Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - HK 23-25 | Gestirnir sóttu tvö stig í Garðabæ Dagur Lárusson skrifar 25. september 2020 20:18 Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir er lykilmaður í liði HK. VÍSIR/BÁRA HK vann sinn fyrsta leik í Olís deild kvenna í kvöld er liðið sigraði Stjörnuna 23-25 en Stjarnan hafði unnið báða sína leiki í deildinni. Það voru gestirnir sem voru með yfirhöndina í fyrri hálfleiknum en þó var alltaf mjótt munum. Sóknarleikur Stjörnunar gekk brösulega eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn á meðan vörn HK tvíelfdist og því voru hálfleikstölur 9-12. Þjálfarar Stjörnunnar gerðu breytingar á sóknarleik liðsins í seinni hálfleiknum sem skilaði sér í fleiri mörkum en liðið náði hinsvegar aðeins einu sinni að vera með forystuna í seinni hálfleiknum. Tapaðir boltar, lélegar sendingar og misheppnið skot var það sem einkenndi leik liðsins í kvöld. Þrátt fyrir það voru lokamínúturnar æsispenanndi og leit allt eins út fyrir að Stjarnan gæti náð sigrinum en þá sýndu HK stelpur í hverju þær voru gerðar og silgdu sigrinum í höfn. Lokatölur voru 23-25 og því fyrsti sigur HK í deildinni staðreynd sem og fyrsta tap Stjörnunnar. Af hverju vann HK? Vörnin. Vörn HK var hrikalega öflug í kvöld og það má segja að það hafi verið það sem skildi liðin að í kvöld. Sóknarleikur beggja liða hefði mátt vera betri en varnaleikur HK brást aldrei og það var það sem lagði grunninn að sigri HK í kvöld eins og Halldór, þjálfari liðsins, sagði í viðtali eftir leik. Hverjir stóðu uppúr? Erfitt að benda á það hverjir stóðu uppúr enda var það eflaust liðsandinn í HK liðinu sem bar sigur úr býtum í kvöld. Sara varði hinsvegar vel í markinu og Valgerður Ýr var mjög öflug í sóknarleiknum. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Stjörnunnar var alls ekki nægilega góður í kvöld. Það var ekki aðeins vegna mjög góðrar varnar hjá HK heldur voru þær sjálfum sér verstar í kvöld þar sem fjöldi misheppnaðra sending, tapaðra bolta og lélegra skota var alltaf mikill. Ólíkt frábæru liði Stjörnunnar sem hafði spilað glimrandi í fyrstu leikjum liðsins. Hvað gerist næst? Í næstu umferð, eftir frí, munu FH-ingar mæta í heimsókn til HK á meðan Stjarnan fer í heimsókn til toppliðs Vals. Halldór Harri: Það er karakter og sigurvilji í þessum stelpum „Þetta var bara karakter sigur. Þetta var svona fram og til baka leikur og varnarlega vorum við góðar og það svona skóp sigurinn og þrautseigja sóknarlega. Þó svo að sóknarleikurinn hafi ekki alltaf verið frábær þá var allaveganna vilji til þess að klára þetta, “ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari HK. Varnarleikur HK var öflugur í kvöld en Halldór telur að hann hafi lagt grunninn að sigrinum. „Já en auðvitað datt hann aðeins niður í seinni hálfleik. Við fáum á okkur níu mörk í fyrri og við svona byrjum þetta þar. Það var síðan nokkrir hlutir sem við lenntum í vandræðum með í seinni hálfeik sem er ósköp eðlilegt því þær hafa farið yfir málin sín í hálfleiknum. En við misstum aldrei móðinn, það er karakter og sigurvilji í þessum stelpum. “ Lokamínúturnar voru æsipennandi og hefði sigurinn getað dottið báðum megin en Halldór segir þó að hann hafi alltaf haft trú á stelpunum að klára þetta. „Auðvitað er maður alltaf stressaður þrátt fyrir það að maður sé með reynda leikmenn í liðinu, það fer alltaf um mann, en ég hafði trú á stelpunum allan tímann. “ Rakel: Enn og aftur lengi í gang „Þetta er bara svekkelsi, ég vissi að þetta yrði erfiður leikur og langt frá því að fá einhvern gefins sigur hérna en ég hefði klárlega viljað taka þennan leik, sérstaklega þar sem við vorum á heimavelli, “ sagði Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar. Rakel var alls ekki sátt með það hversu illa lið hennar byrjaði leikinn í kvöld en það hefur verið vandamál í síðustu leikjum. „Ég hef bara áhyggjur af því enn og aftur hversu lengi við erum í gang. Þetta er þriðji leikurinn í deild og það tekur okkur yfirleitt 10-15 mínútur að byrja að standa aðeins í vörn. Það er bara ekki nógu gott, það er bara eins og það vanti eitthvað uppá og við verðum að laga það. „Þegar við náum ágætis flæði þá finnst mér sóknarleikurinn okkar vera fínn en það bara skiptir rosalega miklu máli að við náum að byrja leikina, “ sagði Rakel í viðtali eftir leik. Valgerður Ýr: Mjög mikill léttir að fá tvo punkta „Það er rosalegur léttir að vera komnar með tvo punkta, fyrir pásu líka, það hefði verið leiðinlegt að fara inn í fríið án sigurs,“ sagði Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir, fyrirliði HK. Aðspurð út í það hvað lagði grunninn að sigrinum sagði Valgerður að það væri vörnin og markvarslan. „Vörnin og markvarslan. Við náðum að halda þeim í níu mörkum í fyrri hálfleik og ég held að það hafi lagt svolítið grunninn að þessum sigri og Sara í markinu var geggjuð, “ sagði Valgerður. Olís-deild kvenna Stjarnan HK
