Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Afturelding 27-27 | Mosfellingar náðu í stigið sem til þurfti Einar Kárason skrifar 24. maí 2021 18:45 Afturelding - ÍBV Olís deild karla vetur 2021. Foto: Hulda Margrét Óladóttir/Hulda Margrét Afturelding þurfti stig til að tryggja sæti sitt í úrslitakeppni Olís deildar karla í handbolta. Það kom er liðið gerði 27-27 jafntefli við ÍBV í Vestmannaeyjum í dag. Gestirnir úr Mosfellsbæ mættu vel gíraðir og ætluðu sér að ná því sem þurfti út úr leiknum í dag. Eftir jafnar upphafsmínútur stigu þeir upp og náðu fimm marka forustu, 5-10, um miðjan fyrri hálfleik. Eyjamenn voru þó ekki tilbúnir að gefa gestunum eitt né neitt og hófu að saxa á forskot Aftureldingar hægt og rólega. ÍBV jafnaði leikinn 13-13 undir lok hálfleiksins en gestirnir skoruðu áður en hálfleiksbjallan fór í gang og leiddu þeir því með einu marki í hálfleik. Liðin skiptust á að skora í upphafi síðari hálfleiks og snemma varð ljóst að ekki myndi mikið skilja þeirra á milli í lok leiks. Munurinn á milli liðanna varð aldrei meiri en tvö mörk seinni 30 mínúturnar en leikið var af mikilli ákefð og hörku. Nokkrir furðulegir dómar litu dagsins ljós og bæði lið fengu refsingu fyrir mótmæli í leik sem erfitt var að dæma. Þegar ein og hálf mínúta var eftir af leiknum var staðan 27-26, ÍBV í vil en Afturelding jafnaði þegar mínúta var eftir. Heimaliðið tók leikhlé þegar 30 sekúndur voru eftir á klukkunni og stillt var upp en þeim tókst ekki að skapa sér alvöru marktækifæri á þeim stutta tíma sem þeir höfðu. Því fór að leikar enduðu 27-27 og fögnuðu Mosfellingar innilega í leikslok þar sem liðið fékk það sem það þurfti til að tryggja sig í úrslitakeppnina. Af hverju fór sem fór? Þrátt fyrir að Aftureldingu hafi tekist að búa sér til ágætis forskot var það einfaldlega of snemma leiks. Lið ÍBV var aldrei að leggjast niður og gera gestunum auðvelt fyrir. Barist var fram á síðustu sekúndu og úrslitin líklega sanngjörn niðurstaða. Hverjir stóðu upp úr? Í liði ÍBV voru Fannar Þór Friðgeirsson og Sigtryggur Daði Rúnarsson atkvæðamestir með fimm mörk hvor. Bergvin Þór Gíslason skoraði sjö mörk í liði Aftureldingar en honum næstur var Hafsteinn Óli Ramos Rocha með 5 mörk. Björn Viðar Björnsson í marki ÍBV og Brynjar Vignir Sigurjónsson, kollegi hans úr Aftureldingu áttu fínan leik með níu og tíu skot varin. Hvað gekk illa? Erfitt er að finna eitthvað eitt sem gekk illa í þessum leik. Bæði lið horfa líklega til baka á vissa hluti sem betur mætti fara. Kannski hægt að minnast á að illa gekk að dæma þennan leik en bæði lið virtust hafa nóg að segja við dómaraparið bæði á meðan leik stóð og eftir leik. Hvað gerist næst? Lokaumferðin í deildinni er á fimmtudaginn næstkomandi þar sem Eyjamenn heimsækja FH á meðan Afturelding fær Valsmenn í heimsókn. Eftir það hefst svo úrslitakeppnin sjálf. Kristinn Guðmunds: Verðum að vera klárir þegar flautað er til leiks Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, fyrir miðju.visir/Bára „Auðvitað vilja bæði lið vinna leikinn en miðað við hvað gekk á í leiknum er jafnteflið sanngjarnt," sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, eftir leik. ,,Við vorum flatir í byrjun leiks, sem er eitthvað sem við þurfum að skoða. Við kveikjum svo á okkur og lítum vel út að mörgu leiti. Þetta var hörkuleikur og þeir eru erfiðir viðureignar.“ „Þetta hefur verið hörkuleikur fyrir áhorfendur. Það er að myndast hasar og læti enda styttist í úrslitakeppni og þá þurfa menn að vera tilbúnir í hækkandi spennustig.“ „Við hefðum mátt vera yfirvegaðari í ákvarðanatökum, en það er óðagot á okkur á tímabili. Við verðum að vera klárir þegar flautað er til leiks. Reyna að taka frumkvæði frá upphafi í stað þess að elta það uppi,“sagði Kristinn. Gunnar Magnússon: Náðum settu markmiði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar.visir „Við leiddum fyrri part leiks og þeir seinni partinn. Við náum stöðunni 11-6 en eftir það var þetta í járnum allan tímann," sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar spurður út í úrslit leiksins. ,,Ég er bara ótrúlega ánægður með að ná í stigið sem við þurftum til að koma okkur úrslitakeppnina.“ „Staðan er 11-6 og við í yfirtölu. Þá förum við illa með víti, hittum ekki í autt markið og erum sjálfum okkur verstir á þeim kafla. Þeir nýta sér það. Við vissum alveg að við værum ekki að fara að valta yfir þá, en ég er engu að síður ánægður með seinni hálfleikinn. Það gekk mikið á en við náum að halda þetta út og sigla heim stiginu sem við þurftum.“ Allir vinir eftir leik „Það var hiti í báðum liðum og mikið undir. ÍBV þurfti stig til að koma sér ofar í töflunni. Eftir allt sem gekk á settum við okkur það markmið að komast í úrslitakeppni og til þess þurftum við stig. Ég er ótrúlega glaður að við náum því markmiði sem við settum okkur um áramótin.“ „Allir vinir eftir leik en auðvitað er hart tekist á. Þannig er þetta og hefur alltaf verið hér í Eyjum. Þetta var ekkert nýtt.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla ÍBV Afturelding
Afturelding þurfti stig til að tryggja sæti sitt í úrslitakeppni Olís deildar karla í handbolta. Það kom er liðið gerði 27-27 jafntefli við ÍBV í Vestmannaeyjum í dag. Gestirnir úr Mosfellsbæ mættu vel gíraðir og ætluðu sér að ná því sem þurfti út úr leiknum í dag. Eftir jafnar upphafsmínútur stigu þeir upp og náðu fimm marka forustu, 5-10, um miðjan fyrri hálfleik. Eyjamenn voru þó ekki tilbúnir að gefa gestunum eitt né neitt og hófu að saxa á forskot Aftureldingar hægt og rólega. ÍBV jafnaði leikinn 13-13 undir lok hálfleiksins en gestirnir skoruðu áður en hálfleiksbjallan fór í gang og leiddu þeir því með einu marki í hálfleik. Liðin skiptust á að skora í upphafi síðari hálfleiks og snemma varð ljóst að ekki myndi mikið skilja þeirra á milli í lok leiks. Munurinn á milli liðanna varð aldrei meiri en tvö mörk seinni 30 mínúturnar en leikið var af mikilli ákefð og hörku. Nokkrir furðulegir dómar litu dagsins ljós og bæði lið fengu refsingu fyrir mótmæli í leik sem erfitt var að dæma. Þegar ein og hálf mínúta var eftir af leiknum var staðan 27-26, ÍBV í vil en Afturelding jafnaði þegar mínúta var eftir. Heimaliðið tók leikhlé þegar 30 sekúndur voru eftir á klukkunni og stillt var upp en þeim tókst ekki að skapa sér alvöru marktækifæri á þeim stutta tíma sem þeir höfðu. Því fór að leikar enduðu 27-27 og fögnuðu Mosfellingar innilega í leikslok þar sem liðið fékk það sem það þurfti til að tryggja sig í úrslitakeppnina. Af hverju fór sem fór? Þrátt fyrir að Aftureldingu hafi tekist að búa sér til ágætis forskot var það einfaldlega of snemma leiks. Lið ÍBV var aldrei að leggjast niður og gera gestunum auðvelt fyrir. Barist var fram á síðustu sekúndu og úrslitin líklega sanngjörn niðurstaða. Hverjir stóðu upp úr? Í liði ÍBV voru Fannar Þór Friðgeirsson og Sigtryggur Daði Rúnarsson atkvæðamestir með fimm mörk hvor. Bergvin Þór Gíslason skoraði sjö mörk í liði Aftureldingar en honum næstur var Hafsteinn Óli Ramos Rocha með 5 mörk. Björn Viðar Björnsson í marki ÍBV og Brynjar Vignir Sigurjónsson, kollegi hans úr Aftureldingu áttu fínan leik með níu og tíu skot varin. Hvað gekk illa? Erfitt er að finna eitthvað eitt sem gekk illa í þessum leik. Bæði lið horfa líklega til baka á vissa hluti sem betur mætti fara. Kannski hægt að minnast á að illa gekk að dæma þennan leik en bæði lið virtust hafa nóg að segja við dómaraparið bæði á meðan leik stóð og eftir leik. Hvað gerist næst? Lokaumferðin í deildinni er á fimmtudaginn næstkomandi þar sem Eyjamenn heimsækja FH á meðan Afturelding fær Valsmenn í heimsókn. Eftir það hefst svo úrslitakeppnin sjálf. Kristinn Guðmunds: Verðum að vera klárir þegar flautað er til leiks Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, fyrir miðju.visir/Bára „Auðvitað vilja bæði lið vinna leikinn en miðað við hvað gekk á í leiknum er jafnteflið sanngjarnt," sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, eftir leik. ,,Við vorum flatir í byrjun leiks, sem er eitthvað sem við þurfum að skoða. Við kveikjum svo á okkur og lítum vel út að mörgu leiti. Þetta var hörkuleikur og þeir eru erfiðir viðureignar.“ „Þetta hefur verið hörkuleikur fyrir áhorfendur. Það er að myndast hasar og læti enda styttist í úrslitakeppni og þá þurfa menn að vera tilbúnir í hækkandi spennustig.“ „Við hefðum mátt vera yfirvegaðari í ákvarðanatökum, en það er óðagot á okkur á tímabili. Við verðum að vera klárir þegar flautað er til leiks. Reyna að taka frumkvæði frá upphafi í stað þess að elta það uppi,“sagði Kristinn. Gunnar Magnússon: Náðum settu markmiði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar.visir „Við leiddum fyrri part leiks og þeir seinni partinn. Við náum stöðunni 11-6 en eftir það var þetta í járnum allan tímann," sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar spurður út í úrslit leiksins. ,,Ég er bara ótrúlega ánægður með að ná í stigið sem við þurftum til að koma okkur úrslitakeppnina.“ „Staðan er 11-6 og við í yfirtölu. Þá förum við illa með víti, hittum ekki í autt markið og erum sjálfum okkur verstir á þeim kafla. Þeir nýta sér það. Við vissum alveg að við værum ekki að fara að valta yfir þá, en ég er engu að síður ánægður með seinni hálfleikinn. Það gekk mikið á en við náum að halda þetta út og sigla heim stiginu sem við þurftum.“ Allir vinir eftir leik „Það var hiti í báðum liðum og mikið undir. ÍBV þurfti stig til að koma sér ofar í töflunni. Eftir allt sem gekk á settum við okkur það markmið að komast í úrslitakeppni og til þess þurftum við stig. Ég er ótrúlega glaður að við náum því markmiði sem við settum okkur um áramótin.“ „Allir vinir eftir leik en auðvitað er hart tekist á. Þannig er þetta og hefur alltaf verið hér í Eyjum. Þetta var ekkert nýtt.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik