Flókið að opna landamæri Íslands sama hvaða leið verður farin Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. maí 2020 18:35 Ferðatakmarkanir til og frá landinu verða óbreyttar í allt að mánuð til viðbótar fallist heilbrigðisráðherra á tillögur sóttvarnalæknis. Núverandi fyrirkomulag gerði ráð fyrir tilslökunum 15. maí. Ferðabannið sem nú er í gildi kveður á um bann við komum ríkisborgara utan EES og EFTA til landsins, auk tveggja vikna sóttkvíar fyrir alla sem hingað koma. Sóttvarnalæknir sagði á daglegum upplýsingafundi að þessari reglu vilji hann halda á meðan enn væri verið að komast að niðurstöðu um framtíðarfyrirkomulag þegar landamærin verða opnuð. Hópur undir forystu forsætisráðuneytisins skilaði slíkum tillögum í dag sem höfð verða til hliðsjónar við ákvörðun sóttvarnalæknis. „Við erum svona í biðstöðu. Það er ekki tímabært að tala um hvað gæti tekið við. Það er mjög margt þar til skoðunar og við þurfum að fá svör við nokkrum hlutum áður en ég legg fram mínar tillögur í því,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á daglegum upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. Inntur eftir því hvaða tillögur hann vill leggja fram um opnun landamæra vildi Þórólfur ekki svara. Eins og hvernig? „Bara eins og þær liggja fyrir þegar þær koma til mín,“ sagði Þórólfur. Við fáum ekki svar við því? „Nei,“ sagði Þórólfur. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á daglegum upplýsingafundi.Mynd/Lögreglan Eru farin að skoða aðstæður á landamærum „Okkar hlutverk núna snýr að Schengen-samstarfinu og fylgjast með hvað þarf að gera þar. Það getur verið snúið verkefni. það þarf að vinna þetta á mörgum stöðum. Keflavík, Seyðisfirði, Akureyri og hugsanlega Egilsstöðum þar sem þessi landamæri eru. Þetta er verkefni sem snúið sama hvaða leið verður farin,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Ekki er víst að skemmtistaðir opni 25. maí næstkomandi, þegar næsta skref í tilslökunum tekur gildi. Verið sé að kanna hvort rétt sé að bíða lengur ljósi hópsýkinga sem komið hafa upp erlendis. Fá sýni voru tekin síðasta sólarhringinn. Ekkert smit greindist. Virk smit eru átján og fer lækandi. Einn er á sjúkrahúsi og enginn á gjörgæslu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki víst að skemmtistaðir opni 25. maí Verið er að kanna hvort rétt sé að bíða lengur með opnun skemmtistaða, einkum í ljósi hópsýkinga sem komið hafa upp erlendis og eru tengdar við skemmtistaði. 11. maí 2020 15:07 Ferðatakmarkanir óbreyttar í mánuð í viðbót Sóttvarnalæknir mun leggja það til við ráðherra í dag að þær ferðatakmarkanir sem nú eru í gildi vegna faraldurs kórónuveiru gildi áfram eftir 15. maí. 11. maí 2020 14:28 Svona var 67. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 11. maí 2020 13:15 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Fleiri fréttir Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Sjá meira
Ferðatakmarkanir til og frá landinu verða óbreyttar í allt að mánuð til viðbótar fallist heilbrigðisráðherra á tillögur sóttvarnalæknis. Núverandi fyrirkomulag gerði ráð fyrir tilslökunum 15. maí. Ferðabannið sem nú er í gildi kveður á um bann við komum ríkisborgara utan EES og EFTA til landsins, auk tveggja vikna sóttkvíar fyrir alla sem hingað koma. Sóttvarnalæknir sagði á daglegum upplýsingafundi að þessari reglu vilji hann halda á meðan enn væri verið að komast að niðurstöðu um framtíðarfyrirkomulag þegar landamærin verða opnuð. Hópur undir forystu forsætisráðuneytisins skilaði slíkum tillögum í dag sem höfð verða til hliðsjónar við ákvörðun sóttvarnalæknis. „Við erum svona í biðstöðu. Það er ekki tímabært að tala um hvað gæti tekið við. Það er mjög margt þar til skoðunar og við þurfum að fá svör við nokkrum hlutum áður en ég legg fram mínar tillögur í því,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á daglegum upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. Inntur eftir því hvaða tillögur hann vill leggja fram um opnun landamæra vildi Þórólfur ekki svara. Eins og hvernig? „Bara eins og þær liggja fyrir þegar þær koma til mín,“ sagði Þórólfur. Við fáum ekki svar við því? „Nei,“ sagði Þórólfur. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á daglegum upplýsingafundi.Mynd/Lögreglan Eru farin að skoða aðstæður á landamærum „Okkar hlutverk núna snýr að Schengen-samstarfinu og fylgjast með hvað þarf að gera þar. Það getur verið snúið verkefni. það þarf að vinna þetta á mörgum stöðum. Keflavík, Seyðisfirði, Akureyri og hugsanlega Egilsstöðum þar sem þessi landamæri eru. Þetta er verkefni sem snúið sama hvaða leið verður farin,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Ekki er víst að skemmtistaðir opni 25. maí næstkomandi, þegar næsta skref í tilslökunum tekur gildi. Verið sé að kanna hvort rétt sé að bíða lengur ljósi hópsýkinga sem komið hafa upp erlendis. Fá sýni voru tekin síðasta sólarhringinn. Ekkert smit greindist. Virk smit eru átján og fer lækandi. Einn er á sjúkrahúsi og enginn á gjörgæslu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki víst að skemmtistaðir opni 25. maí Verið er að kanna hvort rétt sé að bíða lengur með opnun skemmtistaða, einkum í ljósi hópsýkinga sem komið hafa upp erlendis og eru tengdar við skemmtistaði. 11. maí 2020 15:07 Ferðatakmarkanir óbreyttar í mánuð í viðbót Sóttvarnalæknir mun leggja það til við ráðherra í dag að þær ferðatakmarkanir sem nú eru í gildi vegna faraldurs kórónuveiru gildi áfram eftir 15. maí. 11. maí 2020 14:28 Svona var 67. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 11. maí 2020 13:15 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Fleiri fréttir Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Sjá meira
Ekki víst að skemmtistaðir opni 25. maí Verið er að kanna hvort rétt sé að bíða lengur með opnun skemmtistaða, einkum í ljósi hópsýkinga sem komið hafa upp erlendis og eru tengdar við skemmtistaði. 11. maí 2020 15:07
Ferðatakmarkanir óbreyttar í mánuð í viðbót Sóttvarnalæknir mun leggja það til við ráðherra í dag að þær ferðatakmarkanir sem nú eru í gildi vegna faraldurs kórónuveiru gildi áfram eftir 15. maí. 11. maí 2020 14:28
Svona var 67. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 11. maí 2020 13:15