segir að koma þurfi í veg fyrir stórtæk eignakaup "Það skiptir í raun engu máli hvort aðilinn er erlendur eða innlendur í sjálfu sér heldur fyrst og fremst að það sé ekki bara keypt í kippum hérna,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. 15. júlí 2019 22:26 Keypti Grímsstaði á Fjöllum árið 2016 og hafði nú áhuga á að kaupa Man. United Jim Ratcliffe, ríkasti maður Bretlands, er sagður hafa spurst fyrir um kaup á enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United. 26. júní 2019 11:30 Búið að fela sérfræðingi að gera lagabreytingatillögur um stórtæk jarðakaup Katrín Jakobsdóttir segir breiðan pólitískan vilja hér á landi til að herða löggjöf um jarðakaup auðmanna á Íslandi. 17. júlí 2019 18:51 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Sjá meira
Bjarkey segir að koma þurfi í veg fyrir stórtæk eignakaup "Það skiptir í raun engu máli hvort aðilinn er erlendur eða innlendur í sjálfu sér heldur fyrst og fremst að það sé ekki bara keypt í kippum hérna,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. 15. júlí 2019 22:26
Keypti Grímsstaði á Fjöllum árið 2016 og hafði nú áhuga á að kaupa Man. United Jim Ratcliffe, ríkasti maður Bretlands, er sagður hafa spurst fyrir um kaup á enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United. 26. júní 2019 11:30
Búið að fela sérfræðingi að gera lagabreytingatillögur um stórtæk jarðakaup Katrín Jakobsdóttir segir breiðan pólitískan vilja hér á landi til að herða löggjöf um jarðakaup auðmanna á Íslandi. 17. júlí 2019 18:51