Vaknaði við sprengingar: „Það var sjokk að vakna við þetta í morgun“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. febrúar 2022 08:08 Óskar vaknaði við sprengjuregn í Kænugarði í morgun. Vísir Óskar Hallgrímsson ljósmyndari sem er búsettur í Kænugarði í Úkraínu vaknaði við sprengingar í nótt. Rússar hafa hafið innrás af fullum krafti en Óskar segir að stríður straumur sé af íbúum Kænugarðs út úr borginni. Fólk er að flýja vestur. „Við erum búin að vera undirbúin um að eitthvað muni gerast. Það er búið að vera að vaða yfir okkur en það var sjokk að vakna við þetta í morgun,“ segir Óskar í samtali við fréttastofu. „Ég vakna klukkan fimm í morgun eiginlega ekki við neitt en ég fer fram og þá heyri ég tvær sprengingar. Ég heyri að þær eru langt í burtu samt. Svo heyri ég strax á eftir nokkrar í viðbót, alveg sex til að byrja með. Síðan er þögn í mjög langan tíma en svo koma nokkrar í viðbót. Ég veit ekkert hvað eru búnar að koma margar sprengingar.“ Farnir yfir landamæri Hvíta-Rússlands Óskar segist hafa verið í mikilli óvissu til að byrja með en hópur blaðamanna, sem hann er í sambandi við, hafi upplýst hann um stöðu mála. „Ég er í sambandi við fullt af blaðamönnum hérna, meðal annars blaðamenn frá Washington Post og New York Times, fólk sem er að fá alvöru upplýsingar. Þar er okkur upplýst að það hafi verið gerð árás á flugvöllinn, Boryspil hafi orðið fyrir árás og það hafi verið eldflaugaárás,“ segir Óskar. Enn séu engir hermenn komnir inn í borgina, sem hann róist við. Hann segir þó að árásirnar séu út um allt land og hersveitir Rússa komnir víða inn um landamærin, til dæmis í gegn um landamæri Hvíta-Rússlands í norðri. „Nú eru að koma myndir af skriðdrekum sem eru að rúlla yfir landamærin á Hvíta-Rússlandi, sem er í áttina að Kiev, en herinn er á fullu. Úkraínski herinn er á fullu að berjast á móti þessu. Núna eru strax að koma tilkynningar að þeir séu búnir að skjóta einhverjar flugvélar og þyrlur,“ segir Óskar. Sprengjunum beint að hernaðarmannvirkjum Hann segir að þegar líða fór á morgunn hafi komið í ljós að hluti þeirra sprenginga sem hann heyrði voru Úkraínumenn að sprengja upp dróna og eldflaugar yfir borginni. Nú sé hins vegar allt orðið rólegt aftur og telur Óskar að þetta sé búið í bili í Kænugarði. Hann segir vini sína, blaðamennina, hafa upplýst sig um að sprengjum Rússa sé beint að hernaðarmannvirkjum, til dæmis flugvellinum og einu slíku í hverfinu Obolon. „Þeir voru bara að ráðast á hernaðarleg markmið, það er mjög augljóst mál. Það virðist vera það sem er að gerast og það er það sem Selenskí (forseti Úkraínu) er að segja og Selenskí var að koma núna og segja að það virðist vera línan alls staðar.“ Stríður straumur fólks úr borginni Hann segir takmarkað magn af upplýsingum liggja fyrir um stöðu mála þar sem aðeins fimm tímar séu liðnir frá því að árásir hófust. Hann sé sjálfur rólegur, enda búsettur á öruggum stað í borginni. „Ég persónulega er á mjög öruggum stað í borginni. Ég bý bara við hliðina á OECD byggingunni. Við erum á mjög öruggum stað þannig að við ætlum bara að vera hér. Sprengjusírenurnar eru búnar að fara af stað tvisvar sem þýðir að þú átt að koma þér fyurir þar sem er öruggt. Fókli er sagt að halda sig heima,“ segir hann. Fjöldi íbúa sé þó á leið út úr borginni. „Það er stöðug traffík út úr borginni, maður er búinn að sjá nokkrar myndir af því að það sé strax orðin stöðug traffík út ur borginni, fólk er að fara vestur og ef í harðbakkann slær, ef það kemur landher og skriðdrekar á göturnar þá gerir maður bara það sama. Það eru flestir sem ætla að gera það, því það er enginn leið fyrir þá vestan megin inn,“ segir Óskar. Fjöldi fyrirstaða í vegi Rússa Hann segir Rússa aðeins komast að Kænugarði úr norðri, austri og suðri en hvergi úr vestri. Stysta leiðin sé að norðan, frá Hvíta-Rússlandi og herinn væri alltaf í heilan dag að komast úr suðri og austri. „Eina hættan sem staðar að er það sem kemur að norðan, eg veit ekkert hvar þessir skriðdrekar ætla að koma en það tekur tíma fyrir þá að koma hingað.“ Kænugarður sé þó mjög vel varinn en landamærabæirnir verr. Hann telur þó öruggt að talsvert sé í að Rússar nálgist Kænugarð, þar sem fjöldi fyrirstaða sé í vegi Rússa. „Í raun þurfa þeir að keyra í gegn um Tsjernóbíl svæðið, sem er lokað af og er með fullt af vegum, þannig að ég veit ekki hvað það gengur hratt yfir en það er hellingur á leiðinni á milli þó þetta séu 140 mílur, sem þeir þurfa að komast í gegn um. Úkraínski herinn er alveg, sérstaklega núna upp á síðkastið því þeir eru búnir að fá svo mikla hjálp, vel vopnum búnir og þeir munu verja Kiev alveg til síðasta manns held ég.“ Rússland eins og Voldemort í Harry Potter Hann segir ekki einn einasta Úkraínumann hissa á innrásinni. „Enginn hér er hissa á Pútín og hvernig hann hegðar sér. Enginn er hissa á því hvernig hann hegðar sér og stuðningur er eitthvað sem er eiginlega ekki í boði. Hérna talarðu ekki vel um Rússland, þú helst minnist ekki á það,“ segir Óskar. „Rússland er eins og Voldemort í Harry Potter. Það hata allir Pútín, þessi áróður sem hann er með er engan vegin meintur hinum almenna Úkraínubúa og ekki heimssamfélaginu. Hann er ekki að tala við okkur, hann er að tala við Rússa og þá sem eru honum enn hliðhollir inni á þessum svæðum sem þeir eru búnir að taka yfir,“ segir Óskar. „Þú verður að átta þig á að þetta eru átta ár sem þeir eru búnir að vera þarna, flest allir sem gátu komið sér í burtu eru búnir að koma sér í burtu, þetta er svakalega langur tími,“ segir hann. Mikil sorg ríki meðal Úkraínumanna Hann segir fólk aðalega sorgmætt yfir stöðu mála. „Fólk var mjög sorgmætt, fólk er bara sorgmætt yfir þessu öllu saman. Það er búin að vera svakaleg uppbygging síðan 2014 hérna.“ „Eftir 2014 er búinn að vera rosalegur samhugur og uppbygging í allri Úkraínu, stuðningur við herinn og mikil andstaða við Rússa. Fram að síðustu viku, þar til þessi svakalega hernaðarviðvera byrjaði þá var fólk almennt ekkert að pæla í þessu,“ segir Óskar. „Þetta var bara eitthvað sem Rússar eru að gera og þeir litu bara á þetta sem eitthvað á milli stórveldanna en núna er fólk með áhyggjur og það eru allir búnir að setja plönin sín í gang, greinilega langflestir hafa ákveðið að keyra vestur. Það er stöðugur straumur út úr borginni. Perónsulega held ég að þeir séu ekki að fara að ráðast á okkur.“ Átök í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Sprengjum rignir yfir Kænugarð Rússneskar hersveitir skutu flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun. Stór hópur hermanna réðist þá inn í sunnanvert landið í morgun. 24. febrúar 2022 06:23 Markmiðið að brjóta niður hernaðarmátt Úkraínu og „afmá nasismann“ Vladimír Pútín Rússlandsforseti ávarpaði þjóð sína klukkan þrjú að íslenskum tíma þar sem hann sagðist hafa samþykkt hernaðaraðgerð í aðskilnaðarhéruðunum Luhansk og Donetsk í Úkraínu. 24. febrúar 2022 07:44 „Þetta er stríð“ Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir að átökin sem hafin eru þar í landi séu stríð. Rússar hófu allsherjarinnrás í landið í morgun og sprengjum rignir nú yfir úkraínskar borgir. 24. febrúar 2022 07:22 Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira
„Við erum búin að vera undirbúin um að eitthvað muni gerast. Það er búið að vera að vaða yfir okkur en það var sjokk að vakna við þetta í morgun,“ segir Óskar í samtali við fréttastofu. „Ég vakna klukkan fimm í morgun eiginlega ekki við neitt en ég fer fram og þá heyri ég tvær sprengingar. Ég heyri að þær eru langt í burtu samt. Svo heyri ég strax á eftir nokkrar í viðbót, alveg sex til að byrja með. Síðan er þögn í mjög langan tíma en svo koma nokkrar í viðbót. Ég veit ekkert hvað eru búnar að koma margar sprengingar.“ Farnir yfir landamæri Hvíta-Rússlands Óskar segist hafa verið í mikilli óvissu til að byrja með en hópur blaðamanna, sem hann er í sambandi við, hafi upplýst hann um stöðu mála. „Ég er í sambandi við fullt af blaðamönnum hérna, meðal annars blaðamenn frá Washington Post og New York Times, fólk sem er að fá alvöru upplýsingar. Þar er okkur upplýst að það hafi verið gerð árás á flugvöllinn, Boryspil hafi orðið fyrir árás og það hafi verið eldflaugaárás,“ segir Óskar. Enn séu engir hermenn komnir inn í borgina, sem hann róist við. Hann segir þó að árásirnar séu út um allt land og hersveitir Rússa komnir víða inn um landamærin, til dæmis í gegn um landamæri Hvíta-Rússlands í norðri. „Nú eru að koma myndir af skriðdrekum sem eru að rúlla yfir landamærin á Hvíta-Rússlandi, sem er í áttina að Kiev, en herinn er á fullu. Úkraínski herinn er á fullu að berjast á móti þessu. Núna eru strax að koma tilkynningar að þeir séu búnir að skjóta einhverjar flugvélar og þyrlur,“ segir Óskar. Sprengjunum beint að hernaðarmannvirkjum Hann segir að þegar líða fór á morgunn hafi komið í ljós að hluti þeirra sprenginga sem hann heyrði voru Úkraínumenn að sprengja upp dróna og eldflaugar yfir borginni. Nú sé hins vegar allt orðið rólegt aftur og telur Óskar að þetta sé búið í bili í Kænugarði. Hann segir vini sína, blaðamennina, hafa upplýst sig um að sprengjum Rússa sé beint að hernaðarmannvirkjum, til dæmis flugvellinum og einu slíku í hverfinu Obolon. „Þeir voru bara að ráðast á hernaðarleg markmið, það er mjög augljóst mál. Það virðist vera það sem er að gerast og það er það sem Selenskí (forseti Úkraínu) er að segja og Selenskí var að koma núna og segja að það virðist vera línan alls staðar.“ Stríður straumur fólks úr borginni Hann segir takmarkað magn af upplýsingum liggja fyrir um stöðu mála þar sem aðeins fimm tímar séu liðnir frá því að árásir hófust. Hann sé sjálfur rólegur, enda búsettur á öruggum stað í borginni. „Ég persónulega er á mjög öruggum stað í borginni. Ég bý bara við hliðina á OECD byggingunni. Við erum á mjög öruggum stað þannig að við ætlum bara að vera hér. Sprengjusírenurnar eru búnar að fara af stað tvisvar sem þýðir að þú átt að koma þér fyurir þar sem er öruggt. Fókli er sagt að halda sig heima,“ segir hann. Fjöldi íbúa sé þó á leið út úr borginni. „Það er stöðug traffík út úr borginni, maður er búinn að sjá nokkrar myndir af því að það sé strax orðin stöðug traffík út ur borginni, fólk er að fara vestur og ef í harðbakkann slær, ef það kemur landher og skriðdrekar á göturnar þá gerir maður bara það sama. Það eru flestir sem ætla að gera það, því það er enginn leið fyrir þá vestan megin inn,“ segir Óskar. Fjöldi fyrirstaða í vegi Rússa Hann segir Rússa aðeins komast að Kænugarði úr norðri, austri og suðri en hvergi úr vestri. Stysta leiðin sé að norðan, frá Hvíta-Rússlandi og herinn væri alltaf í heilan dag að komast úr suðri og austri. „Eina hættan sem staðar að er það sem kemur að norðan, eg veit ekkert hvar þessir skriðdrekar ætla að koma en það tekur tíma fyrir þá að koma hingað.“ Kænugarður sé þó mjög vel varinn en landamærabæirnir verr. Hann telur þó öruggt að talsvert sé í að Rússar nálgist Kænugarð, þar sem fjöldi fyrirstaða sé í vegi Rússa. „Í raun þurfa þeir að keyra í gegn um Tsjernóbíl svæðið, sem er lokað af og er með fullt af vegum, þannig að ég veit ekki hvað það gengur hratt yfir en það er hellingur á leiðinni á milli þó þetta séu 140 mílur, sem þeir þurfa að komast í gegn um. Úkraínski herinn er alveg, sérstaklega núna upp á síðkastið því þeir eru búnir að fá svo mikla hjálp, vel vopnum búnir og þeir munu verja Kiev alveg til síðasta manns held ég.“ Rússland eins og Voldemort í Harry Potter Hann segir ekki einn einasta Úkraínumann hissa á innrásinni. „Enginn hér er hissa á Pútín og hvernig hann hegðar sér. Enginn er hissa á því hvernig hann hegðar sér og stuðningur er eitthvað sem er eiginlega ekki í boði. Hérna talarðu ekki vel um Rússland, þú helst minnist ekki á það,“ segir Óskar. „Rússland er eins og Voldemort í Harry Potter. Það hata allir Pútín, þessi áróður sem hann er með er engan vegin meintur hinum almenna Úkraínubúa og ekki heimssamfélaginu. Hann er ekki að tala við okkur, hann er að tala við Rússa og þá sem eru honum enn hliðhollir inni á þessum svæðum sem þeir eru búnir að taka yfir,“ segir Óskar. „Þú verður að átta þig á að þetta eru átta ár sem þeir eru búnir að vera þarna, flest allir sem gátu komið sér í burtu eru búnir að koma sér í burtu, þetta er svakalega langur tími,“ segir hann. Mikil sorg ríki meðal Úkraínumanna Hann segir fólk aðalega sorgmætt yfir stöðu mála. „Fólk var mjög sorgmætt, fólk er bara sorgmætt yfir þessu öllu saman. Það er búin að vera svakaleg uppbygging síðan 2014 hérna.“ „Eftir 2014 er búinn að vera rosalegur samhugur og uppbygging í allri Úkraínu, stuðningur við herinn og mikil andstaða við Rússa. Fram að síðustu viku, þar til þessi svakalega hernaðarviðvera byrjaði þá var fólk almennt ekkert að pæla í þessu,“ segir Óskar. „Þetta var bara eitthvað sem Rússar eru að gera og þeir litu bara á þetta sem eitthvað á milli stórveldanna en núna er fólk með áhyggjur og það eru allir búnir að setja plönin sín í gang, greinilega langflestir hafa ákveðið að keyra vestur. Það er stöðugur straumur út úr borginni. Perónsulega held ég að þeir séu ekki að fara að ráðast á okkur.“
Átök í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Sprengjum rignir yfir Kænugarð Rússneskar hersveitir skutu flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun. Stór hópur hermanna réðist þá inn í sunnanvert landið í morgun. 24. febrúar 2022 06:23 Markmiðið að brjóta niður hernaðarmátt Úkraínu og „afmá nasismann“ Vladimír Pútín Rússlandsforseti ávarpaði þjóð sína klukkan þrjú að íslenskum tíma þar sem hann sagðist hafa samþykkt hernaðaraðgerð í aðskilnaðarhéruðunum Luhansk og Donetsk í Úkraínu. 24. febrúar 2022 07:44 „Þetta er stríð“ Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir að átökin sem hafin eru þar í landi séu stríð. Rússar hófu allsherjarinnrás í landið í morgun og sprengjum rignir nú yfir úkraínskar borgir. 24. febrúar 2022 07:22 Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira
Sprengjum rignir yfir Kænugarð Rússneskar hersveitir skutu flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun. Stór hópur hermanna réðist þá inn í sunnanvert landið í morgun. 24. febrúar 2022 06:23
Markmiðið að brjóta niður hernaðarmátt Úkraínu og „afmá nasismann“ Vladimír Pútín Rússlandsforseti ávarpaði þjóð sína klukkan þrjú að íslenskum tíma þar sem hann sagðist hafa samþykkt hernaðaraðgerð í aðskilnaðarhéruðunum Luhansk og Donetsk í Úkraínu. 24. febrúar 2022 07:44
„Þetta er stríð“ Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir að átökin sem hafin eru þar í landi séu stríð. Rússar hófu allsherjarinnrás í landið í morgun og sprengjum rignir nú yfir úkraínskar borgir. 24. febrúar 2022 07:22