Sebastian: Nenni ekki að tala um reynsluleysi, þetta var bara hugsunarleysi Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 7. október 2021 21:47 Sebastian Alexanderssyni var ekki skemmt í leikslok. vísir/vilhelm Sebastian Alexanderson, þjálfari HK í handbolta, var allt annað en sáttur eftir 4 marka tap á móti FH er liðin mættust í Kórnum í kvöld. FH leiddi leikinn nánast frá upphafi. Lokatölur 29-25. „Ég er mjög ósáttur, ekki endilega við tapið. Við héldum engum fókus á því sem við áttum að vera að gera en vorum rosalega fljótir að æsa okkur upp og missa hausinn í einhverja helvítis þvælu. Ég veit ekki hvað menn héldu að þeir væru eða hvaða íþrótt þeir voru að spila, en menn héldu engri athygli á hluti sem við höfðum stjórn á. Ég nenni ekki að tala um reynsluleysi, þetta var bara hugsunarleysi, það hefur ekkert með reynslu að gera.“ Aðspurður hvaða kafli hafi orðið þeim að falli hafði Sebastian þetta að segja: „Það kom enginn kafli. Það kom bara eitt atvik og þá misstum við hausinn. Þá fær leikmaður hjá okkur olnbogaskot og allir missa sig í geðshræringu og eftir það gátum við ekki spilað í 10 mínútur. Við fengum 10-1 kafla á okkur því menn misstu fókus. Svo erum við að gera okkur seka um ótrúlega þvælu. Við erum með 16 tapaða bolta og flesta sem við eigum ekki að bjóða upp á. Með aðeins betri leik hefðum við auðveldlega getað unnið þennan leik.“ HK eru einungis búnir að spila einn leik og það í 1. umferð sem fór fram 16. september. „Það er ekkert brjálæðislega skemmtileg staða að loksins að fá að byrja Íslandsmótið og fara svo í þriggja vikna pásu meðan að aðrir eru að spila. Það er algjört fíaskó. Við verðum víst að taka þátt í því að Valur er í Evrópukeppni.“ Kristján Ottó Hjálmarsson fékk tvisvar sinnum tvær mínútur fyrir að rífa kjaft við dómarann og var Sebastian ekki par hrifinn af því. „Þetta er bara heimskulegt og hann á ekkert að vera að tala við dómarann. Hann hefur engan stjórn á því sem er dæmt og hann á að beina sinni athygli að leiknum í stað þess að rífa kjaft. Ég er ánægður með dómarann að gefa honum auka tvær.“ Fyrir næsta leik vill Sebastian sjá strákana halda fókus. „Halda athygli á því sem við eigum að vera að gera. Við erum að reyna að búa til lið og við erum að hugsa til framtíðar og til lengri tíma. Allir leikir eru erfið verkefni fyrir okkur og nánast óyfirstíganleg. Við verðum líka að sýna framfarir í hverjum einasta leik og takast á við verkefnið betur og betur. Við tókumst ekki betur á við verkefnið í dag en á móti KA. FH gaf bullandi færi á sér til þess að það kæmu óvænt úrslit en við nýttum það ekki því við misstum fókus.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. HK Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: HK - FH 25-29 | FH-ingar höfðu betur gegn seigum HK-mönnum HK tók á móti FH í 3. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. HK byrjaði betur en missti FH frá sér og tapaði með 4 mörkum. Lokatölur 29-25. 7. október 2021 22:35 Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Fleiri fréttir Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Sjá meira
„Ég er mjög ósáttur, ekki endilega við tapið. Við héldum engum fókus á því sem við áttum að vera að gera en vorum rosalega fljótir að æsa okkur upp og missa hausinn í einhverja helvítis þvælu. Ég veit ekki hvað menn héldu að þeir væru eða hvaða íþrótt þeir voru að spila, en menn héldu engri athygli á hluti sem við höfðum stjórn á. Ég nenni ekki að tala um reynsluleysi, þetta var bara hugsunarleysi, það hefur ekkert með reynslu að gera.“ Aðspurður hvaða kafli hafi orðið þeim að falli hafði Sebastian þetta að segja: „Það kom enginn kafli. Það kom bara eitt atvik og þá misstum við hausinn. Þá fær leikmaður hjá okkur olnbogaskot og allir missa sig í geðshræringu og eftir það gátum við ekki spilað í 10 mínútur. Við fengum 10-1 kafla á okkur því menn misstu fókus. Svo erum við að gera okkur seka um ótrúlega þvælu. Við erum með 16 tapaða bolta og flesta sem við eigum ekki að bjóða upp á. Með aðeins betri leik hefðum við auðveldlega getað unnið þennan leik.“ HK eru einungis búnir að spila einn leik og það í 1. umferð sem fór fram 16. september. „Það er ekkert brjálæðislega skemmtileg staða að loksins að fá að byrja Íslandsmótið og fara svo í þriggja vikna pásu meðan að aðrir eru að spila. Það er algjört fíaskó. Við verðum víst að taka þátt í því að Valur er í Evrópukeppni.“ Kristján Ottó Hjálmarsson fékk tvisvar sinnum tvær mínútur fyrir að rífa kjaft við dómarann og var Sebastian ekki par hrifinn af því. „Þetta er bara heimskulegt og hann á ekkert að vera að tala við dómarann. Hann hefur engan stjórn á því sem er dæmt og hann á að beina sinni athygli að leiknum í stað þess að rífa kjaft. Ég er ánægður með dómarann að gefa honum auka tvær.“ Fyrir næsta leik vill Sebastian sjá strákana halda fókus. „Halda athygli á því sem við eigum að vera að gera. Við erum að reyna að búa til lið og við erum að hugsa til framtíðar og til lengri tíma. Allir leikir eru erfið verkefni fyrir okkur og nánast óyfirstíganleg. Við verðum líka að sýna framfarir í hverjum einasta leik og takast á við verkefnið betur og betur. Við tókumst ekki betur á við verkefnið í dag en á móti KA. FH gaf bullandi færi á sér til þess að það kæmu óvænt úrslit en við nýttum það ekki því við misstum fókus.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
HK Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: HK - FH 25-29 | FH-ingar höfðu betur gegn seigum HK-mönnum HK tók á móti FH í 3. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. HK byrjaði betur en missti FH frá sér og tapaði með 4 mörkum. Lokatölur 29-25. 7. október 2021 22:35 Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Fleiri fréttir Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Sjá meira
Leik lokið: HK - FH 25-29 | FH-ingar höfðu betur gegn seigum HK-mönnum HK tók á móti FH í 3. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. HK byrjaði betur en missti FH frá sér og tapaði með 4 mörkum. Lokatölur 29-25. 7. október 2021 22:35
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik