Umfjöllun og viðtöl: FH - HK 33-24 | FH-ingar ekki í vandræðum með botnliðið Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 7. febrúar 2022 21:10 FH vann öruggan sigur. vísir/hulda margrét FH er í harðri baráttu um efsta sæti Olís-deildar karla í handbolta og tók á móti botnliði HK í kvöld. HK tókst ekki að vinna leik fyrir áramót og tókst það heldur ekki í kvöld, lokatölur 33-24 heimamönnum í vil. Leikurinn fór heldur hægt að stað og einkenndust fyrstu mínútur leiksins af brottvísunum og lélegri skotnýtingu beggja liða. FH-ingar fóru að ranka við sér þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum og voru þá komnir þremur mörkum yfir 7-4. Þar hófst leikur kattarins að músinni. HK-ingar áttu fá svör við leik FH-inga og þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks leiddu FH-inga með 6 mörkum, 17-11. FH-ingar héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik og héldu áfram að auka forskotið. Þegar stundarfjórðungur var eftir að leiknum leiddu FH-ingar með 8 mörkum, 26-18. Síðasta korterið einkenndist af algjöru andleysi hjá báðum liðum og minnti þetta um tíma á borðtennisleik, annað liðið svartklædd að senda beint í hendurnar á hvíta liðinu og öfugt. HK-ingar töluvert andlausari en FH-ingarnir og enduðu FH-ingar á að sigra leikinn með 9 mörkum, 33-24. Af hverju unnu FH? Þessi úrslit voru nú mögulega skrifuð í skýin, þegar að toppliðið mætir botnliðinu. FH-ingar voru bara of stór biti fyrir HK í kvöld. FH-ingar voru þéttir varnarlega og þrátt fyrir að vera án Phil Döhler kom það ekki að sök. Sóknarlega voru þeir góðir og dreifust mörkin á nánast alla leikmenn sem komu inn á í leiknum. Hverjir stóðu upp úr? Hjá FH-ingum var Ásbjörn Friðriksson atkvæðamestur með 6 mörk og var hann duglegur að opna vörn HK-inga fyrir aðra leikmenn. Ísak Rafnsson var öflugur í vörn FH-inga með 2 stolna bolta, 2 blikk og 6 lögleg stopp. Svavar Ingi Sigmundsson varði 10 bolta, 31% markvarsla. En þrátt fyrir þessa upptalningu var klárlega FH-liðið sem heild sem stóðu uppúr, hver með sitt einstaklings framlag. Hjá HK voru það Hjörtur Ingi Halldórsson og Kristján Ottó Hjálmarsson atkvæðamestir með 8 hvor. Hvað gekk illa? FH-ingar voru bara of stór biti fyrir HK. HK eru í botnsætinu með 1 stig á meðan FH-ingar eru í efsta sætinu. Það virtist sem að þeir voru að reyna að berjast en þetta var óttarlega andlaust samt sem áður. Hvað gerist næst? HK-ingar fá Fram í heimsókn næsta laugardag kl. 16:00. FH-ingar sækja Víking heim kl. 18:00 næsta sunnudag. Kannski átti ég að koma með einhverjar kanínur upp úr hattinum Guðfinnur er hann var hjá Fram.Vísir/Vilhelm Guðfinnur Kristmannasson, þjálfari HK í dag, var ekki sáttur með leik sinna manna þegar þeir töpuðu á móti FH, 33-24. Í viðtali eftir leik sagðist hann hinsvegar hafa óttast þetta. „Manni líður aldrei vel eftir tap en ég óttaðist þetta, að við værum ekki alveg tilbúnir í byrjunina. Þannig að við keyrðum kannski svolítið á sama mannskap og bara til þess að reyna að spila okkur inn. Við erum búnir að vera í Covid-veseni og það hefur ekki verið allur hópurinn á staðnum. Við áttum alveg eins von á því að þetta færi í þessa áttina.“ Aðspurður hvað hann hefði viljað sjá strákana gera í leiknum sagði Guðfinnur þetta: „Maður getur kvartað yfir ýmsu. Aðallega að halda haus og halda fókus á sitt verkefni alveg sama hver staðan er. Það komu kaflar í þessu þar sem að við fórum að pirra okkur á okkur sjálfum og öllu í kringum okkur. Við hefðum mátt klára þann kafla betur.“ Mikið andleysi var í spilamennsku HK undir lok leiks og reyndi Guðfinnur að gera breytingar en virtist það ekki virka og því fór sem fór. „Leikurinn var kannski farinn og ég að reyna gera ákveðnar breytingar og fá menn inn. Ég veit ekki, kannski átti ég að koma með einhverjar kanínur upp úr hattinum og breyta öllu en svona er þetta bara.“ Hvað viltu sjá strákana gera fyrir næsta leik? „Að við séum ákveðnari í okkar leik og með hausinn skrúfaðann á og gefa sig allan í það. Það er nóg eftir af mótinu.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla FH HK
FH er í harðri baráttu um efsta sæti Olís-deildar karla í handbolta og tók á móti botnliði HK í kvöld. HK tókst ekki að vinna leik fyrir áramót og tókst það heldur ekki í kvöld, lokatölur 33-24 heimamönnum í vil. Leikurinn fór heldur hægt að stað og einkenndust fyrstu mínútur leiksins af brottvísunum og lélegri skotnýtingu beggja liða. FH-ingar fóru að ranka við sér þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum og voru þá komnir þremur mörkum yfir 7-4. Þar hófst leikur kattarins að músinni. HK-ingar áttu fá svör við leik FH-inga og þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks leiddu FH-inga með 6 mörkum, 17-11. FH-ingar héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik og héldu áfram að auka forskotið. Þegar stundarfjórðungur var eftir að leiknum leiddu FH-ingar með 8 mörkum, 26-18. Síðasta korterið einkenndist af algjöru andleysi hjá báðum liðum og minnti þetta um tíma á borðtennisleik, annað liðið svartklædd að senda beint í hendurnar á hvíta liðinu og öfugt. HK-ingar töluvert andlausari en FH-ingarnir og enduðu FH-ingar á að sigra leikinn með 9 mörkum, 33-24. Af hverju unnu FH? Þessi úrslit voru nú mögulega skrifuð í skýin, þegar að toppliðið mætir botnliðinu. FH-ingar voru bara of stór biti fyrir HK í kvöld. FH-ingar voru þéttir varnarlega og þrátt fyrir að vera án Phil Döhler kom það ekki að sök. Sóknarlega voru þeir góðir og dreifust mörkin á nánast alla leikmenn sem komu inn á í leiknum. Hverjir stóðu upp úr? Hjá FH-ingum var Ásbjörn Friðriksson atkvæðamestur með 6 mörk og var hann duglegur að opna vörn HK-inga fyrir aðra leikmenn. Ísak Rafnsson var öflugur í vörn FH-inga með 2 stolna bolta, 2 blikk og 6 lögleg stopp. Svavar Ingi Sigmundsson varði 10 bolta, 31% markvarsla. En þrátt fyrir þessa upptalningu var klárlega FH-liðið sem heild sem stóðu uppúr, hver með sitt einstaklings framlag. Hjá HK voru það Hjörtur Ingi Halldórsson og Kristján Ottó Hjálmarsson atkvæðamestir með 8 hvor. Hvað gekk illa? FH-ingar voru bara of stór biti fyrir HK. HK eru í botnsætinu með 1 stig á meðan FH-ingar eru í efsta sætinu. Það virtist sem að þeir voru að reyna að berjast en þetta var óttarlega andlaust samt sem áður. Hvað gerist næst? HK-ingar fá Fram í heimsókn næsta laugardag kl. 16:00. FH-ingar sækja Víking heim kl. 18:00 næsta sunnudag. Kannski átti ég að koma með einhverjar kanínur upp úr hattinum Guðfinnur er hann var hjá Fram.Vísir/Vilhelm Guðfinnur Kristmannasson, þjálfari HK í dag, var ekki sáttur með leik sinna manna þegar þeir töpuðu á móti FH, 33-24. Í viðtali eftir leik sagðist hann hinsvegar hafa óttast þetta. „Manni líður aldrei vel eftir tap en ég óttaðist þetta, að við værum ekki alveg tilbúnir í byrjunina. Þannig að við keyrðum kannski svolítið á sama mannskap og bara til þess að reyna að spila okkur inn. Við erum búnir að vera í Covid-veseni og það hefur ekki verið allur hópurinn á staðnum. Við áttum alveg eins von á því að þetta færi í þessa áttina.“ Aðspurður hvað hann hefði viljað sjá strákana gera í leiknum sagði Guðfinnur þetta: „Maður getur kvartað yfir ýmsu. Aðallega að halda haus og halda fókus á sitt verkefni alveg sama hver staðan er. Það komu kaflar í þessu þar sem að við fórum að pirra okkur á okkur sjálfum og öllu í kringum okkur. Við hefðum mátt klára þann kafla betur.“ Mikið andleysi var í spilamennsku HK undir lok leiks og reyndi Guðfinnur að gera breytingar en virtist það ekki virka og því fór sem fór. „Leikurinn var kannski farinn og ég að reyna gera ákveðnar breytingar og fá menn inn. Ég veit ekki, kannski átti ég að koma með einhverjar kanínur upp úr hattinum og breyta öllu en svona er þetta bara.“ Hvað viltu sjá strákana gera fyrir næsta leik? „Að við séum ákveðnari í okkar leik og með hausinn skrúfaðann á og gefa sig allan í það. Það er nóg eftir af mótinu.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik