Zúistum fækkaði um fimmtung Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2020 16:55 Samkvæmt tölum Þjóðskrár eru nú rétt rúmlega þúsund manns skráðir í Zuism. Þegar mest lét var á fjórða þúsund manns í félaginu sem hafði þó að því er virðist enga starfsemi. Vísir/Hanna Félögum í Zuism, umdeildu trúfélagi, hefur fækkað um tæplega fimmtung frá því í byrjun desember og er það hlutfallslega mesta fækkun í nokkru trú- eða lífsskoðunarfélagi á tímabilinu. Rúmlega þúsund manns gengu úr þjóðkirkjunni á sama tíma. Samkvæmt tölum Þjóðskrár sem voru birtar í dag voru 249 færri félagar í Zuism 1. október en voru 1. desember og er það fækkun um rétt tæplega 20%. Frá 1. desember 2018 hefur félögum í Zuism fækkað um 375, rúmlega 38% fækkun. Zuism var um skeið á meðal fjölmennustu trúfélaga landsins eftir að þáverandi stjórnendur þess lofuðu félagsmönnum að endurgreiða þeim sóknargjöld sem það fékk frá ríkinu. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlit með starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga, lét stöðva greiðslu sóknargjalda til Zuism í byrjun síðasta árs vegna efasemda um að félagið uppfyllti skilyrði laga. Í dómsmáli sem Zuism höfðaði vegna þess í fyrra lagði félagið fram skjal sem benti til þess að það hefði aðeins endurgreitt félagsmönnum um 5% sóknargjalda sem það hafði fengið frá ríkinu og að það hefði lánað tengdum aðilum milljónir króna án frekari skýringa. Héraðssaksóknari hefur haft fjármál félagsins, sem hefur þegið tugi milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjalda, til rannsóknar undanfarna mánuði. Þrátt fyrir að þetta hafi verið hlutfallslega mesta fækkun nokkurs trúfélags undanfarna tíu mánuði eru enn 1.006 manns skráðir í Zuism. Félagið er nú tíunda fjölmennasta trúfélag landsins. Mest fjölgun hjá Siðmennt og Ásatrúarfélaginu Í Þjóðkirkjunni fækkaði um 1.008 manns frá 1. desember. Það var mesta heildarfækkun félaga í trúfélagi en hlutfallslega var það þó innan við 0,5% fækkun. Henni tilheyra nú 230.146 manns. Mest fjölgaði félögum í Siðmennt þar sem 446 meðlimir bættust við. Þá fjölgaði félögum í Ásatrúarfélaginu um 308. Á eftir þjóðkirkjunni er kaþólska kirkjan með næstflesta félaga, 14.680, og Fríkirkjan í Reykjavík með 10.031 félaga. Nú eru 28.404 einstaklingar skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga eða um 7,4% landsmanna. Þá eru 55.194 með ótilgreinda skráningu, 15% landsmanna. Sóknargjöld ríkisins miðast við félagafjölda 1. desember árið fyrir greiðslur. Trúmál Þjóðkirkjan Zuism Tengdar fréttir Meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkað um 472 frá 1. desember Alls hafa 472 einstaklingar sagt sig úr Þjóðkirkjunni frá 1. Desember 2019 samkvæmt nýjustu tölum frá Þjóðskrá Íslands. 8. júní 2020 18:20 Rannsókn héraðssaksóknara á fjárreiðum Zuism lokið Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn sinni á fjármálum trúfélagsins Zuism og vísað málinu til ákærusviðs. Sýslumaður hefur haldið eftir sóknargjöldum Zuism í meira en ár vegna óvissu um starfsemi félagsins og Héraðsdómur Reykjavíkur gerði verulegar athugasemdir við ársreikning þess í byrjun árs. 26. maí 2020 13:00 Málum Zuism gegn ríkinu lokið en rannsókn heldur áfram Trúfélagið Zuism áfrýjaði ekki dómi um að eftirlitsstofnun hafi verið heimilt að stöðva greiðslur sóknargjalda til þess og er málum þess gegn íslenska ríkinu nú lokið. 2. mars 2020 09:00 Zuism endurgreiddi innan við 5% sóknargjalda og lánaði tengdum aðilum milljónir Í ársreikningi fyrir árið 2017 sem forstöðumaður Zuism skrifaði undir kemur fram að félagið hafi lánað tengdum aðilum níu milljónir króna. 16. janúar 2020 09:15 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Félögum í Zuism, umdeildu trúfélagi, hefur fækkað um tæplega fimmtung frá því í byrjun desember og er það hlutfallslega mesta fækkun í nokkru trú- eða lífsskoðunarfélagi á tímabilinu. Rúmlega þúsund manns gengu úr þjóðkirkjunni á sama tíma. Samkvæmt tölum Þjóðskrár sem voru birtar í dag voru 249 færri félagar í Zuism 1. október en voru 1. desember og er það fækkun um rétt tæplega 20%. Frá 1. desember 2018 hefur félögum í Zuism fækkað um 375, rúmlega 38% fækkun. Zuism var um skeið á meðal fjölmennustu trúfélaga landsins eftir að þáverandi stjórnendur þess lofuðu félagsmönnum að endurgreiða þeim sóknargjöld sem það fékk frá ríkinu. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlit með starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga, lét stöðva greiðslu sóknargjalda til Zuism í byrjun síðasta árs vegna efasemda um að félagið uppfyllti skilyrði laga. Í dómsmáli sem Zuism höfðaði vegna þess í fyrra lagði félagið fram skjal sem benti til þess að það hefði aðeins endurgreitt félagsmönnum um 5% sóknargjalda sem það hafði fengið frá ríkinu og að það hefði lánað tengdum aðilum milljónir króna án frekari skýringa. Héraðssaksóknari hefur haft fjármál félagsins, sem hefur þegið tugi milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjalda, til rannsóknar undanfarna mánuði. Þrátt fyrir að þetta hafi verið hlutfallslega mesta fækkun nokkurs trúfélags undanfarna tíu mánuði eru enn 1.006 manns skráðir í Zuism. Félagið er nú tíunda fjölmennasta trúfélag landsins. Mest fjölgun hjá Siðmennt og Ásatrúarfélaginu Í Þjóðkirkjunni fækkaði um 1.008 manns frá 1. desember. Það var mesta heildarfækkun félaga í trúfélagi en hlutfallslega var það þó innan við 0,5% fækkun. Henni tilheyra nú 230.146 manns. Mest fjölgaði félögum í Siðmennt þar sem 446 meðlimir bættust við. Þá fjölgaði félögum í Ásatrúarfélaginu um 308. Á eftir þjóðkirkjunni er kaþólska kirkjan með næstflesta félaga, 14.680, og Fríkirkjan í Reykjavík með 10.031 félaga. Nú eru 28.404 einstaklingar skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga eða um 7,4% landsmanna. Þá eru 55.194 með ótilgreinda skráningu, 15% landsmanna. Sóknargjöld ríkisins miðast við félagafjölda 1. desember árið fyrir greiðslur.
Trúmál Þjóðkirkjan Zuism Tengdar fréttir Meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkað um 472 frá 1. desember Alls hafa 472 einstaklingar sagt sig úr Þjóðkirkjunni frá 1. Desember 2019 samkvæmt nýjustu tölum frá Þjóðskrá Íslands. 8. júní 2020 18:20 Rannsókn héraðssaksóknara á fjárreiðum Zuism lokið Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn sinni á fjármálum trúfélagsins Zuism og vísað málinu til ákærusviðs. Sýslumaður hefur haldið eftir sóknargjöldum Zuism í meira en ár vegna óvissu um starfsemi félagsins og Héraðsdómur Reykjavíkur gerði verulegar athugasemdir við ársreikning þess í byrjun árs. 26. maí 2020 13:00 Málum Zuism gegn ríkinu lokið en rannsókn heldur áfram Trúfélagið Zuism áfrýjaði ekki dómi um að eftirlitsstofnun hafi verið heimilt að stöðva greiðslur sóknargjalda til þess og er málum þess gegn íslenska ríkinu nú lokið. 2. mars 2020 09:00 Zuism endurgreiddi innan við 5% sóknargjalda og lánaði tengdum aðilum milljónir Í ársreikningi fyrir árið 2017 sem forstöðumaður Zuism skrifaði undir kemur fram að félagið hafi lánað tengdum aðilum níu milljónir króna. 16. janúar 2020 09:15 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkað um 472 frá 1. desember Alls hafa 472 einstaklingar sagt sig úr Þjóðkirkjunni frá 1. Desember 2019 samkvæmt nýjustu tölum frá Þjóðskrá Íslands. 8. júní 2020 18:20
Rannsókn héraðssaksóknara á fjárreiðum Zuism lokið Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn sinni á fjármálum trúfélagsins Zuism og vísað málinu til ákærusviðs. Sýslumaður hefur haldið eftir sóknargjöldum Zuism í meira en ár vegna óvissu um starfsemi félagsins og Héraðsdómur Reykjavíkur gerði verulegar athugasemdir við ársreikning þess í byrjun árs. 26. maí 2020 13:00
Málum Zuism gegn ríkinu lokið en rannsókn heldur áfram Trúfélagið Zuism áfrýjaði ekki dómi um að eftirlitsstofnun hafi verið heimilt að stöðva greiðslur sóknargjalda til þess og er málum þess gegn íslenska ríkinu nú lokið. 2. mars 2020 09:00
Zuism endurgreiddi innan við 5% sóknargjalda og lánaði tengdum aðilum milljónir Í ársreikningi fyrir árið 2017 sem forstöðumaður Zuism skrifaði undir kemur fram að félagið hafi lánað tengdum aðilum níu milljónir króna. 16. janúar 2020 09:15