HK vann sinn fyrsta leik í Olís deild kvenna í kvöld er liðið sigraði Stjörnuna 23-25 en Stjarnan hafði unnið báða sína leiki í deildinni. Það voru gestirnir sem voru með yfirhöndina í fyrri hálfleiknum en þó var alltaf mjótt munum. Sóknarleikur Stjörnunar gekk brösulega eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn á meðan vörn HK tvíelfdist og því voru hálfleikstölur 9-12. Þjálfarar Stjörnunnar gerðu breytingar á sóknarleik liðsins í seinni hálfleiknum sem skilaði sér í fleiri mörkum en liðið náði hinsvegar aðeins einu sinni að vera með forystuna í seinni hálfleiknum. Tapaðir boltar, lélegar sendingar og misheppnið skot var það sem einkenndi leik liðsins í kvöld. Þrátt fyrir það voru lokamínúturnar æsispenanndi og leit allt eins út fyrir að Stjarnan gæti náð sigrinum en þá sýndu HK stelpur í hverju þær voru gerðar og silgdu sigrinum í höfn. Lokatölur voru 23-25 og því fyrsti sigur HK í deildinni staðreynd sem og fyrsta tap Stjörnunnar. Af hverju vann HK? Vörnin. Vörn HK var hrikalega öflug í kvöld og það má segja að það hafi verið það sem skildi liðin að í kvöld. Sóknarleikur beggja liða hefði mátt vera betri en varnaleikur HK brást aldrei og það var það sem lagði grunninn að sigri HK í kvöld eins og Halldór, þjálfari liðsins, sagði í viðtali eftir leik. Hverjir stóðu uppúr? Erfitt að benda á það hverjir stóðu uppúr enda var það eflaust liðsandinn í HK liðinu sem bar sigur úr býtum í kvöld. Sara varði hinsvegar vel í markinu og Valgerður Ýr var mjög öflug í sóknarleiknum. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Stjörnunnar var alls ekki nægilega góður í kvöld. Það var ekki aðeins vegna mjög góðrar varnar hjá HK heldur voru þær sjálfum sér verstar í kvöld þar sem fjöldi misheppnaðra sending, tapaðra bolta og lélegra skota var alltaf mikill. Ólíkt frábæru liði Stjörnunnar sem hafði spilað glimrandi í fyrstu leikjum liðsins. Hvað gerist næst? Í næstu umferð, eftir frí, munu FH-ingar mæta í heimsókn til HK á meðan Stjarnan fer í heimsókn til toppliðs Vals. Halldór Harri: Það er karakter og sigurvilji í þessum stelpum „Þetta var bara karakter sigur. Þetta var svona fram og til baka leikur og varnarlega vorum við góðar og það svona skóp sigurinn og þrautseigja sóknarlega. Þó svo að sóknarleikurinn hafi ekki alltaf verið frábær þá var allaveganna vilji til þess að klára þetta, “ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari HK. Varnarleikur HK var öflugur í kvöld en Halldór telur að hann hafi lagt grunninn að sigrinum. „Já en auðvitað datt hann aðeins niður í seinni hálfleik. Við fáum á okkur níu mörk í fyrri og við svona byrjum þetta þar. Það var síðan nokkrir hlutir sem við lenntum í vandræðum með í seinni hálfeik sem er ósköp eðlilegt því þær hafa farið yfir málin sín í hálfleiknum. En við misstum aldrei móðinn, það er karakter og sigurvilji í þessum stelpum. “ Lokamínúturnar voru æsipennandi og hefði sigurinn getað dottið báðum megin en Halldór segir þó að hann hafi alltaf haft trú á stelpunum að klára þetta. „Auðvitað er maður alltaf stressaður þrátt fyrir það að maður sé með reynda leikmenn í liðinu, það fer alltaf um mann, en ég hafði trú á stelpunum allan tímann. “ Rakel: Enn og aftur lengi í gang „Þetta er bara svekkelsi, ég vissi að þetta yrði erfiður leikur og langt frá því að fá einhvern gefins sigur hérna en ég hefði klárlega viljað taka þennan leik, sérstaklega þar sem við vorum á heimavelli, “ sagði Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar. Rakel var alls ekki sátt með það hversu illa lið hennar byrjaði leikinn í kvöld en það hefur verið vandamál í síðustu leikjum. „Ég hef bara áhyggjur af því enn og aftur hversu lengi við erum í gang. Þetta er þriðji leikurinn í deild og það tekur okkur yfirleitt 10-15 mínútur að byrja að standa aðeins í vörn. Það er bara ekki nógu gott, það er bara eins og það vanti eitthvað uppá og við verðum að laga það. „Þegar við náum ágætis flæði þá finnst mér sóknarleikurinn okkar vera fínn en það bara skiptir rosalega miklu máli að við náum að byrja leikina, “ sagði Rakel í viðtali eftir leik. Valgerður Ýr: Mjög mikill léttir að fá tvo punkta „Það er rosalegur léttir að vera komnar með tvo punkta, fyrir pásu líka, það hefði verið leiðinlegt að fara inn í fríið án sigurs,“ sagði Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir, fyrirliði HK. Aðspurð út í það hvað lagði grunninn að sigrinum sagði Valgerður að það væri vörnin og markvarslan. „Vörnin og markvarslan. Við náðum að halda þeim í níu mörkum í fyrri hálfleik og ég held að það hafi lagt svolítið grunninn að þessum sigri og Sara í markinu var geggjuð, “ sagði Valgerður.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik