Mike Pence hyggst ræða við Íslendinga um „innrásir“ Kína og Rússlands á norðurslóðir Kristján Már Unnarsson skrifar 28. ágúst 2019 20:13 Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna. AP/Mike Shulz Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hyggst í Íslandsheimsókn sinni í næstu viku ræða um „innrásir“ Kína og Rússlands inn á norðurslóðir. Þetta hefur Reuters-fréttastofan í dag eftir háttsettum embættismanni Trump-stjórnarinnar. Bandaríkjastjórn hefur lýst áhyggjum af auknum hernaðarumsvifum Rússa á pólssvæðinu og telur jafnframt að fylgjast verði náið með ásókn Kínverja inn á norðurhjarann. Embættismaðurinn, sem ræddi við hóp fréttamanna gegn nafnleynd, sagði að umfjöllunarefnið myndi koma upp í heimsókn Pence á Íslandi. „Hluti af samtölum okkar þar munu beinast að þjóðaröryggi,“ sagði embættismaðurinn. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 fyrr í mánuðinum að aðalumræðuefni í heimsókn varaforsetans yrði samstarf á sviði efnahags- og viðskiptamála.Sjá hér: Undirbúa heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands Fram kemur í frétt Reuters að varaforsetinn haldi á þriðjudag í ferðina til Íslands, Bretlands og Írlands. Í London muni hann ræða við Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, meðal annars um brottför Bretlands úr Evrópusambandinu. Á Írlandi muni Mike Pence ræða við írska forsætisráðherrann Leo Varadkar í Dublin. Hann heimsæki einnig Shannon til að vera við athafnir sem tengist írskri arfleifð sinni. Bandaríkin Heimsókn Mike Pence NATO Norðurslóðir Utanríkismál Tengdar fréttir Stefnir allt í að Katrín fundi með Pence eftir allt saman Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er tilbúin að funda með Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna að kvöldi dags 4. september. 23. ágúst 2019 16:28 Undirbúa heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands Verið er að undirbúa opinbera heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands. Þetta staðfestir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. 7. ágúst 2019 12:00 Hvíta húsið staðfestir Íslandsför Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mun koma í opinbera heimsókn hingað til lands þann 3. september næstkomandi. Þetta kemur fram á vef Hvíta hússins. 15. ágúst 2019 00:42 Fjarvera Katrínar vekur athygli heimsmiðlanna Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur um að sækja norræna verkalýðsráðstefnu í Svíþjóð í stað þess að taka á móti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þegar hann kemur til Íslands í byrjun september hefur vakið athygli heimsmiðlanna. 22. ágúst 2019 12:15 Gert ráð fyrir málþingi en engum formlegum fundum með Pence um varnarmál Áætlað er að Pence komi til landsins 4. september næstkomandi og verður heimsókn hans hluti af Evrópureisu varaforsetans. 19. ágúst 2019 22:12 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hyggst í Íslandsheimsókn sinni í næstu viku ræða um „innrásir“ Kína og Rússlands inn á norðurslóðir. Þetta hefur Reuters-fréttastofan í dag eftir háttsettum embættismanni Trump-stjórnarinnar. Bandaríkjastjórn hefur lýst áhyggjum af auknum hernaðarumsvifum Rússa á pólssvæðinu og telur jafnframt að fylgjast verði náið með ásókn Kínverja inn á norðurhjarann. Embættismaðurinn, sem ræddi við hóp fréttamanna gegn nafnleynd, sagði að umfjöllunarefnið myndi koma upp í heimsókn Pence á Íslandi. „Hluti af samtölum okkar þar munu beinast að þjóðaröryggi,“ sagði embættismaðurinn. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 fyrr í mánuðinum að aðalumræðuefni í heimsókn varaforsetans yrði samstarf á sviði efnahags- og viðskiptamála.Sjá hér: Undirbúa heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands Fram kemur í frétt Reuters að varaforsetinn haldi á þriðjudag í ferðina til Íslands, Bretlands og Írlands. Í London muni hann ræða við Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, meðal annars um brottför Bretlands úr Evrópusambandinu. Á Írlandi muni Mike Pence ræða við írska forsætisráðherrann Leo Varadkar í Dublin. Hann heimsæki einnig Shannon til að vera við athafnir sem tengist írskri arfleifð sinni.
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence NATO Norðurslóðir Utanríkismál Tengdar fréttir Stefnir allt í að Katrín fundi með Pence eftir allt saman Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er tilbúin að funda með Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna að kvöldi dags 4. september. 23. ágúst 2019 16:28 Undirbúa heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands Verið er að undirbúa opinbera heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands. Þetta staðfestir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. 7. ágúst 2019 12:00 Hvíta húsið staðfestir Íslandsför Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mun koma í opinbera heimsókn hingað til lands þann 3. september næstkomandi. Þetta kemur fram á vef Hvíta hússins. 15. ágúst 2019 00:42 Fjarvera Katrínar vekur athygli heimsmiðlanna Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur um að sækja norræna verkalýðsráðstefnu í Svíþjóð í stað þess að taka á móti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þegar hann kemur til Íslands í byrjun september hefur vakið athygli heimsmiðlanna. 22. ágúst 2019 12:15 Gert ráð fyrir málþingi en engum formlegum fundum með Pence um varnarmál Áætlað er að Pence komi til landsins 4. september næstkomandi og verður heimsókn hans hluti af Evrópureisu varaforsetans. 19. ágúst 2019 22:12 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Stefnir allt í að Katrín fundi með Pence eftir allt saman Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er tilbúin að funda með Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna að kvöldi dags 4. september. 23. ágúst 2019 16:28
Undirbúa heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands Verið er að undirbúa opinbera heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands. Þetta staðfestir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. 7. ágúst 2019 12:00
Hvíta húsið staðfestir Íslandsför Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mun koma í opinbera heimsókn hingað til lands þann 3. september næstkomandi. Þetta kemur fram á vef Hvíta hússins. 15. ágúst 2019 00:42
Fjarvera Katrínar vekur athygli heimsmiðlanna Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur um að sækja norræna verkalýðsráðstefnu í Svíþjóð í stað þess að taka á móti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þegar hann kemur til Íslands í byrjun september hefur vakið athygli heimsmiðlanna. 22. ágúst 2019 12:15
Gert ráð fyrir málþingi en engum formlegum fundum með Pence um varnarmál Áætlað er að Pence komi til landsins 4. september næstkomandi og verður heimsókn hans hluti af Evrópureisu varaforsetans. 19. ágúst 2019 22:12