„Ein stór bomba“ á tjaldsvæðum landsins um helgina Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 27. júní 2021 15:38 Fjölmargir Íslendingar skelltu sér í útilegu um helgina. Myndin er frá tjaldsvæðinu á Ísafirði og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Mikill fjöldi fólks heimsótti tjaldsvæði landsins um helgina. Veðurblíða lék við landann víðs vegar um land í gær. Margir flykktust að Kirkjubæjarklaustri um helgina. Benedikt Lárusson, umsjónarmaður tjaldsvæðisins þar, telur að gestir á svæðinu hafi verið á bilinu átta hundruð til þúsund yfir helgina. Hann segir helgina hafa farið vel fram. Veður var hlýtt og gott og allt gekk vandræðalaust fyrir sig. „Allt var til fyrirmyndar. Það er gott fólk sem hefur komið og enginn illa upp lagður,“ segir Benedikt. Að sögn Benedikts hringdu fjölmargir og ætluðu að bóka fyrirfram, en svæðið býður ekki upp á það eins og komið er. Þrátt fyrir að svæðið hafi ekki verið fullt, voru einhverjir sem mættu og lituðust um en fannst of troðið. Leggja unga fólkinu reglurnar Eitthvað var um unglingahópa á svæðinu en ekkert aldurstakmark er inn á svæðið. „Það hefur svona sloppið en unga fólkið fær ákveðna lexíu þegar það kemur, að hér sé þögn eftir klukkan ellefu. Ef þau geta ekki farið eftir því, þá þurfa þau að fara eitthvað annað,“ segir Benedikt. Hann segir unga fólkið hafa hegðað sér vel um helgina. „Það var ein kvörtun yfir músík en ekkert meira sko. Ég tel að það hafi verið alveg viðunandi.“ Ennþá er fjöldi fólks á svæðinu. „Það spáir svo vel að allir sem geta verða áfram myndi ég halda. Það er alveg rosa heitt og logn hérna núna,“ segir Benedikt ánægður með helgina. Fjölmargir áttu leið um Kirkjubæjarklaustur um helgina og gekk helgin vel fyrir sig á tjaldsvæðinu.Róbert Daníel Jónsson Þá var einnig margt um manninn á Laugalandi í nágrenni Hellu. Engilbert Olgeirsson, umsjónarmaður tjaldsvæðisins segir gesti hafa verið upp undir fjögur hundruð um helgina. Hann segir fjölda fólks hafa mætt á fimmtudag, en að allt hafi verið orðið fullt í rafmagn á föstudag. „Það er búið að vera fullt af fólki. Við vorum farin að vísa fólki frá í gær.“ Fjölskyldusvæði, ekki djammstaður Engilbert segist ekki taka við unglingahópum inn á svæðið. „Við leggjum mikið upp úr því að það séu engin læti. Þetta er fjölskyldutjaldsvæði, ekki djammstaður.“ Hann á von á því að júlí verði stór mánuður. „Ef fólk vill koma í meiri rólegheit, þá ætti það að koma í miðri viku.“ Veðrið var sérstaklega gott á Austurlandi og því voru margir sem lögðu leið sína á Egilsstaði. „Helgin er búin að vera dálítið full og það er búið að vera mjög mikið að gera,“ segir Hekla Arinbjarnardóttir, starfsmaður á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum. Undanfarnar helgar hafa verið rólegar en Hekla segir helgina hafa verið „eina stóra bombu“ og þar hafi veðrið verið aðal ástæðan. Uppselt var á þann hluta svæðisins sem býður upp á aðgengi að rafmagni. Það spáir góðu veðri á Austurlandi á næstunni og Hekla mælir með því að þeir sem hyggjast heimsækja tjaldsvæðið í sumar bóki fyrirfram, en tjaldsvæðið er þessa dagana að innleiða bókunarkerfi Parka. Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Veður Tjaldsvæði Tengdar fréttir Hiti í kringum tuttugu stig fyrir austan út vikuna Hlýtt loft verður á öllu landinu næstu daga. Það verður þó langhlýjast fyrir austan þar sem hiti verður í kring um 20 stig og gæti farið upp í allt að 25 stig í dag. 27. júní 2021 09:00 Glampandi sól og allt að 24 stiga hiti Þrátt fyrir mikið hvassviðri og appelsínugular og gular viðvaranir fyrir norðan fyrri part dags verður glampandi sól víðast hvar á landinu í dag. Langhlýjast verður austanlands þar sem hiti fer upp í 24 stig í dag. 26. júní 2021 08:46 Hvetja ferðalanga til þess að forbóka tjaldsvæði Þrátt fyrir góðan framgang bólusetningar landsmanna er útlit fyrir að margir Íslendingar muni ferðast innanlands. Forsvarsmenn Tjalda.is mæla með því að ferðalangar bóki pláss á tjaldsvæðum fyrirfram. 24. júní 2021 16:10 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Biden náðar son sinn Erlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Fleiri fréttir Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Sjá meira
Margir flykktust að Kirkjubæjarklaustri um helgina. Benedikt Lárusson, umsjónarmaður tjaldsvæðisins þar, telur að gestir á svæðinu hafi verið á bilinu átta hundruð til þúsund yfir helgina. Hann segir helgina hafa farið vel fram. Veður var hlýtt og gott og allt gekk vandræðalaust fyrir sig. „Allt var til fyrirmyndar. Það er gott fólk sem hefur komið og enginn illa upp lagður,“ segir Benedikt. Að sögn Benedikts hringdu fjölmargir og ætluðu að bóka fyrirfram, en svæðið býður ekki upp á það eins og komið er. Þrátt fyrir að svæðið hafi ekki verið fullt, voru einhverjir sem mættu og lituðust um en fannst of troðið. Leggja unga fólkinu reglurnar Eitthvað var um unglingahópa á svæðinu en ekkert aldurstakmark er inn á svæðið. „Það hefur svona sloppið en unga fólkið fær ákveðna lexíu þegar það kemur, að hér sé þögn eftir klukkan ellefu. Ef þau geta ekki farið eftir því, þá þurfa þau að fara eitthvað annað,“ segir Benedikt. Hann segir unga fólkið hafa hegðað sér vel um helgina. „Það var ein kvörtun yfir músík en ekkert meira sko. Ég tel að það hafi verið alveg viðunandi.“ Ennþá er fjöldi fólks á svæðinu. „Það spáir svo vel að allir sem geta verða áfram myndi ég halda. Það er alveg rosa heitt og logn hérna núna,“ segir Benedikt ánægður með helgina. Fjölmargir áttu leið um Kirkjubæjarklaustur um helgina og gekk helgin vel fyrir sig á tjaldsvæðinu.Róbert Daníel Jónsson Þá var einnig margt um manninn á Laugalandi í nágrenni Hellu. Engilbert Olgeirsson, umsjónarmaður tjaldsvæðisins segir gesti hafa verið upp undir fjögur hundruð um helgina. Hann segir fjölda fólks hafa mætt á fimmtudag, en að allt hafi verið orðið fullt í rafmagn á föstudag. „Það er búið að vera fullt af fólki. Við vorum farin að vísa fólki frá í gær.“ Fjölskyldusvæði, ekki djammstaður Engilbert segist ekki taka við unglingahópum inn á svæðið. „Við leggjum mikið upp úr því að það séu engin læti. Þetta er fjölskyldutjaldsvæði, ekki djammstaður.“ Hann á von á því að júlí verði stór mánuður. „Ef fólk vill koma í meiri rólegheit, þá ætti það að koma í miðri viku.“ Veðrið var sérstaklega gott á Austurlandi og því voru margir sem lögðu leið sína á Egilsstaði. „Helgin er búin að vera dálítið full og það er búið að vera mjög mikið að gera,“ segir Hekla Arinbjarnardóttir, starfsmaður á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum. Undanfarnar helgar hafa verið rólegar en Hekla segir helgina hafa verið „eina stóra bombu“ og þar hafi veðrið verið aðal ástæðan. Uppselt var á þann hluta svæðisins sem býður upp á aðgengi að rafmagni. Það spáir góðu veðri á Austurlandi á næstunni og Hekla mælir með því að þeir sem hyggjast heimsækja tjaldsvæðið í sumar bóki fyrirfram, en tjaldsvæðið er þessa dagana að innleiða bókunarkerfi Parka.
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Veður Tjaldsvæði Tengdar fréttir Hiti í kringum tuttugu stig fyrir austan út vikuna Hlýtt loft verður á öllu landinu næstu daga. Það verður þó langhlýjast fyrir austan þar sem hiti verður í kring um 20 stig og gæti farið upp í allt að 25 stig í dag. 27. júní 2021 09:00 Glampandi sól og allt að 24 stiga hiti Þrátt fyrir mikið hvassviðri og appelsínugular og gular viðvaranir fyrir norðan fyrri part dags verður glampandi sól víðast hvar á landinu í dag. Langhlýjast verður austanlands þar sem hiti fer upp í 24 stig í dag. 26. júní 2021 08:46 Hvetja ferðalanga til þess að forbóka tjaldsvæði Þrátt fyrir góðan framgang bólusetningar landsmanna er útlit fyrir að margir Íslendingar muni ferðast innanlands. Forsvarsmenn Tjalda.is mæla með því að ferðalangar bóki pláss á tjaldsvæðum fyrirfram. 24. júní 2021 16:10 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Biden náðar son sinn Erlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Fleiri fréttir Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Sjá meira
Hiti í kringum tuttugu stig fyrir austan út vikuna Hlýtt loft verður á öllu landinu næstu daga. Það verður þó langhlýjast fyrir austan þar sem hiti verður í kring um 20 stig og gæti farið upp í allt að 25 stig í dag. 27. júní 2021 09:00
Glampandi sól og allt að 24 stiga hiti Þrátt fyrir mikið hvassviðri og appelsínugular og gular viðvaranir fyrir norðan fyrri part dags verður glampandi sól víðast hvar á landinu í dag. Langhlýjast verður austanlands þar sem hiti fer upp í 24 stig í dag. 26. júní 2021 08:46
Hvetja ferðalanga til þess að forbóka tjaldsvæði Þrátt fyrir góðan framgang bólusetningar landsmanna er útlit fyrir að margir Íslendingar muni ferðast innanlands. Forsvarsmenn Tjalda.is mæla með því að ferðalangar bóki pláss á tjaldsvæðum fyrirfram. 24. júní 2021 16:10