Öflugur skjálfti við Fagradalsfjall í nótt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. mars 2021 06:04 Flestir skjálftar næturinnar eiga upptök sín við Fagradalsfjall. Vísir/Vilhelm Stór skjálfti að stærð 5,1 varð klukkan 03:14 í nótt. Skjálftinn átti upptök sín á 5,1 kílómetra dýpi, 2,4 kílómetra suðsuðvestur af Fagradalsfjalli. Að sögn Huldu Rósar Helgadóttur, náttúrvársérfræðings á Veðurstofu Íslands, fannst skjálftinn víða um land og bárust Veðurstofunni tilkynningar um að skjálftinn hefði fundist allt austur í Fljótshlíð og vestur í Búðardal. Hún segir að enginn órói hafi fylgt þessum stóra skjálfta og þá er ekki að sjá að kvika sé komin upp á yfirborðið á svæðinu. Alls hafa um 700 skjálftar mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti. Samkvæmt töflu á vef Veðurstofunnar hafa þeir langflestir verið við Fagradalsfjall. Þá hafa nokkrir einnig átt upptök sín norður eða norðaustur af Grindavík. Hulda Rós segir rúmlega tuttugu skjálfta í nótt hafa verið yfir þremur að stærð. Þeir hafi allir, fyrir utan þennan stóra um miðja nótt, verið á milli þrír og fjórir að stærð. Sumir hafa slagað hátt í fjóra; klukkan 04:35 varð skjálfti að stærð 3,9 fjóra kílómetra norðaustur af Grindavík og klukkan 05:19 varð skjálfti að stærð 3,8 2,9 kílómetra suður af Fagradalsfjalli samkvæmt töflu Veðurstofunnar. Tvær vikur eru nú síðan að skjálfti 5,7 að stærð reið yfir á Reykjanesskaga. Þar með hófst sú jarðskjálftahrina sem nú er í gangi og er hún talin nokkuð óvenjuleg vegna þess fjölda stórra skjálfta sem orðið hafa. Fjölmargir hafa verið yfir fjórum að stærð og þó nokkrir yfir fimm. Mikil skjálftavirkni er enn við Fagradalsfjall.Veðurstofa Íslands Vísindamenn telja kvikugang hafa myndast á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Kvikan í ganginum er á um eins kílómeters dýpi og er gert ráð fyrir að hún geti mögulega brotið sér leið upp á yfirborðið þannig að það verði eldgos. Þrisvar sinnum í hrinunni hefur mælst svokallaður óróapúls en óróapúls þegar margir litlir skjálftar verða með svo stuttu millibili að erfitt og nær ómögulegt að greina á milli þeirra. Slíkur órói er gjarnan fyrirboði eldgoss en eins og kom fram hjá Freysteini Sigmundssyni, jarðeðlisfræðingi, í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þá gæti kvikan brotið sér leið upp á yfirborði nær án fyrirvara. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira
Að sögn Huldu Rósar Helgadóttur, náttúrvársérfræðings á Veðurstofu Íslands, fannst skjálftinn víða um land og bárust Veðurstofunni tilkynningar um að skjálftinn hefði fundist allt austur í Fljótshlíð og vestur í Búðardal. Hún segir að enginn órói hafi fylgt þessum stóra skjálfta og þá er ekki að sjá að kvika sé komin upp á yfirborðið á svæðinu. Alls hafa um 700 skjálftar mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti. Samkvæmt töflu á vef Veðurstofunnar hafa þeir langflestir verið við Fagradalsfjall. Þá hafa nokkrir einnig átt upptök sín norður eða norðaustur af Grindavík. Hulda Rós segir rúmlega tuttugu skjálfta í nótt hafa verið yfir þremur að stærð. Þeir hafi allir, fyrir utan þennan stóra um miðja nótt, verið á milli þrír og fjórir að stærð. Sumir hafa slagað hátt í fjóra; klukkan 04:35 varð skjálfti að stærð 3,9 fjóra kílómetra norðaustur af Grindavík og klukkan 05:19 varð skjálfti að stærð 3,8 2,9 kílómetra suður af Fagradalsfjalli samkvæmt töflu Veðurstofunnar. Tvær vikur eru nú síðan að skjálfti 5,7 að stærð reið yfir á Reykjanesskaga. Þar með hófst sú jarðskjálftahrina sem nú er í gangi og er hún talin nokkuð óvenjuleg vegna þess fjölda stórra skjálfta sem orðið hafa. Fjölmargir hafa verið yfir fjórum að stærð og þó nokkrir yfir fimm. Mikil skjálftavirkni er enn við Fagradalsfjall.Veðurstofa Íslands Vísindamenn telja kvikugang hafa myndast á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Kvikan í ganginum er á um eins kílómeters dýpi og er gert ráð fyrir að hún geti mögulega brotið sér leið upp á yfirborðið þannig að það verði eldgos. Þrisvar sinnum í hrinunni hefur mælst svokallaður óróapúls en óróapúls þegar margir litlir skjálftar verða með svo stuttu millibili að erfitt og nær ómögulegt að greina á milli þeirra. Slíkur órói er gjarnan fyrirboði eldgoss en eins og kom fram hjá Freysteini Sigmundssyni, jarðeðlisfræðingi, í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þá gæti kvikan brotið sér leið upp á yfirborði nær án fyrirvara. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira