Gagnrýnir aðkomu Boga Nils að auglýsingu Kvenréttindafélagsins Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 20. júní 2021 15:05 Auglýsing Kvennréttindafélags Íslands sem kom út í gær í tilefni kvennréttindadagsins. Sólveig Anna Jónsdóttir gagnrýnir aðkomu Boga Nils Bogasonar að auglýsingu Kvenréttindafélags Íslands. Hún sakar hann um að hafa leitt aðför gegn kvennastétt fyrir ári síðan. Auglýsingin kom út í gær í tilefni kvenréttindadagsins. Í auglýsingunni má sjá áhrifamikla einstaklinga úr samfélaginu í endurgerð af þjóðþekkta málverkinu „Þjóðfundurinn“ eftir Gunnlaug Blöndal. Á þjóðfundinum stóðu á fimmta tug karlmanna á fætur og sögðu „Vér mótmælum allir“. Auglýsingastofan Brandenburg gaf auglýsinguna út og vakti hún talsverða athygli í gær. „Við skorum á okkur sjálf og ykkur öll að fjölga konum í áhrifastöðum og tryggja sömuleiðis jafnrétti og fjölbreytileika í ákvarðanatöku á öllum sviðum samfélagsins. Íslandi til heilla um alla framtíð,“ segir í auglýsingunni. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair er einn af þeim sem kemur fram í auglýsingunni. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og aðgerðasinni, gagnrýnir aðkomu hans á Facebook síðu sinni. „Ömurleg aðför að kvennastétt“ Sólveig segir ekki vera nema rétt ár síðan Bogi Nils leiddi „eina ömurlegustu aðför að kvennastétt sem sést hefur í íslenskri vinnumarkaðs-pólitík, þegar að Icelandair og SA „union-böstuðu“ Flugfreyjufélag Íslands í miðri kjaradeilu“. „Eins og þið munið kannski var planið að fá karlastéttina flugmenn til að ganga í störf flugfreyja. Ég hefði sagt „Þetta mun aldrei gleymast“ en mig langar ekki að segja ósatt,“ segir Sólveig Anna. „Á Íslandi er ár afskaplega langur tími; á endanum skiptir mestu máli að sýna að „við erum öll í þessu saman“, sponsuð af Íslandsbanka og Landsvirkjun, öll í því saman að mótmæla einhverju, svo lengi sem það er bara nægilega yfirborðskennt og óljóst.“ Þá bendir Sólveig einnig á að hvorki henni né Agnieszku Ewu, varaformanni Eflingar, hafi verið boðið að vera með í auglýsingunni, þrátt fyrir að hafa skipulagt söguleg kvennaverkföll láglaunakvenna með góðum árangri. Auglýsinga- og markaðsmál Jafnréttismál Icelandair Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira
Auglýsingin kom út í gær í tilefni kvenréttindadagsins. Í auglýsingunni má sjá áhrifamikla einstaklinga úr samfélaginu í endurgerð af þjóðþekkta málverkinu „Þjóðfundurinn“ eftir Gunnlaug Blöndal. Á þjóðfundinum stóðu á fimmta tug karlmanna á fætur og sögðu „Vér mótmælum allir“. Auglýsingastofan Brandenburg gaf auglýsinguna út og vakti hún talsverða athygli í gær. „Við skorum á okkur sjálf og ykkur öll að fjölga konum í áhrifastöðum og tryggja sömuleiðis jafnrétti og fjölbreytileika í ákvarðanatöku á öllum sviðum samfélagsins. Íslandi til heilla um alla framtíð,“ segir í auglýsingunni. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair er einn af þeim sem kemur fram í auglýsingunni. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og aðgerðasinni, gagnrýnir aðkomu hans á Facebook síðu sinni. „Ömurleg aðför að kvennastétt“ Sólveig segir ekki vera nema rétt ár síðan Bogi Nils leiddi „eina ömurlegustu aðför að kvennastétt sem sést hefur í íslenskri vinnumarkaðs-pólitík, þegar að Icelandair og SA „union-böstuðu“ Flugfreyjufélag Íslands í miðri kjaradeilu“. „Eins og þið munið kannski var planið að fá karlastéttina flugmenn til að ganga í störf flugfreyja. Ég hefði sagt „Þetta mun aldrei gleymast“ en mig langar ekki að segja ósatt,“ segir Sólveig Anna. „Á Íslandi er ár afskaplega langur tími; á endanum skiptir mestu máli að sýna að „við erum öll í þessu saman“, sponsuð af Íslandsbanka og Landsvirkjun, öll í því saman að mótmæla einhverju, svo lengi sem það er bara nægilega yfirborðskennt og óljóst.“ Þá bendir Sólveig einnig á að hvorki henni né Agnieszku Ewu, varaformanni Eflingar, hafi verið boðið að vera með í auglýsingunni, þrátt fyrir að hafa skipulagt söguleg kvennaverkföll láglaunakvenna með góðum árangri.
Auglýsinga- og markaðsmál Jafnréttismál Icelandair Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira