Þessir staðir opna á ný í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. maí 2020 12:59 IKEA, Þjóðarbókhlaðan, RUSH-trampólíngarður og Jómfrúin eru staðir sem verið hafa lokaðir en opna að nýju eftir samkomubann í dag, 4. maí. Samsett Tilslakanir á veiruaðgerðum stjórnvalda tóku gildi nú á miðnætti, aðfaranótt 4. maí. Fjöldamörk samkomubanns voru þannig hækkuð úr 20 í 50 manns og ýmiss konar þjónustu var þar með aftur gefið grænt ljós. Þá hefur fjöldi veitingastaða, verslana og afþreyingar nú opnað dyr sínar á ný eftir að samkomubann var hert í mars. Hér verður tekinn saman listi, líklega þó hvergi nærri tæmandi, yfir þá staði sem Íslendingar geta nú loks heimsótt samhliða tilslökunum dagsins. Starfsemin er auðvitað öll háð tveggja metra reglunni og nýjum fjöldatakmörkunum. Veitingastaðir Jómfrúin við Lækjargötu opnar í dag. „2,8 m milli borða. 50 manna hámark. Útisvæði. Lamineraðir matseðlar. Handspritt (og annað “spritt” til inntöku),“ segir í Facebook-færslu staðarins nú fyrir hádegi, sem lituð er mikilli tilhlökkun. Mathallir höfuðborgarinnar opna líka eftir að hafa aðeins boðið upp á mat til að taka með heim. Mathöllin á Höfða opnar strax í dag en mathallirnar á Hlemmi og Granda á morgun. Þá opnar einnig Hjá Dóra í Mjódd í dag. Dóri sjálfur sagði í Bítínu í morgun að tveggja metra reglan yrði virt og í boði væri sæti fyrir um tuttugu manns. Kaffihúsakeðjurnar Kaffitár og Te og kaffi hafa nú rýmkað opnunartíma sína. Og Arna, ís- og kaffibar við Eiðistorg á Seltjarnarnesi, boðar jafnframt opnun í dag eftir samkomubannslokun. Sum veitinga- og kaffihús lokuðu hreinlega aldrei heldur hafa haldið úti takmarkaðri starfsemi. Þá hafa önnur þegar opnað á ný, líkt og Sumac við Laugaveg sem opnaði 30. apríl. VERSLUN IKEA lokaði húsnæði sínu að Kauptúni 4 í Garðabæ þegar samkomubannið skall á af fullum þunga í mars og hefur síðan aðeins boðið upp á netverslun. Frá og með deginum í dag verður verslunin, sænska matarhornið og IKEA Bistro opið alla daga frá 11-19 og Bakaríið frá 11-18. Veitingastaðurinn, kaffihúsið og Småland verða þó áfram lokuð. AFÞREYING Hjá Rush-trampólíngarði geta börn á aldrinum 8-15 ára „hoppað frá sér allt vit“ í klukkutíma í senn frá og með deginum í dag, að því er fram kemur í Facebook-færslu garðsins. „Vegna fjöldatakmarkana mælum við með því að foreldrar nýti tækifærið og njóti afslöppunar á kaffihúsi eða í verslunum í nágrenninu á meðan.“ Kvikmyndahús hafa langflest verið lokuð síðan hertu samkomubanni var komið á 24. mars. Í dag, 4. maí, hefja Sambíóin aftur sýningar í Álfabakka. Frumsýningum nýrra kvikmynda hefur þó í flestum tilvikum verið frestað þangað til síðar í sumar, eða jafnvel til haustsins. Þannig verður haldið áfram sýningum á þeim kvikmyndum sem voru í sýningu áður en samkomubannið skall á, auk þess sem boðið verður upp á eldri myndir. Gestir Álfabakka munu til að mynda geta notið hinnar víðfrægu Hangover, sem frumsýnd var árið 2009, í lúxussal. Sýningartíma má nálgast hér. Þá hefur Smárabíó sömuleiðis sýningar í dag. Keiluhöllin og Shake&Pizza opnar á ný með svæðaskiptingu þar sem keiluhöllin er eitt svæði og svo er hægt að borða á þremur aðskildum svæðum. Öll söfn Reykjavíkurborgar, lista-, menningar- og bókasöfn, verða opnuð aftur í dag. Um er að ræða Landnámssýninguna í Aðalstræti, Sjóminjasafn Reykjavíkur, Ársbæjarsafn, Ljósmyndasafn Reykjavíkur, öll útibú Borgarbókasafnsins og Listasafn Reykjavíkur, í Hafnarhúsi, Kjarvalsstöðum og Ásmundarsafni. Þá hefjast daglegar siglingar út í Viðey frá og með mánudeginum 11. maí. Einu undantekningarnar eru Sólheimasafn sem verður lokað aðeins lengur vegna framkvæmda sem og varðskipið Óðinn, sem ekki býr að nægilega stóru rými til að uppfylla reglur um samkomur, að því er fram kemur í tilkynningu. Aðgangur inn á söfnin verður ókeypis til 10. maí „og handhafar Menningarkorta og bókasafnsskírteina njóta framlengds gildistíma um sex vikur. Áfram gildir tveggja metra reglan og hámarkið um 50 manns í hverju rými. Einnig verður lögð áhersla á aukin þrif á álagsstöðum, á yfirborði safngagna og aðgengi að spritti,“ segir í tilkynningu. Skólahald Háskóli Íslands opnaði byggingar sínar á ný í morgun, einmitt þegar prófatíð stendur sem hæst. Á meðal bygginga á háskólasvæðinu sem opna nú er Þjóðarbókhlaðan en þar var fjölmenni í morgun fyrir opnun klukkan níu. Ljóst er að margir hafa beðið eftir því að fá lánaðar bækur eða nýta sér þögnina inni í lessölunum. Mannmergð fyrir opnun á Þjóðarbókhlöðunni í morgunsárið.Nanna Kristjánsdóttir Frá og með 4. maí verður Háskólinn á Akureyri jafnframt opinn fyrir nemendur frá 8 til 19 á virkum dögum og 9 til 16 um helgar. Nemendakort eru ekki virk utan þess tíma. Nemendur geta nýtt sér lesrými á bókasafni og vinnurými á göngum. Auk þessa er nemendum heimilt að koma á rannsóknarstofur og verknámsrými samkvæmt verklagi viðkomandi sviðs/deildar. Nánari upplýsingar um próf og annað fyrirkomulag í HA má nálgast hér. Takmarkanir á fjölda nemenda í leik- og grunnskólum hafa verið felldar niður frá og með deginum í dag og skólahald ætti því víðast hvar að hefjast með eðlilegum hætti, þó að starfsdagar séu raunar víða í grunnskólum landsins í dag. Sömuleiðis hafa fjöldatakmarkanir vegna íþróttaiðkunar og æskulýðsstarfs barna á leik- og grunnskólaaldri verið felldar niður og æfingar íþróttafélaga hefjast því að nýju í dag víðast hvar. Þjónusta Hárgreiðslustofur, nuddstofur, sjúkraþjálfun, snyrtistofur og sambærileg starfsemi geta jafnframt opnað á ný og ætla má að flestar slíkar stofur nýti sér þá heimild. Halda skal tveggja metra fjarlægð milli viðskiptavina eins og kostur er. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn var á meðal þeirra fyrstu sem skellti sér í klippingu eftir langt hlé í morgun. Víðir Reynisson í klippingu hjá Andra á hárgreiðslustofunni Herramönnum í Hamraborg í morgun.Vísir/vilhelm Valkvæðar skurðaðgerðir og ífarandi rannsóknir verða heimilaðar og ýmsum öðrum takmörkunum á heilbrigðisþjónustu aflétt. Tannlækningar verða einnig heimilar. Nýja auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna kórónuveirufaraldursins má svo nálgast í heild hér. Lumar þú á stað sem vantar á listann? Endilega sendu okkur ábendingu á [email protected]. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Dvalarheimili í Bandaríkjunum vilja vörn gegn lögsóknum Minnst tuttugu þúsund skjólstæðingar dvalarheimila hafa dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum og útlit er fyrir að þeim muni fjölga. 3. maí 2020 23:16 Hvað breytist í dag? Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. 4. maí 2020 07:04 Hefur enga trú á því að faraldurinn blossi aftur upp af fullum krafti samhliða tilslökunum Víðir segir að búast við smávægilegri aukningu í smitum samhliða tilslökunum. 4. maí 2020 09:11 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Sjá meira
Tilslakanir á veiruaðgerðum stjórnvalda tóku gildi nú á miðnætti, aðfaranótt 4. maí. Fjöldamörk samkomubanns voru þannig hækkuð úr 20 í 50 manns og ýmiss konar þjónustu var þar með aftur gefið grænt ljós. Þá hefur fjöldi veitingastaða, verslana og afþreyingar nú opnað dyr sínar á ný eftir að samkomubann var hert í mars. Hér verður tekinn saman listi, líklega þó hvergi nærri tæmandi, yfir þá staði sem Íslendingar geta nú loks heimsótt samhliða tilslökunum dagsins. Starfsemin er auðvitað öll háð tveggja metra reglunni og nýjum fjöldatakmörkunum. Veitingastaðir Jómfrúin við Lækjargötu opnar í dag. „2,8 m milli borða. 50 manna hámark. Útisvæði. Lamineraðir matseðlar. Handspritt (og annað “spritt” til inntöku),“ segir í Facebook-færslu staðarins nú fyrir hádegi, sem lituð er mikilli tilhlökkun. Mathallir höfuðborgarinnar opna líka eftir að hafa aðeins boðið upp á mat til að taka með heim. Mathöllin á Höfða opnar strax í dag en mathallirnar á Hlemmi og Granda á morgun. Þá opnar einnig Hjá Dóra í Mjódd í dag. Dóri sjálfur sagði í Bítínu í morgun að tveggja metra reglan yrði virt og í boði væri sæti fyrir um tuttugu manns. Kaffihúsakeðjurnar Kaffitár og Te og kaffi hafa nú rýmkað opnunartíma sína. Og Arna, ís- og kaffibar við Eiðistorg á Seltjarnarnesi, boðar jafnframt opnun í dag eftir samkomubannslokun. Sum veitinga- og kaffihús lokuðu hreinlega aldrei heldur hafa haldið úti takmarkaðri starfsemi. Þá hafa önnur þegar opnað á ný, líkt og Sumac við Laugaveg sem opnaði 30. apríl. VERSLUN IKEA lokaði húsnæði sínu að Kauptúni 4 í Garðabæ þegar samkomubannið skall á af fullum þunga í mars og hefur síðan aðeins boðið upp á netverslun. Frá og með deginum í dag verður verslunin, sænska matarhornið og IKEA Bistro opið alla daga frá 11-19 og Bakaríið frá 11-18. Veitingastaðurinn, kaffihúsið og Småland verða þó áfram lokuð. AFÞREYING Hjá Rush-trampólíngarði geta börn á aldrinum 8-15 ára „hoppað frá sér allt vit“ í klukkutíma í senn frá og með deginum í dag, að því er fram kemur í Facebook-færslu garðsins. „Vegna fjöldatakmarkana mælum við með því að foreldrar nýti tækifærið og njóti afslöppunar á kaffihúsi eða í verslunum í nágrenninu á meðan.“ Kvikmyndahús hafa langflest verið lokuð síðan hertu samkomubanni var komið á 24. mars. Í dag, 4. maí, hefja Sambíóin aftur sýningar í Álfabakka. Frumsýningum nýrra kvikmynda hefur þó í flestum tilvikum verið frestað þangað til síðar í sumar, eða jafnvel til haustsins. Þannig verður haldið áfram sýningum á þeim kvikmyndum sem voru í sýningu áður en samkomubannið skall á, auk þess sem boðið verður upp á eldri myndir. Gestir Álfabakka munu til að mynda geta notið hinnar víðfrægu Hangover, sem frumsýnd var árið 2009, í lúxussal. Sýningartíma má nálgast hér. Þá hefur Smárabíó sömuleiðis sýningar í dag. Keiluhöllin og Shake&Pizza opnar á ný með svæðaskiptingu þar sem keiluhöllin er eitt svæði og svo er hægt að borða á þremur aðskildum svæðum. Öll söfn Reykjavíkurborgar, lista-, menningar- og bókasöfn, verða opnuð aftur í dag. Um er að ræða Landnámssýninguna í Aðalstræti, Sjóminjasafn Reykjavíkur, Ársbæjarsafn, Ljósmyndasafn Reykjavíkur, öll útibú Borgarbókasafnsins og Listasafn Reykjavíkur, í Hafnarhúsi, Kjarvalsstöðum og Ásmundarsafni. Þá hefjast daglegar siglingar út í Viðey frá og með mánudeginum 11. maí. Einu undantekningarnar eru Sólheimasafn sem verður lokað aðeins lengur vegna framkvæmda sem og varðskipið Óðinn, sem ekki býr að nægilega stóru rými til að uppfylla reglur um samkomur, að því er fram kemur í tilkynningu. Aðgangur inn á söfnin verður ókeypis til 10. maí „og handhafar Menningarkorta og bókasafnsskírteina njóta framlengds gildistíma um sex vikur. Áfram gildir tveggja metra reglan og hámarkið um 50 manns í hverju rými. Einnig verður lögð áhersla á aukin þrif á álagsstöðum, á yfirborði safngagna og aðgengi að spritti,“ segir í tilkynningu. Skólahald Háskóli Íslands opnaði byggingar sínar á ný í morgun, einmitt þegar prófatíð stendur sem hæst. Á meðal bygginga á háskólasvæðinu sem opna nú er Þjóðarbókhlaðan en þar var fjölmenni í morgun fyrir opnun klukkan níu. Ljóst er að margir hafa beðið eftir því að fá lánaðar bækur eða nýta sér þögnina inni í lessölunum. Mannmergð fyrir opnun á Þjóðarbókhlöðunni í morgunsárið.Nanna Kristjánsdóttir Frá og með 4. maí verður Háskólinn á Akureyri jafnframt opinn fyrir nemendur frá 8 til 19 á virkum dögum og 9 til 16 um helgar. Nemendakort eru ekki virk utan þess tíma. Nemendur geta nýtt sér lesrými á bókasafni og vinnurými á göngum. Auk þessa er nemendum heimilt að koma á rannsóknarstofur og verknámsrými samkvæmt verklagi viðkomandi sviðs/deildar. Nánari upplýsingar um próf og annað fyrirkomulag í HA má nálgast hér. Takmarkanir á fjölda nemenda í leik- og grunnskólum hafa verið felldar niður frá og með deginum í dag og skólahald ætti því víðast hvar að hefjast með eðlilegum hætti, þó að starfsdagar séu raunar víða í grunnskólum landsins í dag. Sömuleiðis hafa fjöldatakmarkanir vegna íþróttaiðkunar og æskulýðsstarfs barna á leik- og grunnskólaaldri verið felldar niður og æfingar íþróttafélaga hefjast því að nýju í dag víðast hvar. Þjónusta Hárgreiðslustofur, nuddstofur, sjúkraþjálfun, snyrtistofur og sambærileg starfsemi geta jafnframt opnað á ný og ætla má að flestar slíkar stofur nýti sér þá heimild. Halda skal tveggja metra fjarlægð milli viðskiptavina eins og kostur er. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn var á meðal þeirra fyrstu sem skellti sér í klippingu eftir langt hlé í morgun. Víðir Reynisson í klippingu hjá Andra á hárgreiðslustofunni Herramönnum í Hamraborg í morgun.Vísir/vilhelm Valkvæðar skurðaðgerðir og ífarandi rannsóknir verða heimilaðar og ýmsum öðrum takmörkunum á heilbrigðisþjónustu aflétt. Tannlækningar verða einnig heimilar. Nýja auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna kórónuveirufaraldursins má svo nálgast í heild hér. Lumar þú á stað sem vantar á listann? Endilega sendu okkur ábendingu á [email protected].
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Dvalarheimili í Bandaríkjunum vilja vörn gegn lögsóknum Minnst tuttugu þúsund skjólstæðingar dvalarheimila hafa dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum og útlit er fyrir að þeim muni fjölga. 3. maí 2020 23:16 Hvað breytist í dag? Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. 4. maí 2020 07:04 Hefur enga trú á því að faraldurinn blossi aftur upp af fullum krafti samhliða tilslökunum Víðir segir að búast við smávægilegri aukningu í smitum samhliða tilslökunum. 4. maí 2020 09:11 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Sjá meira
Dvalarheimili í Bandaríkjunum vilja vörn gegn lögsóknum Minnst tuttugu þúsund skjólstæðingar dvalarheimila hafa dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum og útlit er fyrir að þeim muni fjölga. 3. maí 2020 23:16
Hvað breytist í dag? Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. 4. maí 2020 07:04
Hefur enga trú á því að faraldurinn blossi aftur upp af fullum krafti samhliða tilslökunum Víðir segir að búast við smávægilegri aukningu í smitum samhliða tilslökunum. 4. maí 2020 09:11