Martin aftur með íslenska landsliðinu eftir meira en tveggja ára fjarveru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2021 08:45 Martin Hermannsson í leik með íslenska landsliðinu en hann klæddist íslenska landsliðsbúningnum í ágúst 2019. Vísir/Bára Íslenska körfuboltalandsliðið hefur endurheimt sinn besta leikmann. Martin Hermannsson er í landsliðshópnum sem hefur leik í undankeppni heimsmeistaramótsins í körfubolta, FIBA World Cup 2023, í næstu viku. Íslenska landsliðið á tvo leiki í þessum glugga sem fara fram dagana 26. nóvember og 29. nóvember. Fyrst heldur liðið til Amsterdam og leikur gegn Hollandi 26. nóvember. Báðir leikirnir fara fram á útivelli að þessu sinni en eins og komið hefur fram að undanförnu þurfti að skipta um heimaleik og útileik gegn Rússlandi vegna aðstöðuleysis á Íslandi. Ekkert hús stenst grunn keppniskröfur FIBA eins er en Laugardalshöllin, sem er á undanþágu, er ónothæf eins og er. Liðið heldur því frá Hollandi yfir til St. Pétursborgar þar sem liðið leikur gegn Rússlandi 29. nóvember. Með liðunum þrem er einnig lið Ítalíu í sama riðli en næsti leikgluggi karla verður í febrúar 2022 og á Ísland þá tvo leiki gegn Ítalíu. Eins og staðan er í dag stefnir allt í að báðir þeir leikir þurfa að fara fram á Ítalíu. Craig Pedersen, þjálfari íslensla liðsins og aðstoðarþjálfarar hans, hafa valið tólf manna hópinn sem skipar landslið okkar í glugganum sem framundan er. Undirbúa þurfti fyrir nokkru átján manna leikmannahóp áður en kom að endanlegu vali hópsins vegna ferðalagsins til Rússlands og upp á að fá vegabréfsáritanir fyrir alla sem að íslenska hópnum koma. Martin Hermannsson hefur ekki leikið með íslenska landsliðinu síðan 21. ágúst 2019 eða í meira en tvö ár. Hann hefur ekki fengið leyfi frá liði sínu, Valencia, að taka þátt í verkefnum landsliðsins. Martin samdi hins vegar um að það að fá að vera með í þessum nóvemberleikjum sem eru mikil gleðitíðindi fyrir Ísland enda besti körfuboltamaður Íslands í dag. Gunnar Ólafsson, Stjörnunni, Hjálmar Stefánsson, Val og Ragnar Örn Bragason, Þór Þorlákshöfn, voru í leikmannahópnum í upphafi. Þá eru þeir Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík, og Sigtryggur Arnar Björnsson, Tindastóli, einnig báðir meiddir og verða frá þátttöku í þessum glugga. Haukur Helgi Briem Pálsson, Njarðvík, er ennþá að ná sér að fullu og ekki orðinn leikfær. Íslenska liðið heldur út mánudaginn 22. nóvember til Hollands og verður við æfingar úti fram að fyrsta leik. Landslið Íslands er þannig skipað fyrir nóvember 2021: Elvar Már Friðriksson · Antwerp Giants, Belgíu (56) Hilmar Smári Henningsson · Stjarnan (7) Jón Axel Guðmundsson · Bologna, Ítalía (13) Kári Jónsson · Valur (22) Kristinn Pálsson · Grindavík (23) Kristófer Acox · Valur (44) Martin Hermannsson · Valencia Basket, Spánn (69) Ólafur Ólafsson · Grindavík (46) Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Stjarnan (55) Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spánn (47) Þórir Guðmundur Þorbjarnarson · KR (14) Ægir Þór Steinarsson · Gipuzkoa Basket, Spánn (64) - Þjálfari: Craig Pedersen Aðstoðarþjálfarar: Baldur Þór Ragnarsson og Hjalti Þór Vilhjálmsson Sjúkraþjálfari: Valdimar Halldórsson · Atlas Endurhæfing Sóttvarnarfulltrúi: Jón Bender Fararstjórn og fulltrúar KKÍ: Kristinn Geir Pálsson og Hannes S. Jónsson Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Sjá meira
Íslenska landsliðið á tvo leiki í þessum glugga sem fara fram dagana 26. nóvember og 29. nóvember. Fyrst heldur liðið til Amsterdam og leikur gegn Hollandi 26. nóvember. Báðir leikirnir fara fram á útivelli að þessu sinni en eins og komið hefur fram að undanförnu þurfti að skipta um heimaleik og útileik gegn Rússlandi vegna aðstöðuleysis á Íslandi. Ekkert hús stenst grunn keppniskröfur FIBA eins er en Laugardalshöllin, sem er á undanþágu, er ónothæf eins og er. Liðið heldur því frá Hollandi yfir til St. Pétursborgar þar sem liðið leikur gegn Rússlandi 29. nóvember. Með liðunum þrem er einnig lið Ítalíu í sama riðli en næsti leikgluggi karla verður í febrúar 2022 og á Ísland þá tvo leiki gegn Ítalíu. Eins og staðan er í dag stefnir allt í að báðir þeir leikir þurfa að fara fram á Ítalíu. Craig Pedersen, þjálfari íslensla liðsins og aðstoðarþjálfarar hans, hafa valið tólf manna hópinn sem skipar landslið okkar í glugganum sem framundan er. Undirbúa þurfti fyrir nokkru átján manna leikmannahóp áður en kom að endanlegu vali hópsins vegna ferðalagsins til Rússlands og upp á að fá vegabréfsáritanir fyrir alla sem að íslenska hópnum koma. Martin Hermannsson hefur ekki leikið með íslenska landsliðinu síðan 21. ágúst 2019 eða í meira en tvö ár. Hann hefur ekki fengið leyfi frá liði sínu, Valencia, að taka þátt í verkefnum landsliðsins. Martin samdi hins vegar um að það að fá að vera með í þessum nóvemberleikjum sem eru mikil gleðitíðindi fyrir Ísland enda besti körfuboltamaður Íslands í dag. Gunnar Ólafsson, Stjörnunni, Hjálmar Stefánsson, Val og Ragnar Örn Bragason, Þór Þorlákshöfn, voru í leikmannahópnum í upphafi. Þá eru þeir Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík, og Sigtryggur Arnar Björnsson, Tindastóli, einnig báðir meiddir og verða frá þátttöku í þessum glugga. Haukur Helgi Briem Pálsson, Njarðvík, er ennþá að ná sér að fullu og ekki orðinn leikfær. Íslenska liðið heldur út mánudaginn 22. nóvember til Hollands og verður við æfingar úti fram að fyrsta leik. Landslið Íslands er þannig skipað fyrir nóvember 2021: Elvar Már Friðriksson · Antwerp Giants, Belgíu (56) Hilmar Smári Henningsson · Stjarnan (7) Jón Axel Guðmundsson · Bologna, Ítalía (13) Kári Jónsson · Valur (22) Kristinn Pálsson · Grindavík (23) Kristófer Acox · Valur (44) Martin Hermannsson · Valencia Basket, Spánn (69) Ólafur Ólafsson · Grindavík (46) Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Stjarnan (55) Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spánn (47) Þórir Guðmundur Þorbjarnarson · KR (14) Ægir Þór Steinarsson · Gipuzkoa Basket, Spánn (64) - Þjálfari: Craig Pedersen Aðstoðarþjálfarar: Baldur Þór Ragnarsson og Hjalti Þór Vilhjálmsson Sjúkraþjálfari: Valdimar Halldórsson · Atlas Endurhæfing Sóttvarnarfulltrúi: Jón Bender Fararstjórn og fulltrúar KKÍ: Kristinn Geir Pálsson og Hannes S. Jónsson
Landslið Íslands er þannig skipað fyrir nóvember 2021: Elvar Már Friðriksson · Antwerp Giants, Belgíu (56) Hilmar Smári Henningsson · Stjarnan (7) Jón Axel Guðmundsson · Bologna, Ítalía (13) Kári Jónsson · Valur (22) Kristinn Pálsson · Grindavík (23) Kristófer Acox · Valur (44) Martin Hermannsson · Valencia Basket, Spánn (69) Ólafur Ólafsson · Grindavík (46) Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Stjarnan (55) Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spánn (47) Þórir Guðmundur Þorbjarnarson · KR (14) Ægir Þór Steinarsson · Gipuzkoa Basket, Spánn (64) - Þjálfari: Craig Pedersen Aðstoðarþjálfarar: Baldur Þór Ragnarsson og Hjalti Þór Vilhjálmsson Sjúkraþjálfari: Valdimar Halldórsson · Atlas Endurhæfing Sóttvarnarfulltrúi: Jón Bender Fararstjórn og fulltrúar KKÍ: Kristinn Geir Pálsson og Hannes S. Jónsson
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti