Guðmundur Ingi sat fastur í flugvél: Í loftköstum að reyna að ná sýningu í Borgarleikhúsinu Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2019 20:01 Guðmundur Ingi var á leið í leigubíl til Reykjavíkur þegar Vísir náði tali af honum. Þá voru innan við tíu mínútur í að sýning ætti að hefjast í Borgarleikhúsinu. Vísir/Stefán Raskanir á flugsamgöngum vegna veðurs setja ekki aðeins strik í reikninginn fyrir ferðalanga heldur einnig leiklistarlíf landsins. Guðmundur Ingi Þorvaldsson, leikari, átti að stíga á svið í leiksýningunni „HÚH!“ í Borgarleikhúsinu klukkan 20:00 í kvöld en hann slapp ekki út úr flugvél fyrr en nú á áttunda tímanum. „Það á að láta á þetta reyna, að vera góður við fólkið sem er komið,“ sagði Guðmundur Ingi við Vísi þegar náðist í hann í síma skömmu fyrir klukkan átta í kvöld. Þá var hann komin í leigubíl á leið til höfuðborgarinnar. Flugvél hans lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan fjögur síðdegis en vegna veðurs hefur ekki verið hægt að nota landgöngubrýr til að afferma vélar þar. Guðmundur Ingi og aðrir farþegar þurftu því að bíða í þrjá tíma og fjörutíu mínútur eftir að komast frá borði. „Mitt eina hlutverk er að reyna að koma mér í bæinn. Ég hita upp í leigubílnum. Ég fer inn á í þessum fötum í versta falli,“ sagði leikarinn staðráðinn í að bregðast ekki leikhúsgestum. Guðmundur Ingi var að koma frá Edinborg þar sem hann var við tökur á kvikmynd um Júróvisjón með stórleikaranum Will Ferrell. Hann segist hafa bókað flug þannig að ekki átti að vera neitt mál að ná sýningunni. Það var áður en íslenskir veðurguðir gripu inn í.Keyrði á 180 í bæinn til að ná Hatti og Fatti Ótrúlegt en satt segir Guðmundur Ingi að þetta sé fjarri því einsdæmi eða það versta sem hann hefur lent í á sínum ferli. Við lok tíunda áratugarins hafi hann spilað með hljómsveit sinni á Akureyri og átt að leika í sýningunni „Hatti og Fatti“ í Loftkastalanum sáluga í Reykjavík daginn eftir. Hann hafi vaknað snemma til að kanna hvort ekki væri örugglega flogið og fékk þau svör að svo væri. Síðar um morguninn hafi hins vegar komið á daginn að ófært væri flugleiðina. „Það var ekki tauti við leikhússtjórann komandi. Þannig að við leigðum Subaru Impresa og keyrðum á 180 í bæinn,“ segir Guðmundur Ingi. Hann hafi mætt um fjörutíu mínútum of seint. „Enginn dó, það var sýning. En auðvitað eiga menn ekki að gera þetta,“ segir hann. Fréttir af flugi Leikhús Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Sjá meira
Raskanir á flugsamgöngum vegna veðurs setja ekki aðeins strik í reikninginn fyrir ferðalanga heldur einnig leiklistarlíf landsins. Guðmundur Ingi Þorvaldsson, leikari, átti að stíga á svið í leiksýningunni „HÚH!“ í Borgarleikhúsinu klukkan 20:00 í kvöld en hann slapp ekki út úr flugvél fyrr en nú á áttunda tímanum. „Það á að láta á þetta reyna, að vera góður við fólkið sem er komið,“ sagði Guðmundur Ingi við Vísi þegar náðist í hann í síma skömmu fyrir klukkan átta í kvöld. Þá var hann komin í leigubíl á leið til höfuðborgarinnar. Flugvél hans lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan fjögur síðdegis en vegna veðurs hefur ekki verið hægt að nota landgöngubrýr til að afferma vélar þar. Guðmundur Ingi og aðrir farþegar þurftu því að bíða í þrjá tíma og fjörutíu mínútur eftir að komast frá borði. „Mitt eina hlutverk er að reyna að koma mér í bæinn. Ég hita upp í leigubílnum. Ég fer inn á í þessum fötum í versta falli,“ sagði leikarinn staðráðinn í að bregðast ekki leikhúsgestum. Guðmundur Ingi var að koma frá Edinborg þar sem hann var við tökur á kvikmynd um Júróvisjón með stórleikaranum Will Ferrell. Hann segist hafa bókað flug þannig að ekki átti að vera neitt mál að ná sýningunni. Það var áður en íslenskir veðurguðir gripu inn í.Keyrði á 180 í bæinn til að ná Hatti og Fatti Ótrúlegt en satt segir Guðmundur Ingi að þetta sé fjarri því einsdæmi eða það versta sem hann hefur lent í á sínum ferli. Við lok tíunda áratugarins hafi hann spilað með hljómsveit sinni á Akureyri og átt að leika í sýningunni „Hatti og Fatti“ í Loftkastalanum sáluga í Reykjavík daginn eftir. Hann hafi vaknað snemma til að kanna hvort ekki væri örugglega flogið og fékk þau svör að svo væri. Síðar um morguninn hafi hins vegar komið á daginn að ófært væri flugleiðina. „Það var ekki tauti við leikhússtjórann komandi. Þannig að við leigðum Subaru Impresa og keyrðum á 180 í bæinn,“ segir Guðmundur Ingi. Hann hafi mætt um fjörutíu mínútum of seint. „Enginn dó, það var sýning. En auðvitað eiga menn ekki að gera þetta,“ segir hann.
Fréttir af flugi Leikhús Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Sjá meira