Roland sleppir ekki símanum og vonar að leikmennirnir hans lifi þetta af Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2022 08:31 Roland Eradze við hlið dóttur sinnar Mariam og með símann sinn í höndinni. S2 Sport Roland Eradze, fyrrverandi landsliðsmarkvörður íslenska landsliðsins í handbolta, er kominn heim til Íslands en hann þurfti að skilja við leikmenn sína úti í Úkraínu. Eradze er aðstoðarþjálfari HC Motor sem kemur frá borginni Zaporizhzhia í Úkraínu. Svava Kristín Grétarsdóttir hitti Roland og dóttur hans Mariam og spurði hann meðal annars út í liðið hans og leikmennina sem flestir eru enn í Úkraínu. Mjög góðir náungar í liðinu „Við erum með mjög góða náunga í liðinu og ég er mjög stoltur að vera hluti af þessu liði. Það eru menn frá mörgum þjóðum í liðinu. Ég er Georgíumaður, það eru Rússar, Hvít-Rússar, Spánverjar og Króatar í liðinu en við höfum staðið saman allan þennan tíma,“ sagði Roland Eradze. „Það var enginn að segja: Þú ert Rússi og herinn ykkar er að senda sprengja sínar hingað eða að þú ert Hvít-Rússi. Þetta eru bara ótrúlega kringumstæður,“ sagði Eradze en hvernig var þetta fyrir Rússana í liðinu? Klippa: Roland Eradze um leikmennina og liðið sitt Ég sá hvað þeim leið illa „Það var mjög slæmt. Ég sá á þeim hvað þeim leið illa eins og þeir hefðu gert eitthvað slæmt. Þeir voru að reyna að sýna öllum að þeir stæðu með okkur og þetta væri bara Pútín. Þetta var því mjög erfitt fyrir þá,“ sagði Roland. „Þeir voru að reyna að veita hverjum öðrum stuðning. Menn voru að hringjast á og minna menn á það að þessi hópur stæði saman,“ sagði Roland sem vill að þeim sökum líta af símanum sínum því það væri alltaf von á skilaboðum. „Já, síminn er alltaf við höndina og hefur verið þannig síðustu tíu daga. Maður er alltaf með símann að bíða eftir nýjustu upplýsingunum,“ sagði Roland. Leikmenn hans í úkraínska hernum „Í sambandi við leikmennina í liðinu þá eru einhverjir farnir til sín heima en einhverjir eru enn á landamærunum við Pólland. Úkraínsku leikmennirnir eru enn í Zaporizhzhia að hjálpa hernum eða fólkinu sem sjálfboðaliðar,“ sagði Roland. „Ég er ekki mikið að hugsa um þá í hernum en ég óska þess að það sé í lagi með þá og að þeir lifi þetta af. Síðustu tvö árin þá hefur þessi hópur verið meira en bara lið heldur meira eins og fjölskylda. Við vorum saman í sex tíma á hverjum degi,“ sagði Roland. Þekkir börn og jafnvel foreldra leikmanna vel „Ég þekki fjölskyldur og börn allra leikmannanna. Ég líka foreldra sumra. Við í þessu liði erum mjög nánir. Núna óttast ég að eitthvað muni gerast fyrir suma þeirra en ég vil helst ekki hugsa um slíkt,“ sagði Roland. „Ég vona bara að það verði friður,“ sagði Roland en dóttir hans Mariam Eradze sagði aðeins frá því hvernig pabbi hennar er búinn að vera síðan hann kom þeim. Var lengi í faðmi föður síns „Þungur en þótt að hann sé kannski ekki í eins góðu skapi og hann myndi annars vera þá vorum við mjög glöð að sjá hvort annað. Það var einhver tími þar sem maður var bara í fanginu á honum,“ sagði Mariam. „Ég veit að hann er að reyna að vera glaður og ánægður með að vera hérna en hann dettur alveg inn í það að vera í símanum og fylgjast með fréttunum. Vitandi af því að strákarnir hans eru þarna. Þetta er ákveðin fjölskylda sem er búið að búa til þarna. Þetta liggur þungt á honum,“ sagði Mariam. Innrás Rússa í Úkraínu Handbolti Tengdar fréttir Roland slapp frá Úkraínu | „Pútín er fasisti“ Roland Eradze, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands og núverandi aðstoðarþjálfari úkraínska meistaraliðsins HC Motor, kom til Íslands frá Úkraínu á föstudaginn eftir átta daga ferðalag frá borginni Zaporizhzhia. Hann ræddi við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis um átökin og ferðalagið. 6. mars 2022 19:15 „Þeim er alveg sama hvað þeir sprengja, þetta eru villimenn“ Roland Eradze, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands og núverandi þjálfari úkraínska meistaraliðsins HC Motor, kom til Íslands frá Úkraínu á föstudaginn eftir átta daga ferðalag frá borginni Zaporizhzhia. Hann ræddi við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis um átökin og ferðalagið. 6. mars 2022 16:01 Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Fótbolti Hugsaði lítið og stressaði sig minna Handbolti Fleiri fréttir „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Sjá meira
Svava Kristín Grétarsdóttir hitti Roland og dóttur hans Mariam og spurði hann meðal annars út í liðið hans og leikmennina sem flestir eru enn í Úkraínu. Mjög góðir náungar í liðinu „Við erum með mjög góða náunga í liðinu og ég er mjög stoltur að vera hluti af þessu liði. Það eru menn frá mörgum þjóðum í liðinu. Ég er Georgíumaður, það eru Rússar, Hvít-Rússar, Spánverjar og Króatar í liðinu en við höfum staðið saman allan þennan tíma,“ sagði Roland Eradze. „Það var enginn að segja: Þú ert Rússi og herinn ykkar er að senda sprengja sínar hingað eða að þú ert Hvít-Rússi. Þetta eru bara ótrúlega kringumstæður,“ sagði Eradze en hvernig var þetta fyrir Rússana í liðinu? Klippa: Roland Eradze um leikmennina og liðið sitt Ég sá hvað þeim leið illa „Það var mjög slæmt. Ég sá á þeim hvað þeim leið illa eins og þeir hefðu gert eitthvað slæmt. Þeir voru að reyna að sýna öllum að þeir stæðu með okkur og þetta væri bara Pútín. Þetta var því mjög erfitt fyrir þá,“ sagði Roland. „Þeir voru að reyna að veita hverjum öðrum stuðning. Menn voru að hringjast á og minna menn á það að þessi hópur stæði saman,“ sagði Roland sem vill að þeim sökum líta af símanum sínum því það væri alltaf von á skilaboðum. „Já, síminn er alltaf við höndina og hefur verið þannig síðustu tíu daga. Maður er alltaf með símann að bíða eftir nýjustu upplýsingunum,“ sagði Roland. Leikmenn hans í úkraínska hernum „Í sambandi við leikmennina í liðinu þá eru einhverjir farnir til sín heima en einhverjir eru enn á landamærunum við Pólland. Úkraínsku leikmennirnir eru enn í Zaporizhzhia að hjálpa hernum eða fólkinu sem sjálfboðaliðar,“ sagði Roland. „Ég er ekki mikið að hugsa um þá í hernum en ég óska þess að það sé í lagi með þá og að þeir lifi þetta af. Síðustu tvö árin þá hefur þessi hópur verið meira en bara lið heldur meira eins og fjölskylda. Við vorum saman í sex tíma á hverjum degi,“ sagði Roland. Þekkir börn og jafnvel foreldra leikmanna vel „Ég þekki fjölskyldur og börn allra leikmannanna. Ég líka foreldra sumra. Við í þessu liði erum mjög nánir. Núna óttast ég að eitthvað muni gerast fyrir suma þeirra en ég vil helst ekki hugsa um slíkt,“ sagði Roland. „Ég vona bara að það verði friður,“ sagði Roland en dóttir hans Mariam Eradze sagði aðeins frá því hvernig pabbi hennar er búinn að vera síðan hann kom þeim. Var lengi í faðmi föður síns „Þungur en þótt að hann sé kannski ekki í eins góðu skapi og hann myndi annars vera þá vorum við mjög glöð að sjá hvort annað. Það var einhver tími þar sem maður var bara í fanginu á honum,“ sagði Mariam. „Ég veit að hann er að reyna að vera glaður og ánægður með að vera hérna en hann dettur alveg inn í það að vera í símanum og fylgjast með fréttunum. Vitandi af því að strákarnir hans eru þarna. Þetta er ákveðin fjölskylda sem er búið að búa til þarna. Þetta liggur þungt á honum,“ sagði Mariam.
Innrás Rússa í Úkraínu Handbolti Tengdar fréttir Roland slapp frá Úkraínu | „Pútín er fasisti“ Roland Eradze, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands og núverandi aðstoðarþjálfari úkraínska meistaraliðsins HC Motor, kom til Íslands frá Úkraínu á föstudaginn eftir átta daga ferðalag frá borginni Zaporizhzhia. Hann ræddi við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis um átökin og ferðalagið. 6. mars 2022 19:15 „Þeim er alveg sama hvað þeir sprengja, þetta eru villimenn“ Roland Eradze, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands og núverandi þjálfari úkraínska meistaraliðsins HC Motor, kom til Íslands frá Úkraínu á föstudaginn eftir átta daga ferðalag frá borginni Zaporizhzhia. Hann ræddi við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis um átökin og ferðalagið. 6. mars 2022 16:01 Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Fótbolti Hugsaði lítið og stressaði sig minna Handbolti Fleiri fréttir „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Sjá meira
Roland slapp frá Úkraínu | „Pútín er fasisti“ Roland Eradze, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands og núverandi aðstoðarþjálfari úkraínska meistaraliðsins HC Motor, kom til Íslands frá Úkraínu á föstudaginn eftir átta daga ferðalag frá borginni Zaporizhzhia. Hann ræddi við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis um átökin og ferðalagið. 6. mars 2022 19:15
„Þeim er alveg sama hvað þeir sprengja, þetta eru villimenn“ Roland Eradze, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands og núverandi þjálfari úkraínska meistaraliðsins HC Motor, kom til Íslands frá Úkraínu á föstudaginn eftir átta daga ferðalag frá borginni Zaporizhzhia. Hann ræddi við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis um átökin og ferðalagið. 6. mars 2022 16:01
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik