Telma Líf er fundin en fjölskylduna grunar að henni hafi verið byrluð ólyfjan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. október 2021 13:26 Telma Líf er fundin eftir rúma sólarhrings leit. Facebook/Vísir Telma Líf Ingadóttir er fundin heil á húfi eftir að hún hvarf af sjúkrahúsi á Alicante á Spáni í gærmorgun. Ingi Karl Sigríðarson, faðir Telmu, segir sterkan grun um að henni hafi verið byrluð ólyfjan á bar, sem Telma var á á mánudagskvöld. Telma Líf hvarf í gærmorgun af spítala í Alicante, þar sem fjölskyldan er búsett, og ekkert hafði til hennar sést síðan þá. Telma fór af spítalanum án síma síns eða peningaveskis og hefur umfangsmikil leit staðið yfir að henni í Benidorm síðan í gær. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Ingi Karl og Telma Líf voru að ganga út af lögreglustöðinni í Callosa de Ensirriá, þar sem hann, konan hans og börn þeirra búa, þegar blaðamaður náði af þeim tali og eru nú á leið upp á spítala svo að Telma geti gengist undir læknisskoðun. Inga og Telmu grunar sterklega að henni hafi verið byrluð ólyfjan á bar sem hún var á á mánudagskvöld en Telma muni ekkert eftir síðasta sólarhring. „Það sem væntanlega bjargaði henni var að hún náði að koma sér í burtu eftir að búið var að byrla fyrir henni, “ segir Ingi Karl. Man ekkert síðan á mánudagskvöld Að sögn Inga virðist Telma hafa hitt samstarfsfélaga sinn eftir að hún yfirgaf spítalann sem leyfði henni að gista heima hjá sér. Hún hafi sofið þar í sólarhring og hafi vaknað í morgun og muni ekkert eftir síðasta eina og hálfa sólarhringi. Þegar hún hafi vaknað í morgun hafi hún áttað sig á að hún væri hvorki með veski né síma en reddað sér fari heim til pabba síns. „Systir hennar var heima þegar hún kom heim. Hún reddaði sér upp í Callosa heim til mín og litla systir hennar var í Callosa,“ segir Ingi Karl. Man Telma ekkert eftir síðasta rúma sólarhringi? „Hún man eftir að hafa verið að tala við mig í síma þegar hún var á barnum. Svo man hún eftir því að hafa vaknað í morgun. Miðað við hegðun hennar á spítalanum stemmir það alveg en hún er mjög lemstruð,“ segir Ingi. Fréttin hefur verið uppfærð. Spánn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ganga strandlengjuna í leit að Telmu Líf: „Hún er búin að vera týnd í allt of langan tíma“ Fjölskylda Telmu Lífar Ingadóttur gengur nú strandlengju Benidorm í leit að henni en hún hvarf í gærmorgun af sjúkrahúsi í borginni. Faðir Telmu segist dauðhræddur um að henni hafi verið rænt. 27. október 2021 11:03 Leita átján ára íslenskrar stúlku á Spáni Leit stendur yfir að átján ára íslenskri stúlku á Spáni sem ekkert hefur sést til frá klukkan hálf sex í morgun. Að sögn foreldra Telmu Lífar Ingadóttur gekk hún út af Villajosa-sjúkrahúsinu í Alicante í morgun og skildi eigur sínar eftir. 26. október 2021 23:39 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Fleiri fréttir Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Sjá meira
Telma Líf hvarf í gærmorgun af spítala í Alicante, þar sem fjölskyldan er búsett, og ekkert hafði til hennar sést síðan þá. Telma fór af spítalanum án síma síns eða peningaveskis og hefur umfangsmikil leit staðið yfir að henni í Benidorm síðan í gær. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Ingi Karl og Telma Líf voru að ganga út af lögreglustöðinni í Callosa de Ensirriá, þar sem hann, konan hans og börn þeirra búa, þegar blaðamaður náði af þeim tali og eru nú á leið upp á spítala svo að Telma geti gengist undir læknisskoðun. Inga og Telmu grunar sterklega að henni hafi verið byrluð ólyfjan á bar sem hún var á á mánudagskvöld en Telma muni ekkert eftir síðasta sólarhring. „Það sem væntanlega bjargaði henni var að hún náði að koma sér í burtu eftir að búið var að byrla fyrir henni, “ segir Ingi Karl. Man ekkert síðan á mánudagskvöld Að sögn Inga virðist Telma hafa hitt samstarfsfélaga sinn eftir að hún yfirgaf spítalann sem leyfði henni að gista heima hjá sér. Hún hafi sofið þar í sólarhring og hafi vaknað í morgun og muni ekkert eftir síðasta eina og hálfa sólarhringi. Þegar hún hafi vaknað í morgun hafi hún áttað sig á að hún væri hvorki með veski né síma en reddað sér fari heim til pabba síns. „Systir hennar var heima þegar hún kom heim. Hún reddaði sér upp í Callosa heim til mín og litla systir hennar var í Callosa,“ segir Ingi Karl. Man Telma ekkert eftir síðasta rúma sólarhringi? „Hún man eftir að hafa verið að tala við mig í síma þegar hún var á barnum. Svo man hún eftir því að hafa vaknað í morgun. Miðað við hegðun hennar á spítalanum stemmir það alveg en hún er mjög lemstruð,“ segir Ingi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Spánn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ganga strandlengjuna í leit að Telmu Líf: „Hún er búin að vera týnd í allt of langan tíma“ Fjölskylda Telmu Lífar Ingadóttur gengur nú strandlengju Benidorm í leit að henni en hún hvarf í gærmorgun af sjúkrahúsi í borginni. Faðir Telmu segist dauðhræddur um að henni hafi verið rænt. 27. október 2021 11:03 Leita átján ára íslenskrar stúlku á Spáni Leit stendur yfir að átján ára íslenskri stúlku á Spáni sem ekkert hefur sést til frá klukkan hálf sex í morgun. Að sögn foreldra Telmu Lífar Ingadóttur gekk hún út af Villajosa-sjúkrahúsinu í Alicante í morgun og skildi eigur sínar eftir. 26. október 2021 23:39 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Fleiri fréttir Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Sjá meira
Ganga strandlengjuna í leit að Telmu Líf: „Hún er búin að vera týnd í allt of langan tíma“ Fjölskylda Telmu Lífar Ingadóttur gengur nú strandlengju Benidorm í leit að henni en hún hvarf í gærmorgun af sjúkrahúsi í borginni. Faðir Telmu segist dauðhræddur um að henni hafi verið rænt. 27. október 2021 11:03
Leita átján ára íslenskrar stúlku á Spáni Leit stendur yfir að átján ára íslenskri stúlku á Spáni sem ekkert hefur sést til frá klukkan hálf sex í morgun. Að sögn foreldra Telmu Lífar Ingadóttur gekk hún út af Villajosa-sjúkrahúsinu í Alicante í morgun og skildi eigur sínar eftir. 26. október 2021 23:39