Umfjöllun og viðtöl: HK - Fram 20-33 | Gestirnir ekki í neinum vandræðum í Kópavogi Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 11. desember 2021 15:00 Karen Knútsdóttir var frábær í liði Fram í dag. Vísir/Elín Björg Eftir að hafa staðið í Val nær allan leikinn nýverið var búist við spennandi leik er HK tók á móti Fram í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. Annað kom á daginn þar sem Fram vann 13 marka sigur, lokatölur 20-33. Leikurinn hófst með ágætis jafnræði en Framkonur voru alltaf skrefinu á undan. Liðin voru jöfn eftir rúman fimm mínútna leik en Fram náði fínu forskoti eftir það. Á 13. mínútu fékk Emma Olsen, leikmaður Fram, að lýta beint rautt spjald fyrir að brjóta harkalega á Jóhönnu Margréti Sigurðardóttur í loftinu. Fram voru þar með einum færri næstu tvær mínúturnar sem gaf HK færi á að jafna leikinn, sem þær gerðu. Eftir að Fram varð fullskipað á ný tókst þeim að auka forystuna á ný. HK reyndu að koma með áhlaup en Hafdís Renötudóttir var gjörsamlega búin að læsa rammanum. Liðin héldu inn í klefa í hálfleik með fjögurra marka mun, 9-13. Í síðari hálfleik var um sömu sögu að ræða en Framkonur héldu sínu striki áfram. Munurinn varð aldrei minni heldur en fjögur mörk. Þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka var Fram búið að ná tíu marka forystu og þar með voru úrslitin ráðin. Lokatölur voru 33-20. Af hverju vann Fram? Fram voru hreint út sagt miklu betra lið í dag. Þær hófu leik strax með miklu öryggi og aga. Það var einhvern veginn allt sem virkaði hjá þeim, hvort sem um var að ræða varnarlega eða sóknarlega. Það gekk allt upp hjá þeim. Þrátt fyrir að hafa misst út snemma einn af lykil leikmönnum liðsins þá skipti það litlu sem engu. Hverjar stóðu upp úr? Karen Knútsdóttir var markahæst í liði Fram með sjö mörk og á eftir henni komu þær Þórey Rósa Stefánsdóttir og Perla Ruth Albertsdóttir með sex mörk hvor. Hafdís Renötudóttir var frábær í marki Fram með tólf varða bolta sem skilaði henni 44% markvörslu. Hjá HK var Jóhanna Margrét Sigurðardóttir lang markahæst með átta mörk. Berglind Þorsteinsdóttir og Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir voru næst markahæstar með þrjú mörk hvor. Hvað gekk illa? Heilt yfir þá var nokkuð mikið sem vantaði upp á hjá HK í dag. Bæði vörn og markvarsla Fram reyndist þeim virkilega erfið og voru mikið af skotum sem komu upp úr engu. Varnarleikur HK var einnig ábótavant en flestar sóknir Fram gengu upp. Það má segja að HK hafi misst alla von semma í fyrri hálfleik og eftir það snérist leikurinn svolítið um það að munurinn yrði ekki meiri. Hvað gerist næst? Olís deild kvenna er komin í jólafrí eftir að leik Hauka og KA/Þórs, sem er í gangi núna á Ásvöllum, lýkur. Stelpurnar mæta til baka þann 8. janúar en þá munu HK gera sér ferð til Vestmannaeyja þar sem þær mæta ÍBV. Fram eiga leik sama dag á Akureyri gegn KA/Þór. „Þetta var þannig séð bara alls ekki nógu gott“ Halldór Harri ræðir við sínar stelpur.vísir/bára „Þetta var þannig séð bara alls ekki nógu gott. Við klúðrum þessu eiginlega í nokkrum pörtum. Bæði í fyrri og seinni hálfleik fáum við kafla sem við náum ekki að skora og þær skora úr einföldum hraðaupphlaupsmörkum og þá er þetta bar farið,“ sagði Halldór Harri, þjálfari HK, eftir tap dagsins. „Við vorum að spila okkur í ágætis færi, í fyrri hálfleik sérstaklega. En við vorum að klúðra, Hafdís Renötudóttir var að gera okkur erfitt fyrir þar. Og þegar við hleypum Frömurum í þennan bolta að láta markmenn verja eða að við séum að missa boltann einfaldlega fyrir framan þær þá refsa þær í bakið á manni.“ Allir leikmenn HK fengu færi á að leggja sitt af mörkum í dag. „Þetta er fínn hópur sem við erum með og það eru margar ungar stelpur í liðinu sem þurfa sínar mínútur. Stundum eigum við leiki þar sem þetta er ekki að detta alveg nógu vel inn hjá okkur þá er allt í lagi að prófa að spila með þær, og við reyndum það. En Framarar voru bara sterkir.“ „Við höldum bara áfram að æfa vel, byrjum strax aftur á mánudaginn og nýtum jólatörnina vel. Svo koma leikir eftir áramót sem við teljum okkur eiga séns í.“ Hafði Halldór Harri að segja að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna HK Fram
Eftir að hafa staðið í Val nær allan leikinn nýverið var búist við spennandi leik er HK tók á móti Fram í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. Annað kom á daginn þar sem Fram vann 13 marka sigur, lokatölur 20-33. Leikurinn hófst með ágætis jafnræði en Framkonur voru alltaf skrefinu á undan. Liðin voru jöfn eftir rúman fimm mínútna leik en Fram náði fínu forskoti eftir það. Á 13. mínútu fékk Emma Olsen, leikmaður Fram, að lýta beint rautt spjald fyrir að brjóta harkalega á Jóhönnu Margréti Sigurðardóttur í loftinu. Fram voru þar með einum færri næstu tvær mínúturnar sem gaf HK færi á að jafna leikinn, sem þær gerðu. Eftir að Fram varð fullskipað á ný tókst þeim að auka forystuna á ný. HK reyndu að koma með áhlaup en Hafdís Renötudóttir var gjörsamlega búin að læsa rammanum. Liðin héldu inn í klefa í hálfleik með fjögurra marka mun, 9-13. Í síðari hálfleik var um sömu sögu að ræða en Framkonur héldu sínu striki áfram. Munurinn varð aldrei minni heldur en fjögur mörk. Þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka var Fram búið að ná tíu marka forystu og þar með voru úrslitin ráðin. Lokatölur voru 33-20. Af hverju vann Fram? Fram voru hreint út sagt miklu betra lið í dag. Þær hófu leik strax með miklu öryggi og aga. Það var einhvern veginn allt sem virkaði hjá þeim, hvort sem um var að ræða varnarlega eða sóknarlega. Það gekk allt upp hjá þeim. Þrátt fyrir að hafa misst út snemma einn af lykil leikmönnum liðsins þá skipti það litlu sem engu. Hverjar stóðu upp úr? Karen Knútsdóttir var markahæst í liði Fram með sjö mörk og á eftir henni komu þær Þórey Rósa Stefánsdóttir og Perla Ruth Albertsdóttir með sex mörk hvor. Hafdís Renötudóttir var frábær í marki Fram með tólf varða bolta sem skilaði henni 44% markvörslu. Hjá HK var Jóhanna Margrét Sigurðardóttir lang markahæst með átta mörk. Berglind Þorsteinsdóttir og Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir voru næst markahæstar með þrjú mörk hvor. Hvað gekk illa? Heilt yfir þá var nokkuð mikið sem vantaði upp á hjá HK í dag. Bæði vörn og markvarsla Fram reyndist þeim virkilega erfið og voru mikið af skotum sem komu upp úr engu. Varnarleikur HK var einnig ábótavant en flestar sóknir Fram gengu upp. Það má segja að HK hafi misst alla von semma í fyrri hálfleik og eftir það snérist leikurinn svolítið um það að munurinn yrði ekki meiri. Hvað gerist næst? Olís deild kvenna er komin í jólafrí eftir að leik Hauka og KA/Þórs, sem er í gangi núna á Ásvöllum, lýkur. Stelpurnar mæta til baka þann 8. janúar en þá munu HK gera sér ferð til Vestmannaeyja þar sem þær mæta ÍBV. Fram eiga leik sama dag á Akureyri gegn KA/Þór. „Þetta var þannig séð bara alls ekki nógu gott“ Halldór Harri ræðir við sínar stelpur.vísir/bára „Þetta var þannig séð bara alls ekki nógu gott. Við klúðrum þessu eiginlega í nokkrum pörtum. Bæði í fyrri og seinni hálfleik fáum við kafla sem við náum ekki að skora og þær skora úr einföldum hraðaupphlaupsmörkum og þá er þetta bar farið,“ sagði Halldór Harri, þjálfari HK, eftir tap dagsins. „Við vorum að spila okkur í ágætis færi, í fyrri hálfleik sérstaklega. En við vorum að klúðra, Hafdís Renötudóttir var að gera okkur erfitt fyrir þar. Og þegar við hleypum Frömurum í þennan bolta að láta markmenn verja eða að við séum að missa boltann einfaldlega fyrir framan þær þá refsa þær í bakið á manni.“ Allir leikmenn HK fengu færi á að leggja sitt af mörkum í dag. „Þetta er fínn hópur sem við erum með og það eru margar ungar stelpur í liðinu sem þurfa sínar mínútur. Stundum eigum við leiki þar sem þetta er ekki að detta alveg nógu vel inn hjá okkur þá er allt í lagi að prófa að spila með þær, og við reyndum það. En Framarar voru bara sterkir.“ „Við höldum bara áfram að æfa vel, byrjum strax aftur á mánudaginn og nýtum jólatörnina vel. Svo koma leikir eftir áramót sem við teljum okkur eiga séns í.“ Hafði Halldór Harri að segja að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik