Lýsa alvarlegri vanrækslu og kvölum móður sinnar sem lést eftir mistök á HSS Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. ágúst 2021 19:30 Eva og Borghildur Hauksdætur segja að sannleikurinn verði að koma í ljós. Þær hafa áhyggjur af því hversu langan tíma lögreglurannsókn hefur tekið. Vísir/Egill Móðir okkar hefði ekki þurft að deyja, segja dætur konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum. Þær segja móður þeirra hafa þurft að þola hræðilegar kvalir, meðal annars vegna sýkinga sem hafi verið illa meðhöndlaðar. Læknirinn er grunaður um að hafa sett konuna í lífslokameðferð að óþörfu. Dana Kristín Jóhannsdóttir var sjötíu og þriggja ára þegar hún lést. Ellefu vikum áður hafði hún verið lögð inn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem hún átti að fá hvíldarinnlögn sem nokkurs konar félagslegt úrræði. Það varð hins vegar ekki raunin, því hún var sett á lífslokameðferð án þess að vera upplýst um það, að sögn dætra hennar. Ellefu vikna lífslokameðferð Fréttastofa hefur fjallað talsvert um málið undanfarnar vikur en læknirinn, Skúli Tómas Gunnlaugsson, er grunaður um röð alvarlegra mistaka og vanrækslu í málinu og er rannsókn landlæknis í málinu ein sú umfangsmesta í sögu embættisins. Málið er komið á borð lögreglu. Skúli Tómas var sviptur réttindum sínum en starfar nú á Landspítala undir eftirliti, sem er hluti af endurmenntun hans. „Móðir okkar var vissulega sjúklingur og það eru ýmsar ástæður fyrir því að hún leggst inn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Það er skráð í sjúkraskýrslu að hún hafi verið lögð inn af félagslegum ástæðum. Þetta var hvíldarinnlögn,” segir Borghildur Hauksdóttir, dóttir Dönu. „Hún fer þarna inn og er sama dag sett á lífslokameðferð, án þess að búið sé að ræða hvorki við hana né eiginmann eða aðra aðstandendur.” Borghildur og Eva Hauksdætur segja að þegar loks hafi verið rætt við aðstandendur hafi fyrst og fremst verið rætt um hvort beita ætti endurlífgun eða ekki. Þá þegar hafi móðir þeirra verið komin í mikla og sterka lyfjagjöf þannig að erfitt hafi verið að ná almennilegu sambandi við hana. „Hún var ekkert deyjandaleg þegar við sáum hana. Hún var vel í holdum, og ef við létum vita af því að við værum að koma í heimsókn þá báðum við um henni yrði ekki gefin svona mikið af lyfjum, svo við næðum sambandi við hana. Stundum var því fylgt eftir og þá náði maður smá kontakt við hana en annars var hún oft bara rosalega útslegin.” Þurftu að hlusta á sársaukaópin Móðir þeirra var í ágætum holdum áður en hún var lögð inn en: „hún var grindhoruð þegar hún lést,” lýsir Borghildur. „Hún var með alvarleg legusár og þegar ég kom í ágúst eða september þá hékk hluti af eyranu á henni af. Og það gekk rosalega illa að fá svör við því hvað hafði gerst. Ég þurfti að hækka róminn til að spyrja hvað væri í gangi. Svo var okkur sagt að hún væri komin með legusár á rófubein og undir þetta síðasta voru þetta orðnir þrír sentímetrar í þvermál og þriggja sentímetra djúpt inn að beini og komið drep í þetta. Síðan sjáum við það í sjúkraskýrslu að hjúkunarfræðingar vildu staðdeyfa lyfið og höfðu gert það áður á meðan þeir hreinsuðu og skiptu um umbúðir, en Skúli [læknirinn] taldi það ekki fýsilegan kost. Þannig að við vorum frammi á gangi að hlusta á sársaukaópin á meðan var verið að skipta á sárinu og hreinsað það. Henni var neitað um staðdeyfingu.” Slæmar þvagfærasýkingar höfðu líka gert vart við sig en sýkingar af völdum þvagleggja eru vel þekktar, og eru raunar vandamál í heilbrigðiskerfinu. Sett í heilgalla svo hún næði þvagleggnum ekki af sér „Hún var endurtekið látin vera með þvaglegg sem hún reyndi hvað eftir annað að hafna. Hún reyndi að rífa hann úr sér og sagði ég vil þetta ekki. En alltaf var hann settur inn og á endanum var hún sett í heilgalla svo hún gæti ekki fjarlægt hann. Hún var komin með sár í þvagrás en samt skyldi helvítis þvagleggurinn vera. Og það er þetta sem gerir mig rosalega reiða. Hún var með alvarlegan næringarskort sem var ekki sinnt og það voru ýmsar greiningar sem hún hafði fengið sem meðferð var hætt við umsvifalaust, sem hefði mjög afdrifaríkar afleiðingar.” Sömuleiðis hafnaði hún lyfjunum. „Hún reyndi að taka þau út úr sér, hún reyndi að rífa nálar úr handleggnum á sér. Lyfjaplástrar hurfu. Það var alltaf haldið áfram. Þetta kemur fram í sjúkraskránni að hún skildi ekkert í því af hverju verið væri að gefa sér öll þessi lyf. Og marg oft kemur fram ap hún hafni lyfjum en þá bara „við skulum bíða í smá stund og reyna aftur“. Það var ásetningur - hún átti að vera lyfjuð. Enda voru þau farin að líma plástrana undir herðarblaðið svoleiðis að hún næði ekki í þá. Þetta voru ekki lyf sem hún þurfti nauðsynlega á að halda heldur voru þetta slævandi lyf.” Lífslokameðferð er aðeins beitt í alvarlegustu tilfellum og á aðeins að standa yfir í örfáa daga. Meðferð Dönu stóð hins vegar í ellefu vikur. „Það er á síðustu dögum hennar sem við fáum aðgang að sjúkraskránni hennar, sem við förum þá að sjá ýmislegt sem átti ekkert við rök að styðjast. Við spurðum hvers vegna hún væri svona mikið lyfjuð og okkur var sagt að hún hefði misnotað lyf í svo mörg ár að það væri ekki hægt að taka hana af þessum lyfjum, að hún myndi deyja úr fráhvörfum. Þetta átti sér enga stoð í raunveruleikanum. Hún hafði aldrei verið á neinum lyfjum sem hægt væri að koma einhverri misnotkun við í allri þessari sjúkraskrá,” útskýrir Borghildur. „Þetta er sjúkraskrá sem nær mög ár aftur í tímann. Og þegar hún fer þarna inn þá var hún með púst vegna sjúkdóms í öndunarfærum og með parasetamol. Hún var ekki með neina ópíóða eða neitt svoleiðis,” bætir Eva við. Sýndu af sér vanrækslu og hirðuleysi Þær vilja meina að þær hafi ítrekað fengið rangar upplýsingar. Móðir þeirra hafi ítrekað fengið rangar greiningar, ranga meðhöndlun og við því vill fjölskyldan skýringar. Eva, sem starfar sem lögmaður, sendi því inn ítarlega greinargerð og kvörtun til embættis landlæknis og fór fram á að málið yrði rannsakað til hlítar. Það var gert og Eva nefnir sérstaklega hversu vel hafi verið staðið að verki. Embættið skilaði af sér ítarlegri skýrslu sem spannar tæplega sextíu blaðsíður. Þar kemur meðal annars fram að landlæknir álíti að um faglega vanrækslu og mistök hafi verið að ræða, þar sem endurteknum, alvarlegum, bráðum sjúkdómseinkennum hafi ýmist verið gefinn enginn eða ófullnægjandi gaumur. Þá hafi læknar HSS sýnt af sér vanrækslu og hirðuleysi gagnvart augljósum næringarvandamálum og staðfestum bætiefnaskorti sem hafi mögulga átt mikilvægan þátt í versnandi heilsufarsvandamálum. „Það var í október sem mér var sagt að þessu yrði vísað til lögreglu,” segir Eva, en lögum samkvæmt ber heilbrigðisstofnunum, í þessu tilfelli Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, að vísa svo alvarlegum ásökunum til lögreglu. „Lögregla er búin að hafa þetta mál á hendi mjög lengi og starfsmenn HSS sem eiga hlut að máli; sakborningar í þessu máli og stjórnendur, þeir vissu af þessu í ágúst 2020, fyrir ári síðan, að það væri efni til að vísa þessu í lögreglurannsókn. Þannig að núna eru sakborningar búnir að hafa heilt ár til að undirbúa sig, sem mér finnst dálítið einkennilegt. Ég held að ef þetta væri grunur um að öryrki hefði drepið lækni, þá held ég að sá öryrki hefði verið hnepptur í gæsluvarðhald eða að minnsta kosti settur í farbann. Erfitt að vera í biðstöðu Aðspurðar vilja þær ekki tala um að um manndráp hafi verið að ræða – það sé alfarið á forræði dómstóla að meta það. Hins vegar sé ljóst að eitthvað hafi farið úrskeiðis. Fréttastofa hefur ítrekað óskað upplýsinga frá Lögreglunni á Suðurnesjum um stöðu rannsóknarinnar, en ekki haft erindi sem erfiði. Sex fjölskyldur í heildina hafa leitað réttar síns í sambærilegum málum vegna meðferðar á stofnuninni, að sögn Evu. „Þetta er ekki bara móðir okkar. Það eru fleiri fjölskyldur sem hafa sem telja að það hafi verið mjög rangt og illa staðið að meðferð þeirra aðstandenda sem hafa látist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Margir um svipað leyti og það eru þarna sex fjölskyldur sem hafa fengið réttargæslumenn vegna slíkra mála.” Þær segja erfitt að vera í þessari biðstöðu, að þurfa að bíða mánuðum og jafnvel árum saman eftir niðurstöðu. „Mig langar til þess að treysta því að ef aðstandandi þarf að leggjast inn á sjúkrastofnun að það verði farið vel með hann,” segir Borghildur. Skúli Tómas vildi ekki tjá sig við fréttastofu þegar eftir því var leitað, og bar því við að hann væri bundinn þagnareið. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðismál Læknamistök á HSS Tengdar fréttir Undirbúa sérstaka úttekt á lífslokameðferðum HSS Embætti landlæknis undirbýr nú úttekt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með sérstöku tilliti til þjónustu við aldraða og langveika í tengslum við líknar- og lífslokameðferð. Tilefnið er grunur um alvarleg mistök hjá stofnuninni sem talin eru hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. 26. febrúar 2021 18:30 Yfirlýsing frá fjölskyldunni: „Síðustu vikurnar voru móður okkar hreint kvalræði“ „Síðustu vikurnar voru móður okkar hreint kvalræði,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldu konu sem lést í umsjá læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Læknirinn er grunaður um alvarleg mistök í starfi sem hafi leitt til andláts konunnar, líkt og fréttastofa hefur greint ítarlega frá. Fjölskyldan segir lækninn hafa sett móður þeirra á líknandi meðferð, án þess að forsendur væru fyrir því og án þess að upplýsa um meðferðina. Þau vilja að málið verði rannsakað sem manndráp. 24. febrúar 2021 19:28 Læknirinn nú við störf hjá Landspítala Fyrrverandi læknir sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er nú við störf á Landspítalanum. Hann er ekki með starfsleyfi sem læknir. Kæra hefur verið lögð fram á hendur lækninum og lögreglurannsókn er hafin. 24. febrúar 2021 18:37 Bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á lífslokameðferðum Læknir, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á svokölluðum lífslokameðferðum sem hann hafði umsjón með hjá stofnuninni, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá hefur fréttastofa einnig heimildir fyrir því að athugasemdir hafi borist á hendur fleiri læknum hjá stofnuninni. 23. febrúar 2021 20:49 Læknir grunaður um röð alvarlegra mistaka Fyrrverandi læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir rannsókn vegna gruns um vanrækslu og röð alvarlegra mistaka sem leiddu til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Málið er á borði lögreglu. 22. febrúar 2021 18:31 Segir lækninn hafa neitað móður hans um meðferð Sonur aldraðrar konu sem þurfti að leita læknisaðstoðar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfar slyss segir að móður sinni hafi hreinlega verið neitað um meðferð af lækni hjá stofnuninni, en sá er grunaður um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum með þeim afleiðingum að minnsta kosti einn sjúklingur er látinn. 23. febrúar 2021 18:51 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Sjá meira
Dana Kristín Jóhannsdóttir var sjötíu og þriggja ára þegar hún lést. Ellefu vikum áður hafði hún verið lögð inn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem hún átti að fá hvíldarinnlögn sem nokkurs konar félagslegt úrræði. Það varð hins vegar ekki raunin, því hún var sett á lífslokameðferð án þess að vera upplýst um það, að sögn dætra hennar. Ellefu vikna lífslokameðferð Fréttastofa hefur fjallað talsvert um málið undanfarnar vikur en læknirinn, Skúli Tómas Gunnlaugsson, er grunaður um röð alvarlegra mistaka og vanrækslu í málinu og er rannsókn landlæknis í málinu ein sú umfangsmesta í sögu embættisins. Málið er komið á borð lögreglu. Skúli Tómas var sviptur réttindum sínum en starfar nú á Landspítala undir eftirliti, sem er hluti af endurmenntun hans. „Móðir okkar var vissulega sjúklingur og það eru ýmsar ástæður fyrir því að hún leggst inn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Það er skráð í sjúkraskýrslu að hún hafi verið lögð inn af félagslegum ástæðum. Þetta var hvíldarinnlögn,” segir Borghildur Hauksdóttir, dóttir Dönu. „Hún fer þarna inn og er sama dag sett á lífslokameðferð, án þess að búið sé að ræða hvorki við hana né eiginmann eða aðra aðstandendur.” Borghildur og Eva Hauksdætur segja að þegar loks hafi verið rætt við aðstandendur hafi fyrst og fremst verið rætt um hvort beita ætti endurlífgun eða ekki. Þá þegar hafi móðir þeirra verið komin í mikla og sterka lyfjagjöf þannig að erfitt hafi verið að ná almennilegu sambandi við hana. „Hún var ekkert deyjandaleg þegar við sáum hana. Hún var vel í holdum, og ef við létum vita af því að við værum að koma í heimsókn þá báðum við um henni yrði ekki gefin svona mikið af lyfjum, svo við næðum sambandi við hana. Stundum var því fylgt eftir og þá náði maður smá kontakt við hana en annars var hún oft bara rosalega útslegin.” Þurftu að hlusta á sársaukaópin Móðir þeirra var í ágætum holdum áður en hún var lögð inn en: „hún var grindhoruð þegar hún lést,” lýsir Borghildur. „Hún var með alvarleg legusár og þegar ég kom í ágúst eða september þá hékk hluti af eyranu á henni af. Og það gekk rosalega illa að fá svör við því hvað hafði gerst. Ég þurfti að hækka róminn til að spyrja hvað væri í gangi. Svo var okkur sagt að hún væri komin með legusár á rófubein og undir þetta síðasta voru þetta orðnir þrír sentímetrar í þvermál og þriggja sentímetra djúpt inn að beini og komið drep í þetta. Síðan sjáum við það í sjúkraskýrslu að hjúkunarfræðingar vildu staðdeyfa lyfið og höfðu gert það áður á meðan þeir hreinsuðu og skiptu um umbúðir, en Skúli [læknirinn] taldi það ekki fýsilegan kost. Þannig að við vorum frammi á gangi að hlusta á sársaukaópin á meðan var verið að skipta á sárinu og hreinsað það. Henni var neitað um staðdeyfingu.” Slæmar þvagfærasýkingar höfðu líka gert vart við sig en sýkingar af völdum þvagleggja eru vel þekktar, og eru raunar vandamál í heilbrigðiskerfinu. Sett í heilgalla svo hún næði þvagleggnum ekki af sér „Hún var endurtekið látin vera með þvaglegg sem hún reyndi hvað eftir annað að hafna. Hún reyndi að rífa hann úr sér og sagði ég vil þetta ekki. En alltaf var hann settur inn og á endanum var hún sett í heilgalla svo hún gæti ekki fjarlægt hann. Hún var komin með sár í þvagrás en samt skyldi helvítis þvagleggurinn vera. Og það er þetta sem gerir mig rosalega reiða. Hún var með alvarlegan næringarskort sem var ekki sinnt og það voru ýmsar greiningar sem hún hafði fengið sem meðferð var hætt við umsvifalaust, sem hefði mjög afdrifaríkar afleiðingar.” Sömuleiðis hafnaði hún lyfjunum. „Hún reyndi að taka þau út úr sér, hún reyndi að rífa nálar úr handleggnum á sér. Lyfjaplástrar hurfu. Það var alltaf haldið áfram. Þetta kemur fram í sjúkraskránni að hún skildi ekkert í því af hverju verið væri að gefa sér öll þessi lyf. Og marg oft kemur fram ap hún hafni lyfjum en þá bara „við skulum bíða í smá stund og reyna aftur“. Það var ásetningur - hún átti að vera lyfjuð. Enda voru þau farin að líma plástrana undir herðarblaðið svoleiðis að hún næði ekki í þá. Þetta voru ekki lyf sem hún þurfti nauðsynlega á að halda heldur voru þetta slævandi lyf.” Lífslokameðferð er aðeins beitt í alvarlegustu tilfellum og á aðeins að standa yfir í örfáa daga. Meðferð Dönu stóð hins vegar í ellefu vikur. „Það er á síðustu dögum hennar sem við fáum aðgang að sjúkraskránni hennar, sem við förum þá að sjá ýmislegt sem átti ekkert við rök að styðjast. Við spurðum hvers vegna hún væri svona mikið lyfjuð og okkur var sagt að hún hefði misnotað lyf í svo mörg ár að það væri ekki hægt að taka hana af þessum lyfjum, að hún myndi deyja úr fráhvörfum. Þetta átti sér enga stoð í raunveruleikanum. Hún hafði aldrei verið á neinum lyfjum sem hægt væri að koma einhverri misnotkun við í allri þessari sjúkraskrá,” útskýrir Borghildur. „Þetta er sjúkraskrá sem nær mög ár aftur í tímann. Og þegar hún fer þarna inn þá var hún með púst vegna sjúkdóms í öndunarfærum og með parasetamol. Hún var ekki með neina ópíóða eða neitt svoleiðis,” bætir Eva við. Sýndu af sér vanrækslu og hirðuleysi Þær vilja meina að þær hafi ítrekað fengið rangar upplýsingar. Móðir þeirra hafi ítrekað fengið rangar greiningar, ranga meðhöndlun og við því vill fjölskyldan skýringar. Eva, sem starfar sem lögmaður, sendi því inn ítarlega greinargerð og kvörtun til embættis landlæknis og fór fram á að málið yrði rannsakað til hlítar. Það var gert og Eva nefnir sérstaklega hversu vel hafi verið staðið að verki. Embættið skilaði af sér ítarlegri skýrslu sem spannar tæplega sextíu blaðsíður. Þar kemur meðal annars fram að landlæknir álíti að um faglega vanrækslu og mistök hafi verið að ræða, þar sem endurteknum, alvarlegum, bráðum sjúkdómseinkennum hafi ýmist verið gefinn enginn eða ófullnægjandi gaumur. Þá hafi læknar HSS sýnt af sér vanrækslu og hirðuleysi gagnvart augljósum næringarvandamálum og staðfestum bætiefnaskorti sem hafi mögulga átt mikilvægan þátt í versnandi heilsufarsvandamálum. „Það var í október sem mér var sagt að þessu yrði vísað til lögreglu,” segir Eva, en lögum samkvæmt ber heilbrigðisstofnunum, í þessu tilfelli Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, að vísa svo alvarlegum ásökunum til lögreglu. „Lögregla er búin að hafa þetta mál á hendi mjög lengi og starfsmenn HSS sem eiga hlut að máli; sakborningar í þessu máli og stjórnendur, þeir vissu af þessu í ágúst 2020, fyrir ári síðan, að það væri efni til að vísa þessu í lögreglurannsókn. Þannig að núna eru sakborningar búnir að hafa heilt ár til að undirbúa sig, sem mér finnst dálítið einkennilegt. Ég held að ef þetta væri grunur um að öryrki hefði drepið lækni, þá held ég að sá öryrki hefði verið hnepptur í gæsluvarðhald eða að minnsta kosti settur í farbann. Erfitt að vera í biðstöðu Aðspurðar vilja þær ekki tala um að um manndráp hafi verið að ræða – það sé alfarið á forræði dómstóla að meta það. Hins vegar sé ljóst að eitthvað hafi farið úrskeiðis. Fréttastofa hefur ítrekað óskað upplýsinga frá Lögreglunni á Suðurnesjum um stöðu rannsóknarinnar, en ekki haft erindi sem erfiði. Sex fjölskyldur í heildina hafa leitað réttar síns í sambærilegum málum vegna meðferðar á stofnuninni, að sögn Evu. „Þetta er ekki bara móðir okkar. Það eru fleiri fjölskyldur sem hafa sem telja að það hafi verið mjög rangt og illa staðið að meðferð þeirra aðstandenda sem hafa látist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Margir um svipað leyti og það eru þarna sex fjölskyldur sem hafa fengið réttargæslumenn vegna slíkra mála.” Þær segja erfitt að vera í þessari biðstöðu, að þurfa að bíða mánuðum og jafnvel árum saman eftir niðurstöðu. „Mig langar til þess að treysta því að ef aðstandandi þarf að leggjast inn á sjúkrastofnun að það verði farið vel með hann,” segir Borghildur. Skúli Tómas vildi ekki tjá sig við fréttastofu þegar eftir því var leitað, og bar því við að hann væri bundinn þagnareið.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðismál Læknamistök á HSS Tengdar fréttir Undirbúa sérstaka úttekt á lífslokameðferðum HSS Embætti landlæknis undirbýr nú úttekt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með sérstöku tilliti til þjónustu við aldraða og langveika í tengslum við líknar- og lífslokameðferð. Tilefnið er grunur um alvarleg mistök hjá stofnuninni sem talin eru hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. 26. febrúar 2021 18:30 Yfirlýsing frá fjölskyldunni: „Síðustu vikurnar voru móður okkar hreint kvalræði“ „Síðustu vikurnar voru móður okkar hreint kvalræði,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldu konu sem lést í umsjá læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Læknirinn er grunaður um alvarleg mistök í starfi sem hafi leitt til andláts konunnar, líkt og fréttastofa hefur greint ítarlega frá. Fjölskyldan segir lækninn hafa sett móður þeirra á líknandi meðferð, án þess að forsendur væru fyrir því og án þess að upplýsa um meðferðina. Þau vilja að málið verði rannsakað sem manndráp. 24. febrúar 2021 19:28 Læknirinn nú við störf hjá Landspítala Fyrrverandi læknir sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er nú við störf á Landspítalanum. Hann er ekki með starfsleyfi sem læknir. Kæra hefur verið lögð fram á hendur lækninum og lögreglurannsókn er hafin. 24. febrúar 2021 18:37 Bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á lífslokameðferðum Læknir, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á svokölluðum lífslokameðferðum sem hann hafði umsjón með hjá stofnuninni, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá hefur fréttastofa einnig heimildir fyrir því að athugasemdir hafi borist á hendur fleiri læknum hjá stofnuninni. 23. febrúar 2021 20:49 Læknir grunaður um röð alvarlegra mistaka Fyrrverandi læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir rannsókn vegna gruns um vanrækslu og röð alvarlegra mistaka sem leiddu til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Málið er á borði lögreglu. 22. febrúar 2021 18:31 Segir lækninn hafa neitað móður hans um meðferð Sonur aldraðrar konu sem þurfti að leita læknisaðstoðar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfar slyss segir að móður sinni hafi hreinlega verið neitað um meðferð af lækni hjá stofnuninni, en sá er grunaður um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum með þeim afleiðingum að minnsta kosti einn sjúklingur er látinn. 23. febrúar 2021 18:51 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Sjá meira
Undirbúa sérstaka úttekt á lífslokameðferðum HSS Embætti landlæknis undirbýr nú úttekt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með sérstöku tilliti til þjónustu við aldraða og langveika í tengslum við líknar- og lífslokameðferð. Tilefnið er grunur um alvarleg mistök hjá stofnuninni sem talin eru hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. 26. febrúar 2021 18:30
Yfirlýsing frá fjölskyldunni: „Síðustu vikurnar voru móður okkar hreint kvalræði“ „Síðustu vikurnar voru móður okkar hreint kvalræði,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldu konu sem lést í umsjá læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Læknirinn er grunaður um alvarleg mistök í starfi sem hafi leitt til andláts konunnar, líkt og fréttastofa hefur greint ítarlega frá. Fjölskyldan segir lækninn hafa sett móður þeirra á líknandi meðferð, án þess að forsendur væru fyrir því og án þess að upplýsa um meðferðina. Þau vilja að málið verði rannsakað sem manndráp. 24. febrúar 2021 19:28
Læknirinn nú við störf hjá Landspítala Fyrrverandi læknir sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er nú við störf á Landspítalanum. Hann er ekki með starfsleyfi sem læknir. Kæra hefur verið lögð fram á hendur lækninum og lögreglurannsókn er hafin. 24. febrúar 2021 18:37
Bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á lífslokameðferðum Læknir, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á svokölluðum lífslokameðferðum sem hann hafði umsjón með hjá stofnuninni, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá hefur fréttastofa einnig heimildir fyrir því að athugasemdir hafi borist á hendur fleiri læknum hjá stofnuninni. 23. febrúar 2021 20:49
Læknir grunaður um röð alvarlegra mistaka Fyrrverandi læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir rannsókn vegna gruns um vanrækslu og röð alvarlegra mistaka sem leiddu til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Málið er á borði lögreglu. 22. febrúar 2021 18:31
Segir lækninn hafa neitað móður hans um meðferð Sonur aldraðrar konu sem þurfti að leita læknisaðstoðar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfar slyss segir að móður sinni hafi hreinlega verið neitað um meðferð af lækni hjá stofnuninni, en sá er grunaður um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum með þeim afleiðingum að minnsta kosti einn sjúklingur er látinn. 23. febrúar 2021 18:51