Hrærður yfir viðbrögðunum: „Þegar eitthvað bjátar á standa allir saman“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. október 2019 14:00 Árni Gunnlaugsson segir að hann hafi fundið fyrir ótrúlegum stuðningi Vísir „Ég var allt gærkvöld að svara skilaboðum,“ segir Árni Gunnlaugsson, einstæður faðir sem missti aleiguna í bruna fyrir rúmri viku, í samtali við Vísi í dag. Árni og drengirnir hans þrír sögðu frá reynslu sinni í kvöldfréttum Stöðvar 2 og vakti umfjöllunin mikla athygli. „Maður er alveg hrærður yfir viðbrögðunum, það eru allir boðnir og búnir til að hjálpa.“ Árni segir að hann hafi fundið fyrir ótrúlegum stuðningi síðan fjallað var um sögu þeirra á Stöð 2 og Vísi í gær.„Ég er búinn að fá fullt af boðum, til dæmis um sófa, sjónvarp og fleira. Líka þvottavél og þurrkara og föt á strákana.“ Eins og kom fram í umfjölluninni í gær gistu feðgarnir á farfuglaheimili fyrstu næturnar eftir brunann en fengu svo tímabundið að láni tóma íbúð í smáíbúðahverfinu. Í gær var ekkert í íbúðinni nema dýnur og sængur, en Árni telur að það muni breytast fljótt. Hann ætlar að sækja í kvöld eitthvað af þeim hlutum sem fólk hefur boðist til að gefa þeim. „Ég er búinn að fá svo góðar kveðjur líka. Vinir og vinir vina eru búnir að deila fréttinni á Facebook, þetta verkar allt saman náttúrulega.“Altjón varð á íbúðinni sem feðgarnir bjuggu í.Stöð 2Einn dagur í einu Synir Árna eru á unglingsaldri en tveir yngstu, 14 og 16 ára, voru einir heima þegar eldurinn kom upp. Þeir hringdu í Neyðarlínuna og í föður sinn sem var í vinnunni. Árni segir að það hafi verið mikill léttir að finna strákana berfætta fyrir utan blokkina þegar hann kom á staðinn, hann hafði óttast hið versta þar sem hann náði ekki á þeim í síma á meðan hann var á leiðinni heim. „Næstu skref eru bara að koma sér fyrir. Lífið er að komast í rútínuhorf, strákarnir eru byrjaðir að mæta í skólann. Ég er ekkert að vinna í augnablikinu en ég er í þannig vinnu að ég ræð mér sjálfur, ég kemst alveg af með mat og svoleiðis og get borgað skuldir, allavega þennan mánuðinn. Ég vinn auðvitað eitthvað í mánuðinum, það verður ekki hjá því komist. Ég er búinn að vera í fríi síðan þetta gerðist og verð einhverja daga í viðbót til að koma þessu öllu í rútínu og koma okkur fyrir hér, þangað til að við förum í annað húsnæði. Maður er að taka bara einn dag í einu núna.“Fréttina frá Stöð 2 í gærkvöldi má sjá hér að neðan.Þakklátur og auðmjúkur Árni segir að það hafi ekki verið auðvelt að stíga fram og ræða brunann og þeirra aðstæður. „Þó að við Íslendingar séum í skotgröfunum yfir ýmsu, ég líki þessu við alkahólíska fjölskyldu svolítið sem að rífst innbyrðis, en þegar eitthvað bjátar á standa allir saman. Maður sá þetta á Flateyri og Súðavík á sínum tíma þegar snjóflóðin urðu og alltaf þegar náttúruhamfarir verða, þegar einhver lendir í svona, ég hef sjálfur gefið til að styrkja fólk.“ Eins og kom fram í gær voru feðgarnir ekki með heimilistryggingu og misstu allt, svo þeir þurfa að byrja upp á nýtt eftir þetta altjón. Aðstandendur stofnuðu því fyrir þá styrktarreikning.„Þegar þú ert sjálfur í þeirri stöðu að þurfa að þiggja þá einhvern veginn verður maður eins og asni. Það er miklu auðveldara að gefa heldur en að þiggja, það er alveg satt.“ Árni segir að hann vilji fyrst og fremst koma á framfæri þakklæti fyrir góðviljann sem fólk hafi sýnt þeim feðgum. „Þetta er ekkert einhver kurteisisfrasi, ég finn þetta alveg frá hjartanu. Þakklæti og auðmýkt, hvað fólk er gott og hvað það er gott að búa í þessu landi þegar upp er staðið.“ Styrktarreikningur feðganna er skráður á yngsta soninn í fjölskyldunni, 0331-22-003842 og kt. 090206-3380. Einnig er hægt að hafa samband við Árna í gegnum tölvupóst ([email protected]) ef fólk vill styðja feðgana með einhverju sem gagnast í daglegu lífi. Reykjavík Slökkvilið Viðtal Tengdar fréttir Einstæður þriggja barna faðir missti allt í bruna Maðurinn er ekki með heimilistryggingu og með báðar hendur tómar. Eitt barn hans var að fikta með eld með þeim afleiðingum að íbúðin varð alelda. Feðgarnir sofa nú á dýnum í tómu lánshúsi. 7. október 2019 18:49 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Sjá meira
„Ég var allt gærkvöld að svara skilaboðum,“ segir Árni Gunnlaugsson, einstæður faðir sem missti aleiguna í bruna fyrir rúmri viku, í samtali við Vísi í dag. Árni og drengirnir hans þrír sögðu frá reynslu sinni í kvöldfréttum Stöðvar 2 og vakti umfjöllunin mikla athygli. „Maður er alveg hrærður yfir viðbrögðunum, það eru allir boðnir og búnir til að hjálpa.“ Árni segir að hann hafi fundið fyrir ótrúlegum stuðningi síðan fjallað var um sögu þeirra á Stöð 2 og Vísi í gær.„Ég er búinn að fá fullt af boðum, til dæmis um sófa, sjónvarp og fleira. Líka þvottavél og þurrkara og föt á strákana.“ Eins og kom fram í umfjölluninni í gær gistu feðgarnir á farfuglaheimili fyrstu næturnar eftir brunann en fengu svo tímabundið að láni tóma íbúð í smáíbúðahverfinu. Í gær var ekkert í íbúðinni nema dýnur og sængur, en Árni telur að það muni breytast fljótt. Hann ætlar að sækja í kvöld eitthvað af þeim hlutum sem fólk hefur boðist til að gefa þeim. „Ég er búinn að fá svo góðar kveðjur líka. Vinir og vinir vina eru búnir að deila fréttinni á Facebook, þetta verkar allt saman náttúrulega.“Altjón varð á íbúðinni sem feðgarnir bjuggu í.Stöð 2Einn dagur í einu Synir Árna eru á unglingsaldri en tveir yngstu, 14 og 16 ára, voru einir heima þegar eldurinn kom upp. Þeir hringdu í Neyðarlínuna og í föður sinn sem var í vinnunni. Árni segir að það hafi verið mikill léttir að finna strákana berfætta fyrir utan blokkina þegar hann kom á staðinn, hann hafði óttast hið versta þar sem hann náði ekki á þeim í síma á meðan hann var á leiðinni heim. „Næstu skref eru bara að koma sér fyrir. Lífið er að komast í rútínuhorf, strákarnir eru byrjaðir að mæta í skólann. Ég er ekkert að vinna í augnablikinu en ég er í þannig vinnu að ég ræð mér sjálfur, ég kemst alveg af með mat og svoleiðis og get borgað skuldir, allavega þennan mánuðinn. Ég vinn auðvitað eitthvað í mánuðinum, það verður ekki hjá því komist. Ég er búinn að vera í fríi síðan þetta gerðist og verð einhverja daga í viðbót til að koma þessu öllu í rútínu og koma okkur fyrir hér, þangað til að við förum í annað húsnæði. Maður er að taka bara einn dag í einu núna.“Fréttina frá Stöð 2 í gærkvöldi má sjá hér að neðan.Þakklátur og auðmjúkur Árni segir að það hafi ekki verið auðvelt að stíga fram og ræða brunann og þeirra aðstæður. „Þó að við Íslendingar séum í skotgröfunum yfir ýmsu, ég líki þessu við alkahólíska fjölskyldu svolítið sem að rífst innbyrðis, en þegar eitthvað bjátar á standa allir saman. Maður sá þetta á Flateyri og Súðavík á sínum tíma þegar snjóflóðin urðu og alltaf þegar náttúruhamfarir verða, þegar einhver lendir í svona, ég hef sjálfur gefið til að styrkja fólk.“ Eins og kom fram í gær voru feðgarnir ekki með heimilistryggingu og misstu allt, svo þeir þurfa að byrja upp á nýtt eftir þetta altjón. Aðstandendur stofnuðu því fyrir þá styrktarreikning.„Þegar þú ert sjálfur í þeirri stöðu að þurfa að þiggja þá einhvern veginn verður maður eins og asni. Það er miklu auðveldara að gefa heldur en að þiggja, það er alveg satt.“ Árni segir að hann vilji fyrst og fremst koma á framfæri þakklæti fyrir góðviljann sem fólk hafi sýnt þeim feðgum. „Þetta er ekkert einhver kurteisisfrasi, ég finn þetta alveg frá hjartanu. Þakklæti og auðmýkt, hvað fólk er gott og hvað það er gott að búa í þessu landi þegar upp er staðið.“ Styrktarreikningur feðganna er skráður á yngsta soninn í fjölskyldunni, 0331-22-003842 og kt. 090206-3380. Einnig er hægt að hafa samband við Árna í gegnum tölvupóst ([email protected]) ef fólk vill styðja feðgana með einhverju sem gagnast í daglegu lífi.
Reykjavík Slökkvilið Viðtal Tengdar fréttir Einstæður þriggja barna faðir missti allt í bruna Maðurinn er ekki með heimilistryggingu og með báðar hendur tómar. Eitt barn hans var að fikta með eld með þeim afleiðingum að íbúðin varð alelda. Feðgarnir sofa nú á dýnum í tómu lánshúsi. 7. október 2019 18:49 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Sjá meira
Einstæður þriggja barna faðir missti allt í bruna Maðurinn er ekki með heimilistryggingu og með báðar hendur tómar. Eitt barn hans var að fikta með eld með þeim afleiðingum að íbúðin varð alelda. Feðgarnir sofa nú á dýnum í tómu lánshúsi. 7. október 2019 18:49