Umfjöllun og viðtal: ÍBV - Stjarnan 36-34 | Eyjasigur í háspennuleik Einar Kárason skrifar 9. maí 2021 15:16 Theodór Sigurbjörnsson var atkvæðamestur Eyjamanna. vísir/bára Eyjamenn tóku öll stigin sem í boði voru eftir sigur á Stjörnunni í hörku spennandi leik. Fyrir leik voru liðin hnífjöfn á töflunni. Bæði með 21 stig eftir 18 leiki og því mikið undir. Stjarnan hóf leikinn betur og leiddi framan af leik. Gestirnir áttu auðvelt með að skapa sér góð marktækifæri og skoruðu úr fyrstu tíu skotum sínum á markið. Eyjamönnum gekk ekki eins vel en voru þrátt fyrir það aldrei langt undan. ÍBV átti fínan kafla um miðjan fyrri hálfleikinn þar sem þeir skoruðu fimm mörk gegn engu og voru þannig komnir með tveggja marka forustu 14-12. Garðbæingar bættu þá í og var leikurinn jafn þegar lítið var eftir af fyrri hálfleiknum. Eyjamenn misstu boltann, trekk í trekk, sem varð til þess að þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik var staðan 18-20, Stjörnumönnum í vil. Petar Jokanovic kom inn í markið hjá ÍBV í síðari hálfeik og byrjaði heldur betur vel en hann varði fyrstu fimm skotin sem á hann komu. Því miður fyrir hann og ÍBV gekk þeim brösulega á sóknarhelmingi vallarins og skoruðu ekki nema eitt mark. Eftir að gestirnir komu boltanum loks í netið framhjá Petar komu þeir sér í fína stöðu, 22-26, eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik. Leikurinn snérist þá enn eina ferðina og gerðu ÍBV næstu fimm mörkin, rétt eins og í fyrri hálfleiknum. Stjörnumenn reyndu eins og þeir gátu að klóra í bakkann en þegar rúmar fimm mínútur voru eftir af leiknum var staðan 33-29, ÍBV í vil. Þá var eins og Eyjamenn tækju þá ákvörðun að hleypa leiknum upp í spennu og töpuðu boltanum þrisvar sinnum á á tveggja mínútna kafla og leikurinn orðinn jafn. Liðin skoruðu svo til skiptis og þegar mínúta var eftir var staðan jöfn, 34-34. Heimamenn tóku þá leikhlé og stilltu upp í kerfi. Sigtryggur Daði Rúnarsson fékk boltann og skaut að marki. Brynjar Darri Baldursson, markvörður Stjörnunnar, var í boltanum en hann lak yfir línuna og markið dæmt. Stjörnumenn vildu meina að boltinn hefði ekki farið yfir línuna en dómarar leiksins ósammála því. Gestirnir keyrðu upp en töpuðu boltanum sem varð til þess að Sigtryggur Daði gat gert endanlega út um leikinn, sem og hann gerði. Leikar enduðu því 36-34 í æsispennandi leik. Af hverju vann ÍBV? Petar Jokanovic á sinn þátt í því að stigin verða eftir í Vestmannaeyjum. Í sveifluleik þar sem litlu mátti muna skipti meðbyrinn miklu máli í hvert sinn. Stjörnumenn hefðu nánast getað gert úti um leikinn í byrjun síðari hálfleiks ef ekki hefði verið fyrir frábærar vörslur úr góðum færum. Eyjamenn nýttu sér það á endanum og þrátt fyrir að gefa eftir í restina náðu þeir að sigla þessu heim. Hverjir stóðu upp úr? Theodór Sigurbjörnsson var góður sóknarlega og skoraði 10 mörk fyrir ÍBV. Eins og áður sagði var Petar Jokanovic einnig góður en hann varði 9 skot í síðari hálfleik. Hjá Stjörnunni var Leó Snær Pétursson atkvæðamestur með 9 mörk, þar af 4 úr vítum. Hvað gekk illa? Það var mikið um feilsendingar og kjánaleg mistök í þessum leik. Bæði lið hafa nóg að skoða og melta eftir leikinn. Hvað er framundan? Eyjamenn fara norður á Akureyri og eiga þar leik við KA á meðan Stjörnumenn fá Val í heimsókn í Garðabæinn. Patrekur Jóhannesson: Erfitt að vinna í Eyjum en það var tækifæri til þess í dag Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar. ,,Þetta var jafn leikur," sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leik. ,,Mér fannst bæði lið döpur varnarlega í fyrri hálfleik. Við breyttum um kerfi sem virkaði aðeins betur. Eyjamenn fá mjög góða markvörslu í byrjun seinni hálfleiks þar sem við förum illa með mikið af dauðafærum. Það er lélegt hjá okkur." Leiða í hálfleik en ná ekki að bæta í ,,Hann (Petar Jokanovic) ver ekkert smá vel. Þetta eru engin smá færi, flest af sex metrunum. Það er lélegt hjá okkur að gera ekki betur í þessari stöðu. Það er stundum þannig að markmenn detta í ákveðinn ham eins og hann gerði." ,,Við vitum af þessari Eyjavörn. Við förum að kasta boltanum gegnum senterinn sem má alls ekki gera á móti þessari vörn. Í staðinn fyrir að halda áfram með beittar árásir fóru menn í smá hik. Það er ekki nógu gott. Þess vegna töpum við þessum leik." Koma til baka en lokasóknin klikkar ,,Staðan er 33-29 en samt náum við að koma til baka. Það er ég ánægður með. Það er karakter hjá leikmönnum að tapa ekki með stærri mun. Við komum til baka, gefumst ekki upp. Ég var ósáttur en hann boltinn var víst inni (eftir skot Sigtryggs Daða undir lokin). Ég skammaði dómarana aðeins en baðst afsökunar á því. Það er erfitt að vinna í Eyjum en ég held það hafi verið mjög gott tækifæri í dag til þess að gera það," sagði Patrekur. ÍBV Stjarnan Olís-deild karla
Eyjamenn tóku öll stigin sem í boði voru eftir sigur á Stjörnunni í hörku spennandi leik. Fyrir leik voru liðin hnífjöfn á töflunni. Bæði með 21 stig eftir 18 leiki og því mikið undir. Stjarnan hóf leikinn betur og leiddi framan af leik. Gestirnir áttu auðvelt með að skapa sér góð marktækifæri og skoruðu úr fyrstu tíu skotum sínum á markið. Eyjamönnum gekk ekki eins vel en voru þrátt fyrir það aldrei langt undan. ÍBV átti fínan kafla um miðjan fyrri hálfleikinn þar sem þeir skoruðu fimm mörk gegn engu og voru þannig komnir með tveggja marka forustu 14-12. Garðbæingar bættu þá í og var leikurinn jafn þegar lítið var eftir af fyrri hálfleiknum. Eyjamenn misstu boltann, trekk í trekk, sem varð til þess að þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik var staðan 18-20, Stjörnumönnum í vil. Petar Jokanovic kom inn í markið hjá ÍBV í síðari hálfeik og byrjaði heldur betur vel en hann varði fyrstu fimm skotin sem á hann komu. Því miður fyrir hann og ÍBV gekk þeim brösulega á sóknarhelmingi vallarins og skoruðu ekki nema eitt mark. Eftir að gestirnir komu boltanum loks í netið framhjá Petar komu þeir sér í fína stöðu, 22-26, eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik. Leikurinn snérist þá enn eina ferðina og gerðu ÍBV næstu fimm mörkin, rétt eins og í fyrri hálfleiknum. Stjörnumenn reyndu eins og þeir gátu að klóra í bakkann en þegar rúmar fimm mínútur voru eftir af leiknum var staðan 33-29, ÍBV í vil. Þá var eins og Eyjamenn tækju þá ákvörðun að hleypa leiknum upp í spennu og töpuðu boltanum þrisvar sinnum á á tveggja mínútna kafla og leikurinn orðinn jafn. Liðin skoruðu svo til skiptis og þegar mínúta var eftir var staðan jöfn, 34-34. Heimamenn tóku þá leikhlé og stilltu upp í kerfi. Sigtryggur Daði Rúnarsson fékk boltann og skaut að marki. Brynjar Darri Baldursson, markvörður Stjörnunnar, var í boltanum en hann lak yfir línuna og markið dæmt. Stjörnumenn vildu meina að boltinn hefði ekki farið yfir línuna en dómarar leiksins ósammála því. Gestirnir keyrðu upp en töpuðu boltanum sem varð til þess að Sigtryggur Daði gat gert endanlega út um leikinn, sem og hann gerði. Leikar enduðu því 36-34 í æsispennandi leik. Af hverju vann ÍBV? Petar Jokanovic á sinn þátt í því að stigin verða eftir í Vestmannaeyjum. Í sveifluleik þar sem litlu mátti muna skipti meðbyrinn miklu máli í hvert sinn. Stjörnumenn hefðu nánast getað gert úti um leikinn í byrjun síðari hálfleiks ef ekki hefði verið fyrir frábærar vörslur úr góðum færum. Eyjamenn nýttu sér það á endanum og þrátt fyrir að gefa eftir í restina náðu þeir að sigla þessu heim. Hverjir stóðu upp úr? Theodór Sigurbjörnsson var góður sóknarlega og skoraði 10 mörk fyrir ÍBV. Eins og áður sagði var Petar Jokanovic einnig góður en hann varði 9 skot í síðari hálfleik. Hjá Stjörnunni var Leó Snær Pétursson atkvæðamestur með 9 mörk, þar af 4 úr vítum. Hvað gekk illa? Það var mikið um feilsendingar og kjánaleg mistök í þessum leik. Bæði lið hafa nóg að skoða og melta eftir leikinn. Hvað er framundan? Eyjamenn fara norður á Akureyri og eiga þar leik við KA á meðan Stjörnumenn fá Val í heimsókn í Garðabæinn. Patrekur Jóhannesson: Erfitt að vinna í Eyjum en það var tækifæri til þess í dag Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar. ,,Þetta var jafn leikur," sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leik. ,,Mér fannst bæði lið döpur varnarlega í fyrri hálfleik. Við breyttum um kerfi sem virkaði aðeins betur. Eyjamenn fá mjög góða markvörslu í byrjun seinni hálfleiks þar sem við förum illa með mikið af dauðafærum. Það er lélegt hjá okkur." Leiða í hálfleik en ná ekki að bæta í ,,Hann (Petar Jokanovic) ver ekkert smá vel. Þetta eru engin smá færi, flest af sex metrunum. Það er lélegt hjá okkur að gera ekki betur í þessari stöðu. Það er stundum þannig að markmenn detta í ákveðinn ham eins og hann gerði." ,,Við vitum af þessari Eyjavörn. Við förum að kasta boltanum gegnum senterinn sem má alls ekki gera á móti þessari vörn. Í staðinn fyrir að halda áfram með beittar árásir fóru menn í smá hik. Það er ekki nógu gott. Þess vegna töpum við þessum leik." Koma til baka en lokasóknin klikkar ,,Staðan er 33-29 en samt náum við að koma til baka. Það er ég ánægður með. Það er karakter hjá leikmönnum að tapa ekki með stærri mun. Við komum til baka, gefumst ekki upp. Ég var ósáttur en hann boltinn var víst inni (eftir skot Sigtryggs Daða undir lokin). Ég skammaði dómarana aðeins en baðst afsökunar á því. Það er erfitt að vinna í Eyjum en ég held það hafi verið mjög gott tækifæri í dag til þess að gera það," sagði Patrekur.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik