Umfjöllun og viðtöl: Grótta - HK 30-25| Grótta vann í stemmningsleik á Nesinu Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 23. febrúar 2022 23:08 vísir/hulda margrét Leikurinn fór hægt að stað og skiptust liðin á að skora. Þegar stundarfjórðungur var liðin var staðan 7-7. Arnar Daði tók leikhlé um það leiti og reyndi að fá sína menn til að ranka við sér, það gekk ekki og þegar um 5 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik var HK tveimur mörkum yfir 9-11. Gróttumenn fóru að taka við sér undir lok seinni hálfleiks og náðu að minnka muninn í eitt mark áður en dómararnir flautuðu til loka fyrri hálfleiks. Hálfleikstölur 12-13 fyrir HK. HK-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og komu sér í þriggja marka forystu á fyrstu mínútnum. Þá tóku Gróttumenn við sér og þegar stundarfjórðungur var liðin af seinni hálfleik var Grótta komin í 19-18. Það virtist sem HK-ingar hafi hreinlega misst hausinn á loka mínútunum, færanýtingin var ekki nógu góð og oft sem skotin voru tekin í hálfgerðu kæruleysi. Gróttumenn hinsvegar þyrstir í stigin tvö og unnu að lokum með 5 mörkum, 30-25. Afhverju vann Grótta? Gróttumenn voru seigari síðasta korterið. Það var búið að vera jafnræði með liðunum alveg fram á síðasta stundarfjórðunginn. Þá fóru Gróttumenn að spila boltanum betur og varnarleikurinn hjá þeim þéttist og þeir sigldu þessu heim. Ætli Olís-deildar reynsla þeirra hafi ekki líka spilað inn í. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Gróttu var Andri Þór Helgason atkvæðamestur með 9 mörk. Það tók nokkrar tilraunir fyrir Birgi Stein Jónsson að skjóta sig í gang en hann endaði með 7 mörk. Einar Baldvin Baldvinsson var góður í seinni hálfleik og endaði með 13 bolta varða, 35% markvörslu. Hjá HK var Einar Pétur Pétursson með 6 mörk. Einar Bragi Aðalsteinsson og Kristján Ottó Hjálmarsson voru með 5 mörk hvor. Sigurjón Guðmundsson var góður í markinu með 12 varin skot. Varnarleikur HK á líka hrós skilið. Þeir stóðu vel í vörn og áttu Gróttumenn í smá vandræðum með þá á köflum. Hvað gekk illa? Síðasta korterið hjá HK var þeim ekki til uppdráttar. Þeir gjörsamlega misstu hausinn eftir að hafa haldið þessu í leik í 45 mínútur. Ótímabær skot þegar lítill sem enginn tími var liðin af sókninni, skjóta yfir, framhjá. Allt litlir hlutir sem hefði mögulega haldið þeim inn í leiknum. Hvað gerist næst? Í næstu umferð sem fer fram 27. febrúar sækja HK, Aftureldingu heim kl 16:30. Grótta á verðugt verkefni fyrir höndum þar sem þeir sækja Hauka heim sama dag kl 18:00 Sebastian Alexandersson: „Mér fannst sum mörkin alveg ævintýralega ódýr“ HK - KA Olísdeild karla í handbolta vetur 2021-2022. HSÍFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Ég er bara mest reiður bara,“ sagði Sebastian, þjálfari HK eftir 5 marka tap á móti Gróttu í dag. HK-ingar héldu sér inn í leiknum þar til korter lifði leiks. Þá fór hausinn og því fór sem fór. Aðspurður hvað hafi vantað í þeirra leik í dag sagði Sebastian þetta: „Við erum að klikka hérna á 10-15 úrvals dauðafærum. Við erum að spila okkur í mjög góð færi á móti vörn sem var býsna góð, skytturnar okkar fundu sig ekki alveg í dag. Það er ekkert stærsta vandamálið, við erum með 25 mörk og 15 dauðafæri sem fara forgörðum. Ég er svo fúll að fá 30 mörk á mig.“ Sebastian var ekki parhrifinn af sóknarleik Gróttu og lét Arnar Daða, þjálfara Gróttu aðeins heyra það eftir leik. „Ég er reiður og ég er sár að leik eftir leik er andstæðingurinn að fá 10-15-20 sinnum hendina upp í leik. Ég veit ekki hvað menn þykjast alltaf ætla að fá mikinn tíma á því að fá fríkast og fríkast og fríkast. Það er ekki hægt að vera 70% af leiktímanum alltaf í vörn, það tekur orku úr mönnum.“ HK sóttu sinn fyrsta sigur í síðasta leik. Í leiknum í kvöld hefðu þeir getað sótt stig en það gekk ekki eftir og vill Sebastian sjá þá halda áfram á þessari siglingu. „Ég vill sjá þá halda áfram. Við erum búnir að vera á góðri siglingu upp á við. Það kom kafli í seinni hálfleik þar sem við tókum pirringin úr vörninni með okkur í sóknina og vorum staðir. Það er aldrei gott þegar að þú tekur pirring með þér á milli vallarhelminga. Ég skil þá að vissuleyti vel því mér fannst spila frábæra vörn í dag. Ég veit ekki, mér fannst sum mörkin alveg ævintýralega ódýr eftir að hafa eytt orku í góða vörn. “ Olís-deild karla Grótta HK Tengdar fréttir Arnar Daði: „Mætum svo graðir og glaðir á Ásvelli“ Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu var virkilega sáttur með sigurinn er Grótta vann HK, 30-25 í Olís-deild karla í kvöld. Jafnræði var með liðunum þar til stundarfjórðungur var eftir. Þá gáfu Gróttumenn í og sigruðu með 5 mörkum. 23. febrúar 2022 22:20
Leikurinn fór hægt að stað og skiptust liðin á að skora. Þegar stundarfjórðungur var liðin var staðan 7-7. Arnar Daði tók leikhlé um það leiti og reyndi að fá sína menn til að ranka við sér, það gekk ekki og þegar um 5 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik var HK tveimur mörkum yfir 9-11. Gróttumenn fóru að taka við sér undir lok seinni hálfleiks og náðu að minnka muninn í eitt mark áður en dómararnir flautuðu til loka fyrri hálfleiks. Hálfleikstölur 12-13 fyrir HK. HK-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og komu sér í þriggja marka forystu á fyrstu mínútnum. Þá tóku Gróttumenn við sér og þegar stundarfjórðungur var liðin af seinni hálfleik var Grótta komin í 19-18. Það virtist sem HK-ingar hafi hreinlega misst hausinn á loka mínútunum, færanýtingin var ekki nógu góð og oft sem skotin voru tekin í hálfgerðu kæruleysi. Gróttumenn hinsvegar þyrstir í stigin tvö og unnu að lokum með 5 mörkum, 30-25. Afhverju vann Grótta? Gróttumenn voru seigari síðasta korterið. Það var búið að vera jafnræði með liðunum alveg fram á síðasta stundarfjórðunginn. Þá fóru Gróttumenn að spila boltanum betur og varnarleikurinn hjá þeim þéttist og þeir sigldu þessu heim. Ætli Olís-deildar reynsla þeirra hafi ekki líka spilað inn í. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Gróttu var Andri Þór Helgason atkvæðamestur með 9 mörk. Það tók nokkrar tilraunir fyrir Birgi Stein Jónsson að skjóta sig í gang en hann endaði með 7 mörk. Einar Baldvin Baldvinsson var góður í seinni hálfleik og endaði með 13 bolta varða, 35% markvörslu. Hjá HK var Einar Pétur Pétursson með 6 mörk. Einar Bragi Aðalsteinsson og Kristján Ottó Hjálmarsson voru með 5 mörk hvor. Sigurjón Guðmundsson var góður í markinu með 12 varin skot. Varnarleikur HK á líka hrós skilið. Þeir stóðu vel í vörn og áttu Gróttumenn í smá vandræðum með þá á köflum. Hvað gekk illa? Síðasta korterið hjá HK var þeim ekki til uppdráttar. Þeir gjörsamlega misstu hausinn eftir að hafa haldið þessu í leik í 45 mínútur. Ótímabær skot þegar lítill sem enginn tími var liðin af sókninni, skjóta yfir, framhjá. Allt litlir hlutir sem hefði mögulega haldið þeim inn í leiknum. Hvað gerist næst? Í næstu umferð sem fer fram 27. febrúar sækja HK, Aftureldingu heim kl 16:30. Grótta á verðugt verkefni fyrir höndum þar sem þeir sækja Hauka heim sama dag kl 18:00 Sebastian Alexandersson: „Mér fannst sum mörkin alveg ævintýralega ódýr“ HK - KA Olísdeild karla í handbolta vetur 2021-2022. HSÍFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Ég er bara mest reiður bara,“ sagði Sebastian, þjálfari HK eftir 5 marka tap á móti Gróttu í dag. HK-ingar héldu sér inn í leiknum þar til korter lifði leiks. Þá fór hausinn og því fór sem fór. Aðspurður hvað hafi vantað í þeirra leik í dag sagði Sebastian þetta: „Við erum að klikka hérna á 10-15 úrvals dauðafærum. Við erum að spila okkur í mjög góð færi á móti vörn sem var býsna góð, skytturnar okkar fundu sig ekki alveg í dag. Það er ekkert stærsta vandamálið, við erum með 25 mörk og 15 dauðafæri sem fara forgörðum. Ég er svo fúll að fá 30 mörk á mig.“ Sebastian var ekki parhrifinn af sóknarleik Gróttu og lét Arnar Daða, þjálfara Gróttu aðeins heyra það eftir leik. „Ég er reiður og ég er sár að leik eftir leik er andstæðingurinn að fá 10-15-20 sinnum hendina upp í leik. Ég veit ekki hvað menn þykjast alltaf ætla að fá mikinn tíma á því að fá fríkast og fríkast og fríkast. Það er ekki hægt að vera 70% af leiktímanum alltaf í vörn, það tekur orku úr mönnum.“ HK sóttu sinn fyrsta sigur í síðasta leik. Í leiknum í kvöld hefðu þeir getað sótt stig en það gekk ekki eftir og vill Sebastian sjá þá halda áfram á þessari siglingu. „Ég vill sjá þá halda áfram. Við erum búnir að vera á góðri siglingu upp á við. Það kom kafli í seinni hálfleik þar sem við tókum pirringin úr vörninni með okkur í sóknina og vorum staðir. Það er aldrei gott þegar að þú tekur pirring með þér á milli vallarhelminga. Ég skil þá að vissuleyti vel því mér fannst spila frábæra vörn í dag. Ég veit ekki, mér fannst sum mörkin alveg ævintýralega ódýr eftir að hafa eytt orku í góða vörn. “
Olís-deild karla Grótta HK Tengdar fréttir Arnar Daði: „Mætum svo graðir og glaðir á Ásvelli“ Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu var virkilega sáttur með sigurinn er Grótta vann HK, 30-25 í Olís-deild karla í kvöld. Jafnræði var með liðunum þar til stundarfjórðungur var eftir. Þá gáfu Gróttumenn í og sigruðu með 5 mörkum. 23. febrúar 2022 22:20
Arnar Daði: „Mætum svo graðir og glaðir á Ásvelli“ Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu var virkilega sáttur með sigurinn er Grótta vann HK, 30-25 í Olís-deild karla í kvöld. Jafnræði var með liðunum þar til stundarfjórðungur var eftir. Þá gáfu Gróttumenn í og sigruðu með 5 mörkum. 23. febrúar 2022 22:20
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik