Umfjöllun og viðtöl: HK - Valur 29-31 | Stórleikur Einars Braga dugði ekki til Þorsteinn Hjálmsson skrifar 17. desember 2021 22:34 Valsmenn unnu góðan tveggja marka sigur gegn HK í kvöld. Vísir/Elín Björg Í kvöld fékk HK Val í heimsókn í Kórinn í þrettándu umferð Olís-deildar karla í handbolta, sem er jafnframt síðasta umferðin sem verður leikin á árinu 2021. Lauk leiknum með tveggja marka sigri Íslands- og bikarmeistarar Vals, 29-31, í hörku leik. HK hóf leikinn betur líkt og oft áður á þessu tímabili. Eftir um tíu mínútna leik leiddi HK leikinn með tveim mörkum 6-4. Valsmenn voru þó fljótir að jafna og komast í kjölfarið einu marki yfir. Mikill hraði var í leiknum og liðin dugleg að keyra á hvort annað við hvert tækifæri. Liðin skiptust á að jafna leikinn og komast einu marki yfir allt fram á 28. mínútu leiksins. Þá náði Valur loks að koma forystu sinni í tvö mörk. Staðan í hálfleik 13-15, Valsmönnum í vil. Valsmenn hófu síðari hálfleikinn af krafti og voru með fimm marka forystu eftir um átta mínútna leik í honum. Sebastian Alexandersson, þjálfari HK tók þá leikhlé. Eftir það sótti HK jafnt og þétt að forystu Vals, með Einar Braga Aðalsteinsson fremstan í flokki. Valur missti einn leikmann út af í síðari hálfleik, en mikið var um tveggja mínútna brottvísanir í leiknum. Þorgils Jón Svölu Baldursson fékk sína þriðju tveggja mínútna brottvísun um miðbik síðari hálfleiksins. HK náði að minka muninn í eitt mark þegar um fimm mínútur voru eftir með marki Elías Björgvins Sigurðssonar, staðan 27-28. Nær komst HK þó ekki og Valur hélt forystunni það sem eftir lifði leiks. Lokatölur 29-31. Af hverju vann Valur? Valsmenn voru oft á tíðum örlítið hikstandi í sókninni en gengu á lagið snemma í seinni hálfleik og mynduðu nægt bil á milli sín og HK til að klára leikinn að lokum. Hverjir stóðu upp úr? Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals var frábær í leiknum og varði 18 skot. Þrátt fyrir frábæran leik Björgvins Páls náði hinn ungi og efnilegi Einar Bragi Aðalsteinsson, leikmaður HK að skora 12 mörk í leiknum. Einar Bragi að koma eins og stormsveipur inn í deildina eftir að hafa glímt við meiðsl í upphafi tímabils. Hvað gekk illa? Maður hefur oft séð varnarleik Vals vera betri en hann var í kvöld. Aðeins hefur einu liði tekist að skora fleiri mörk gegn Val á þessari leiktíð heldur en HK gerði í kvöld. Stjarnan gerði það fyrr á tímabilinu og skoruðu þá 36 mörk. Hvað gerist næst? Nú hefst rúmlega sex vikna hlé á Olís-deild karla vegna hátíðanna og Evrópumóts karla í handbolta sem fer fram í janúar í Ungverjalandi og Slóvakíu. Að vanda er íslenska landsliðið meðal þátttökuþjóða á mótinu. Næsti leikur beggja liða eru leikir sem hefðu átt að fara fram í 8. umferð deildarinnar, en var frestað vegna COVID-19 faraldursins. HK mun mæta Gróttu 31. janúar og Valur mætir Fram 2. febrúar. Sebastian Alexandersson: Ég hef aldrei á mínum 28 ára þjálfaraferli kynnst jafn miklum karakter og í þessum hóp Sebastian Alexandersson ræðir við sína menn.Vísir/Vilhelm „Ég er mjög sáttur, við töpuðum með sjö á móti þeim síðast. Enn einn leikurinn þar sem við erum næstum því að gera eitthvað. Við erum örugglega besta liðið sem hafa verið neðstir um áramót. Mér er alveg sama um það, liðið er að stefna í rétta átt og ég er mjög ánægður með liðið sem heild. Ég sagði það eftir síðasta leik að þetta lið yrði frábært eftir 2-3 ár. Ég held að það hafi sannast hér í dag. Við erum ekki einu sinni einu skrefi, við erum mjög stutt á eftir öllum liðum landsins í dag, eins og staðan er í dag. Við erum alltaf í leik. Auðvitað er þetta þetta litla skref alveg risa stórt sem er eftir, en það eru ekkert allir sem komast á þann stað að eiga þetta litla skref eftir.“ Sebastian Alexandersson, þjálfara HK fannst sýnir menn ekki vera að spila sinn besta leik í kvöld. „Við vorum ekkert að spila okkar besta leik í dag en við erum samt í leik við Val, sem er frábært lið.“ Aðspurður út í leikmann liðsins, Einar Braga Aðalsteinsson sem skoraði 12 mörk í leiknum, hafði Sebastian Alexandersson þetta að segja: „Heldur þú að það hefði skipt máli að hafa hann gegn KA? Ég held það. Auðvitað er drengurinn brjálæðislega efnilegur og nú er hann búinn að taka tvo svona leiki en hann er líka stundum að taka ótímabær skot og það er bara fylgifiskur þess að vera markagráðugu og ég fíla það alveg. Það er bara mitt að stjórna honum betur.“ Sebastian Alexandersson, þjálfari HK er feginn því að það sé komið frí í Olís-deild karla. „Já. Ég held að við séum allir fegnir því. Þessi vika var brjálæðislega erfið. Menn þreyttir, pirraðir, þetta er erfitt. Þetta er lítið mál fyrir önnur lið sem eru einhvers staðar á þægilegum stað í töflunni.“ Sem fyrr er Sebastian Alexandersson, þjálfari HK ótrúlega stoltur af sínu liði. „Ég hef aldrei á mínum 28 ára þjálfaraferli kynnst jafn miklum karakter og í þessum hóp. Koma í hvern einasta leik trúandi því að þeir geta unnið sama þótt staðan sé eins og hún er á töflunni. Þetta er einstakur hópur, þess vegna fullyrði ég að þetta verði eitt besta lið landsins eftir 2-3 ár.“ Olís-deild karla HK Valur
Í kvöld fékk HK Val í heimsókn í Kórinn í þrettándu umferð Olís-deildar karla í handbolta, sem er jafnframt síðasta umferðin sem verður leikin á árinu 2021. Lauk leiknum með tveggja marka sigri Íslands- og bikarmeistarar Vals, 29-31, í hörku leik. HK hóf leikinn betur líkt og oft áður á þessu tímabili. Eftir um tíu mínútna leik leiddi HK leikinn með tveim mörkum 6-4. Valsmenn voru þó fljótir að jafna og komast í kjölfarið einu marki yfir. Mikill hraði var í leiknum og liðin dugleg að keyra á hvort annað við hvert tækifæri. Liðin skiptust á að jafna leikinn og komast einu marki yfir allt fram á 28. mínútu leiksins. Þá náði Valur loks að koma forystu sinni í tvö mörk. Staðan í hálfleik 13-15, Valsmönnum í vil. Valsmenn hófu síðari hálfleikinn af krafti og voru með fimm marka forystu eftir um átta mínútna leik í honum. Sebastian Alexandersson, þjálfari HK tók þá leikhlé. Eftir það sótti HK jafnt og þétt að forystu Vals, með Einar Braga Aðalsteinsson fremstan í flokki. Valur missti einn leikmann út af í síðari hálfleik, en mikið var um tveggja mínútna brottvísanir í leiknum. Þorgils Jón Svölu Baldursson fékk sína þriðju tveggja mínútna brottvísun um miðbik síðari hálfleiksins. HK náði að minka muninn í eitt mark þegar um fimm mínútur voru eftir með marki Elías Björgvins Sigurðssonar, staðan 27-28. Nær komst HK þó ekki og Valur hélt forystunni það sem eftir lifði leiks. Lokatölur 29-31. Af hverju vann Valur? Valsmenn voru oft á tíðum örlítið hikstandi í sókninni en gengu á lagið snemma í seinni hálfleik og mynduðu nægt bil á milli sín og HK til að klára leikinn að lokum. Hverjir stóðu upp úr? Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals var frábær í leiknum og varði 18 skot. Þrátt fyrir frábæran leik Björgvins Páls náði hinn ungi og efnilegi Einar Bragi Aðalsteinsson, leikmaður HK að skora 12 mörk í leiknum. Einar Bragi að koma eins og stormsveipur inn í deildina eftir að hafa glímt við meiðsl í upphafi tímabils. Hvað gekk illa? Maður hefur oft séð varnarleik Vals vera betri en hann var í kvöld. Aðeins hefur einu liði tekist að skora fleiri mörk gegn Val á þessari leiktíð heldur en HK gerði í kvöld. Stjarnan gerði það fyrr á tímabilinu og skoruðu þá 36 mörk. Hvað gerist næst? Nú hefst rúmlega sex vikna hlé á Olís-deild karla vegna hátíðanna og Evrópumóts karla í handbolta sem fer fram í janúar í Ungverjalandi og Slóvakíu. Að vanda er íslenska landsliðið meðal þátttökuþjóða á mótinu. Næsti leikur beggja liða eru leikir sem hefðu átt að fara fram í 8. umferð deildarinnar, en var frestað vegna COVID-19 faraldursins. HK mun mæta Gróttu 31. janúar og Valur mætir Fram 2. febrúar. Sebastian Alexandersson: Ég hef aldrei á mínum 28 ára þjálfaraferli kynnst jafn miklum karakter og í þessum hóp Sebastian Alexandersson ræðir við sína menn.Vísir/Vilhelm „Ég er mjög sáttur, við töpuðum með sjö á móti þeim síðast. Enn einn leikurinn þar sem við erum næstum því að gera eitthvað. Við erum örugglega besta liðið sem hafa verið neðstir um áramót. Mér er alveg sama um það, liðið er að stefna í rétta átt og ég er mjög ánægður með liðið sem heild. Ég sagði það eftir síðasta leik að þetta lið yrði frábært eftir 2-3 ár. Ég held að það hafi sannast hér í dag. Við erum ekki einu sinni einu skrefi, við erum mjög stutt á eftir öllum liðum landsins í dag, eins og staðan er í dag. Við erum alltaf í leik. Auðvitað er þetta þetta litla skref alveg risa stórt sem er eftir, en það eru ekkert allir sem komast á þann stað að eiga þetta litla skref eftir.“ Sebastian Alexandersson, þjálfara HK fannst sýnir menn ekki vera að spila sinn besta leik í kvöld. „Við vorum ekkert að spila okkar besta leik í dag en við erum samt í leik við Val, sem er frábært lið.“ Aðspurður út í leikmann liðsins, Einar Braga Aðalsteinsson sem skoraði 12 mörk í leiknum, hafði Sebastian Alexandersson þetta að segja: „Heldur þú að það hefði skipt máli að hafa hann gegn KA? Ég held það. Auðvitað er drengurinn brjálæðislega efnilegur og nú er hann búinn að taka tvo svona leiki en hann er líka stundum að taka ótímabær skot og það er bara fylgifiskur þess að vera markagráðugu og ég fíla það alveg. Það er bara mitt að stjórna honum betur.“ Sebastian Alexandersson, þjálfari HK er feginn því að það sé komið frí í Olís-deild karla. „Já. Ég held að við séum allir fegnir því. Þessi vika var brjálæðislega erfið. Menn þreyttir, pirraðir, þetta er erfitt. Þetta er lítið mál fyrir önnur lið sem eru einhvers staðar á þægilegum stað í töflunni.“ Sem fyrr er Sebastian Alexandersson, þjálfari HK ótrúlega stoltur af sínu liði. „Ég hef aldrei á mínum 28 ára þjálfaraferli kynnst jafn miklum karakter og í þessum hóp. Koma í hvern einasta leik trúandi því að þeir geta unnið sama þótt staðan sé eins og hún er á töflunni. Þetta er einstakur hópur, þess vegna fullyrði ég að þetta verði eitt besta lið landsins eftir 2-3 ár.“
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik