FÍFL er endurvakið félag lögregludeildar sem er ekki lengur til Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. júní 2021 20:43 Fjölnir Sæmundsson er formaður Landssambands lögreglumanna. Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna (FÍFL) eru félagasamtök starfsstéttar sem er í raun ekki lengur til. Fíkniefnadeild lögreglunnar var lögð niður árið 2016 og heyrir fyrri starfsemi hennar nú undir svið miðlægrar rannsóknadeildar. Fjármagn sem FÍFL safnar hefur að mestu runnið til einkafyrirtækis með óljósu eignarhaldi. Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, harmar að auglýsing þessara gömlu félagasamtaka, sem birtist í Morgunblaðinu í síðustu viku og varaði við neyslu kannabisefna, sé tengd við Landssambandið eða lögregluna sjálfa. Í Landssambandinu eru hin ýmsu lögreglufélög og er FÍFL talið upp sem eitt þeirra á heimasíðu sambandsins. Þegar Vísir ræddi við Fjölni um umrædda auglýsingu, sem hefur vakið mikla gagnrýni meðal annars fyrir að nota nafn Rauða krossins í leyfisleysi, áréttaði hann að Landssambandið hefði ekkert með hana að gera. Félagið vakið úr dvala „Það sem ég veit um þetta samband er að það var til hérna einu sinni þegar fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík var starfandi og er greinilega til enn þá. Þetta voru bara þeir sem voru í henni. Þeir virðast einhvern veginn enn vera í þessu félagi þó að fíkniefnadeildin sé ekki lengur til,“ segir hann. Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar fer nú með rannsókn fíkniefnabrota. Henni er skipt í tvennt; annars vegar kynferðisbrotadeild og hins vegar deild sem sinnir skipulagðri brotastarfsemi. „Á sínum tíma var þetta öflugt félag,“ segir Fjölnir um FÍFL. „Það gaf út fræðsluefni sem var notað í grunn- og framhaldsskólum um fíkniefni og áhrif fíkniefna og fór stundum inn í skólana með fræðslu.“ Og starfsemi félagsins virðist nú hafa verið endurvakin miðað við heilsíðuauglýsinguna sem birtist í Morgunblaðinu síðasta fimmtudag. Í auglýsingunni er varað við neyslu kannabis og efnið sagt geta valdið ótímabærum dauða. Varnaðarorð sambandsins taka aðeins lítinn hluta auglýsingarinnar því mestan part síðnanna taka lógó og nafnalisti hinna ýmsu fyrirtækja, samtaka og sveitarfélaga sem eru sögð styðja þessi skilaboð. Fjármagnið fer mest allt til einkafyrirtækis Í pósti sem FÍFL sendi út á fyrirtækin kemur fram að lógómerkin séu seld á 25 þúsund krónur en styrktarlína á átta þúsund. Opnuauglýsing í Morgunblaðinu kostar að jafnaði um 300 þúsund krónur, en miðað við fjölda þeirra fyrirtækja sem virðast hafa styrkt birtinguna má ljóst vera að FÍFL hefur safnað mun meira en 300 þúsund krónum. Meðal þeirra samtaka sem eru sögð styrkja auglýsinguna er Rauði krossinn en eins og greint var frá í gær kannast samtökin ekkert við að hafa samþykkt það. Í dag gagnrýndi svo Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, FÍFL fyrir framsetningu styrktarbeiðninnar og taldi félagið hafa gabbað sig. Sjá einnig: BÍ telur FÍFL hafa haft sig að fífli. „Mér finnst nú leiðinlegt að það sé verið að tengja þetta við landssambandið eða lögregluna. Eins og hún sagði, formaður Blaðamannafélagsins, að hún hélt að hún væri að styrkja landssambandið eða lögregluna,“ segir Fjölnir og áréttar þannig að sambandið sem slíkt hafi ekki komið nálægt auglýsingunni. Samkvæmt fyrirtækjaskrá eru þeir Ólafur Guðmundsson, Þórbjörn Sigurðsson og Guðbrandur Hansson skráðir sem stjórnarformenn FÍFL. Ekki náðist í þá við vinnslu fréttarinnar. FÍFL hefur ráðið einkarekna fyrirtækið Íslenska lögregluforlagið til að safna styrktaraðilum í auglýsinguna fyrir sig og sagði Sigríður Dögg við Vísi í dag að hún hefði gengið úr skugga um að mikill meirihluti þeirra fjármuna sem Blaðamannafélagið hefði samþykkt að styrkja forvarnarstarfið um renni til þessa fyrirtækis. Þegar Íslenska lögregluforlaginu er flett upp í fyrirtækjaskrá kemur fram að eigendur þess séu: Óskar Bjartmarz, sem á reyndar 0 prósent hlut, Guðmundur Stefán Sigmundsson, sem einnig á 0 prósent hlut og síðan: Conrad A Fabritius de Tengnagel, sem á 100 prósent hlut. Óljóst er hver þessi Conrad er en hann er samkvæmt fyrirtækjaskrá búsettur í Danmörku og er með danskt ríkisfang. Þegar nafnið er slegið inn í leitarvél Google með hinum ýmsu íslensku hjálparorðum á borð við „fjárfestir“, „fjárfestingafélag“ eða hreinlega „Íslenska lögregluforlagið“ skilar það ekki öðrum niðurstöðum en um danskan kaupmann sem bar nafnið og var uppi á 18. öld. Á danskri leitarsíðu má þó sjá að í Danmörku er nú einn núlifandi C A Fabritius Tengnagel og er hann lögfræðingur og á lögfræðistofu og hluti í nokkrum dönskum fyrirtækjum. Hver tengsl hans við Ísland eru er óljóst eða hvers vegna hann á hundrað prósent hlut í Íslenska lögregluforlaginu. Rekstrartekjur þess voru rúmar 25 milljónir króna á síðasta ári. Fréttin var uppfærð með upplýsingum um lögfræðinginn Tengnagel. Lögreglan Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir BÍ telur FÍFL hafa haft sig að fífli Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélags Íslands telur Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna (FÍFL) hafa blekkt blaðamenn til þátttöku í umdeildri fíkniefnaauglýsingu. 22. júní 2021 11:23 Dóra Björt segir umdeilda fíkniefnaauglýsingu óboðlega Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata fordæmir auglýsingu sem Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna birtu í síðustu viku og telur afar vafaasamt að nafn Reykjavíkurborgar sé lagt við slíkan áróður. 22. júní 2021 14:02 Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira
Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, harmar að auglýsing þessara gömlu félagasamtaka, sem birtist í Morgunblaðinu í síðustu viku og varaði við neyslu kannabisefna, sé tengd við Landssambandið eða lögregluna sjálfa. Í Landssambandinu eru hin ýmsu lögreglufélög og er FÍFL talið upp sem eitt þeirra á heimasíðu sambandsins. Þegar Vísir ræddi við Fjölni um umrædda auglýsingu, sem hefur vakið mikla gagnrýni meðal annars fyrir að nota nafn Rauða krossins í leyfisleysi, áréttaði hann að Landssambandið hefði ekkert með hana að gera. Félagið vakið úr dvala „Það sem ég veit um þetta samband er að það var til hérna einu sinni þegar fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík var starfandi og er greinilega til enn þá. Þetta voru bara þeir sem voru í henni. Þeir virðast einhvern veginn enn vera í þessu félagi þó að fíkniefnadeildin sé ekki lengur til,“ segir hann. Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar fer nú með rannsókn fíkniefnabrota. Henni er skipt í tvennt; annars vegar kynferðisbrotadeild og hins vegar deild sem sinnir skipulagðri brotastarfsemi. „Á sínum tíma var þetta öflugt félag,“ segir Fjölnir um FÍFL. „Það gaf út fræðsluefni sem var notað í grunn- og framhaldsskólum um fíkniefni og áhrif fíkniefna og fór stundum inn í skólana með fræðslu.“ Og starfsemi félagsins virðist nú hafa verið endurvakin miðað við heilsíðuauglýsinguna sem birtist í Morgunblaðinu síðasta fimmtudag. Í auglýsingunni er varað við neyslu kannabis og efnið sagt geta valdið ótímabærum dauða. Varnaðarorð sambandsins taka aðeins lítinn hluta auglýsingarinnar því mestan part síðnanna taka lógó og nafnalisti hinna ýmsu fyrirtækja, samtaka og sveitarfélaga sem eru sögð styðja þessi skilaboð. Fjármagnið fer mest allt til einkafyrirtækis Í pósti sem FÍFL sendi út á fyrirtækin kemur fram að lógómerkin séu seld á 25 þúsund krónur en styrktarlína á átta þúsund. Opnuauglýsing í Morgunblaðinu kostar að jafnaði um 300 þúsund krónur, en miðað við fjölda þeirra fyrirtækja sem virðast hafa styrkt birtinguna má ljóst vera að FÍFL hefur safnað mun meira en 300 þúsund krónum. Meðal þeirra samtaka sem eru sögð styrkja auglýsinguna er Rauði krossinn en eins og greint var frá í gær kannast samtökin ekkert við að hafa samþykkt það. Í dag gagnrýndi svo Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, FÍFL fyrir framsetningu styrktarbeiðninnar og taldi félagið hafa gabbað sig. Sjá einnig: BÍ telur FÍFL hafa haft sig að fífli. „Mér finnst nú leiðinlegt að það sé verið að tengja þetta við landssambandið eða lögregluna. Eins og hún sagði, formaður Blaðamannafélagsins, að hún hélt að hún væri að styrkja landssambandið eða lögregluna,“ segir Fjölnir og áréttar þannig að sambandið sem slíkt hafi ekki komið nálægt auglýsingunni. Samkvæmt fyrirtækjaskrá eru þeir Ólafur Guðmundsson, Þórbjörn Sigurðsson og Guðbrandur Hansson skráðir sem stjórnarformenn FÍFL. Ekki náðist í þá við vinnslu fréttarinnar. FÍFL hefur ráðið einkarekna fyrirtækið Íslenska lögregluforlagið til að safna styrktaraðilum í auglýsinguna fyrir sig og sagði Sigríður Dögg við Vísi í dag að hún hefði gengið úr skugga um að mikill meirihluti þeirra fjármuna sem Blaðamannafélagið hefði samþykkt að styrkja forvarnarstarfið um renni til þessa fyrirtækis. Þegar Íslenska lögregluforlaginu er flett upp í fyrirtækjaskrá kemur fram að eigendur þess séu: Óskar Bjartmarz, sem á reyndar 0 prósent hlut, Guðmundur Stefán Sigmundsson, sem einnig á 0 prósent hlut og síðan: Conrad A Fabritius de Tengnagel, sem á 100 prósent hlut. Óljóst er hver þessi Conrad er en hann er samkvæmt fyrirtækjaskrá búsettur í Danmörku og er með danskt ríkisfang. Þegar nafnið er slegið inn í leitarvél Google með hinum ýmsu íslensku hjálparorðum á borð við „fjárfestir“, „fjárfestingafélag“ eða hreinlega „Íslenska lögregluforlagið“ skilar það ekki öðrum niðurstöðum en um danskan kaupmann sem bar nafnið og var uppi á 18. öld. Á danskri leitarsíðu má þó sjá að í Danmörku er nú einn núlifandi C A Fabritius Tengnagel og er hann lögfræðingur og á lögfræðistofu og hluti í nokkrum dönskum fyrirtækjum. Hver tengsl hans við Ísland eru er óljóst eða hvers vegna hann á hundrað prósent hlut í Íslenska lögregluforlaginu. Rekstrartekjur þess voru rúmar 25 milljónir króna á síðasta ári. Fréttin var uppfærð með upplýsingum um lögfræðinginn Tengnagel.
Lögreglan Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir BÍ telur FÍFL hafa haft sig að fífli Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélags Íslands telur Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna (FÍFL) hafa blekkt blaðamenn til þátttöku í umdeildri fíkniefnaauglýsingu. 22. júní 2021 11:23 Dóra Björt segir umdeilda fíkniefnaauglýsingu óboðlega Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata fordæmir auglýsingu sem Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna birtu í síðustu viku og telur afar vafaasamt að nafn Reykjavíkurborgar sé lagt við slíkan áróður. 22. júní 2021 14:02 Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira
BÍ telur FÍFL hafa haft sig að fífli Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélags Íslands telur Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna (FÍFL) hafa blekkt blaðamenn til þátttöku í umdeildri fíkniefnaauglýsingu. 22. júní 2021 11:23
Dóra Björt segir umdeilda fíkniefnaauglýsingu óboðlega Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata fordæmir auglýsingu sem Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna birtu í síðustu viku og telur afar vafaasamt að nafn Reykjavíkurborgar sé lagt við slíkan áróður. 22. júní 2021 14:02