Slagorðasmiður Framsóknar taldi hið lúmska slagorð falla vel að þeirri heild sem herferðin er Jakob Bjarnar skrifar 16. september 2021 08:10 Sigtryggur Magnason er slagorðasmiður Framsóknarflokksins. Hann fann upp hið ísmeygilega og vogaða slagorð flokksins sem er nú á allra vörum. vísir/vilhelm Sigtryggur Magnason aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins er sá sem hitti naglann beint á höfuðið þegar hann mætti á heilaspunafund kosningaráðsins og sló fram „Er ekki bara best að kjósa Framsókn?“ Slagorð flokkanna fyrir komandi kosningar eru misvel heppnuð. Sósíalistaflokkur Íslands hefur vakið athygli fyrir slagorð sem hitti í mark: Skilum rauðu! Önnur slagorð flokkanna hafa ekki náð neinu máli. Það er fyrir utan slagorð Framsóknarflokksins sem er ísmeygilegt svo ekki sé sagt meira. Í fyrstu þótti slagorðið mæðulegt, nánast til marks um uppgjöf og fullkominn skort á pólitísku erindi. Þóra Kristín Ástgeirsdóttir aðstoðarmaður Kára Stefánssonar hjá Íslenskri erfðagreiningu greindi slagorðið svo í Silfri Ríkissjónvarpsins. Þannig má segja að slagorðið sé vogað. En fá slagorð hafa unnið eins mikið á og þetta slagorð sem er nú á allra vörum. Kosningavél Framsóknarflokksins er vel smurð þegar henn er ýtt í gang eins og gömlum traktor og það var á fundi kosningaráðs sem Sigtryggur Magnason, aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns flokksins og samgönguráðherra, lagði þetta fram. Hann segir í stuttu samtali við Vísi að kosningastjórn og efstu frambjóðendur hafi þegar kveikt á því að þarna væri komið eitthvað sem hald var í. „Fólki fannst þetta virka vel innan þessarar heildar sem herferðin er,“ segir Sigtryggur sem er skáld og hefur starfað á auglýsingastofu. Hann veit því hvað klukkan slær. Gamaldags og hallærislegt en svínvirkar Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emerítus hefur skoðað slagorð flokkanna og honum þótti í fyrstu ekki mikið til koma. Honum þykir reyndar kosningaslagorð flokkanna afar snautleg ef frá er talið slagorð Sósíalistaflokksins. Og svo slagorð Framsóknarflokksins. Hann hefur breytt um skoðun: „Ég er kominn á þá skoðun að „Er ekki bara best að kjósa Framsókn?“ sé langbesti frasi kosningabaráttunnar – einhvern veginn svo gamaldags og hallærislegur, en samt svo heimilislegur og notalegur,“ segir Eiríkur á Facebook-síðu sinni. Eiríkur segir frasann minna sig á söguna af Ólafi Jóhannessyni fyrrverandi formanni Framsóknarflokksins á framboðsfundi í Miðgarði í Skagafirði einhvern tíma á áttunda áratugnum. „Einhver andstæðingur Framsóknar var í ræðustóli og fór mikinn um það að stefna flokksins væri bara sami grautur í sömu skál – sami gamli grauturinn í sömu gömlu skálinni. Þá heyrðist í Ólafi sem sat á fremsta bekk: „Og það er nú góður grautur“ (lesist með málrómi Ólafs, fyrir þau sem muna hann). Þarna er alveg sama hugsunin að baki.“ Eiríkur tekur þó fram að hann ætli sér ekki að kjósa Framsóknarflokkinn ef einhver skyldi ætla það. Og tekur það fram að þetta slagorð myndi ekki virka í neinu öðru samhengi en Framsóknarflokksins. Á síðu Eiríkis eru fjörlegar umræður um þetta efni. Illugi segir slagorðið fyrirlitlegt Hið ísmeygilega slagorð fer víða, og farið að seytla inn í þjóðarvitundina svo mjög að mörgum þykir nóg um. Illugi Jökulsson rithöfundur og þjóðfélagsrýnir er enginn aðdáandi, hvorki Framsóknarflokksins né slagorðsins og bregst ókvæða við þessari sigurgöngu slagorðsins. Og lýsir því yfir á sinni Facebooksíðu: „Nú gengur maður undir manns hönd að lýsa því yfir hvað það sé „sniðugt“ að Framsóknarflokkurinn auglýsi sig undir slagorðinu: „Eigum við ekki bara að kjósa Framsókn?“ — Þið fyrirgefið, en mér finnst þetta „slagorð“ fyrirlitlegt,“ segir Illugi. Og útskýrir hvað kallar fram svo neikvæðar bylgjur í sínu brjósti: „Að stjórnmálaflokkur, dyggur þjónn og allragagn auðstéttanna í landinu, sníki nú atkvæði út á að vera laus við „öfgar“ eins og þær að vilja að fátækt fólk njóti mannsæmandi kjara, að sægreifar þurfi að borga sanngjarnt verð fyrir afnot af auðlind okkar allra, að staðið skuli við úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu — já, ég segi og skrifa: Þetta finnst mér fyrirlitlegt.“ Nanna Rögnvaldsdóttir matgæðingur og rithöfundur, en hún er einmitt systir áðurnefnds Eiríks, setur inn athyglisverða kenningu. Þess efnis að hugsanlega sé þetta slagorð illa fengið: „Ég held að þetta sé stolið frá mér því að í nýju matreiðslubókinni minni er kafli sem heitir „Ég fæ mér bara brauðsneið ...“ (svona ef maður nennir ekki að elda),“ segir Nanna. Og bætir því við að bókin sé að vísu ekki komin út. „En frændi minn vinnur einmitt á þessari auglýsingastofu,“ segir Nanna og er þetta óneitanlega óvæntur flötur á þessu máli. Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Sjá meira
Slagorð flokkanna fyrir komandi kosningar eru misvel heppnuð. Sósíalistaflokkur Íslands hefur vakið athygli fyrir slagorð sem hitti í mark: Skilum rauðu! Önnur slagorð flokkanna hafa ekki náð neinu máli. Það er fyrir utan slagorð Framsóknarflokksins sem er ísmeygilegt svo ekki sé sagt meira. Í fyrstu þótti slagorðið mæðulegt, nánast til marks um uppgjöf og fullkominn skort á pólitísku erindi. Þóra Kristín Ástgeirsdóttir aðstoðarmaður Kára Stefánssonar hjá Íslenskri erfðagreiningu greindi slagorðið svo í Silfri Ríkissjónvarpsins. Þannig má segja að slagorðið sé vogað. En fá slagorð hafa unnið eins mikið á og þetta slagorð sem er nú á allra vörum. Kosningavél Framsóknarflokksins er vel smurð þegar henn er ýtt í gang eins og gömlum traktor og það var á fundi kosningaráðs sem Sigtryggur Magnason, aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns flokksins og samgönguráðherra, lagði þetta fram. Hann segir í stuttu samtali við Vísi að kosningastjórn og efstu frambjóðendur hafi þegar kveikt á því að þarna væri komið eitthvað sem hald var í. „Fólki fannst þetta virka vel innan þessarar heildar sem herferðin er,“ segir Sigtryggur sem er skáld og hefur starfað á auglýsingastofu. Hann veit því hvað klukkan slær. Gamaldags og hallærislegt en svínvirkar Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emerítus hefur skoðað slagorð flokkanna og honum þótti í fyrstu ekki mikið til koma. Honum þykir reyndar kosningaslagorð flokkanna afar snautleg ef frá er talið slagorð Sósíalistaflokksins. Og svo slagorð Framsóknarflokksins. Hann hefur breytt um skoðun: „Ég er kominn á þá skoðun að „Er ekki bara best að kjósa Framsókn?“ sé langbesti frasi kosningabaráttunnar – einhvern veginn svo gamaldags og hallærislegur, en samt svo heimilislegur og notalegur,“ segir Eiríkur á Facebook-síðu sinni. Eiríkur segir frasann minna sig á söguna af Ólafi Jóhannessyni fyrrverandi formanni Framsóknarflokksins á framboðsfundi í Miðgarði í Skagafirði einhvern tíma á áttunda áratugnum. „Einhver andstæðingur Framsóknar var í ræðustóli og fór mikinn um það að stefna flokksins væri bara sami grautur í sömu skál – sami gamli grauturinn í sömu gömlu skálinni. Þá heyrðist í Ólafi sem sat á fremsta bekk: „Og það er nú góður grautur“ (lesist með málrómi Ólafs, fyrir þau sem muna hann). Þarna er alveg sama hugsunin að baki.“ Eiríkur tekur þó fram að hann ætli sér ekki að kjósa Framsóknarflokkinn ef einhver skyldi ætla það. Og tekur það fram að þetta slagorð myndi ekki virka í neinu öðru samhengi en Framsóknarflokksins. Á síðu Eiríkis eru fjörlegar umræður um þetta efni. Illugi segir slagorðið fyrirlitlegt Hið ísmeygilega slagorð fer víða, og farið að seytla inn í þjóðarvitundina svo mjög að mörgum þykir nóg um. Illugi Jökulsson rithöfundur og þjóðfélagsrýnir er enginn aðdáandi, hvorki Framsóknarflokksins né slagorðsins og bregst ókvæða við þessari sigurgöngu slagorðsins. Og lýsir því yfir á sinni Facebooksíðu: „Nú gengur maður undir manns hönd að lýsa því yfir hvað það sé „sniðugt“ að Framsóknarflokkurinn auglýsi sig undir slagorðinu: „Eigum við ekki bara að kjósa Framsókn?“ — Þið fyrirgefið, en mér finnst þetta „slagorð“ fyrirlitlegt,“ segir Illugi. Og útskýrir hvað kallar fram svo neikvæðar bylgjur í sínu brjósti: „Að stjórnmálaflokkur, dyggur þjónn og allragagn auðstéttanna í landinu, sníki nú atkvæði út á að vera laus við „öfgar“ eins og þær að vilja að fátækt fólk njóti mannsæmandi kjara, að sægreifar þurfi að borga sanngjarnt verð fyrir afnot af auðlind okkar allra, að staðið skuli við úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu — já, ég segi og skrifa: Þetta finnst mér fyrirlitlegt.“ Nanna Rögnvaldsdóttir matgæðingur og rithöfundur, en hún er einmitt systir áðurnefnds Eiríks, setur inn athyglisverða kenningu. Þess efnis að hugsanlega sé þetta slagorð illa fengið: „Ég held að þetta sé stolið frá mér því að í nýju matreiðslubókinni minni er kafli sem heitir „Ég fæ mér bara brauðsneið ...“ (svona ef maður nennir ekki að elda),“ segir Nanna. Og bætir því við að bókin sé að vísu ekki komin út. „En frændi minn vinnur einmitt á þessari auglýsingastofu,“ segir Nanna og er þetta óneitanlega óvæntur flötur á þessu máli.
Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Sjá meira