Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 19-17 Fram | Eyjamenn með góðan sigur Einar Kárason skrifar 24. janúar 2021 16:40 Haukar - ÍBV Olís deild karla vetur 2020 - 2021 handbolti Hsí Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Boltinn er farinn að skoppa að nýju í Olís deild karla eftir langt hlé. Heimamenn í ÍBV tóku á móti Safamýrarpiltum í Fram í Vestmannaeyjum í dag. Leikurinn fór rólega af stað og einungis var eitt mark skorað á fyrstu 5 mínútum leiksins en markmenn beggja liða voru í stóru hlutverki í dag. Heimamenn tóku yfirhöndina strax frá byrjun og leiddu 5-1 eftir 10 mínútur. Örskömmu síðar dró til tíðinda þegar Stefán Darri Þórsson leikmaður Fram fékk að líta beint rautt spjald eftir brot á Hákoni Daða Styrmissyni úti á velli. Eins og áður segir voru markmenn liðanna í stuði í dag og eftir stundarfjórðungsleik var Lárus Helgi Ólafsson í marki Fram búinn að verja 7 skot. Gestirnir komu sér inn í leikinn hægt og rólega og minnkuðu muninn í 10-7 áður en Theódór Sigurbjörnsson bætti við marki fyrir ÍBV. Staðan í hálfleik því 11-7. Fram skoraði fyrstu 2 mörk síðari hálfleiksins og virtust ætla að gera betur sóknarlega en þeir sýndu í fyrri hálfleiknum. En við það vöknuðu heimamenn að nýju og bættu við forskot sitt sem þeir héldu til loka leiks. Eftir 45 mínútna leik var munurinn 5 mörk, 15-10. Sóknarleikur gestanna var ekki nægilega góður í dag og ef ekki væri fyrir Lárus Helga í markinu hefði staðan getað verið önnur. Vörn ÍBV stóð sterk og Framarar náðu í raun aldrei að keyra upp spennu í leikinn. Þegar leiktími var liðinn var staðan 19-17 heimamönnum í vil og Fram fóru því stigalausir í Herjólf. Af hverju vann ÍBV? Eyjamenn í raun stjórnuðu leiknum frá upphafi til enda. Vörnin stóð sterk og hleyptu aldrei neinni alvöru spennu í leikinn. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Fram var dapur mest allan leikinn. Margir tapaðir boltar og áttu erfitt með að skapa færi. Eyjamenn hinsvegar sköpuðu sér aragrúa af færum en Lárus Helgi átti stórleik í marki gestanna og hélt þeim á lífi. Hverjir stóðu upp úr? Í liði heimamanna skoraði Hákon Daði 7 mörk, mest allra. Theódór komst honum næst með 5 mörk en næstu menn voru með 2 mörk skoruð. Petar Jokanovic átti fínan leik í markinu og varði 12 skot. Í liði gestanna var Lárus Helgi Ólafsson frábær í markinu. Hann varði 27 skot, þar af eitt vítakast. Leikurinn endaði einungis með tveggja marka mun, þökk sé honum. Hvað gerist næst? ÍBV taka á móti Gróttu en Framarar fá Valsmenn í heimsókn. „Þetta var þolinmæðisvinna“ ,,Ég er bara mjög sáttur með sigurinn,” sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari ÍBV, eftir leik. ,,Vörn og markvarsla er góð. Við hefðum kannski viljað fá meira út úr öðru tempói, fyrsta tempói. Komast hratt upp völlinn og reyna að ná í ódýr mörk. Við vissum það fyrir að þetta gæti orðið strembið úr opnum leik. Ég er bara mjög sáttur með að vinna þennan leik.” ,,Lárus (Helgi Ólafsson, markvörður Fram) var gjörsamlega frábær í þessum leik. Með hátt í 27 skot varin. Það er kannski pínu sorglegt fyrir þá að vera með 27 skot varin en einungis 17 mörk skoruð. Leikir þróast bara mismunandi og bæði lið voru í vandræðum sóknarlega með að klára færin sín og komast í góð færi. Þetta var þolinmæðisvinna og við héldum haus varnarlega allan tímann sem skilar 2 góðum stigum.” Eyjamenn stjórnuðu leiknum og spiluðu hann eftir eigin höfði, sem var eitthvað sem Framarar voru ekki ánægðir með. ,,Við ætluðum okkur að keyra í bakið á þeim. Flotið í sóknarleik okkar var ekki það gott að það skili miklu. Svo dregur bara aðeins af mönnum og við vorum í bullandi vandræðum sóknarlega. Það var ekki upplagt að hanga eitthvað á boltanum. Við sköpum samt fullt, fullt af færum. Skulum ekki gleyma því. Lárus með aragrúa af einn á móti einum markvörslum. Tölurnar eru kannski verri en þær gefa til kynna. Bæði lið voru ekki að bjóða upp á fallegan sóknarleik í dag. Það er alveg ljóst,” sagði Kristinn að lokum. „Vorum undirspenntir“ Sebastian Alexandersson var að vonum ósáttur með tapið í Vestmannaeyjum í dag. ,,Varnarlega gekk þetta mjög vel. Fengum frábæra markvörslu og ég held að andstæðingurinn hafi tekið að minnsta kosti 8 fráköst og mörk úr allavega 5 eða 6 fráköstum. Ég skil ekki að við séum alltaf hissa að Lalli (Lárus Helgi) sé að verja þegar hann er í þessum gír. Ég hefði viljað ná þeim fráköstum.” ,,Við náum aldrei upp hraða í leiknum og leyfum ÍBV að stjórna hraðanum frá byrjun. Þeir ná okkur alveg niður á hælana. Fyrstu 10 mínúturnar vorum við bara áhugalausir. Undirspenntir ef eitthvað. Ég hafði áhyggjur að við værum yfirspenntir. Gaman loksins að fara að spila en það var sko algjörlega í hina áttina. “ ,,Við náðum okkur svo í gang. Sóknarleikurinn er náttúrulega bara. Ég ætla ekki að nota nein stór lýsingarorð. Sóknarleikurinn var langt fra því sem við höfum verið að gera og ekki var hann góður fyrir. við erum búnir að laga helling núna í fríiinu og búnir að spila æfingaleiki í vikunni þar sem við vorum. Það var allavega ekki þetta. Staðir og óöruggir. Með einhverja 15 tapaða bolta. Hræðilega skotnýtingu.“ ,,Þannig að þetta er bara, þrátt fyrir frábæran varnarleik og markvörslu. Skyggir þessi hræðilega lélegi sóknarleikur á allt í dag og í augnablikinu er ég bara hissa og sár. Það þarf bara að fara til baka og við höfum 3 daga til að mæta miklu hraðara og betra liði. Það er eins gott að menn nýti sér þennan leik til þess að reyna að átta sig á því hvað er sem við eigum að vera að gera í sókn.” Framarar voru ósáttir á bekknum við þann handbolta sem ÍBV bauð upp á í dag. ,,Æji, ég meina. Kommon. Ég er ekkert ósáttur við það. ÍBV ræður bara hvernig handbolta þeir spila en mér fannst þetta alveg. Taktíkin hjá þeim var að drepa niður hraðan og spila alveg ævintýralega langar sóknir. Ég hef náttúrulega enga stjórn á því. Þeir spila bara eins og þeir vilja, en mér má finnast það leiðinlegt. Það virkaði hjá þeim í dag. Náðu okkur alveg niður og slökktu alveg á okkur. Svo eru þeir góðir í að koma með hraðabreytingar. Mér fannst við standa frábærlega einbeitinguna í vörn og létum þá ekki svæfa okkur.” ,,Það breytir því ekkert, þó það komi mér ekkert við hvernig aðrir spila, að þá má mér finnast það leiðinlegt.” ,,Við fengum 19 mörk á okkur en við unnum samt ekki. Það er bara. Já. Ég ætla ekki að segja það,” sagði Sebastian að lokum Olís-deild karla ÍBV Fram
Boltinn er farinn að skoppa að nýju í Olís deild karla eftir langt hlé. Heimamenn í ÍBV tóku á móti Safamýrarpiltum í Fram í Vestmannaeyjum í dag. Leikurinn fór rólega af stað og einungis var eitt mark skorað á fyrstu 5 mínútum leiksins en markmenn beggja liða voru í stóru hlutverki í dag. Heimamenn tóku yfirhöndina strax frá byrjun og leiddu 5-1 eftir 10 mínútur. Örskömmu síðar dró til tíðinda þegar Stefán Darri Þórsson leikmaður Fram fékk að líta beint rautt spjald eftir brot á Hákoni Daða Styrmissyni úti á velli. Eins og áður segir voru markmenn liðanna í stuði í dag og eftir stundarfjórðungsleik var Lárus Helgi Ólafsson í marki Fram búinn að verja 7 skot. Gestirnir komu sér inn í leikinn hægt og rólega og minnkuðu muninn í 10-7 áður en Theódór Sigurbjörnsson bætti við marki fyrir ÍBV. Staðan í hálfleik því 11-7. Fram skoraði fyrstu 2 mörk síðari hálfleiksins og virtust ætla að gera betur sóknarlega en þeir sýndu í fyrri hálfleiknum. En við það vöknuðu heimamenn að nýju og bættu við forskot sitt sem þeir héldu til loka leiks. Eftir 45 mínútna leik var munurinn 5 mörk, 15-10. Sóknarleikur gestanna var ekki nægilega góður í dag og ef ekki væri fyrir Lárus Helga í markinu hefði staðan getað verið önnur. Vörn ÍBV stóð sterk og Framarar náðu í raun aldrei að keyra upp spennu í leikinn. Þegar leiktími var liðinn var staðan 19-17 heimamönnum í vil og Fram fóru því stigalausir í Herjólf. Af hverju vann ÍBV? Eyjamenn í raun stjórnuðu leiknum frá upphafi til enda. Vörnin stóð sterk og hleyptu aldrei neinni alvöru spennu í leikinn. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Fram var dapur mest allan leikinn. Margir tapaðir boltar og áttu erfitt með að skapa færi. Eyjamenn hinsvegar sköpuðu sér aragrúa af færum en Lárus Helgi átti stórleik í marki gestanna og hélt þeim á lífi. Hverjir stóðu upp úr? Í liði heimamanna skoraði Hákon Daði 7 mörk, mest allra. Theódór komst honum næst með 5 mörk en næstu menn voru með 2 mörk skoruð. Petar Jokanovic átti fínan leik í markinu og varði 12 skot. Í liði gestanna var Lárus Helgi Ólafsson frábær í markinu. Hann varði 27 skot, þar af eitt vítakast. Leikurinn endaði einungis með tveggja marka mun, þökk sé honum. Hvað gerist næst? ÍBV taka á móti Gróttu en Framarar fá Valsmenn í heimsókn. „Þetta var þolinmæðisvinna“ ,,Ég er bara mjög sáttur með sigurinn,” sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari ÍBV, eftir leik. ,,Vörn og markvarsla er góð. Við hefðum kannski viljað fá meira út úr öðru tempói, fyrsta tempói. Komast hratt upp völlinn og reyna að ná í ódýr mörk. Við vissum það fyrir að þetta gæti orðið strembið úr opnum leik. Ég er bara mjög sáttur með að vinna þennan leik.” ,,Lárus (Helgi Ólafsson, markvörður Fram) var gjörsamlega frábær í þessum leik. Með hátt í 27 skot varin. Það er kannski pínu sorglegt fyrir þá að vera með 27 skot varin en einungis 17 mörk skoruð. Leikir þróast bara mismunandi og bæði lið voru í vandræðum sóknarlega með að klára færin sín og komast í góð færi. Þetta var þolinmæðisvinna og við héldum haus varnarlega allan tímann sem skilar 2 góðum stigum.” Eyjamenn stjórnuðu leiknum og spiluðu hann eftir eigin höfði, sem var eitthvað sem Framarar voru ekki ánægðir með. ,,Við ætluðum okkur að keyra í bakið á þeim. Flotið í sóknarleik okkar var ekki það gott að það skili miklu. Svo dregur bara aðeins af mönnum og við vorum í bullandi vandræðum sóknarlega. Það var ekki upplagt að hanga eitthvað á boltanum. Við sköpum samt fullt, fullt af færum. Skulum ekki gleyma því. Lárus með aragrúa af einn á móti einum markvörslum. Tölurnar eru kannski verri en þær gefa til kynna. Bæði lið voru ekki að bjóða upp á fallegan sóknarleik í dag. Það er alveg ljóst,” sagði Kristinn að lokum. „Vorum undirspenntir“ Sebastian Alexandersson var að vonum ósáttur með tapið í Vestmannaeyjum í dag. ,,Varnarlega gekk þetta mjög vel. Fengum frábæra markvörslu og ég held að andstæðingurinn hafi tekið að minnsta kosti 8 fráköst og mörk úr allavega 5 eða 6 fráköstum. Ég skil ekki að við séum alltaf hissa að Lalli (Lárus Helgi) sé að verja þegar hann er í þessum gír. Ég hefði viljað ná þeim fráköstum.” ,,Við náum aldrei upp hraða í leiknum og leyfum ÍBV að stjórna hraðanum frá byrjun. Þeir ná okkur alveg niður á hælana. Fyrstu 10 mínúturnar vorum við bara áhugalausir. Undirspenntir ef eitthvað. Ég hafði áhyggjur að við værum yfirspenntir. Gaman loksins að fara að spila en það var sko algjörlega í hina áttina. “ ,,Við náðum okkur svo í gang. Sóknarleikurinn er náttúrulega bara. Ég ætla ekki að nota nein stór lýsingarorð. Sóknarleikurinn var langt fra því sem við höfum verið að gera og ekki var hann góður fyrir. við erum búnir að laga helling núna í fríiinu og búnir að spila æfingaleiki í vikunni þar sem við vorum. Það var allavega ekki þetta. Staðir og óöruggir. Með einhverja 15 tapaða bolta. Hræðilega skotnýtingu.“ ,,Þannig að þetta er bara, þrátt fyrir frábæran varnarleik og markvörslu. Skyggir þessi hræðilega lélegi sóknarleikur á allt í dag og í augnablikinu er ég bara hissa og sár. Það þarf bara að fara til baka og við höfum 3 daga til að mæta miklu hraðara og betra liði. Það er eins gott að menn nýti sér þennan leik til þess að reyna að átta sig á því hvað er sem við eigum að vera að gera í sókn.” Framarar voru ósáttir á bekknum við þann handbolta sem ÍBV bauð upp á í dag. ,,Æji, ég meina. Kommon. Ég er ekkert ósáttur við það. ÍBV ræður bara hvernig handbolta þeir spila en mér fannst þetta alveg. Taktíkin hjá þeim var að drepa niður hraðan og spila alveg ævintýralega langar sóknir. Ég hef náttúrulega enga stjórn á því. Þeir spila bara eins og þeir vilja, en mér má finnast það leiðinlegt. Það virkaði hjá þeim í dag. Náðu okkur alveg niður og slökktu alveg á okkur. Svo eru þeir góðir í að koma með hraðabreytingar. Mér fannst við standa frábærlega einbeitinguna í vörn og létum þá ekki svæfa okkur.” ,,Það breytir því ekkert, þó það komi mér ekkert við hvernig aðrir spila, að þá má mér finnast það leiðinlegt.” ,,Við fengum 19 mörk á okkur en við unnum samt ekki. Það er bara. Já. Ég ætla ekki að segja það,” sagði Sebastian að lokum
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik