Eðlilegt að fólki sé brugðið þegar það telur sér ögrað Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. september 2020 19:22 Agnes segist ekki eiga von á að málið verði tekið upp á Kirkjuþingi. Vísir/Vilhelm/Þjóðkirkjan Agnes M. Sigurðardóttir biskup segir það skiljanlegt að mynd af Jesú, þar sem hann var sýndur með brjóst, kunni að hafa farið fyrir brjóstið á einhverjum. Um er að ræða teiknaða mynd af Jesú sem var notuð í kynningarefni fyrir sunnudagaskólann og hefur vakið mikil viðbrögð, jákvæð sem neikvæð. Í viðtali við útvarpsþáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag segir Agnes það eðlilegt að fólki bregði þegar það telji sér ögrað. „Þetta er vissulega þannig mynd að hún vekur mann til umhugsunar og það er kannski það góða í þessu, að þetta hefur vakið upp umræðu sem vonandi skilar einhverju góð. Ég hef fengið, heyrt og séð skoðanir frá ýmsum hliðum. Sumir eru ánægðir með þetta og aðrir ekki, það er nú með alla hluti,“ segir Agnes. Hún segir Þjóðkirkjuna á þeirri vegferð að hún vilji að allar manneskjur „fái að heyra að þær eru elskuð börn Guðs, eins og þær eru.“ Þá segir hún það skilaboð Þjóðkirkjunnar að öllum sé velkomið að taka þátt í kristnu og trúarlegu samfélagi eins og kirkjunni. „Þjóðkirkjan er víð og breið eins og maður getur stundum sagt og við teljum 230-240 þúsund á Íslandi og við erum ekki öll með nákvæmlega sömu hugmyndir um alla skapaða hluti. Það sem tengir okkur saman er trúin og ástin á þeim guði sem Jesús birti okkur og boðaði.“ Telur ekki of mikið gert úr málinu Eins og áður sagði hefur mörgum þótt Jesúmyndin óviðeigandi. Meðal þeirra er Skúli Sigurður Ólafsson prestur. Í grein sem hann fékk birta á Vísi í gær segist hann ekki skilja hvers vegna ákveðið var að birta myndina. Agnes bendir á að ekki liggi fyrir hvernig hinn sögulegi Jesú leit raunverulega út. „Við getum alveg ímyndað okkur og gert ráð fyrir því að Jesús hafi verið eins og fólk í Mið-Austurlöndum lítur út. Það er mjög auðvelt að ímynda sér það. Í Biblíunni eru nú margar myndir af Guði dregnar upp og í mínum huga er Jesús Kristur guð,“ segir Agnes. Kirkjuþing kemur saman á fimmtudag. Agnes gerir ekki sérstaklega ráð fyrir að málið verði tekið fyrir á þeim vettvangi. „Ég bara veit það ekki, þetta er nú ekki á málaskránni. Það er sjaldan rætt á þinginu sjálfu um önnur mál en þau sem eru á málaskrá. Auðvitað getur verið að á milli funda og í kaffitíma og matartímum þá ræði menn þetta. Ég bara veit það ekki,“ segir Agnes. Aðspurð segist hún þá ekki telja of mikið gert úr málinu. „Nei, nei, mér finnst ekkert of mikið gert úr þessu. Ég er leið að heyra það að þetta hefur valdið fólki sársauka en ég gleðst samt yfir því að þetta skuli vera til umræðu, guðsmyndin okkar,“ segir Agnes og bætir við að hún telji aðalatriðið að boða erindi Jesú Krists. Þjóðkirkjan Hinsegin Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Kirkjan segir Krist ekki bara fyrir hvíta gagnkynhneigða karlmenn Sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar stígur fram og útskýrir hugmyndafræðina að baki hinum afar umdeilda Trans-Jesú. 7. september 2020 15:22 Urgur meðal presta vegna hins umdeilda Trans-Jesú þjóðkirkjunnar Séra Skúli Ólafsson prestur í Neskirkju kallar eftir breyttu verklagi í kynningarmálum þjóðkirkjunnar. 7. september 2020 10:26 Skiptar skoðanir um auglýsingu fyrir Sunnudagaskólann: „Allt í lagi að Jesú sé skeggjaður og með brjóst“ Miklar umræður hafa spunnist í athugasemdakerfinu á Facebook-síðu Þjóðkirkjunnar vegna málsins og segir samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar að viðbrögðin hafi verið eftir væntingum. Einhverjir fagni og á meðan aðrir séu reiðir. 5. september 2020 09:10 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Biden náðar son sinn Erlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Fleiri fréttir Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Sjá meira
Agnes M. Sigurðardóttir biskup segir það skiljanlegt að mynd af Jesú, þar sem hann var sýndur með brjóst, kunni að hafa farið fyrir brjóstið á einhverjum. Um er að ræða teiknaða mynd af Jesú sem var notuð í kynningarefni fyrir sunnudagaskólann og hefur vakið mikil viðbrögð, jákvæð sem neikvæð. Í viðtali við útvarpsþáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag segir Agnes það eðlilegt að fólki bregði þegar það telji sér ögrað. „Þetta er vissulega þannig mynd að hún vekur mann til umhugsunar og það er kannski það góða í þessu, að þetta hefur vakið upp umræðu sem vonandi skilar einhverju góð. Ég hef fengið, heyrt og séð skoðanir frá ýmsum hliðum. Sumir eru ánægðir með þetta og aðrir ekki, það er nú með alla hluti,“ segir Agnes. Hún segir Þjóðkirkjuna á þeirri vegferð að hún vilji að allar manneskjur „fái að heyra að þær eru elskuð börn Guðs, eins og þær eru.“ Þá segir hún það skilaboð Þjóðkirkjunnar að öllum sé velkomið að taka þátt í kristnu og trúarlegu samfélagi eins og kirkjunni. „Þjóðkirkjan er víð og breið eins og maður getur stundum sagt og við teljum 230-240 þúsund á Íslandi og við erum ekki öll með nákvæmlega sömu hugmyndir um alla skapaða hluti. Það sem tengir okkur saman er trúin og ástin á þeim guði sem Jesús birti okkur og boðaði.“ Telur ekki of mikið gert úr málinu Eins og áður sagði hefur mörgum þótt Jesúmyndin óviðeigandi. Meðal þeirra er Skúli Sigurður Ólafsson prestur. Í grein sem hann fékk birta á Vísi í gær segist hann ekki skilja hvers vegna ákveðið var að birta myndina. Agnes bendir á að ekki liggi fyrir hvernig hinn sögulegi Jesú leit raunverulega út. „Við getum alveg ímyndað okkur og gert ráð fyrir því að Jesús hafi verið eins og fólk í Mið-Austurlöndum lítur út. Það er mjög auðvelt að ímynda sér það. Í Biblíunni eru nú margar myndir af Guði dregnar upp og í mínum huga er Jesús Kristur guð,“ segir Agnes. Kirkjuþing kemur saman á fimmtudag. Agnes gerir ekki sérstaklega ráð fyrir að málið verði tekið fyrir á þeim vettvangi. „Ég bara veit það ekki, þetta er nú ekki á málaskránni. Það er sjaldan rætt á þinginu sjálfu um önnur mál en þau sem eru á málaskrá. Auðvitað getur verið að á milli funda og í kaffitíma og matartímum þá ræði menn þetta. Ég bara veit það ekki,“ segir Agnes. Aðspurð segist hún þá ekki telja of mikið gert úr málinu. „Nei, nei, mér finnst ekkert of mikið gert úr þessu. Ég er leið að heyra það að þetta hefur valdið fólki sársauka en ég gleðst samt yfir því að þetta skuli vera til umræðu, guðsmyndin okkar,“ segir Agnes og bætir við að hún telji aðalatriðið að boða erindi Jesú Krists.
Þjóðkirkjan Hinsegin Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Kirkjan segir Krist ekki bara fyrir hvíta gagnkynhneigða karlmenn Sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar stígur fram og útskýrir hugmyndafræðina að baki hinum afar umdeilda Trans-Jesú. 7. september 2020 15:22 Urgur meðal presta vegna hins umdeilda Trans-Jesú þjóðkirkjunnar Séra Skúli Ólafsson prestur í Neskirkju kallar eftir breyttu verklagi í kynningarmálum þjóðkirkjunnar. 7. september 2020 10:26 Skiptar skoðanir um auglýsingu fyrir Sunnudagaskólann: „Allt í lagi að Jesú sé skeggjaður og með brjóst“ Miklar umræður hafa spunnist í athugasemdakerfinu á Facebook-síðu Þjóðkirkjunnar vegna málsins og segir samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar að viðbrögðin hafi verið eftir væntingum. Einhverjir fagni og á meðan aðrir séu reiðir. 5. september 2020 09:10 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Biden náðar son sinn Erlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Fleiri fréttir Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Sjá meira
Kirkjan segir Krist ekki bara fyrir hvíta gagnkynhneigða karlmenn Sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar stígur fram og útskýrir hugmyndafræðina að baki hinum afar umdeilda Trans-Jesú. 7. september 2020 15:22
Urgur meðal presta vegna hins umdeilda Trans-Jesú þjóðkirkjunnar Séra Skúli Ólafsson prestur í Neskirkju kallar eftir breyttu verklagi í kynningarmálum þjóðkirkjunnar. 7. september 2020 10:26
Skiptar skoðanir um auglýsingu fyrir Sunnudagaskólann: „Allt í lagi að Jesú sé skeggjaður og með brjóst“ Miklar umræður hafa spunnist í athugasemdakerfinu á Facebook-síðu Þjóðkirkjunnar vegna málsins og segir samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar að viðbrögðin hafi verið eftir væntingum. Einhverjir fagni og á meðan aðrir séu reiðir. 5. september 2020 09:10