„Það er ekki okkar hugsun að reyna að negla fólk“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. janúar 2022 21:54 Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Við erum ekki í þessu til að negla fólk, heldur einfaldlega til að passa upp á hag okkar allra, segir aðstoðaryfirlögregluþjónn. Eftirlit með sóttvörnum er sívaxandi hluti af daglegum störfum lögreglu en hátt í fimm hundruð sektir hafa verið gefnar út vegna brota á sóttvörnum. Grunur um brot á sóttvarnalögum í miðbænum, veitingahúsi lokað vegna brota á sóttvarnalögum, sóttvarnareglur á tónleikum brotnar, ferðamenn kærðir vegna brota á sóttvarnalögum. Þessar fyrirsagnir eru orðnar nokkuð tíðar í fjölmiðlum þessi misserin. Sóttvarnareglur breytast ört; samkomutakmarkanir eru breytilegar, opnunartímar breytast á milli mánaða, við sjáum grímuskyldu og ekki grímuskyldu, eins metra reglu og tveggja metra reglu og þannig má áfram telja. Það er lögregla og ríkislögreglustjóri sem halda utan um eftirlit með sóttvarnaaðgerðum en miðbærinn um helgar er fyrirferðamestur í því samhengi. „Það byggir á því að við fáum upplýsingar frá fólki, fólk hringir í okkur, tilkynnir ef það verður vart við brot eða eitthvað sem það vill benda okkur á og þá fylgjum við þessum tilkynningum eftir,“ segir Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Frá upphafi faraldursins til dagsins í dag hafa 482 brot gegn sóttvarnalögum verið skráð hjá lögreglu. „Svo erum við úti í eftirliti og ef við sjáum eitthvað sem er ekki rétt þá fylgjum við því eftir líka,“ segir hann enn fremur. Lögregla fer líka í óvæntar heimsóknir en Kristján segir fólk almennt bregðast við. Eftirlitið er sívaxandi hluti af daglegum störfum lögreglu en það flækist stundum fyrir lögreglumönnum líkt og öðrum, enda, eins og fyrr segir, eru reglurnar margbreytilegar. „Alltaf þegar það kemur nýtt minnisblað frá Þórólfi þá þarf svona að skoða nýju reglurnar en þetta venst eins og hvað annað,“ segir Kristján. Frá upphafi faraldursins til dagsins í dag hafa 482 brot gegn sóttvarnalögum verið skráð hjá lögreglu. 47 prósent þeirra hafa verið felld niður. Lægsta greidda sektin var 20 þúsund og sú hæsta 350 þúsund. Þá hafa tæpar 7,5 milljónir verið greiddar í sektir og rúmar níu milljónir eru í innheimtuferli. „Það er ekki okkar hugsun að reyna að negla fólk eða sekta fólk, við erum bara að fá fólk til að fara eftir reglunum. Þetta er í hag fyrir okkur öll,“ segir Kristján. Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglan Tengdar fréttir Grunur um brot á sóttvarnalögum í miðbænum Lögreglan stóð í ströngu í gærkvöldi og í nótt en 116 mál voru skráð á málaskrá. Þar af voru rúmlega tuttugu tilkynningar um hávaða. 19. desember 2021 07:24 431 sóttvarnabrot skráð en sektað í 46 prósent tilvika 475 einstaklingar og 73 fyrirtæki koma við sögu í 431 sóttvarnabroti sem lögregla hefur skráð frá 1. mars 2020. Málin varða meðal annars brot á reglum um fjöldatakmarkanir og brot á reglum um lokun skemmtistaða. 23. nóvember 2021 06:34 Sektaðir um 250 þúsund krónur í september en ekki borgað Ríkissaksóknari telur ekki tilefni til að hækka sektir vegna brota á sóttkví. Sektarheimildir séu þegar ríflegar miðað við sektir almennt hér á landi. 19. apríl 2021 14:19 Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira
Grunur um brot á sóttvarnalögum í miðbænum, veitingahúsi lokað vegna brota á sóttvarnalögum, sóttvarnareglur á tónleikum brotnar, ferðamenn kærðir vegna brota á sóttvarnalögum. Þessar fyrirsagnir eru orðnar nokkuð tíðar í fjölmiðlum þessi misserin. Sóttvarnareglur breytast ört; samkomutakmarkanir eru breytilegar, opnunartímar breytast á milli mánaða, við sjáum grímuskyldu og ekki grímuskyldu, eins metra reglu og tveggja metra reglu og þannig má áfram telja. Það er lögregla og ríkislögreglustjóri sem halda utan um eftirlit með sóttvarnaaðgerðum en miðbærinn um helgar er fyrirferðamestur í því samhengi. „Það byggir á því að við fáum upplýsingar frá fólki, fólk hringir í okkur, tilkynnir ef það verður vart við brot eða eitthvað sem það vill benda okkur á og þá fylgjum við þessum tilkynningum eftir,“ segir Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Frá upphafi faraldursins til dagsins í dag hafa 482 brot gegn sóttvarnalögum verið skráð hjá lögreglu. „Svo erum við úti í eftirliti og ef við sjáum eitthvað sem er ekki rétt þá fylgjum við því eftir líka,“ segir hann enn fremur. Lögregla fer líka í óvæntar heimsóknir en Kristján segir fólk almennt bregðast við. Eftirlitið er sívaxandi hluti af daglegum störfum lögreglu en það flækist stundum fyrir lögreglumönnum líkt og öðrum, enda, eins og fyrr segir, eru reglurnar margbreytilegar. „Alltaf þegar það kemur nýtt minnisblað frá Þórólfi þá þarf svona að skoða nýju reglurnar en þetta venst eins og hvað annað,“ segir Kristján. Frá upphafi faraldursins til dagsins í dag hafa 482 brot gegn sóttvarnalögum verið skráð hjá lögreglu. 47 prósent þeirra hafa verið felld niður. Lægsta greidda sektin var 20 þúsund og sú hæsta 350 þúsund. Þá hafa tæpar 7,5 milljónir verið greiddar í sektir og rúmar níu milljónir eru í innheimtuferli. „Það er ekki okkar hugsun að reyna að negla fólk eða sekta fólk, við erum bara að fá fólk til að fara eftir reglunum. Þetta er í hag fyrir okkur öll,“ segir Kristján.
Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglan Tengdar fréttir Grunur um brot á sóttvarnalögum í miðbænum Lögreglan stóð í ströngu í gærkvöldi og í nótt en 116 mál voru skráð á málaskrá. Þar af voru rúmlega tuttugu tilkynningar um hávaða. 19. desember 2021 07:24 431 sóttvarnabrot skráð en sektað í 46 prósent tilvika 475 einstaklingar og 73 fyrirtæki koma við sögu í 431 sóttvarnabroti sem lögregla hefur skráð frá 1. mars 2020. Málin varða meðal annars brot á reglum um fjöldatakmarkanir og brot á reglum um lokun skemmtistaða. 23. nóvember 2021 06:34 Sektaðir um 250 þúsund krónur í september en ekki borgað Ríkissaksóknari telur ekki tilefni til að hækka sektir vegna brota á sóttkví. Sektarheimildir séu þegar ríflegar miðað við sektir almennt hér á landi. 19. apríl 2021 14:19 Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira
Grunur um brot á sóttvarnalögum í miðbænum Lögreglan stóð í ströngu í gærkvöldi og í nótt en 116 mál voru skráð á málaskrá. Þar af voru rúmlega tuttugu tilkynningar um hávaða. 19. desember 2021 07:24
431 sóttvarnabrot skráð en sektað í 46 prósent tilvika 475 einstaklingar og 73 fyrirtæki koma við sögu í 431 sóttvarnabroti sem lögregla hefur skráð frá 1. mars 2020. Málin varða meðal annars brot á reglum um fjöldatakmarkanir og brot á reglum um lokun skemmtistaða. 23. nóvember 2021 06:34
Sektaðir um 250 þúsund krónur í september en ekki borgað Ríkissaksóknari telur ekki tilefni til að hækka sektir vegna brota á sóttkví. Sektarheimildir séu þegar ríflegar miðað við sektir almennt hér á landi. 19. apríl 2021 14:19