Fjórir nýir gígar opnuðust: „Ósköp eðlileg þróun“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. apríl 2021 11:27 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir nýjar sprungur hafa verið viðbúnar. Fjórir nýir gígar opnuðust á gosstöðvunum í Geldingadölum í morgun. Eldfjallafræðingur segir það ekki hafa komið á óvart en sýni mikilvægi þess að fólk haldi sig fyrir utan skilgreind hættusvæði. Búist er við talsverðri gasmengun á Vatnsleysuströnd í dag. Nýjustu gígarnir eru á stuttri sprungu á milli syðstu gíganna sem opnuðust fyrst og þar sem hraun rennur í Geldingadali og hinna nýrri gíga, norðar í gígaröðinni, þaðan sem hraun hefur runnið bæði í Geldingadali og Meradali. Ekki er útlit fyrir að nein augljós breyting hafi orðið á virkninni. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir nýjar sprungur hafa verið viðbúnar. „Það má alveg búast við þessu sérstaklega eftir atburði síðustu daga að þá er þetta ósköp eðlileg þróun og kannski líka vert að benda á það að kvikan virðist vera að koma upp um sprungu sem voru þarna fyrir, þannig að hún er bara að nýta sér veikleika í skorpunni til þess að komast upp á yfirborðið.“ Að neðan má sjá myndband af nýju gígunum. Má reikna með enn fleiri sprungum Þorvaldur segir að búast megi við að fleiri sprungur muni opnast. „Ef framleiðnin núna í gosinu er orðin nokkurn veginn sú sama og innflæðið inn í ganginn að þá næst eitthvert jafnvægi og ef þessi gígop sem er núna virk halda áfram að vera virk að þá býst ég ekki við miklum breytingum, ef innflæðið er nokkurn veginn það sama og útflæðið. Ef framleiðnin í gosinu eða útflæðið er minna heldur en það sem er að koma inn í ganginn að þá getum við alveg búist við áframhaldandi sviðsmynd sem er svipuð því sem við höfum séð á síðustu dögum,“ segir Þorvaldur. Getur verið varhugavert Mörg hundruð manns hafa sótt gosstöðvarnar nær daglega síðan eldgosið hófst. Þorvaldur segir það geta verið varhugavert að vera á ákveðnum svæðum enda geti sprungur opnast nær fyrirvaralaust. „Það er alltaf varhugavert að vera á þeim svæðum sem eru í línu við gíganna og nálægt gígunum. Sprungurnar geta opnast þar. Svæðið sem er afmarkað af almannavörnum sem hættusvæði, það er ekki ráðlagt að vera innan þess. Það er miklu betra fyrir fólk að halda sig utan við það svæði og bara njóta útsýnisins,“ segir Þorvaldur. Búist er við að mengun frá gosinu berist til norðurs yfir Vatnsleysuströnd í dag og jafnvel líka til norðausturs yfir höfuðborgarsvæðið. Þá getur gasmengun við gosstöðvarnar alltaf farið yfir hættumörk og því öruggast að horfa með vindinn í bakið. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Fleiri gígar opnuðust í morgun Tveir eða þrír gígar opnuðust á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í morgun. 13. apríl 2021 09:06 Mest lesið Biden náðar son sinn Erlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Fleiri fréttir Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Sjá meira
Nýjustu gígarnir eru á stuttri sprungu á milli syðstu gíganna sem opnuðust fyrst og þar sem hraun rennur í Geldingadali og hinna nýrri gíga, norðar í gígaröðinni, þaðan sem hraun hefur runnið bæði í Geldingadali og Meradali. Ekki er útlit fyrir að nein augljós breyting hafi orðið á virkninni. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir nýjar sprungur hafa verið viðbúnar. „Það má alveg búast við þessu sérstaklega eftir atburði síðustu daga að þá er þetta ósköp eðlileg þróun og kannski líka vert að benda á það að kvikan virðist vera að koma upp um sprungu sem voru þarna fyrir, þannig að hún er bara að nýta sér veikleika í skorpunni til þess að komast upp á yfirborðið.“ Að neðan má sjá myndband af nýju gígunum. Má reikna með enn fleiri sprungum Þorvaldur segir að búast megi við að fleiri sprungur muni opnast. „Ef framleiðnin núna í gosinu er orðin nokkurn veginn sú sama og innflæðið inn í ganginn að þá næst eitthvert jafnvægi og ef þessi gígop sem er núna virk halda áfram að vera virk að þá býst ég ekki við miklum breytingum, ef innflæðið er nokkurn veginn það sama og útflæðið. Ef framleiðnin í gosinu eða útflæðið er minna heldur en það sem er að koma inn í ganginn að þá getum við alveg búist við áframhaldandi sviðsmynd sem er svipuð því sem við höfum séð á síðustu dögum,“ segir Þorvaldur. Getur verið varhugavert Mörg hundruð manns hafa sótt gosstöðvarnar nær daglega síðan eldgosið hófst. Þorvaldur segir það geta verið varhugavert að vera á ákveðnum svæðum enda geti sprungur opnast nær fyrirvaralaust. „Það er alltaf varhugavert að vera á þeim svæðum sem eru í línu við gíganna og nálægt gígunum. Sprungurnar geta opnast þar. Svæðið sem er afmarkað af almannavörnum sem hættusvæði, það er ekki ráðlagt að vera innan þess. Það er miklu betra fyrir fólk að halda sig utan við það svæði og bara njóta útsýnisins,“ segir Þorvaldur. Búist er við að mengun frá gosinu berist til norðurs yfir Vatnsleysuströnd í dag og jafnvel líka til norðausturs yfir höfuðborgarsvæðið. Þá getur gasmengun við gosstöðvarnar alltaf farið yfir hættumörk og því öruggast að horfa með vindinn í bakið.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Fleiri gígar opnuðust í morgun Tveir eða þrír gígar opnuðust á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í morgun. 13. apríl 2021 09:06 Mest lesið Biden náðar son sinn Erlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Fleiri fréttir Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Sjá meira
Fleiri gígar opnuðust í morgun Tveir eða þrír gígar opnuðust á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í morgun. 13. apríl 2021 09:06