Umfjöllun og viðtöl: Valur - HK 32-25 | Valur afgreiddi nýliðana Andri Már Eggertsson skrifar 12. október 2021 22:30 Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði tíu mörk fyrir Val gegn HK. vísir/bára Valur vann sjö marka sigur á nýliðum HK. Þetta var annar sigur Vals á nýliðum á síðustu þremur dögum. Valur átti góðan kafla um miðjan seinni hálfleik og vann á endanum sannfærandi sigur 32-25. Líkt og í síðasta leik byrjaði HK betur en andstæðingurinn. Sigurjón Guðmundsson var að verja vel í marki HK og sóknarleikur gestanna gekk vel. Þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 3-7. Í stöðunni 9-12 breyttist leikurinn. Valur gerði sex næstu mörk leiksins og voru heimamenn þá skyndilega þremur mörkum yfir. Breidd HK er ekki mikil. Þegar 25 mínútur voru liðnar af leiknum var Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, búinn að spila á 14 leikmönnum. Valur byrjaði seinni hálfleikinn afar illa. Heimamenn voru áberandi slakir fyrstu fimm mínúturnar í seinni hálfleik og jafnaði HK leikinn 17-17. Valur hristi af sér þennan slæma kafla og tók öll völd á leiknum í stöðunni 19-18. Á tæplega fimm mínútum gerði Valur fimm mörk í röð og staðan orðin 24-18. Dagskrárlok hjá gestunum sem gerðu aldrei tilkall til að jafna leikinn eftir þennan kafla. Valur vann á endanum sjö marka sigur 32-25. Af hverju vann Valur? Valur átti tvo góða kafla í leiknum sem fór langt með sigurinn. Í fyrri hálfleik var Valur þremur mörkum undir og gerði sex mörk í röð. Í seinni hálfleik var Valur einu marki yfir og gerði fimm mörk í röð. Hverjir stóðu upp úr? Bræðurnir Arnór Snær Óskarsson og Benedikt Gunnar Óskarsson gerðu 15 af 32 mörkum Vals og áttu báðir góðan leik. Elías Björgvin Sigurðsson var markahæstur í liði HK með 5 mörk úr 7 skotum. Hvað gekk illa? Pálmi Fannar Sigurðsson, fyrirliði HK, fann sig aldrei í leiknum. Pálmi var í vandræðum á báðum endum vallarins. Pálmi skoraði 2 mörk úr 7 skotum. Tumi Steinn Rúnarsson var ekki á deginum sínum í kvöld. Tumi Steinn skoraði 3 mörk úr 7 skotum og klikkaði á víti. Hvað gerist næst? HK fer næst í Safarmýrina og mætir Fram á laugardaginn. Leikurinn hefst klukkan 16:00. Valur fær ÍBV í heimsókn næsta sunnudag klukkan 18:00. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport. Sebastian: Við erum að spila til lengri tíma en einn leik Sebastian Alexandersson ræðir við sína menn.Vísir/Vilhelm Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, fannst sjö marka tap gefa rétta mynd af leiknum. „Við byrjum alla leiki vel. Okkar vandamál er að hafa stjórn á tilfinningum okkar þegar líða tekur á leikina. Þessi frammistaða hefði líklegast dugað gegn KA og FH. Valur leysti vörnina okkar vel en ég er þrjóskur og það kom aldrei til greina að breyta um vörn,“ sagði Sebastian eftir leik. HK var yfir lengst af í fyrri hálfleik. Sebastian notaði 14 leikmenn á 25 mínútum og sagðist hann ekki vera með næsta leik í huga. „Ég er ekki að spá í næsta leik. Við erum með stóran hóp af efnilegum strákum. Þeir þurfa að gera sér grein fyrir því að þeir eru hluti af framtíð félagsins. Við þjálfararnir erum líka að skoða hverjir standast pressuna í leikjum.“ „Við erum að gera flotta hluti á æfingum. Við erum líka að vinna í andlegu hliðinni. Síðan er spurning hvaða skilaboð maður er að senda ungum strákum upp á framtíðina ef maður leyfir þeim ekki að spila í fyrri hálfleik.“ HK var þremur mörkum yfir í fyrri hálfleik en Valur gerði þá sex mörk í röð og breytti leiknum. „Valur er með frábært lið, þegar þeir ráðast á markið í seinni bylgju er erfitt að eiga við þá. Á þessum tímapunkti skiptum við ungum leikmönnum inn á sem eru að spila sínar fyrstu mínútur í efstu deild. Mér er alveg sama þótt það sé skjálfti í þeim. Ég er að hugsa til lengri tíma,“ sagði Sebastian Alexandersson að lokum. Olís-deild karla Valur HK
Valur vann sjö marka sigur á nýliðum HK. Þetta var annar sigur Vals á nýliðum á síðustu þremur dögum. Valur átti góðan kafla um miðjan seinni hálfleik og vann á endanum sannfærandi sigur 32-25. Líkt og í síðasta leik byrjaði HK betur en andstæðingurinn. Sigurjón Guðmundsson var að verja vel í marki HK og sóknarleikur gestanna gekk vel. Þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 3-7. Í stöðunni 9-12 breyttist leikurinn. Valur gerði sex næstu mörk leiksins og voru heimamenn þá skyndilega þremur mörkum yfir. Breidd HK er ekki mikil. Þegar 25 mínútur voru liðnar af leiknum var Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, búinn að spila á 14 leikmönnum. Valur byrjaði seinni hálfleikinn afar illa. Heimamenn voru áberandi slakir fyrstu fimm mínúturnar í seinni hálfleik og jafnaði HK leikinn 17-17. Valur hristi af sér þennan slæma kafla og tók öll völd á leiknum í stöðunni 19-18. Á tæplega fimm mínútum gerði Valur fimm mörk í röð og staðan orðin 24-18. Dagskrárlok hjá gestunum sem gerðu aldrei tilkall til að jafna leikinn eftir þennan kafla. Valur vann á endanum sjö marka sigur 32-25. Af hverju vann Valur? Valur átti tvo góða kafla í leiknum sem fór langt með sigurinn. Í fyrri hálfleik var Valur þremur mörkum undir og gerði sex mörk í röð. Í seinni hálfleik var Valur einu marki yfir og gerði fimm mörk í röð. Hverjir stóðu upp úr? Bræðurnir Arnór Snær Óskarsson og Benedikt Gunnar Óskarsson gerðu 15 af 32 mörkum Vals og áttu báðir góðan leik. Elías Björgvin Sigurðsson var markahæstur í liði HK með 5 mörk úr 7 skotum. Hvað gekk illa? Pálmi Fannar Sigurðsson, fyrirliði HK, fann sig aldrei í leiknum. Pálmi var í vandræðum á báðum endum vallarins. Pálmi skoraði 2 mörk úr 7 skotum. Tumi Steinn Rúnarsson var ekki á deginum sínum í kvöld. Tumi Steinn skoraði 3 mörk úr 7 skotum og klikkaði á víti. Hvað gerist næst? HK fer næst í Safarmýrina og mætir Fram á laugardaginn. Leikurinn hefst klukkan 16:00. Valur fær ÍBV í heimsókn næsta sunnudag klukkan 18:00. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport. Sebastian: Við erum að spila til lengri tíma en einn leik Sebastian Alexandersson ræðir við sína menn.Vísir/Vilhelm Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, fannst sjö marka tap gefa rétta mynd af leiknum. „Við byrjum alla leiki vel. Okkar vandamál er að hafa stjórn á tilfinningum okkar þegar líða tekur á leikina. Þessi frammistaða hefði líklegast dugað gegn KA og FH. Valur leysti vörnina okkar vel en ég er þrjóskur og það kom aldrei til greina að breyta um vörn,“ sagði Sebastian eftir leik. HK var yfir lengst af í fyrri hálfleik. Sebastian notaði 14 leikmenn á 25 mínútum og sagðist hann ekki vera með næsta leik í huga. „Ég er ekki að spá í næsta leik. Við erum með stóran hóp af efnilegum strákum. Þeir þurfa að gera sér grein fyrir því að þeir eru hluti af framtíð félagsins. Við þjálfararnir erum líka að skoða hverjir standast pressuna í leikjum.“ „Við erum að gera flotta hluti á æfingum. Við erum líka að vinna í andlegu hliðinni. Síðan er spurning hvaða skilaboð maður er að senda ungum strákum upp á framtíðina ef maður leyfir þeim ekki að spila í fyrri hálfleik.“ HK var þremur mörkum yfir í fyrri hálfleik en Valur gerði þá sex mörk í röð og breytti leiknum. „Valur er með frábært lið, þegar þeir ráðast á markið í seinni bylgju er erfitt að eiga við þá. Á þessum tímapunkti skiptum við ungum leikmönnum inn á sem eru að spila sínar fyrstu mínútur í efstu deild. Mér er alveg sama þótt það sé skjálfti í þeim. Ég er að hugsa til lengri tíma,“ sagði Sebastian Alexandersson að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik