Sportpakkinn: Sigur í ótrúlegum níu marka leik skilaði Leeds á toppinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2019 15:00 Helder Costa og félagar í Leeds United fagna marki. Getty/George Wood Tvö efstu liðin í ensku b-deildinni í knattspyrnu höfðu sætaskipti á milli jóla og nýárs en Arnar Björnsson fór yfir það hvernig Leeds United náði toppsætinu af West Bromwich Albion aðeins nokkrum dögum áður en liðin mætast í toppslagnum. Leeds United fór í heimsókn til Birmingham City og þar gekk á ýmsu áður en yfir lauk. Níu mörk og dramatík fram á síðustu sekúndu. Eftir sjö sigra í röð hafði Leeds misst flugið, jafntefli í heimaleikjum gegn Cardiff og Preston og tap gegn Fulham á Craven Cottage, 2 stig af 9 mögulegum. Í 10 síðustu leikjum var Birmingham aðeins búið að vinna einu sinni. Leeds byrjaði betur og Jack Harrisson brunaði upp völlinn, sendi á Helder Costa sem kom Leeds yfir á 15. mínútu. Flott skyndisókn og Costa skoraði þriðja deildarmark sitt fyrir Leeds. Patrick Bamford, markahæsti leikmaður Leeds í vetur, var meiddur og Eddie Nketiah, lánsmaður frá Arsenal, var í byrjunarliðinu í 1. sinn í deildarleik í vetur. Hann kom við sögu þegar Jack Harrisson kom Leeds í 2-0 um miðjan hálfleikinn, skaut boltanum í Harlee Dean. Tvö mörk á 6 mínútna kafla. Birmingham minnkaði muninn á 27. mínútu. Maxime Colin fékk boltann á hægri kantinum og sendi á Jude Bellingham sem skoraði þriðja mark sitt á leiktíðinni. Bellingham er aðeins 16 ára, fæddur í lok júní 2003. Sannarlega efnilegur strákur, lék sinn fyrsta leik í ágúst, rúmum mánuði eftir 16 ára afmælisdaginn. Sló þá met goðsagnar Birmingham Trevor Francis sem var rúmlega 100 dögum eldri þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið. Þegar stundarfjórðungur var búinn af seinni hálfleik jafnaði Lukas Jutkiewicz þegar Leeds mistókst að verjast hornspyrnu heimamanna. En fjörið var bara rétt að byrja. Leeds endurheimti forystuna 20 mínútum fyrir leikslok. Ezgjan Alioski sendi á Luke Ayling og bakvörðurinn þrumaði í markið. Fyrsta mark Ayling á leiktíðinni, hann hefur ekki alltaf verið ofarlega á vinsældalista stuðningsmanna félagsins. Sjö mínútum fyrir leikslok tók Kristian Pedersen aukaspyrnu, Kiko Casilla markvörður Leeds misreiknaði sendinguna og Jeremie Bela skallaði í markið. Franski sóknarmaðurinn kom af varamannabekknum um miðjan seinni hálfleikinn og skoraði annað mark sitt fyrir Birmingham á leiktíðinni. Stuart Dallas tryggði Leeds 1-1 jafntefli gegn Preston á öðrum degi Jóla og stuðningsmenn Leeds héldu að hann væri að tryggja sigurinn þegar hann skoraði mínútu eftir mark Bela eftir undirbúning Harrison og Ayling. Í uppbótatíma fékk Bela boltann á hægri kantinum, sending hans fyrir markið endaði hjá Lukas Jutkiewicz sem skoraði framhjá Casilla í markinu. Stuðningsmenn Birmingham fögnuðu en stuðningsmenn Leeds voru ekki í sama stuðinu. Luke Ayling sem fékk bágt fyrir varnarleik sinn í jöfnunarmarki Birmingham sá til þess að stigin þrjú færu í kladdann hjá Leeds. Sending hans fyrir markið var baneitruð og Wes Harding skoraði sjálfsmark þegar Jack Harrisson sótti að honum, ótrúlegur leikur 5-4 fyrir Leeds. Í sjö kílómetra fjarlægð frá St. Andrews vellinum var efsta liðið West Bromwich Albion að berjast við Middlesbro. West Bromwich tapaði síðast fyrir Leeds 1-0 á Elland Road 1. október og var ósigrað í 15 leikjum í röð. Daniel Ayjala skallaði hornspyrnu Lewis Wing í mark Albion á 17. mínútu. Middlesbro vann þriðja leikinn í röð, Ashley Fletcher skoraði glæsilegt mark í uppbótartíma og Boro vann 2-0. Leeds og West Bromwich Albion eru jöfn að stigum á toppnum með 51 stig, Leeds er í 1. sæti á markamun. Liðin mætast á The Hawthorns heimavelli Albion á Nýjársdag. Fulham er í þriðja sæti deildarinnar, 9 stigum á eftir toppliðunum tveimur. Það má sjá frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Sigur í ótrúlegum níu marka leik skilaði Leeds á toppinn Enski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira
Tvö efstu liðin í ensku b-deildinni í knattspyrnu höfðu sætaskipti á milli jóla og nýárs en Arnar Björnsson fór yfir það hvernig Leeds United náði toppsætinu af West Bromwich Albion aðeins nokkrum dögum áður en liðin mætast í toppslagnum. Leeds United fór í heimsókn til Birmingham City og þar gekk á ýmsu áður en yfir lauk. Níu mörk og dramatík fram á síðustu sekúndu. Eftir sjö sigra í röð hafði Leeds misst flugið, jafntefli í heimaleikjum gegn Cardiff og Preston og tap gegn Fulham á Craven Cottage, 2 stig af 9 mögulegum. Í 10 síðustu leikjum var Birmingham aðeins búið að vinna einu sinni. Leeds byrjaði betur og Jack Harrisson brunaði upp völlinn, sendi á Helder Costa sem kom Leeds yfir á 15. mínútu. Flott skyndisókn og Costa skoraði þriðja deildarmark sitt fyrir Leeds. Patrick Bamford, markahæsti leikmaður Leeds í vetur, var meiddur og Eddie Nketiah, lánsmaður frá Arsenal, var í byrjunarliðinu í 1. sinn í deildarleik í vetur. Hann kom við sögu þegar Jack Harrisson kom Leeds í 2-0 um miðjan hálfleikinn, skaut boltanum í Harlee Dean. Tvö mörk á 6 mínútna kafla. Birmingham minnkaði muninn á 27. mínútu. Maxime Colin fékk boltann á hægri kantinum og sendi á Jude Bellingham sem skoraði þriðja mark sitt á leiktíðinni. Bellingham er aðeins 16 ára, fæddur í lok júní 2003. Sannarlega efnilegur strákur, lék sinn fyrsta leik í ágúst, rúmum mánuði eftir 16 ára afmælisdaginn. Sló þá met goðsagnar Birmingham Trevor Francis sem var rúmlega 100 dögum eldri þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið. Þegar stundarfjórðungur var búinn af seinni hálfleik jafnaði Lukas Jutkiewicz þegar Leeds mistókst að verjast hornspyrnu heimamanna. En fjörið var bara rétt að byrja. Leeds endurheimti forystuna 20 mínútum fyrir leikslok. Ezgjan Alioski sendi á Luke Ayling og bakvörðurinn þrumaði í markið. Fyrsta mark Ayling á leiktíðinni, hann hefur ekki alltaf verið ofarlega á vinsældalista stuðningsmanna félagsins. Sjö mínútum fyrir leikslok tók Kristian Pedersen aukaspyrnu, Kiko Casilla markvörður Leeds misreiknaði sendinguna og Jeremie Bela skallaði í markið. Franski sóknarmaðurinn kom af varamannabekknum um miðjan seinni hálfleikinn og skoraði annað mark sitt fyrir Birmingham á leiktíðinni. Stuart Dallas tryggði Leeds 1-1 jafntefli gegn Preston á öðrum degi Jóla og stuðningsmenn Leeds héldu að hann væri að tryggja sigurinn þegar hann skoraði mínútu eftir mark Bela eftir undirbúning Harrison og Ayling. Í uppbótatíma fékk Bela boltann á hægri kantinum, sending hans fyrir markið endaði hjá Lukas Jutkiewicz sem skoraði framhjá Casilla í markinu. Stuðningsmenn Birmingham fögnuðu en stuðningsmenn Leeds voru ekki í sama stuðinu. Luke Ayling sem fékk bágt fyrir varnarleik sinn í jöfnunarmarki Birmingham sá til þess að stigin þrjú færu í kladdann hjá Leeds. Sending hans fyrir markið var baneitruð og Wes Harding skoraði sjálfsmark þegar Jack Harrisson sótti að honum, ótrúlegur leikur 5-4 fyrir Leeds. Í sjö kílómetra fjarlægð frá St. Andrews vellinum var efsta liðið West Bromwich Albion að berjast við Middlesbro. West Bromwich tapaði síðast fyrir Leeds 1-0 á Elland Road 1. október og var ósigrað í 15 leikjum í röð. Daniel Ayjala skallaði hornspyrnu Lewis Wing í mark Albion á 17. mínútu. Middlesbro vann þriðja leikinn í röð, Ashley Fletcher skoraði glæsilegt mark í uppbótartíma og Boro vann 2-0. Leeds og West Bromwich Albion eru jöfn að stigum á toppnum með 51 stig, Leeds er í 1. sæti á markamun. Liðin mætast á The Hawthorns heimavelli Albion á Nýjársdag. Fulham er í þriðja sæti deildarinnar, 9 stigum á eftir toppliðunum tveimur. Það má sjá frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Sigur í ótrúlegum níu marka leik skilaði Leeds á toppinn
Enski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti