„Tekur lang mest á andlegu hliðina“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. apríl 2020 19:30 Þeir Kári og Vilhjálmur í Ólafssal í dag. Skjáskot/Sportpakkinn Guðjón Guðmundsson, Gaupi, ræddi við Kára Jónsson, leikmann Hauka í Domino´s deild karla í körfubolta og Vilhjálm Steinarsson, styrktarþjálfara liðsins, í Sportpakka Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Gaupi heimsótti þá félaga í tóman Ólafssal í íþróttahúsi Hauka að Ásvöllum í Hafnafirði. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Það tekur lang mest á andlegu hliðina og að það sé tekið undan löppunum á manni það sem maður er vanur að gera á hverjum degi tekur á,“ sagði Kári um áhrifin sem æfingabannið hefur á íþróttafólk. Kári hélt svo áfram að ræða þessa skrítnu tíma. „Maður finnur leiðir og aðra hluti að gera. Maður þarf að sjá virkilega mikið um sig sjálfur því það er ekki lengur lið á bakvið þig sem sér um að þú sért að gera hlutina almennilega.“ „Já þetta er það! Ég ætla ekki að ljúga neinu, þetta er frekar leiðinlegt. Var allt í lagi til að byrja með en er orðið helvíti þreytt ef maður getur sagt það,“ sagði Kári að lokum aðspurður hvort þetta væru ekki einfaldlega leiðinlegt. „Það er enginn búinn að undirbúa sig undir þetta“ Vilhjálmur Steinarsson, styrktarþjálfari Hauka, segir alls ekki einfalt að halda úti æfingum fyrir okkar besta íþróttafólk. „Við megum ekkert umgangast leikmenn. Þeir eru að koma hingað inn [í Ólafssal] og fá að æfa einir. Þeir þurfa að panta tíma, spritta bolta, ganga frá eftir sig og sjá til þess að allt sé hreint og fínt áður en næsti leikmaður kemur,“ segir Vilhjálmur um óeðlilegar aðstæður og æfingar þeirra sem æfa körfubolta. „Ég sem styrktarþjálfari þarf að útbúa plön fyrir mína leikmenn, þeir eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Sumir eru agaðir og geta fylgt þessu eftir á meðan aðrir eru vanir liðs fyrirkomulagi og því utanumhaldi sem því fylgir og fúnkera mögulega ekki í svona fjardæmi. Sem betur fer eru það fáir og við þurfum að aðlagast.“ Í spilaranum hér að neðan er innslag Gaupa sem og mögnuð karfa Kára gegn Keflavík hér um árið. Klippa: Kári æfir einn Körfubolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dominos-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Sjá meira
Guðjón Guðmundsson, Gaupi, ræddi við Kára Jónsson, leikmann Hauka í Domino´s deild karla í körfubolta og Vilhjálm Steinarsson, styrktarþjálfara liðsins, í Sportpakka Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Gaupi heimsótti þá félaga í tóman Ólafssal í íþróttahúsi Hauka að Ásvöllum í Hafnafirði. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Það tekur lang mest á andlegu hliðina og að það sé tekið undan löppunum á manni það sem maður er vanur að gera á hverjum degi tekur á,“ sagði Kári um áhrifin sem æfingabannið hefur á íþróttafólk. Kári hélt svo áfram að ræða þessa skrítnu tíma. „Maður finnur leiðir og aðra hluti að gera. Maður þarf að sjá virkilega mikið um sig sjálfur því það er ekki lengur lið á bakvið þig sem sér um að þú sért að gera hlutina almennilega.“ „Já þetta er það! Ég ætla ekki að ljúga neinu, þetta er frekar leiðinlegt. Var allt í lagi til að byrja með en er orðið helvíti þreytt ef maður getur sagt það,“ sagði Kári að lokum aðspurður hvort þetta væru ekki einfaldlega leiðinlegt. „Það er enginn búinn að undirbúa sig undir þetta“ Vilhjálmur Steinarsson, styrktarþjálfari Hauka, segir alls ekki einfalt að halda úti æfingum fyrir okkar besta íþróttafólk. „Við megum ekkert umgangast leikmenn. Þeir eru að koma hingað inn [í Ólafssal] og fá að æfa einir. Þeir þurfa að panta tíma, spritta bolta, ganga frá eftir sig og sjá til þess að allt sé hreint og fínt áður en næsti leikmaður kemur,“ segir Vilhjálmur um óeðlilegar aðstæður og æfingar þeirra sem æfa körfubolta. „Ég sem styrktarþjálfari þarf að útbúa plön fyrir mína leikmenn, þeir eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Sumir eru agaðir og geta fylgt þessu eftir á meðan aðrir eru vanir liðs fyrirkomulagi og því utanumhaldi sem því fylgir og fúnkera mögulega ekki í svona fjardæmi. Sem betur fer eru það fáir og við þurfum að aðlagast.“ Í spilaranum hér að neðan er innslag Gaupa sem og mögnuð karfa Kára gegn Keflavík hér um árið. Klippa: Kári æfir einn
Körfubolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dominos-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti